Morgunblaðið - 12.11.2011, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.11.2011, Blaðsíða 11
Á Tælandi Halla með vinkonu sinni og munkum sem blessuðu þær inn í taílenskt nýtt ár í apríl. að draga fólk í dilka eftir þjóð- félagsstöðu eða útliti. „Það er hinn innri maður og hjartalag sem situr í öndvegi. Mannfólkið getur vel nýtt sér öld vatnsberans til að eyða fordómum og taka hvert ann- að í sátt. Öld vatnsberans færir okkur breytingar og brýtur niður gömul kerfi, því er tilvalið að skapa í sameiningu nýja heims- mynd þar sem meira jafnræðis gætir í veröldinni og misskipting verður hugtak sem er bara til í orðabók.“ Er gestaþerapisti í Tælandi Halla er vatnsberi og mikil flökkukind. Hún fór til Taílands í lok október, þegar landið var að nálgast hápunkt í hinum hörmu- legu flóðum. „Ástandið í Bangkok var þannig að ég átti í mestu erf- iðleikum með að kaupa drykkjar- vatn í búðum. Fólk var búið að tæma allar vatnshillurnar í versl- unum og ég lái því það svo sem ekki,“ segir Halla sem er að vinna sem gestaþerapisti fyrir heilsulind- arkeðju sem heitir Six Senses. „Þetta er gríðarlega flott keðja og mikið lagt upp úr því að gestum líði vel og boðið er upp á allskonar dekur, allt frá taílensku nuddi yfir í indverskt og kínverskt, sem og ýmsar heilunarmeðferðir. Ég býð upp á stjörnuspekilestur, bowen- meðferð, dáleiðslumeðferð, hug- leiðslu og reiki-heilun. Staðurinn sem ég er að vinna hjá er á gull- fallegri eyju sem heitir Yai Noi og er í Phuket.“ Vinnur í Víetnam á næsta ári Halla kemur til með að vinna í Taílandi til janúarloka 2012 en þá liggur leið hennar til Víetnam í einn mánuð, þar sem hún verður að vinna fyrir sömu heilsulind- arkeðju. „Ég vil meina að örlaga- dísirnar hafi leitt mig inn í þessa vinnu. Árið 2010 vann ég í Taílandi sem leiðsögumaður fyrir Óríental-ferðaskrifstofuna og taí- lensk vinkona mín hafði samband við mig og bað mig að vera með kynningu á Bowenmeðferð í heilsu- setri sem hún var að vinna hjá. Ég gerði það og bauð líka upp á einka- tíma. Tveimur mánuðum síðar kom í ljós að einn af þessum ein- staklingum sem komu í einkatíma til mín var að vinna sem heilsuráð- gjafi hjá Six Senses og vildi bjóða mér að koma til fyrirtækisins að vinna sem gestaþerapisti. Ég fór út í vor í eins mánaðar prufu og bæði starfsfólk og gestir voru svo ánægð að vinnuverkefnin fóru að hlaðast upp. Í haust hafði fram- kvæmdastjóri heilsulindarinnar í Con Dao í Víetnam samband við mig og bauð mér að koma til þeirra á næsta ári. Ég þáði að sjálfsögðu boðið, enda reyni ég eft- ir fremsta megni að vera erlendis á veturna en á Íslandi á sumrin, því íslenski veturinn er of dimmur fyr- ir mína viðkvæmu sál.“ Öll ferðaplön eru opin „Ég hef mikinn áhuga á að ferðast til landa sem hafa áhuga- verða orku og ég hef t.d. heyrt að það sé áhrifamikill orkuþríhyrn- ingur á milli Goa í Indlandi, Lesvos í Grikklandi og Portlands í Banda- ríkjunum. Það vill nú svo skemmti- lega til að ég hef bæði komið til Portlands og Lesvos og ég verð að segja að orkan þar er alveg mögn- uð. Ég gekk mikið á fjöll í Oregon- ríkinu, fór í hjólreiðaferð frá San Francsico á þjóðvegi 101 alla leið til Portlands og náttúrudýrðin og krafturinn í landslaginu var mik- ilfengleg upplifun. Á Grikklandi gekk ég líka á fjöll og synti frjáls- lega í hafinu við klettaströnd. Ég hlakka til að kynnast orkunni í Ind- landi. Þetta verður mitt eigið and- lega ferðalag ég ætla að hitta ind- verskan vin minn í Kerala Trivand- um í Suður-Indlandi og saman munum við ferðast um suðrið og planið er að enda í sjálfsþurftar- búskaparþorpinu Orville. Mér finnst voða gott að hafa öll ferða- plön opin þannig að það kann vel að vera að þessi plön breytist lítils- háttar. Ég ætla líka að hitta heima- fólk sem les í lófa, spáir í telauf og fræðir mig um indverska stjörnu- speki.“ DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2011 Það er oftast mikið um dýrðir þegar nýj- asta nýtt í nærfatatískunni frá Victoria’s Secret er kynnt. En fyrirtækið er þekkt fyrir flott nærföt, heimaföt og baðföt. Fjölbreytnin er mikil og er hægt að finna sér bæði kósí heimabuxur en líka eitthvað aðeins meira kynþokkafullt til að hita upp kaldar vetrarnætur. Sýningin á því nýjasta úr smiðju Victoriu í New York á dögunum vakti ekki vonbrigði. Mikið húllumhæ var í kringum tískusýn- inguna en þeir félagar Kanye West og Jay-Z sáu um að skemmta gestum og virtust vera í feiknastuði af myndum að dæma. Fyr- irsæturnar skörtuðu glæsilegum und- irfatnaði og má segja að þemað hafi ver- ið tvískipt. Annars vegar ofhetjuþema þar sem sjá mátti módelin skrýdd skikkj- um og nærfötum í svipuðum stíl. Hins vegar dulúðugt þema þar sem sjá mátti verur á borð við vatnagyðjur og hafmeyj- ur. Tíska Reuters Vatnagyðja Ætla mætti að þessi glæsilega stúlka hefði risið úr sæ. Ofurhetjur og hafmeyjur Nú hefur verið ákveðið að halda sýningum Mánudagsbíós áfram í til- efni aldarafmælis Háskóla Íslands og hálfrar aldar afmæli Háskólabíós. Sýndar verða fjórar ólíkar stórmynd- ir á næstunni en leikurinn hefst með gamanmyndinni Coming to Am- erica frá árinu 1988 með grínist- anum Eddie Murphy, næstkomandi mánudag, 14. nóvember kl. 20.00. Í tilefni afmælanna eru valdar myndir endursýndar úr safni kvik- myndahússins en þrettán myndir voru sýndar á vorönn 2011 við góðar undirtektir háskólaborgara. Stóri salur bíósins troðfylltist á sýningu dansmyndarinnar Dirty Dancing og stórmyndarinnar Top Gun, sem varð ekki síður fræg vegna tónlistarinnar í myndinni. Kvikmyndirnar hafa margar ekki verið sýndar í bíói ár- um saman en kvikmyndasýningar í Háskólabíói hafa verið afar fjöl- breyttar í gegnum tíðina. Við val endursýninga var leitast við að end- urspegla þann fjölbreytileika þannig að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Myndirnar verða sýndar í Stóra salnum á mánudögum kl. 20.00, en áður fyrr var boðið upp á Mánu- dagsmyndir í bíóinu og því var sá dagur valinn. Haldnir verða reglu- legir viðburðir á vegum kennara og nemenda HÍ í tengslum við sýning- arnar. Kvikmyndirnar sem sýndar verða eru í varðveislu Kvikmynda- safns Íslands og verða einungis sýndar einu sinni. Um er að ræða einstakt tækifæri til að sjá þessi klassísku verk í sinni upprunalegu mynd á stóru tjaldi. Miðaverð verður á sérstökum afmæliskjörum, kr. 500 og eru allir velkomnir . Miðar verða seldir við gamla inngang Há- skólabíós en hægt er að fylgjast með Mánudagsbíóinu á Facebook undir Mánudagsbíó. Mánudagsbíó Eddie Murphy ríður á vaðið Glens Coming to America skartar grínistanum Eddie Murphy. KONFEKT Í JÓLAPAKKANN Handgert og ferskt frá Ásgeiri Sandholt Ásgeiri Sandholt varð í 5. sæti í heimsmeistara- keppninni í súkkulaðigerð í París nú á haustdögum. Af því tilefni ætlar Ásgeir að framleiða úrval af sínu besta konfekti fyrir jólin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.