Morgunblaðið - 12.11.2011, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.11.2011, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2011 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Írauninni er erfitt að segjahvenær nákvæmlega öldvatnsberans gekk í garð.Stjörnuspekingar víða um heim hafa sína eigin skoðun á því. Sumir vilja meina að hún hafi gengið í garð í upphafi tuttugustu aldarinnar þegar Wright-bræðurnir hófu að fljúga um háloftin og skópu um leið tímamót í hraðari sam- göngum á milli áfangastaða. Aðrir segja hana vera á leiðinni inn núna 11.11.11,“ segir stjörnuspeking- urinn Halla Frímannsdóttir, betur þekkt sem Halla himintungl. „Stjörnuspekingar sem eru ný- aldarsinnar hafa áhuga á að blanda saman talnaspeki og stjörnuspeki og þeim finnst þessi dagur marka mikil tímamót, enda er talan ellefu mikil „mastertala“. Það eru sex ás- ar í þessari tölu sem kallar á aukið frumkvæði, frelsi, tjáningu og það að byrja ný verkefni. Ef tekin er þversumma af 11.11.2011 þá kemur út sterk karmatala nr. 8 sem tákn- ar nýtt upphaf, fæðingu, dauða, endurnýjun og hina eilífu hringrás. Sagan endurtekur sig. Við sjáum það til dæmis í flóðunum núna í Taílandi, þau voru svona mikil fyrir 80 árum. Efnahagskerfi Grikklands og Ítalíu er hrunið. Nú vill fólk eyða í burtu vondum hlutum. Það er til dæmis magnað að sjá hversu margir sjálfboðaliðar ganga nú um götur Óslóborgar á kvöldin og um helgar til að vernda fólk frá því að verða nauðgað. Allt mun þetta skapa nýja hugmyndafræði, ný- sköpun, samfélagsbreytingar og tækifæri.“ Vekja þarf upp kvengyðjur Halla segir að vatnsberaöldin standi fyrir aukna tæknivæðingu, hraða, frelsi, sjálfstæði og nýsköp- un. „Hún boðar einnig aukið jafn- vægi á milla karl- og kven-element- anna. Það er kominn tími til að heila og vekja upp kvengyðjurnar, að kærleikurinn sé hafður að að- alvopni en ekki stríð og hervopn sem karlgoðin hafa beitt und- anfarnar aldir. Húmanistahreyf- ingar um allan heim munu stíga meira fram og krefjast meira frjálsræðis bæði í formi ein- staklings- og hóphyggju. Einnig er aukinn áhugi á að heimsækja geim- inn og löngun í að leggja land und- ir fót á öðrum hnöttum. Hver veit hvað framtíðin býður upp á í þeim efnum.“ Halla telur að öld vatns- berans beri með sér boðskap um að elska alla eins og þeir eru án þess Kærleikurinn er að- alvopnið, ekki stríð Hún segir vatnsberaöldina standa fyrir aukna tæknivæðingu, hraða, frelsi, sjálf- stæði og nýsköpun. Einnig boðar öldin sú aukið jafnvægi á milli karl- og kven- elementanna. Halla himintugl er manna fróðust um allt sem viðkemur stjörnu- speki og hún veit fátt skemmtilegra en að flakka um heiminn. Núna býr hún á Tælandi þar sem hún vinnur sem gestaþerapisti hjá tælenskri heilsulind. Tunglhátíð Í vor var Halla með tunglhátíð á fullu tungli á eyjunni Naka fyr- ir gesti heilsulindarinnar og stemningin var góð í fögru umhverinu. Vatnsberinn Merkið sem kennt er við þann sem ber vatn. Mörgum finnst þægilegt að geta keypt sér föt og aðrar vörur á netinu. Ýmsar íslenskar vefsíður hafa sprott- ið upp sem auðvelda fólki að kaupa vörur erlendis frá. Vefsíðan outfit.is er ein þeirra en þar er meðal annars hægt að kaupa föt frá bandarísku versluninni Forever21. Margir Íslend- ingar kannast við þá verslun en um er að ræða tískuverslun í svipuðum dúr og H&M þar sem kaupa má bæði föt og fylgihluti á góðu verði. Margir vilja þó meina að Forever21 sé eilítið vand- aðri ef eitthvað er. Hvað um það, á vefsíðunni er einnig hægt að panta varning frá