Morgunblaðið - 12.11.2011, Blaðsíða 51
MENNING 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2011
AF LEIKHÚSI
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Það er hreinasta kvöl og pínaað sitja undir leiðinlegu leik-riti. Það þurfti undirritaður
að gera á dögunum og hreinlega
taldi langdregnar mínúturnar,
dundaði sér á endanum við að skoða
hárgreiðslu, fataval og líkamstján-
ingu annarra leikhúsgesta og tók
þess á milli örstuttar kríur til að
hlaða tómar rafhlöðurnar. Leikritið
átti að heita frábært, öll kynning á
því hafði verið í þá veru og vænting-
arnar eftir því. En stundum er mað-
ur bara á hinum endanum, ekki í liði
með hinum hálærðu leikhúsvitum.
Það er eitthvað sem maður hefur
víst ekki stjórn á sjálfur. Þetta
kvöld var ég bolurinn í salnum, svo
margfrægt hugtak Björgvins Hall-
dórssonar sé fengið að láni (upp-
haflega notað um fólk sem gengur í
bolum sem það fær gefins frá fyr-
irtækjum, skv. slangurorðabók).
Annar bolur, fésbókarvinur þess er
dottaði af leiðindum, tók reyndar
enn dýpra í árinni og lýsti sömu
uppfærslu sem „allt að því drullu“.
Sennilega er hann hlýrabolur, jafn-
vel netabolur.
Það var því með nokkrumkvíða sem bolurinn er hér ritar
hélt í leikhús viku síðar að sjá söng-
leikinn Hrekkjusvín. Er þar býsna
djarft teflt, sígild plata Hrekkju-
svínanna, Lög unga fólksins, færð í
ast við íslensk-amerískan draum
alla ævi, draum um skjótfenginn
gróða sem hefur þó aldrei fengist.
Og viti menn, Hrekkjusvín erbara skemmtilegur söng-
leikur, lögin flutt af bravúr undir
styrkri tónlistarstjórn Valgeirs
„hrekkjusvíns“ Guðjónssonar. Þetta
er söngleikur fyrir bolinn og von-
andi líka fólkið á hinum endanum,
fólkið sem fussar yfir sofandi bolum
á hávirðulegum leiksýningum.
Fyndinn og háðskur, hér er potað í
ýmis íslensk kaun og ilmur af Jóla-
sögu Dickens í frásagnartækninni.
Gaman að því. Það er líka augljóst
að leikararnir hafa gaman af verk-
inu, leggja sig alla fram og fara á
köflum á kostum. Má þar nefna, að
öðrum ólöstuðum, Orra Hugin
Ágústsson sem brilleraði í dásam-
lega ýktu hlutverki eþíópísks sonar
söguhetjunnar. Þetta er þó ekki
gallalaust verk, sumt hefði betur
mátt fara, en það sem mestu máli
skiptir er að það er skemmtilegt. Og
mikið er nú gaman að skemmta sér
svona af og til í leikhúsi, þá sjaldan
maður lyftir sér upp.
Leikhús fyrir bolinn
Fyndnir Leikararnir Orri Huginn Ágústsson og Hannes Óli Ágústsson í söngleiknum Hrekkjusvín. María Reyndal
leikstýrir verkinu en höfundar þess eru Tinna Hrafnsdóttir, Sveinn Geirsson og Guðmundur Brynjólfsson.
söngleikjarform, saga sniðin utan
um lögin sem stór hluti íslensku
þjóðarinnar kann utan að og farið
hafa kynslóða á milli. Á plötunni er
ekki að greina neina sögu sem slíka,
heldur fela lagatextarnir hver fyrir
sig í sér sögu og vísanir í íslenskan
veruleika þess tíma sem lögin voru
samin á, áttunda áratug síðustu ald-
ar, en hafa einnig að geyma tíma-
laus umfjöllunarefni á borð við
varnarleysi hinna viðkvæmu gagn-
vart hrekkjusvínum. Víða er komið
við, m.a. sungið um verðbólguna
„sem étur börnin sín“, hraðlyginn
afa, Grýlu (sem er m.a. í leiðurum
dagblaða), teiti sem fer úr bönd-
unum og barn verður vitni að,
Sæma rokk og þannig mætti áfram
telja. Platan höfðar jafnt til barna
sem fullorðina og lögin eru frábær,
allt frá hressandi rokki yfir í ang-
urværar ballöður í anda Spilverks-
ins.
