Morgunblaðið - 12.11.2011, Blaðsíða 9
BAKSVIÐ
Una Sighvatsdóttir
una@mbl.is
Snemma á þessu ári vöknuðu grun-
semdir lögreglu um að verið væri að
undirbúa smygl á miklu magni fíkni-
efna til landsins frá Rotterdam.
Eftir margra mánaða rannsókn
þriggja rannsóknarlögreglumanna í
samvinnu við tollayfirvöld og Euro-
pol í Hollandi fékkst staðfest að þær
grunsemdir voru réttar, þegar efnin
fundust vandlega falin innan um
krydd og matvæli í gámi flutninga-
skipsins Fransisku í Straumsvíkur-
höfn 10. október síðastliðinn.
Um er að ræða stærsta fíkniefna-
mál þessa árs. Alls fundust í gámn-
um 10 kíló af amfetamíni, 200 grömm
af kókaíni, 8.100 e-töflur og verulegt
magn af sterum, bæði í töflu- og
vökvaformi. Tveir menn hafa verið
úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 6. og
9. desember. Ljóst er að takist að
færa sönnur á sekt þeirra bíður
þeirra þung refsing.
Hefðu getað hagnast verulega
Karl Steinar Valsson aðstoðaryfir-
lögregluþjónn sagði á blaðamanna-
fundi í gær að því miður væri ljóst að
þeir sem stundi þessa iðju geti hagn-
ast verulega á viðskiptunum. Að-
spurður sagði hann óljóst hvort það
hefði áhrif á götumarkaðinn að hald
hefði verið lagt á svo mikið magn.
„Við teljum að ef efnin væru seld á
götunni nákvæmlega eins og þau líta
út í dag, með þeim styrkleika sem
þau hafa samkvæmt mælingu, væri
verðmætið að minnsta kosti 100
milljónir.“ Hins vegar væru efnin
svo sterk að þau hefðu aldrei verið
seld án þess að vera drýgð fyrst og
má þá ætla að þau gætu selst fyrir
um 300 milljónir kr. á götunni. Ekki
er hins vegar vitað hvað greitt var út
fyrir farminn. Auk fíkniefna reyndu
mennirnir einnig að smygla miklu
magni af sterum til landsins. Karl
Steinar segir að smygl á sterum fari
vaxandi sem sé umhugsunarefni.
„Ég tel að það sé ástæða til að hafa
áhyggjur af þessu. Það er mikið ver-
ið að halda sterum að ungu fólki og
full ástæða til að vara ríkulega við
slíkri neyslu. Við tökum eftir því að
það er greinilega mikil neysla á ster-
um og hún virðist oft vera samhliða
neyslu fíkniefna.“
Götuverðmæti fíkniefnanna
talið um 300 milljónir króna
Morgunblaðið/Júlíus
Fíkniefnin Rannsókn smyglsins var umfangsmikil en þrír rannsóknarlögreglumenn hafa unnið sleitulaust að henni
síðan í ársbyrjun. Samvinna milli embætta var mikil; milli lögreglu og tollayfirvalda en eins við Europol í Hollandi.
Mjög sterk efni Stærsta fíkniefnamál ársins Sterasmygl áhyggjuefni
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2011
Rannsókn málsins miðar ágætlega en henni seinkaði nokkuð vegna þess
að annar mannanna kom ekki til landsins fyrr en um síðustu helgi, tæp-
um mánuði eftir að smyglið var stöðvað. Sá er talinn höfuðpaurinn, en
hann hefur áður fengið dóma fyrir fíkniefnabrot. Hinn maðurinn, sem er
á sextugsaldri, hefur ekki komið við sögu lögreglu áður. Hann var starfs-
maður fyrirtækisins sem átti vörurnar í gámnum og nýtti sér þá annars
löglegu starfsemi sem smyglleið. Aðrir hafa ekki verið yfirheyrðir.
Talið er að sama smyglleið hafi verið notuð áður, hugsanlega fyrir
prufusendingu. Kári Gunnlaugsson yfirtollvörður segir líklegt að talsvert
sé um smygl í gegnum hafnir landsins. „Þetta eru mjög erfið mál í rann-
sókn. [Gámaflutningur] er ein af smyglleiðunum og kannski sú stærsta,
við vitum það ekki.“ Um 2.000 gámar koma vikulega til landsins.
Sama smyglleið notuð áður
TALIÐ AÐ LÍKLEGA SÉ OFT SMYGLAÐ Í GÁMUM
Skannaðu kóðann
til að sjá mynd-
skeið um málið.
Flottir kjólar
Verð 9.900 kr
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Opið í dag 10-16
Eddufelli 2, sími 557 1730
Opið í dag 10-14
www.rita.is
Skólavörðustíg 21a, 101 Rvk
Úrval af eðal bómullar-
satínsettum og lökum
20% afsláttur af prjónakjólum
og prjónajökkum
Laugavegi 84 • sími 551 0756
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigur 5
• Sími 581 2141
• www.hjahrafnhildi.is
Jólalínan frá
komin í hús
og
HJÁLP Í NEYÐ Á HEIMASLÓÐUM, símasöfnun Fjölskylduhjálpar
Íslands hafin. 2500 börn búa hjá foreldrum sem neyðast
reglulega til að sækja sér mataraðstoð hjá
Fjölskylduhjálp Íslands sem leitar nú eftir stuðningi
landsmanna. Við hringjum fljótlega í þig.
Söfnunarreikningur 546-26-6609, kt 660903-2590.
Hómópatanám
Kynning hjá Námsflokkum
Reykjavíkur í Mjóddinni
föstudaginn 19. nóvember kl. 19
á vegum College of Practical Homeopathy á
Íslandi. Fjögurra ára nám, mæting 10 helgar
á ári. Námið mun gefa þér djúpa fræðilega
og hagnýta þekkingu á efninu.
Upplýsingar: Martin, s. 897 8190,
martin@hive.is
www.homeopathytraining.co.uk
gisting.dk
499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími)
Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900
Kaupmannahöfn
Nemandi í
grunnskóla í
Reykjavík sló
kennara við skól-
ann í gær þegar
kennarinn og
umsjónarmaður
skólans reyndu
að hindra hann í
því að aka raf-
magnsvespu inni í skólabygging-
unni. Atvikið átti sér stað í hádeg-
inu og bar að með þeim hætti að
nemandinn, 14 ára piltur, hafði tek-
ið upp á því að aka vespunni eftir
göngum skólans. Þegar kennarinn
og umsjónarmaðurinn reyndu að
stöðva hann, sló hann nokkrum
sinnum til kennarans.
Ók á rafmagnsvespu
á göngum skólans
Garðabær lagði Fljótsdalshérað í
spurningakeppni Sjónvarpsins í
gærkvöldi, Útsvari, með 85 stigum
gegn 67. Engu að síður komust
Héraðsbúar áfram sem eitt af fjór-
um stigahæstu tapliðunum.
Aðeins ein viðureign er eftir í 1.
umferðinni, en þá mætast Álftanes
og Borgarbyggð. Tapliðið í þeim
leik þarf að ná meira en 65 stigum
til að komast áfram. Takist það þá
er Reykjavík úr leik. Með úrslit-
unum í gærkvöldi datt Norðurþing
endanlega út úr keppninni, sig-
urvegararnir í fyrra.
Alls tóku 24 sveitarfélög þátt í 1.
umferð Útsvarsins.
Garðabær vann en
Héraðsbúar áfram
- nýr auglýsingamiðill
569-1100finnur@mbl.is