Morgunblaðið - 12.11.2011, Blaðsíða 42
42 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2011
✝ Emil HilmarEyjólfsson
fæddist í Reykjavík
9. nóvember 1935.
Hann lést í Beaujeu
í Frakklandi 18.
október 2011.
Bróðir Emils er
Kristján Eyjólfs-
son.
Eftirlifandi eig-
inkona Emils er
Hélène Isnard. Em-
il eignaðist fimm börn; Að-
alstein Rúnar Emilsson, móðir
hans er Áslaug Dóra Að-
alsteinsdóttir, Eyjólf Kjalar
lensku og norrænu við við sama
skóla. Árið 1972 fluttust hann
heim til Íslands þar sem hann
starfaði á annan áratug við
kennslu í frönsku við Háskóla
Íslands, Menntaskólann við
Sund og Menntaskólann við
Tjörnina. Á árunum 1974 til
1976 skrifaði hann leiklist-
ardóma fyrir Morgunblaðið.
Einnig vann hann í áraraðir
sem leiðsögumaður á sumrin.
Emil fluttist aftur til Frakk-
lands 1984 og kenndi íslensku,
norrænu og norrænar bók-
menntir við háskólann í Lyon til
2005. Að starfsferli loknum
lagði hann stund á sanskrít við
sama háskóla og lauk æðri próf-
gráðu í þeirri grein. Eftir Emil
eru nokkrar þýðingar úr
frönskum bókmenntum og
kennslubók í íslensku fyrir
frönskumælandi nemendur.
Emilsson, móðir
hans er Kristín
Anna Þórarins-
dóttir, Þiðrik
Christian Emilsson,
Guðrúnu Catherine
Emilsdóttur og
Kjartan Pierre Em-
ilsson, móðir þeirra
er Catherine Eyj-
ólfsson.
Emil lauk stúd-
entsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík
1954 og lagði eftir það stund á
franska tungu og bókmenntir
við Parísarháskóla og kenndi ís-
Nýlega barst yfir hafið and-
látsfregn Emils H. Eyjólfssonar,
míns gamla skólafélaga. Morg-
unblaðið tíundaði af því tilefni
helstu æviatriði hans og verður
það ekki endurtekið hér. Hins-
vegar er óhæfa annað en hans sé
getið hér í blaðinu að leiðarlok-
um og einmitt í þessu blaði, því
að hér ritaði hann leikrýni um
nokkurra ára skeið og tókst það
betur en flestum.
Hann var fæddur 1935 og ólst
upp á Brúarósi í Kópavogi en
Brúarós og Sæból voru eins kon-
ar landnámshallir í því bæjar-
landi sem þá var farið að vaxa og
dafna. Hann stundaði nám í
Menntaskólanum í Reykjavík og
lauk stúdentsprófi 1954.
Það var þar sem við kynnt-
umst og þar sem við drógumst
hvor að öðrum uns við urðum
sessunautar. Emil var skarpgáf-
aður og bráðger og áhugaefnin
voru mörg þó að snemma tæki
hann ástfóstri við bókmenntir –
og Frakkland og það sem franskt
er. Hann var einnig tónelskur og
marga stund sátum við á Brúar-
ósi eða Oddagötunni og hlustuð-
um á Wagner, eða Stravinskij
eða Béla Bartók, sem annar
skólabróðir, Leifur Þórarinsson,
hafði lokið upp fyrir mér í gagn-
fræðaskóla.
Eftir stúdentspróf lá leiðin að
sjálfsögðu til Frakklands og
brátt varð hann betur að sér í
frönsku og frönskum bókmennt-
um en flestir en íslenskar bók-
menntir og íslensk tunga voru
honum einnig hugleikin. Þar lágu
leiðir okkar saman aftur nokkr-
um árum síðar. En annars er það
eins og oft vill verða, að leiðir
skiljast þó að vináttan standi.
Emil kenndi við háskólana í
París, Lyon og Háskóla Íslands,
þýddi mikið, m.a. leikrit og skrif-
aði talsvert um bókmenntir. Síð-
ustu árin hafði hann dregið sig
mikið til í hlé og var búsettur í
Frakklandi mörg hin síðari ár.
Hann lagði þó stund á sanskrít,
sem yfirleitt hefur ekki verið í al-
farabraut Íslendinga og mun
hafa lokið prófi í því eðla tungu-
máli. Hann kom síðast til Íslands
fyrir rúmu ári og var þá orðinn
sjúkur af þeim kvilla sem dró
hann til dauða.
