Morgunblaðið - 12.11.2011, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2011
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Írauninni er erfitt að segjahvenær nákvæmlega öldvatnsberans gekk í garð.Stjörnuspekingar víða um
heim hafa sína eigin skoðun á því.
Sumir vilja meina að hún hafi
gengið í garð í upphafi tuttugustu
aldarinnar þegar Wright-bræðurnir
hófu að fljúga um háloftin og skópu
um leið tímamót í hraðari sam-
göngum á milli áfangastaða. Aðrir
segja hana vera á leiðinni inn núna
11.11.11,“ segir stjörnuspeking-
urinn Halla Frímannsdóttir, betur
þekkt sem Halla himintungl.
„Stjörnuspekingar sem eru ný-
aldarsinnar hafa áhuga á að blanda
saman talnaspeki og stjörnuspeki
og þeim finnst þessi dagur marka
mikil tímamót, enda er talan ellefu
mikil „mastertala“. Það eru sex ás-
ar í þessari tölu sem kallar á aukið
frumkvæði, frelsi, tjáningu og það
að byrja ný verkefni. Ef tekin er
þversumma af 11.11.2011 þá kemur
út sterk karmatala nr. 8 sem tákn-
ar nýtt upphaf, fæðingu, dauða,
endurnýjun og hina eilífu hringrás.
Sagan endurtekur sig. Við sjáum
það til dæmis í flóðunum núna í
Taílandi, þau voru svona mikil fyrir
80 árum. Efnahagskerfi Grikklands
og Ítalíu er hrunið. Nú vill fólk
eyða í burtu vondum hlutum. Það
er til dæmis magnað að sjá hversu
margir sjálfboðaliðar ganga nú um
götur Óslóborgar á kvöldin og um
helgar til að vernda fólk frá því að
verða nauðgað. Allt mun þetta
skapa nýja hugmyndafræði, ný-
sköpun, samfélagsbreytingar og
tækifæri.“
Vekja þarf upp kvengyðjur
Halla segir að vatnsberaöldin
standi fyrir aukna tæknivæðingu,
hraða, frelsi, sjálfstæði og nýsköp-
un. „Hún boðar einnig aukið jafn-
vægi á milla karl- og kven-element-
anna. Það er kominn tími til að
heila og vekja upp kvengyðjurnar,
að kærleikurinn sé hafður að að-
alvopni en ekki stríð og hervopn
sem karlgoðin hafa beitt und-
anfarnar aldir. Húmanistahreyf-
ingar um allan heim munu stíga
meira fram og krefjast meira
frjálsræðis bæði í formi ein-
staklings- og hóphyggju. Einnig er
aukinn áhugi á að heimsækja geim-
inn og löngun í að leggja land und-
ir fót á öðrum hnöttum. Hver veit
hvað framtíðin býður upp á í þeim
efnum.“ Halla telur að öld vatns-
berans beri með sér boðskap um að
elska alla eins og þeir eru án þess
Kærleikurinn er að-
alvopnið, ekki stríð
Hún segir vatnsberaöldina standa fyrir aukna tæknivæðingu, hraða, frelsi, sjálf-
stæði og nýsköpun. Einnig boðar öldin sú aukið jafnvægi á milli karl- og kven-
elementanna. Halla himintugl er manna fróðust um allt sem viðkemur stjörnu-
speki og hún veit fátt skemmtilegra en að flakka um heiminn. Núna býr hún á
Tælandi þar sem hún vinnur sem gestaþerapisti hjá tælenskri heilsulind.
Tunglhátíð Í vor var Halla með tunglhátíð á fullu tungli á eyjunni Naka fyr-
ir gesti heilsulindarinnar og stemningin var góð í fögru umhverinu.
Vatnsberinn Merkið sem kennt er við þann sem ber vatn.
Mörgum finnst þægilegt að geta
keypt sér föt og aðrar vörur á netinu.
Ýmsar íslenskar vefsíður hafa sprott-
ið upp sem auðvelda fólki að kaupa
vörur erlendis frá. Vefsíðan outfit.is
er ein þeirra en þar er meðal annars
hægt að kaupa föt frá bandarísku
versluninni Forever21. Margir Íslend-
ingar kannast við þá verslun en um er
að ræða tískuverslun í svipuðum dúr
og H&M þar sem kaupa má bæði föt
og fylgihluti á góðu verði. Margir vilja
þó meina að Forever21 sé eilítið vand-
aðri ef eitthvað er. Hvað um það, á
vefsíðunni er einnig hægt að panta
varning frá H&M sem hefur nú hingað
til verið í miklu uppáhaldi hjá okkur
Íslendingum. Allar upplýsingar um
hvernig eigi að bera sig að er að finna
á vefsíðunni. Kaupandinn þarf ekki
annað að gera en að velja sér það
sem hugurinn girnist og borga, vör-
unni er síðan komið til viðkomandi.
