Morgunblaðið - 12.11.2011, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.11.2011, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2011 Laugavegi 178. Sími 562 1000. www.utivist.is Jólastemmingin býr í Básum Aðventuferð Útivistar 25. – 27. nóv. Aðventuferð jeppadeildar 3. – 4. des. Áramótaferð Útivistar 30. des. – 2. jan. Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Einstökum framleiðendum verður ekki heimilt að framleiða meira en 15% af heildarframleiðslu svína- afurða, verði frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að lögum. Einn framleiðandi er nú með um 50% framleiðslunnar. Frumvarpið var kynnt í ríkisstjórn í gær en var ekki afgreitt til þingflokkanna. Breytingarnar eru lagðar til með því að taka upp sérstök ákvæði um framleiðslu svínaafurða í búvörulög. Markmiðið, að því er fram kemur í greinargerð, er að skapa svínarækt- inni eðlilegt samkeppnisumhverfi og tryggja að framleiðslan taki mið af þörfum innanlandsmarkaðar. Sér- staklega er nefnt að fækkun svína- bænda sé áhyggjuefni út frá sjónar- miðum um fæðuöryggi. Talið er að þeir séu aðeins tugur og einn með um helming framleiðslunnar. Frumvarp- inu er ætlað að hvetja til þess að fleiri fjölskyldubú komi að framleiðslunni. Ákveður heildarframleiðslu Ráðherra skal ákveða árlega hvað telst vera hæfilegt að framleiða af svínakjöti á komandi ári. Einstökum framleiðendum verður ekki heimilt að framleiða nema 15% af því magni. Ýmis ákvæði eru til að koma í veg fyr- ir að hægt verði að komast fram hjá þessum stærðarmörkum. Hins vegar er núverandi framleiðendum gefinn tími til aðlögunar. Þannig verður há- marksframleiðslan 35% á árinu 2013 en lækkar smám saman þangað til hún verður 15% 2019. Eftir það er ráðherra raunar heimilað að hækka þessi mörk, ef útlit er fyrir að fram- leiðslan verði of lítil fyrir markaðinn. Matvælastofnun hefur eftirlit með að framleiðendur haldi sig innan marka. Skal það meðal annars gert með talningu á gyltum, að minnsta kosti tvisvar á ári, og leggja á sektir fari menn yfir mörkin. Framleiðsla takmörkuð við 15% af markaðnum  Ráðherra vill að fleiri fjölskyldur framleiði svínakjöt Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Farsími sænska ferðamannsins sem leitað er að á og við Sól- heimajökul varð rafmagnslaus í miðju samtali við neyðarvörð hjá Neyðarlínunni á miðvikudags- kvöld. Samtalið varði í 3 mínútur og 58 sekúndur. Ekki náðist aftur samband við símann. Maðurinn var eðlilega skelkaður þegar hann hringdi. Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyð- arlínunnar, sagði í samtali við Morgunblaðið að til allrar óham- ingju hefði maðurinn í upphafi sím- tals ekki getað gefið neinar hald- bærar upplýsingar um staðsetningu sína. Hann hefði heldur ekki gefið til kynna með nokkrum hætti að raf- hlaðan í símanum væri um það bil að klárast. Nefndi ekki Sólheimajökul Neyðarvörður hefði reynt að leiða hann áfram, m.a. spurt hann út í staðarnöfn og þegar neyð- arvörður hefði spurt hvort hann væri við Skóga eða Skógafoss hefði maðurinn játað því. Hann sagði jafnframt að hann væri örugglega á ís, en ekki snjó. Aldrei í samtalinu hefði hann nefnt nafn Sólheimajök- uls. Hann hefði einnig verið spurð- ur hvort hann væri einn á ferð, hvenær hann hefði lagt upp, um búnað og fleira. „Við hefðum þurft mínútu í viðbót, eða tvær, þá hefði kannski mátt þrengja svæðið. Mað- ur reiknar með að menn viti hvar þeir eru, það er almenna reglan,“ sagði Þórhallur. Verði varaðir við hættunum Þórhallur sagði að þetta mál sýndi nauðsyn þess að erlendir ferðamenn sem hingað koma fengju ítarlegar upplýsingar um þær hættur sem felast í ferðamennsku á Íslandi, ekki síst að vetri til. „Við erum í miklu átaki um vetrarferða- mennsku en það er hvergi tekið fram hvað þetta getur verið hættu- legt,“ sagði hann. Farsíminn varð raf- magnslaus Þórhallur Ólafsson Maðurinn skelkaður þegar hann hringdi Guðni Einarsson Rúnar Pálmason Leitarmenn á Sólheimajökli voru í gær að nálgast 300 metra hæðarlín- una á jöklinum, að sögn Jóns Her- mannssonar í svæðisstjórn björgun- arsveitanna á Hellu. Talið er að leita þurfi allt upp í 500-600 metra hæð