Emil var fremur lágvaxinn,
dökkur yfirlitum, með skörp
augu sem hann beindi svo ekki
varð undan vikist að viðmælend-
um sínum, þannig að mönnum
þótti sem hann sæi gegnum
merg og bein. Konum mun hafa
þótt það augnaráð heillandi, því
að það lýsti umbúðalausum
áhuga á þeim sem hann talaði
við. Og viðræður við Emil voru
oft andríkar, því að hann var afar
vel að sér um stjórnmál, sögu og
menningu.
Ungur kvæntist hann Kristínu
Önnu Þórarinsdóttur leikkonu og
eignuðust þau soninn Eyjólf
Kjalar sem er prófessor í heim-
speki við Óslóarháskóla. Þau
Kristín Anna skildu. Áður hafði
Emil átt soninn Aðalstein með
Áslaugu D. Aðalsteinsdóttur;
hann er lífefnafræðingur. Ár-
ið1961 kvæntist Emil Catherine
Eyjólfsson sem fluttist með hon-
um til Íslands og hefur búið hér
alla tíð og unnið að kennslu, leið-
sögn og þýðingum. Þýðingar
hennar á íslenskum bókum
skipta nú tugum og hafa fáir átt
meiri þátt í að kynna íslenska
menningu í Frakklandi. Þau
eignuðust þrjú börn. Elstur er
kvikmyndagerðarmaðurinn Þið-
rik Christian, þá Guðrún Cather-
ine verkefnastjóri og loks dr.
Kjartan Pierre, sem er eðlis-
fræðingur en starfar nú sem
leikjahönnuður fyrir CCP. Síð-
asta eiginkona Emils var Hélène
Isnard Eyjólfsson; þau bjuggu
alla tíð í Frakklandi.
Minningar hrannast upp þeg-
ar leiðir skiljast, en hér verða að
duga þessi fátæklegu kveðjuorð
okkur Þóru til allra aðstandenda.
Sveinn Einarsson.
Emil Hilmar
Eyjólfsson
✝ SigurlínaÁrnadóttir
fæddist á Atl-
astöðum í Svarf-
aðardal 26. apríl
1922. Hún lést á
Heilbrigðisstofn-
uninni Sauðárkróki
30. október 2011.
Foreldrar Sig-
urlínu voru: Árni
Árnason, f. 19. júní
1892, d. 4. des.
1962, og Rannveig Rögnvalds-
dóttir, f. 8. okt. 1894, d. 14. júlí
1989, þá búandi á Atlastöðum í
Svarfaðardal. Systkini Sig-
urlínu: Sigríður, f. 22. maí 1917,
d. 4. maí 2003, Anna, f. 26. jan.
1919, d. 12. okt. 1980, Rögnvald-
ur, f. 16. mars 1920, d. 11. jan.
2010, Ragnhildur, f. 5. nóv.
1923, Ísak Árni f. 23. maí 1925,
d. 15. apríl 2004, Trausti Helgi,
1942, d. 19. okt. 1943. Faðir
hans var Ólafur Kristinn Þórð-
arson frá Haga á Barðaströnd, f.
21. ágúst 1918.
Frá Atlastöðum fluttist Sig-
urlína með foreldrum og öðru
heimilisfólki að Syðri-Hofdölum
í Viðvíkurhreppi, Skagafirði ár-
ið 1936. Þar ólst hún upp til full-
orðinsára. Skömmu fyrir 1950
fluttist hún til Reykjavíkur þar
sem hún starfaði á saumastofu
en Kári lauk námi í múraraiðn.
Laust eftir 1950 fluttu þau bú-
ferlum til Sauðárkróks. Þar
starfaði Sigurlína í fiskvinnslu
og á saumastofu. Auk atvinnu
og heimilisstarfa sinnti Sig-
urlína félagsstörfum og vann
um langt árabil ýmis störf tengd
verkalýðsmálum. Fljótlega eftir
lát eiginmanns síns flutti Sig-
urlína á öldrunardeild Heil-
brigðisstofnunarinnar Sauð-
árkróki þar sem hún naut góðs
atlætis og hjúkrunar síðustu
æviárin.
Útför Sigurlínu verður gerð
frá Sauðárkrókskirkju í dag, 12.
nóvember 2011, og hefst athöfn-
in kl. 14.
f. 21. maí 1929.
Sigurlína giftist
Kára Her-
mannssyni, múr-
arameistara og
verslunarmanni, f.
24. jan. 1923, d. 24.
des. 2007. Sonur
þeirra er Reynir, f.