Sagan sem sniðin er utan um
þetta í söngleiknum er ævisaga Jó-
hanns nokkurs sem á efri árum er
hraðlyginn afi og úr tengslum við
fjölskyldu sína, heldur misheppn-
aður náungi sem hefur verið að elt-
» Þetta er söng-leikur fyrir bolinn og
vonandi líka fólkið á hin-
um endanum, fólkið sem
fussar yfir sofandi bol-
um á hávirðulegum leik-
sýningum.
Morgunblaðið/Golli
Franskt Sigríður Thorlacius.
Franskar lagaperlur
Söngkonan Sigríður Thorlacius
heldur tónleika í Hörpu 17. nóv-
ember nk. og mun á þeim flytja
franskar dægurlagaperlur. Tón-
leikarnir bera yfirskriftina Joie de
vivre.
Tónleikarnir eru meðal viðburða
á vegum frönsku menningar-
miðstöðvarinnar Alliance Fran-
çaise sem fagnar 100 ára afmæli í
ár. Sigríður mun syngja fimmtán
lög og eru þau öll sígild, frönsk
dægurlög sem þekktir listamenn
hafa flutt í gegnum tíðina og má
þar nefna Joséphine Baker, Serge
Gainsbourg, Vanessu Paradis og
Ritu Mitsouko. Tónleikarnir hefjast
kl. 20 og verða haldnir í salnum
Kaldalóni.
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
TOWER HEIST Sýnd kl. 4 - 5:50 - 8 - 10:15
IN TIME Sýnd kl. 8
ÆVINTÝRI TINNA 3D Sýnd kl. 2 (950kr.) - 5
ÆVINTÝRI TINNA 2D Sýnd kl. 1:45 (700kr.)
BORGRÍKI Sýnd kl. 6 - 8 - 10
THE THING Sýnd kl. 10:15
ÞÓR 3D Sýnd kl. 2 (1050kr.)
NÝ ÍSLENSK SPENNUMYND
Í ANDA STIEG LARSSON MYNDANNA
HVERSU
LANGT MYNDIR
ÞÚ GANGA FYRIR ÞANN
SEM ÞÚ ELSKAR?
HHHH
ÞÞ. FRÉTTATÍMINN
HHHH
KHK. MBL
HHH
AK. DV
-bara lúxus sími 553 2075
Miðasala og nánari upplýsingar
www.laugarasbio.is
Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó ef þú
greiðir með kreditkorti tengdu AukakrónumTilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKT R MEÐ RAUÐU
„TIL HAMINGJU
ÍSLAND“
- H.S.S., MBL
HHHHH
B.G. -MBL
HHHH
SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.IS
NÁNAR Á MIÐI.IS
GLERAUGU SELD SÉR 5%
“STERK, FURÐULEG
OG ÁHUGAVERÐ!”
- EMPIRE
STRANGLEGA BÖNNUÐ
INNAN 18 ÁRA
“TIL HAMINGJU, ÍSLAND”
-Þ.Þ., FT
IMMORTALS FORSÝNING KL. 8* AÐEINS SUNNUDAG 16
HUMAN CENTEPIDE KL. 10.15 18
HEADHUNTERS KL. 5.45 - 8* AÐEINS LAU 16
MONEYBALL KL. 3 (TILBOÐ) - 6 - 9 L
ÆVINTÝRI TINNA 3D KL. 3.20 (TILBOÐ) - 5.40 - 8 - 10.20 7
ÆVINTÝRI TINNA 2D KL. 3.20 (TILBOÐ) 7
ÞÓR 3D ÍSLENSKT TAL KL. 3.20 (TILBOÐ) L
MIDNIGHT IN PARIS KL. 10.15 L ELDFJALL KL. 3.30 - 5.50 - 8 L
BORGARBÍÓ
TOWER HEIST KL. 6 - 8 - 10 12
IN TIME KL. 8 - 10 12
ÆVINTÝRI TINNA 3D KL. 4 - 6 7
ÞÓR ÍSLENSKT TAL 3D KL. 2 (TILBOÐ) 2D KL. 2 (TILBOÐ) - 4 L
FORSÝNING