Morgunblaðið - 12.11.2011, Blaðsíða 28
28 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2011
Pfaff • Grensásvegi 13 • Sími 414 0400 • www.pfaff.is
facebook.com/pfaff.is
Velkomin
á bútasaumsdaga Pfaff
ídagmilli kl. 11–16
Hárnákvæm tímasetning hjá foreldrum tvíbura
Reuters
Fæddist kl. 11.11 11.11.11
Þessir tvíburar fæddust á sjúkrahúsi í indversku borginni Ahmedabad í
gær, á ellefta degi ellefta mánaðar 2011. Stúlkan til vinstri fæddist klukk-
an 11.11 um morguninn að staðartíma en bróðir hennar um mínútu áður.
Margir Indverjar telja það færa börnum hamingju að fæðast þennan dag.
Knut Storberget
hefur sagt af sér
embætti dóms-
málaráðherra
Noregs eftir að
hafa gegnt því í
sex ár.
Storberget
neitaði því að af-
sögnin tengdist
gagnrýni sem
lögregluyfirvöld
hafa sætt vegna viðbragða þeirra við
fjöldamorðunum 22. júlí. „Ég hef
þrjár góðar ástæður til að láta af
embætti. Sú fyrsta er 39, önnur er
tólf, þriðja átta og sú síðasta eins
árs,“ sagði Storberget og skírskotaði
til konu sinnar og þriggja dætra.
Storberget kvaðst hafa ákveðið af-
sögnina í febrúar. Jens Stoltenberg
forsætisráðherra sagði að Stor-
berget hefði þó fallist á að bíða með
afsögnina fram yfir sveitarstjórnar-
kosningarnar í haust en ákveðið að
gegna embættinu lengur vegna
fjöldamorðanna 22. júlí. Storberget
flutti norska þinginu skýrslu um
málið í fyrradag.
Fer með dómsmál í annað sinn
Storberget hefur setið á norska
þinginu frá árinu 2001 og varð dóms-
málaráðherra árið 2005. Við emb-
ættinu tekur Grete Faremo sem hef-
ur verið ráðherra varnarmála.
Faremo hefur áður gegnt embætti
dómsmálaráðherra, á árunum 1992-
1996. Hún varð síðan orku- og olíu-
málaráðherra en sagði af sér
skömmu síðar vegna hneykslismáls
sem kom upp innan norsku leyni-
þjónustunnar þegar hún var dóms-
málaráðherra.
Nýi varnarmálaráðherrann heitir
Espen Barth Eide og var áður að-
stoðarutanríkisráðherra.
Storberget
lætur af
embætti
Faremo nýr dóms-
málaráðherra Noregs
Knut
Storberget
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Her Suður-Súdans sakaði í gær
stjórnarherinn í Súdan um að hafa
orðið átján hermönnum að bana og
sært 73 til viðbótar í árás yfir landa-
mæri ríkjanna. Her Súdans er einn-
ig sakaður um að hafa gert loftárás á
flóttamannabúðir Sameinuðu þjóð-
anna í Suður-Súdan í fyrradag.
Flóttamannafulltrúi Sameinuðu
þjóðanna fordæmdi árásina.
Suður-Súdan fékk formlega sjálf-
stæði frá Súdan 9. júlí eftir 22 ára
stríð sem kostaði u.þ.b. tvær millj-
ónir manna lífið. Íbúar Suður-
Súdans samþykktu nær einróma í
þjóðaratkvæðagreiðslu að lýsa yfir
stofnun sjálfstæðs ríkis.
Ríkin tvö hafa þó ekki enn leyst
erfið deilumál um landamæri og
skiptingu tekna af olíu sem skipta
milljörðum dollara á ári.
Sagðir styrkja uppreisnarmenn
Salva Kiir, forseti Suður-Súdans,
sagði að stjórnvöld í Khartoum væru
að reyna að koma af stað stríði til að
geta lagt olíulindir í Suður-Súdan
undir sig. Stjórnin í Khartoum neit-
ar því og sakar leiðtoga Suður-
Súdan um að fjármagna skæruhern-
að uppreisnarhreyfingar í Súdan.
Suður-Súdanar þvertaka fyrir þetta
og segja að stjórnin í Khartoum ætli
að nota slíkar ásakanir til að rétt-
læta hernað í Suður-Súdan.
Flóttamannafulltrúi SÞ sagði að
tveimur sprengjum hefði verið skot-
ið á flóttamannabúðirnar í Suður--
Súdan. Enginn féll þó í árásinni, að
sögn fréttaveitunnar AFP. Flótta-
fólkið kemur frá landamærahéraði í
Súdan og hermt er að súdanskir
uppreisnarmenn fari oft í búðirnar
til að hvíla sig, að sögn BBC.
