Morgunblaðið - 12.11.2011, Blaðsíða 12
BAKSVIÐ
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Hnúfubakurinn, sem merktur var
með gervitunglasendi í Eyjafirði
fyrir viku, var í gær í nágrenni við
höfnina í Keflavík. Lengsta áfang-
ann á einum sólarhring synti hval-
urinn á sunnudag, en á um tólf
klukkutímum synti hann mjög
ákveðið um 130 kílómetra til norð-
vesturs. Að mörgu leyti er hegðan
hnúfubaksins nú svipuð og hvala
sem merktir voru 2008 og 2009.
Rannsóknir Hafrannsóknastofn-
unarinnar sem byggjast á merk-
ingum með gervitunglasendum,
hafa nú þegar varpað nýju ljósi á
ýmsa þætti er tengjast viðveru
hvala við landið. Með þeim er m.a.
könnuð árstíðabundin útbreiðsla
og far skíðishvala við Ísland og
hafa rannsóknir á undanförnum
árum staðfest að talsvert er um
hnúfubaka hér við land að vetr-
arlagi.
Segja má að þessar rannsóknir
séu einu vísindarannsóknirnar sem
gerðar eru á sjó hér við land þessa
dagana. Verkfall á rannsóknaskip-
unum hefur komið í veg fyrir leið-
angra fiskifræðinga upp á síðkast-
ið, en hvalurinn syndir sinn sjó og
sendir frá sér stöðug merki. Gísli
Víkingsson, hvalasérfræðingur á
Hafrannsóknastofnun, og kollegar
hans fá því daglega upplýsingar til
að vinna úr.
Samgangur milli hnúfubaka
Eldri kenningar gerðu ráð fyrir
að hnúfubakar og aðrir skíðishvalir
yfirgæfu landið á haustin og kæmu
aftur að vori. Þegar loðnusjómenn
fóru að tilkynna í auknum mæli um
hnúfubaka á loðnumiðum að vetr-
arlagi samhliða því sem hnúfubak
tók að fjölga eftir 1980 var ljóst að
hluti stofnsins væri hér að vetr-
arlagi.
Jafnframt hafa rannsóknir með
greiningu einstaklinga af ljós-
myndum sýnt samgang milli
hnúfubaka hér við land að sumri
og í Karíbahafi og nú nýlega einnig
nálægt Azoreyjum að vetrarlagi,
samkvæmt upplýsingum Gísla Vík-
ingssonar.
Án þess að gögn lægju fyrir um
fjölda og samsetningu hnúfubak-
anna sem sjást við Ísland að vetr-
arlagi var giskað á að þetta væru
ungdýr eða dýr sem af öðrum
ástæðum hefðu ekki ástæðu til að
eyða orku í ferðalag suður á æxl-
unarsvæðin. Rannsóknir á síðustu
árum með aðstoð gervitunglasenda
og ljósmyndun að vetrarlagi hafa
staðfest viðveru umtalsverðs fjölda
hnúfubaka hér að vetrarlagi en
einnig að a.m.k sumir þeirra halda
suður á bóginn um miðjan vetur.
Gísli segir áhugavert ef unnt
væri að fylgja hvölunum eftir í
heilt ár, en örðugt hafi reynst að
finna tæknilegu lausnina á því að
láta hvalamerki tolla á svo lengi
þrátt fyrir áratuga langar tilraunir
vísindamanna um allan heim.
Talsvert af hnúfubaki að vetri
Hvalur merktur með gervihnattasendi í Eyjafirði fyrir viku spókar sig nú í Keflavík Rannsóknir á
hvölum í fullum gangi þrátt fyrir verkfall á rannsóknaskipum Synti um130 kílómetra á tólf tímum
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Vekur áhuga Hnúfubakur bregður á leik út af Hauganesi, ferðafólki í hvalaskoðun til óblandinnar ánægju.
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2011
Ferðir hnúfubaks
við Íslandsstrendur
Hvalur merktur 21. október 2009
Hvalur merktur 4. nóvember 2011
Hvalir merktir
í Eyjafirði
11. nóvember 2011
(922,9 km)
20. janúar 2010
(6.319,5 km)
Hljóðupptökur doktorsnemans Eddu Elísabetar
Magnúsdóttur hafa sýnt fram á söng hnúfubaka
í Skjálfanda um miðjan vetur. Þessar niðurstöð-
ur gætu bent til mökunar hluta stofnsins á norð-
lægum slóðum. Doktorsverkefni hennar er að
kanna viðveru hvala við norðurströnd landsins
allan ársins hring og hvað þeir aðhafast á hverj-
um árstíma. Hún notast við hljóðupptökutæki í
rannsóknum sínum og yfir sumartímann tengj-
ast hljóðin sem hvalirnir gefa frá sér ýmiss kon-
ar félagslegri hegðun og t.d. samvinnu við fæðu-
öflun.