17. sept. 1953,
kvæntur Helgu
Rósu Guðjóns-
dóttur, f. 21. febr-
úar 1953. Börn þeirra eru:
Björgvin, f. 15. nóv. 1973. Eig-
inkona hans er Elín Ásgeirs-
dóttir. Dætur þeirra eru Berg-
lind Ída og Nína. Árni Hermann,
f. 25. júlí 1984. Sambýliskona
hans er Kolbrún Ragna Ragn-
arsdóttir. Sonur þeirra er
Gabríel Freyr. María, f. 31. mars
1986. Fyrir hjónaband átti Sig-
urlína son, Ragnar, f. 9. des.
Það er auðvelt að kalla fram
bara góðar minningar um hana
Sillu í þau tæp 40 ár sem leiðir
okkar hafa legið saman og ýmsar
ljúfar myndir koma upp í hugann.
Silla sitjandi við eldhúsborðið
með pípuna sína í hægri hendi.
Gætir þess að glóðin haldist,
hlustar á fréttirnar af athygli eða
spjallar við góðan gest, kaffi á
könnunni og meðlæti. Kaffið
hennar Sillu alltaf ótrúlega gott.
Rætt um pólitík og landsins gagn
og nauðsynjar. Önnur mynd þar
sem hún er í garðinum sínum
góða við að gróðursetja eða vökva
mörg undurfalleg blóm sem hún
hefur sjálf ræktað. Þar leið henni
vel, í garðinum sínum með fallegu
trén og plönturnar – var gjarnan
að frá morgni til kvölds alla sum-
ardaga. Blómin hennar Sillu
skreyttu einnig marga garða og
leiði á Króknum hér á árum áður.
Einnig minnist ég hennar í
saumaherberginu, ýmist að
prjóna á prjónavél eitthvað fal-
legt á barnabörnin sín þrjú eða
sauma á þau hverja flíkina af ann-
arri en slíkt lék í höndunum á
henni. Enn lengra aftur í tímann
– á kvöldin setið heima og reikn-
aðar út atvinnuleysisbætur fyrir
Verkakvennafélagið Ölduna. Höf-
uðið notað sem reiknivél ásamt
blaði og penna, annað þurfti ekki.
Þetta gert eftir oft langan dag í
erfiðri fiskvinnslu. Aldrei kvartað
um þreytu. Ávallt rétt fyrir jól,
færandi hendi – hvít og brún lag-
terta, hyasinta ásamt svo mörgu,
mörgu öðru. Endalaust að gera
eitthvað fyrir mig og mína. Alltaf
gott að koma í eldhúsið hennar á
aðventu, nýbakaðar smákökur og
kaffi, ilmurinn yndislegur.
Hún tengdamóðir mín var ekki
langskólagengin, hafði sína
barnaskólamenntun en hún var
sterkgreind og ótrúlega fróð. Það
sem hún vissi um lönd og borgir
hefði getað gefið til kynna ferða-
lög um öll heimsins höf en því var
fjarri, hún hafði aldrei til útlanda
komið. Hún hafði sterkar skoðan-
ir á mönnum og málefnum og afar
ríka réttlætiskennd. Vissi vel
gegnum sitt félagsmálastarf af
bágindum þeirra sem minna
máttu sín í samfélaginu og reyndi
að hafa áhrif þar sem hún gat.
Hún var alla tíð þrælpólitísk og
lágu hennar stjórnmálaskoðanir
vel til vinstri.
Barnabörnin voru henni allt og
það var þeirra gæfa að eiga allar
góðu stundirnar með ömmu sinni
og afa á Smáragrundinni. Það
mótaði þau og gerði þau að þeim
manneskjum sem þau eru í dag
og fyrir það er ég ævinlega þakk-
lát. Silla mín fékk sinn skerf af
mótlæti í lífinu eins og margur
annar en hún var ótrúlega sterk
kona og dugleg, kona sem ekki
brotnaði þótt á móti blési. Að leið-
arlokum þakka ég henni allt það
góða sem hún gerði fyrir mig og
mína og bið henni Guðs blessun-
ar.
Helga Rósa.
Ég gæti eytt mörgum blaðsíð-
um í að lýsa ömmu minni en ef ég
væri tilneydd til að velja eitt orð
sem lýsti henni best þá væri það
hörkutól. Hún var mjög sjálfstæð,
ákveðin og sterk kona en umvafði
fólkið sitt alltaf ást og umhyggju.
Hún var húmoristi og átti það til
að skjóta úthugsuðum bröndur-
um inn í samtöl, svo úthugsuðum
að það tók mann hálfan daginn að
átta sig á því hversu fyndnir þeir
voru. Hún var minn besti vinur og
er á svo margan hátt mín fyrir-
mynd í lífinu.