H&M sem hefur nú hingað til verið í miklu uppáhaldi hjá okkur Íslendingum. Allar upplýsingar um hvernig eigi að bera sig að er að finna á vefsíðunni. Kaupandinn þarf ekki annað að gera en að velja sér það sem hugurinn girnist og borga, vör- unni er síðan komið til viðkomandi. Vefsíðan www.outfit.is Morgunblaðið/Sigurgeir S. Punt Það er skemmtilegt að kaupa sér ný föt og alls konar glingur við og við. Tískuvöruverslun heima í stofu Áhugafólki um íslenska fatahönnun býðst að eiga stefnumót við tvo fata- hönnuði á Listasafni Kópavogs um helgina í tilefni afmælissýningar Fatahönnunarfélags Ísland. Í dag, laugardag, tekur Sonja Bent á móti gestum og veitir þeim innsýn í heim fatahönnuðarins. Hún útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands vorið 2008 og stofnaði sama ár sitt eigið merki, Sonja Bent. Sonja hefur tekið þátt í fjölda sýninga m.a. á tískuvikunni í Kaupmannahöfn, Prêt à Porter í París og Reykjavík Fashion Festival. Á sunnudaginn er komið að Ingu Björk Andrésardótttur. Hún útskrifaðist með BA-gráðu í fatahönnun frá Listaháskóla Íslands vorið 2008. Hún hannar nú skartgripi undir merkinu IBA – The Indian in Me ásamt því að kenna við Fjölbrautaskólann í Ár- múla. Endilega … … fáið leiðsögn um tísku Morgunblaðið/Árni Sæberg Fatahönnun Það er alltaf gaman að skoða verk íslenskra fatahönnuða. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Polarolje Meiri virkni Hátt hlutfall Omega 3 fitusýrur Minn læknir mælir með Polarolíunni, en þinn ? Selolía, einstök olía Gott fyrir: Maga- og þarmastarfsemi Hjarta og æðar Ónæmiskerfið Kolesterol Liðina Polarolían fæst í: apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni og Melabúð Nú líka í hylkjum Nýtt! Pólarolía góð fyrir líkamann Í nýlegri doktorsrannsókn Linn Anne Bjelland Brunborg kom í ljós að selolía, sem var gefin í gegnum sondu beint niður í skeifugörn, linar liðverki, dregur úr liðbólgum og hefur að auki jákvæð áhrif á þarmabólgu. Fæða áVesturlöndum inniheldur hlutfallslega mikið magn af omega 6 fitusýrum í samanburði við omega 3 fitusýrur. Þetta getur orsakað ójafnvægi í líkamanum, sem að einhverju leyti getur útskýrt af hverju margt fólk þjáist af offitu og ýmsum lífsstílstengdum sjúkdómum eins og hjarta- og æðasjúkdómum, sykursýki og krabbameini. Besta leiðin til að greiða úr þessu ójafnvægi er að auka neyslu á sjávar- fangi sem almennt er auðugt af lang- keðju omega fitusýru og samtímis að minnka neyslu á matvörum sem eru ríkar af omega fitusýrum. Þarmabólga og liðverkir Rannsókn Brunborgs á selkjöti bendir til að það sé bæði holl og örugg fæða. Selspikið er mjög ríkt af langkeðju omega fitusýrum sem hefur áhrif á staðbundin hormón, sem meðal annars eru mikilvæg fyrir bólguviðbrögð líkamans.Virkni sel- olíunnar á bólguviðbrögð var prófuð í klínískri tilraun á sjúklingum með liðverki og IBD. IBD-sjúklingar hafa oft minnkandi starfsgetu og lífsgæði vegan sjúkdómsins og möguleikar á lækningu eru litlir. Lyf sem draga úr liðverkjum geta gert þarmabólguna verri. Brunborg sýndi með tilraunum að selolía, sem var gefin í gegnum sondu, linar liðbólgur, liðverki og hefur að auki jákvæð áhrif á þarmabólgu. Að neyta nægilegs sjávarfangs með omega fitusýrum getur haft fyrirbyggjandi áhrif þegar um þróun sjúkdóma eins og IBD og annarra bólgusjúkdóma, hjarta- og æðasjúkdóma er að ræða. Selolía fæst í öllum helstu apótekum og heilsu- búðum og ber nafnið Polarolje. A U G L Ý S I N G Linar verki og minnkar bólgur na
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.