„Þegar ég fór að fara yfir hljóðupptökurnar þá komst
ég að því að hnúfubakar eru við Norðurland í ein-
hverjum mæli allt árið og það kom mér á óvart þegar ég
heyrði hnúfubaka syngja í Skjálfandaflóa, en söngurinn
tengist makaleit og mökun,“ segir Edda Elísa-
bet. „Frá því í desember og alla vega út febrúar
syngja hnúfubakar í Skjálfanda og fjölbreyti-
leiki söngsins eykst eftir því sem líður á tíma-
bilið á sama tíma og hormónastigið er í há-
marki og makaleitin á fullu. Söngurinn er
kraftmestur þegar myrkrið er mest, til dæmis
syngja þeir mun meira undir nýju tungli en þeg-
ar tungl er fullt og lítið heyrist sungið á daginn.
Syngjandi karldýrin á þessum slóðum haga
sér eins og þau séu að leita að kerlingum, þó
svo að mökun hnúfubaka hafi ekki verið tengd norð-
lægum slóðum til þessa. Það er erfitt að segja til um
hvort þarna hafi mökun farið fram í raun og veru og
brýnt að hægt verði að afla sýna til að fá vitneskju um
það,“ segir Edda Elísabet.
Söngurinn kraftmestur þegar myrkrið er mest
SYNGJANDI HVALIR Í SKJÁLFANDAFLÓA BENDA TIL MAKALEITAR OG JAFNVEL MÖKUNAR
Edda Elísabet
Magnúsdóttir
Fyrrverandi eigendur svínabúsins í
Brautarholti á Kjalarnesi segja
rangt að Arion banki og forverar
hans hafi þurft að afskrifa milljarða
af skuldum búsins eftir að bankinn
yfirtók reksturinn 2004 og aftur
2010. Kemur það fram í athugasemd
sem Kristinn Gylfi Jónsson hefur
sent blaðinu fyrir hönd Brautar-
holtsbræðra og Brautarholtsbúsins
ehf., vegna greinar um úrskurð sam-
keppnisyfirvalda sem birtist í Morg-
unblaðinu í gær.
Í athugasemdinni, sem í heild er
birt á mbl.is, segir að bankinn hafi
fengið allar skuldir gamla svínabús-
ins greiddar að fullu til baka í sölu-
verði 2007. Bankinn hafi rekið það
með hagnaði árin 2005 til 2007 og
fullyrðingar um að bankinn hafi
greitt með hverju framleiddu kílói á
meðan hann rak búið séu ósannindi.
Varðandi afskriftir skulda eftir að
bankinn yfirtók búið á ný, í byrjun
árs 2010, segir í athugasemdinni að
telja verði að bankinn hafi fengið
fullgreitt fyrir kröfur sínar á hendur
Svínabúinu Brautarholti ehf. Er í því
sambandi nefnt að fasteignir sem
metnar voru á 1130 milljónir kr. hafi
bankinn keypt af þrotabúinu á 517
milljónir og fært
inn í rekstrar-
félag sitt. Bent er
á að eignirnar
voru ekki aug-
lýstar til sölu
heldur seldar í
lokaðri sölu innan
skipta til veðhafa,
þar sem kaupand-
inn og eini veð-
hafinn sem þurfti
að samþykkja söluna, Arion banki,
hafi setið beggja vegna borðs. Þá
segir að einnig verði að taka tillit til
þess að kröfur bankans hafi að
stærstum hluta verið stökkbreytt
ólögleg erlend lán.
Kristinn Gylfi og bræður hans
geta þess að þeir og fjölskyldan í
Brautarholti hafi á sínum tíma sett
viðbótartryggingu til bankans í
formi verðmætra landareigna í
Brautarholti þegar þeir keyptu
svínabúið. „Arion banki er nú í inn-
heimtuferli vegna þessara viðbótar-
trygginga og ef þau áform ganga eft-
ir hjá bankanum, þá er útlit fyrir að
hann muni fara út úr þessum við-
skiptum með töluverðum hagnaði,“
segir í athugasemdinni.
Segja að bankinn
hafi fengið greitt
Kristinn Gylfi
Jónsson
Brautarholtsbræður segja rangt að
milljarðar hafi verið afskrifaðir
www.forlagid.is – alvöru bókaverslun á netinu
Litmyndabók
fyrir byrjendur
í lestri
Fjórar stuttar sögur
með mörgum myndum
Tvæ r n ý ja r bæku ru m p ra kka ra n n
óbo rga n lega