Mínar bestu æskuminningar
eru af Smáragrundinni og ég
hugsa til ömmu og afa og allra
samverustundanna sem ég átti
með þeim með hlýju, gleði og
þakklæti. Það voru svo mikil for-
réttindi að eiga þau að. Þau gerðu
allt fyrir okkur, studdu okkur í
öllu sem við tókum okkur fyrir
hendur, fylgdust með af einskær-
um áhuga og kenndu okkur svo
margt.
Með þakklæti fyrir allt og allt,
María.
Sigurlína
Árnadóttir
✝
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
SIGRÚN SIGURÐARDÓTTIR,
Vallarbraut 6,
Njarðvík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fimmtu-
daginn 10. nóvember.
Jarðarförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju
föstudaginn 18. nóvember kl. 14.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag
Suðurnesja.
Guðmundur Ásgeirsson, Sigurrós Sigurðardóttir,
Gréta Ásgeirsdóttir, Konráð Erlendsson,
Hallfríður Ó. Ásgeirsdóttir Burke, Charles E. Burke,
Skúli S. Ásgeirsson, Elín H. Hermannsdóttir,
Valgeir Ásgeirsson, Rannveig Lilja Garðarsdóttir,
Sigurður Á. Ásgeirsson, Hafdís Hafsteinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vinarhug við andlát og útför elskulegrar
móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
ÞÓRUNNAR ÞORVALDÍNU
FINNBJARNARDÓTTUR
frá Efri-Miðvík
í Aðalvík.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk á deild 3-A, Hrafnistu í Reykjavík
fyrir góða umönnun.
Helga I. Hermannsdóttir, Jakob Guðmundsson,
Jón S. Hermannsson, Sigrún Siggeirsdóttir,
Sigríður B. Hermannsdóttir,
Finnbjörn A. Hermannsson, Guðríður Helgadóttir,
Hermann Þ. Hermannsson, Guðný R. Sigurðardóttir,
Oddur Þ. Hermannsson, Þóra Þórarinsdóttir,
ömmubörn og langömmubörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
DOROTHEA HELGA HJALTADÓTTIR,
Suðurgötu 17,
Sandgerði,
lést á Garðvangi mánudaginn 24. október.
Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Elenora Margrét Sigurðardóttir, Sighvatur Sigurðsson,
Hjalti Ástþór Sigurðsson, Guðbjörg María Guðlaugsdóttir,
Margeir Sigurðsson, Hafdís Þórhallsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýjan hug við
andlát og útför elskulegs eiginmanns, föður,
uppeldisföður, tengdaföður, afa og langafa,
SIGURGEIRS SCHEVING
frá Vestmannaeyjum.
Sérstaklega þökkum við starfsfólki á Sjúkra-
húsi Vestmannaeyja fyrir umhyggju þeirra.
Rut Zohlen,
Bylgja Scheving,
Heiða Björg Scheving, Páll Magnús Pálsson,
Sigurpáll Scheving, Eva María Jónsdóttir,
Þór Friðriksson, Sandra Mjöll Jónsdóttir,
Sólrún Barbara Friðriksdóttir, Rúnar Kristinn Rúnarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
DÓMHILDUR ÁSTRÍÐUR
GUÐMUNDSDÓTTIR,
Hrafnistu í Reykjavík,
áður Rauðalæk 25,
lést á Hrafnistu þriðjudaginn 8. nóvember.
Útför hennar fer fram frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn
16. nóvember kl. 13.00.
Sigríður Árnadóttir Bernhöft, Birgir Bernhöft,
Magnús Árnason, Guðný Guðmundsdóttir,
Marta Árnadóttir, Hafsteinn Danielsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, lang-
afi og bróðir,
GRÉTAR GUÐJÓNSSON,
áður til heimilis á Melabraut 26,
Seltjarnarnesi,
lést á heimili sínu, Hrafnistu Hafnarfirði,
miðvikudaginn 9. nóvember.
Útför verður auglýst síðar.
Guðjón Grétarsson,
Gauti Grétarsson, Hildigunnur Hilmarsdóttir,
Sigrún María B. Guðjónsdóttir,
Hildur B. Guðjónsdóttir, Robert J. Riley,
Arnold B. Cruz, Erin Y. Cruz,
Aron Gauti Gautason, Krisina Nilssen,
Tinna Laxdal Gautadóttir, Hjalti Friðriksson,
Daði Laxdal Gautason
og langafabörn.