Sagðir reyna
að hefja stríð
Stofnun SÞ fordæmir loftárás á
flóttamannabúðir í Suður-Súdan
300 km
EÞÍÓPÍA
Khartoum
Darfur
Abyei
Juba
SÚDAN
MIÐ-
AFRÍKU-
LÝÐVELDIÐ
SUÐUR-
SÚDAN
SPRENGJUÁRÁS Í
SUÐUR-SÚDAN
Flóttamannabúðir í Yida Í fyrradag
Fréttaritari Reuters heyrði mikinn
sprengjugný, sá síðan um tveggja metra
breiðan gíg, ósprungna sprengju við vegg
skólabyggingar og hvíta flugvél fljúga
norður á bóginn. Sjónarvottar sögðu að
seinna hefðu orðið þrjár sprengingar til
viðbótar á svæðinu
KENÍAÚGANDAAUSTUR-KONGÓ
Deilt um olíu
» Olíuhéraðið Abyei hefur
lengi verið þrætuepli leiðtoga
Suður-Súdans og Súdans og
deilur þeirra um héraðið gætu
leitt til blóðugra átaka að nýju.
» Þótt miklar náttúruauðlindir
séu í Suður-Súdan eru lífs-
kjörin þar með því versta sem
gerist í heiminum.
» Talið er að rúmar átta millj-
ónir manna búi í Suður-Súdan
sem er nokkru stærra en
Frakkland, um 640 þúsund fer-
kílómetrar.
Embættismenn í Moskvu sögðu fyrr í vikunni að þeir
væru að leggja drög að áætlun um að reisa 220 metra
hátt útsýnishjól sem yrði mun hærra en Hjólið mikla í
Peking, hæsta útsýnishjól heims. Áætlað er að mann-
virkið í Moskvu kosti sem svarar tæpum 35 milljörðum
króna. Verkefnið er liður í fjárfestingum sem áform-
aðar eru til að fjölga erlendum ferðamönnum í Rúss-
landi, að sögn fréttastofunnar RIA Novosti.
Heimildir: Arup, Singapore Flyer, Great Wheel Corp., British Airways London Eye, Tour Eiffel, www.rmnt.ru
VDNkh
Gorkí-
Park
Vernadskí
HUGSANLEG STAÐSETNING
Turnspíra
(320 m há)
Hjól
(220 m hátt)
Hylki hreyfast eftir
teinum innan í hjólinu
Bygging
Tónlistarsalur, list-
sýningarsalir, verslanir
og veitingahús verða í
um 30.000 ferm
byggingu undir hjólinuÚtsýnishjól eru yfirleitt
hærri en 135 metrar en
Parísarhjól yfirleitt lægri
en 100 metrar
Þrír staðir koma til greina
fyrir mannvirkið: svæði
nálægt fjölleikahúsi á
Vernadskí-breiðgötu, hjá
sovéska sýningarsvæðinu
VDNkh og í Gorkí-garði
Hæstu útsýnishjól heims
eru í Singapúr og Peking
Moskva
Nafn
Staðsetning
Fjöldi hylkja
Fjöldi farþega í hylki
Einn snúningur (í mín.)
Tekið í notkun
„Hjólið mikla
í Peking”
Peking
48
40
~30 mín.
2009
„Moskvu-
sýn "
Moskva
uppl. vantar
uppl. vantar
uppl. vantar
uppl. vantar
"Suður-
stjarnan"
Melbourne,
í Ástralíu
21
20
25-30 mín.
2008
„Singapore
Flyer"
Singapúr
28
28
37 mín.
Febr. 2008
„Lundúna-
augað"
Bretland
32
25
30 mín.
1999
„Nanchang-
stjarnan"
Nanchang,
í Kína
60
8
20-30 mín.
2006
Eiffel-turninn
í París, 324 m
Fyrsta Parísarhjólið
var reist árið
í Chicago.
Hæð:
80,5 m
208 m
220 m
120 m
168 m
135 m
160 m
Yfirvöld í Moskvu undirbúa nú áform um að reisa útsýnishjól sem gæti
orðið það stærsta í heiminum.
RISASTÓRT ÚTSÝNISHJÓL
Hæsta útsýnishjól heims reist í Moskvu?
Þótt starfsmenn sendiráða og ræðis-
mannskrifstofa Bretlands séu allir
af vilja gerðir til að hjálpa ferða-
mönnum, sem lenda í vandræðum,
eru takmörk fyrir því sem þeir geta
gert. Embættismenn breska utan-
ríkisráðuneytisins áréttuðu þetta í
gær og sögðu að starfsmennirnir
fengju um tvær milljónir hjálpar-
beiðna á ári. Margar þeirra væru
furðulegar og torvelduðu starfs-
mönnunum að einbeita sér að brýn-
um úrlausnarefnum. Starfsmenn
sendiráðanna hafa m.a. verið beðnir
um að veita upplýsingar um síma-
númer söngvarans Phils Collins.
Breti nokkur hringdi í sendiráðs-
mann á Spáni til að fá upplýsingar
um skóstærð Karls Bretaprins
vegna þess að hann vildi gefa prins-
inum skó. Annar Breti hringdi í
ræðismannsskrifstofu í Sydney til að
spyrja hvaða föt hann ætti að taka
með sér í ferð til Ástralíu.
Kvartað yfir furðulegum
hjálparbeiðnum ferðafólks