Vefsíðan www.outfit.is
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Punt Það er skemmtilegt að kaupa sér ný föt og alls konar glingur við og við.
Tískuvöruverslun heima í stofu
Áhugafólki um íslenska fatahönnun
býðst að eiga stefnumót við tvo fata-
hönnuði á Listasafni Kópavogs um
helgina í tilefni afmælissýningar
Fatahönnunarfélags Ísland. Í dag,
laugardag, tekur Sonja Bent á móti
gestum og veitir þeim innsýn í heim
fatahönnuðarins. Hún útskrifaðist frá
Listaháskóla Íslands vorið 2008 og
stofnaði sama ár sitt eigið merki,
Sonja Bent. Sonja hefur tekið þátt í
fjölda sýninga m.a. á tískuvikunni í
Kaupmannahöfn, Prêt à Porter í París
og Reykjavík Fashion Festival. Á
sunnudaginn er komið að Ingu Björk
Andrésardótttur. Hún útskrifaðist
með BA-gráðu í fatahönnun frá
Listaháskóla Íslands vorið 2008. Hún
hannar nú skartgripi undir merkinu
IBA – The Indian in Me ásamt því að
kenna við Fjölbrautaskólann í Ár-
múla.
Endilega …
… fáið leiðsögn um tísku
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fatahönnun Það er alltaf gaman að skoða verk íslenskra fatahönnuða.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Polarolje
Meiri virkni
Hátt hlutfall Omega 3
fitusýrur
Minn læknir mælir með
Polarolíunni, en þinn ?
Selolía, einstök olía
Gott fyrir:
Maga- og þarmastarfsemi
Hjarta og æðar
Ónæmiskerfið
Kolesterol
Liðina
Polarolían fæst í:
apótekum, Þín verslun Seljabraut,
heilsuhúsum, Fjarðarkaupum,
Fiskbúðinni Trönuhrauni og Melabúð
Nú líka
í hylkjum
Nýtt!
Pólarolía góð fyrir líkamann
Í nýlegri doktorsrannsókn Linn
Anne Bjelland Brunborg kom í ljós
að selolía, sem var gefin í gegnum
sondu beint niður í skeifugörn,
linar liðverki, dregur úr liðbólgum
og hefur að auki jákvæð áhrif á
þarmabólgu. Fæða áVesturlöndum
inniheldur hlutfallslega mikið magn
af omega 6 fitusýrum í samanburði
við omega 3 fitusýrur. Þetta getur
orsakað ójafnvægi í líkamanum, sem
að einhverju leyti getur útskýrt af
hverju margt fólk þjáist af offitu og
ýmsum lífsstílstengdum sjúkdómum
eins og hjarta- og æðasjúkdómum,
sykursýki og krabbameini.
Besta leiðin til að greiða úr þessu
ójafnvægi er að auka neyslu á sjávar-
fangi sem almennt er auðugt af lang-
keðju omega fitusýru og samtímis að
minnka neyslu á matvörum sem eru
ríkar af omega fitusýrum.
Þarmabólga og liðverkir
Rannsókn Brunborgs á selkjöti
bendir til að það sé bæði holl og
örugg fæða. Selspikið er mjög ríkt
af langkeðju omega fitusýrum sem
hefur áhrif á staðbundin hormón,
sem meðal annars eru mikilvæg fyrir
bólguviðbrögð líkamans.Virkni sel-
olíunnar á bólguviðbrögð var prófuð
í klínískri tilraun á sjúklingum með
liðverki og IBD. IBD-sjúklingar hafa
oft minnkandi starfsgetu og lífsgæði
vegan sjúkdómsins og möguleikar á
lækningu eru litlir. Lyf sem draga úr
liðverkjum geta gert þarmabólguna
verri. Brunborg sýndi með tilraunum
að selolía, sem var gefin í gegnum
sondu, linar liðbólgur, liðverki
og hefur að auki jákvæð áhrif á
þarmabólgu. Að neyta nægilegs
sjávarfangs með omega fitusýrum
getur haft fyrirbyggjandi áhrif þegar
um þróun sjúkdóma eins og IBD og
annarra bólgusjúkdóma, hjarta- og
æðasjúkdóma er að ræða. Selolía fæst
í öllum helstu apótekum og heilsu-
búðum og ber nafnið Polarolje.
A U G L Ý S I N G
Linar verki og minnkar bólgur
na