Morgunblaðið - 12.11.2011, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.11.2011, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2011 Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Auglýsing sem Sveinbjörn Bene- diktsson, fyrrverandi bóndi í Land- eyjum, setti í nýjasta tölublað Bændablaðsins hefur vakið athygli. Þar auglýsir hann meðal annars til sölu dráttarvélar, tíu fylfullar hryss- ur, múgavél og klæðskerasaumuð teinótt jakkaföt. „Ég setti þessi jakkaföt í lokin til að hafa skraut- fjöður,“ segir Sveinbjörn og hlær. Fötin eru 50 ára, gráteinótt og lítið brúkuð. Sveinbjörn fékk þau notuð. Hann hafði þó óskað sér svart- teinóttra fata eins og Ólafur Thors átti. „Ég var einn af þeim sem stofn- uðu Félag ungra sjálfstæðismanna í Kjósarsýslu. Það vakti undrun hvaða mannskap ég fékk til að ganga í félag- ið, tveimur alþýðubandalagsmönnum náði ég,“ segir Sveinbjörn kankvís. „Ólafur Thors var voðalega ánægður með þessa stofnun. Hann lofaði mér að keyra bílinn sinn þegar ég var 17 ára eftir framboðsfund í Hlégarði. Það þótti mikil upphefð.“ Jakkafötin munu áfram tengjast Sjálfstæðisflokknum. Þau seldust í gær til ungra manna sem ætla að gefa vini sínum þau, en sá er mikill sjálf- stæðismaður. 101 hross til sölu Sveinbjörn segist stundum setja auglýsingar í Bændablaðið og oft sé hann að aðstoða Pétur og Pál. „Lög- gild gamalmenni verði að hafa eitt- hvað fyrir stafni. Í gamla daga seldi ég mikið af hrossum og auglýsti eitt sinn 101 hross til sölu. Þetta eina hross vakti svo mikla athygli að ég varð að fá mann til að mjólka fyrir mig því síminn stoppaði ekki,“ segir Sveinbjörn. Ekki er svo líflegt nú, hann segir mjög dauft yfir allri sölu þótt margir hringi til að forvitnast. Seld sjálfstæðismönnum  Auglýsti 50 ára klæðskerasaumuð jakkaföt til sölu í Bændablaðinu  Vildi vera í teinóttu eins og Ólafur Thors Morgunblaðið/Sigurgeir S. Líflegur Sveinbjörn Benediktsson með teinóttu jakkafötin sem hann seldi og afhenti kaupandanum í gærkvöldi. „Til sölu MF-135 með tækjum. Nokkrir gamlir traktorar. Flott- ur Fiat 80-90, dráttarvél. Er frábær. Búslóð, margt gamalla muna. 10 fylfullar hryssur, grunnskráðar. Fín aukabúgrein. 6 hjóla lyftutengd múgavél. Antík teinótt föt klæð- skerasaum- uð af Vig- fúsi Guð- brands- syni og co. Uppl. í síma 865- 6560.“ Auglýsingin TRAKTOR OG TEINÓTT FÖT Egill Ólafsson egol@mbl.is Ef fjárveitingar til Heilbrigðisstofnunar Vest- urlands verða skertar í samræmi við fjárlaga- frumvarp næsta árs þarf stofnunin að segja upp tugum starfsmanna. Hún stendur frammi fyrir 250 milljóna króna niðurskurði ef tekið er tillit til hallareksturs á þessu ári. Þetta segir Guðjón S. Brjánsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vesturlands. Guðjón segir að Heilbrigðisstofnun Vestur- lands eins og fleiri heilbrigðisstofnanir standi á krossgötum. Niðurskurðurinn sé að breyta ásýnd þjónustunnar. Hann segir að stofnunin eigi nú í viðræðum við stjórnvöld um reksturinn á næsta ári og leggur áherslu á að engar ákvarðanir hafi enn verið teknar um breytingar á þjónustu eða starfsmannahaldi. Ræða sameiningu deilda Eitt af því sem er til umræðu er að sameina öldrunardeild annarri deild á spítalanum á Akranesi. Guðjón segir að ef þetta verði gert verði öllum sem eru á öldrunardeildinni tryggð vistun, annaðhvort áfram á spítalanum eða á hjúkrunarheimilum. Hann segir að fleira sé til skoðunar, m.a. verði að gera breytingar á spít- alanum í Stykkishólmi ef Alþingi geri ekki breytingar á fjárveitingum til spítalans. Stofn- unin er með starfsemi á Akranesi, Borgarnesi, Búðardal, Grundarfirði, Hólmavík, Hvamms- tanga, Ólafsvík og Stykkishólmi. Hefðu þurft að segja upp um áramót Guðjón segir að í reynd hefðu stjórnendur stofnunarinnar þurft að grípa til aðgerða um síðustu áramót til að forðast hallarekstur, en ákveðið hafi verið að gera það ekki, m.a. vegna yfirlýsinga stjórnvalda um að sparnaður í rík- isrekstri ætti ekki að leiða til uppsagna á starfs- fólki. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs verð- ur fjárveiting til Heilbrigðisstofnunar Vestur- lands 2.777 milljónir, en það jafngildir 96,5 milljóna samdrætti frá fjárveitingum þessa árs. Stofnunin hefur hins vegar verið rekin með tapi á þessu ári og því þarf að skera niður um 250 milljónir til að ná jöfnuði milli tekna og gjalda. Þurfa að óbreyttu að segja upp tugum starfsmanna  Heilbrigðisstofnun Vesturlands stendur frammi fyrir 250 milljóna króna sparnaði Sparnaður Sjúkrahúsið á Akranesi stendur frammi fyrir miklum niðurskurði. Víðar skorið niður » Landspítalinn, Sjúkrahúsið á Akureyri og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hafa þegar tilkynnt aðgerðir sem miða að sparnaði í rekstri og fækkun starfsmanna. » Fleiri stofnanir þurfa að skera niður, m.a. Heilbrigðisstofnun Þingeyinga, Heilbrigð- isstofnunin á Sauðárkróki, Heilbrigðis- stofnun Austurlands og Heilbrigðisstofnun Suðurlands. » Heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni þurfa að spara 540 milljónir og Landspít- alinn 630 milljónir. Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Icesave, Evrópusambandið og efna- hagsástandið í heiminum var á meðal þess sem Bjarni Benediktsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins, ræddi um við David Cameron, forsætisráð- herra Bretlands, á fundi þeirra í Lundúnum í gær. Var Bjarni staddur í borginni til að sækja ráðstefnu íhaldsflokka sem lauk þar í gær. „Ég nýtti tækifærið til þess að upp- lýsa hann um stöðuna í Icesave- málinu, sérstaklega hvaða þýðingu staðfesting neyðarlaganna hefði haft fyrir alla innistæðueigendur,“ segir Bjarni. Lögin hefðu haft úrslitaþýðingu til þess að tryggja fulla endurgreiðslu á öllum innistæðum vegna þess að eignir þrotabúsins duga fyrir öllum forgangskröfum. „Í þessu ljósi taldi ég rétt að ríkin tvö sem sótt hafa að Íslandi felldu niður frekari kröfur í málinu og færu að horfa til framtíðar,“ segir Bjarni. Þá spurði Cameron Bjarna um stöðu aðildarviðræðna Íslendinga og ESB og um stjórnmálaástandið á Ís- landi. Að sögn Bjarna hafði forsætis- ráðherrann skilning á þeirri afstöðu sjálfstæðismanna að þeir væru sáttir við samskiptin við ESB á grundvelli EES-samningsins og að lítil skyn- semi væri í því fyrir Íslendinga að gangast undir fiskveiðistjórn- unarkerfi ESB. Hefur skilning á ESB-afstöðunni  Fundaði með David Cameron í gær Fundur Bjarni Benediktsson og David Cameron á fundi sínum. Íslendingar höfn- uðu í 26. sæti á Evrópumóti landsliða í skák sem lauk í Grikk- landi í gær. Vann íslenska sveitin góðan sigur á þeirri skosku í níundu og síð- ustu umferð mótsins, 4-0. Urðu Íslendingar því efstir Norð- urlandaþjóðanna á mótinu. Gunnar Björnsson, forseti Skák- sambands Íslands, segir árang- urinn algerlega framar vonum og að menn séu í skýjunum yfir hon- um. Fyrir mótið hafi Íslendingum verið raðað í 32. sæti. Þá tryggði hinn 18 ára gamli Hjörvar Steinn Grétarsson sér stór- meistaraáfanga með sigrinum í gær. Gildir áfanginn tvöfalt þar sem hann náðist á landsliðsmóti. Þarf Hjörvar því aðeins einn áfanga í viðbót til að verða stór- meistari en yfirleitt þarf þrjá áfanga til að ná þeim titli. „Þetta er draumur að rætast. Ég bjóst ekki við þessu fyrir mótið, ég hélt að þetta kæmi ekki strax,“ seg- ir Hjörvar Steinn um áfangann. Þakkar hann liðinu, þjálfurum, fjöl- skyldu og vinum árangurinn sem hann hafi ekki náð einsamall. Sigur á Skotum og stórmeistaraáfangi hjá Hjörvari Steini Hjörvar Steinn Grétarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.