til að komast yfir svæðið sem maðurinn kann hugsanlega að hafa farið yfir. Leitarmenn munu halda áfram að fikra sig upp eftir skriðjöklinum í dag og jafnframt verður leitað betur á tilteknum „heitum“ svæðum á jöklinum sem búið er að leita en ástæða er talin til að kanna nánar. Jökullinn mjókkar eftir því sem ofar dregur en verður um leið brattari, sprungnari og illfærari. Minnst 150 leita í dag Um 200-300 manns komu að leit- inni í gær. Jón sagðist vonast til að í dag næðist að vera með að minnsta kosti 150 manns við leit. „Við setjum ekki þreytta leitar- menn aftur og aftur inn á svona hættulegt svæði,“ sagði Jón. „Þarna eru menn að vinna á sprungubrún- um í fljúgandi hálku og geta hrapað langar vegalengdir.“ Auk þess að leita á jöklinum er búið að leita á láglendi á gríðarstóru svæði, frá bílastæðinu við Sólheimajökul og nánast niður að sjó. Leitarsvæðið var í upphafið miðað við 7 km radíus frá bílastæðinu við Sólheimajökul þar sem bílaleigubíll mannsins fannst. Í gær fundust spor og hanski á leitarsvæðinu en engin staðfesting hefur fengist á að það megi rekja til Svíans sem er leitað, að sögn Jóns. Hann sagði vitað að tvær stórar rút- ur hefðu komið á svæðið með ferða- menn eftir að Svíinn kom þangað og ómögulegt að segja hvað þeir fóru langt eða skildu eftir. Ljósmyndari og hönnuður Ferðamaðurinn sem leitað er að á og við Sólheimajökul heitir Daniel Markus Hoij. Hann er 25 ára hönn- uður sem hefur verið búsettur í Bretlandi um árabil en er sænskur ríkisborgari. Hoij er áhugaljós- myndari og mun hafa komið hingað til að taka myndir af íslenskri nátt- úru. Hann kom 7. nóvember og ætl- aði að staldra við í nokkra daga að sögn Sveins Rúnarssonar, yfirlög- regluþjóns á Hvolsvelli. Bróðir mannsins kom til landsins í fyrrakvöld til að veita lögreglu og björgunarsveitum upplýsingar og fylgjast með leitinni. Hann heimsótti Samhæfingarstöðina í Skógarhlíð í gærmorgun og fór svo austur á leit- arsvæðið þar sem hann var upplýst- ur um aðstæður og fór á jökul. Fyrir liggur að Hoij dvaldist á Hótel Natura (áður Hótel Loftleiðir) og í fyrstu fór hann í stuttar ferðir frá Reykjavík. Hann kom að Sól- heimajökli síðdegis á miðvikudag og hringdi seint um kvöldið í Neyðar- línuna og bað um aðstoð. Ekkert liggur fyrir með vissu um búnað mannsins en hann mun ekki vera vanur fjallaferðum. Þó hefur lög- reglan upplýsingar um að hann hafi keypt sér létta mannbrodda sem hægt er að smeygja neðan á skó en henta alls ekki til jöklaferða. Upplýsingar sem maðurinn gaf í samtali við Neyðarlínu, og gögn sem sýndu að símtalið kom um sendi á Skógasandi, leiddu til þess að björg- unarsveitarmönnum var beint að Fimmvörðuhálsi. Síðdegis á fimmtu- dag fannst bílaleigubíll mannsins við Sólheimajökul. Meðal gagna sem leitarmenn hafa til hliðsjónar er kort yfir farsímasamband á svæðinu en það er stopult á þessum slóðum. Fikra sig upp jökulinn  Leit að sænskum ferðamanni á Sólheimajökli hafði ekki borið árangur í gær  Leitarmenn nálgast 300 m hæðarlínuna en þurfa að leita upp í 500-600 m hæð Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Sólheimajökull Leitarsvæðið er gríðarlega erfitt yfirferðar og til leitar. Skriðjökullinn er flugháll og stutt í djúpar sprungur og svelgi. Sigið er í sprungur og svelgi í leit að manninum en slík leit er erfið og tímafrek. Nýtt leitarsvæði Hér fannst bíll mannsins. Leitarsvæðið er 7 km radíus frá bílnum. Só lhe im ajö ku ll Eyjafjallajökull Mýrdalsjökull Fi m m vö rð uh ál s Skógar Sólheimar Sólheimahjáleiga Kl ifu rá rjö ku ll Hrunajökull Go ða lan ds jö ku ll Grunnkort: LMÍ Heimild: Slysavarnafélagið Landsbjörg Umfangsmikil leit » Neyðarlínunni barst símtal frá villtum, hröktum og köldum ferðamanni klukkan 22.21 á miðvikudagskvöld. » Hann taldi sig hafa gengið í 6-8 klukkustundir frá Skógum og vera staddur á ís. » Björgunarsveitir í nágrenn- inu voru kallaðar til leitar klukkan 23.00. » Leitarmenn dreif víðar að um nóttina og eins kom þyrla Landhelgisgæslunnar. » Bílaleigubíll týnda mannsins fannst við Sólheimajökul síð- degis á fimmtudag og þá beindist leitin þangað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.