Tíminn - 24.12.1946, Blaðsíða 2

Tíminn - 24.12.1946, Blaðsíða 2
2 JÓLABLAO TÍMAN5 1946 ÞDRUNN MAGNÚSDÓTTIR: Vjr rík Wc cianuácir de Íci I. Greifinn af Láckö. Ég kom á heillastund inn í skrifstofu baðhælisins í Lundsbrunn. Það var sólskin úti og inni og mátulega lítið að gera til þess, að koma mín væri þægileg tilbreytni en ekki töf. Skrifstofustjórinn og bókhaldar- inn, Ella Lind, buðu mig hjartanlega vel- komna á staðinn — fyrsta íslendinginn, sem þangað kom til þess að leita sér meina- bóta. Skrifstofustjórinn hafði áður verið kapteinn í sjóher Svía, og þar sem það telst hærri gráða í mannvirðingastigaíi- um, hélt hann nafnbótinni og var af flestum kallaður kapteinn. Ég hafði farið aftan að siðunum, gefið mig fyrst fram í skrifstofunni, en ekki nennt að rífa mig upp um morguninn til þess að fara í læknisskoðun. Fyrir sama hafði ég nú engin skilríki í höndunum, er sýndu, hvernig ætti að innrita mig. Okk- ur þremur kom saman um, að þetta væri allt í stakasta lagi, enda auðvelt úr því að bæta, þar sem móttaka var tvisvar á dag hjá læknunum. Tal okkar snerist því um allt aðra hluti en böð, nudd, háfjalla- sól og stuttbylgjur og hvað það nú allt saman var, sem notað er til að lappa upp á lasna kroppa. Kapteininum leizt svo vel á mig, svo útsofin og hress sem ég var þennan fyrsta morgun í Lundsbrunn, að hann fór óðara að hugsa mér fyrir einhverjum skemmt- unum. Hann sagði við Ellu Lind, að það yrði að sjá til þess, að mér yrðu dagarnir ekki langir og leiðir og ég gæti skoðað mig eitthvað um meðan ég dveldi í hinu sagn- fræga Vestur-Gautlandi. Ella talaði um miðsumarhátíðina, sem nú stæði fyrir dyrum og hún ætlaði að fara að undirbúa, kapteinninn aftur á móti taldi upp frægar hallir, kirkjur og klausturrústir þar í nágrenninu, sem sjálfsagt væri að sýna mér. Ég svaraði á minni nýlærðu sænsku, að ég væri „hemskt tacksam,“ en hugsaði með sjálfri mér, að það væri ein- mitt hvíld og ró tilbreytingarleysisins, sem ég nú þráði framar öllu öðru. „Svo er sýningin í Lidköping,“ sagði kapteinninn. „Lidköping,“ spurði ég til að láta það heyrast að ég fylgdist með. „Lidköping er elzti bærinn á Váner- bökkum og fyllir á þessu ári fimmtu öld- ina. Afmælisins er meðal annars minnzt með myndarlegri sýningu, sem allir ættu að sjá, sem eiga þess nokkurn kost. Það er að vísu ekki um auðugan garð að gresja í Lidköping, hvað fornmenjar snertir, en mörgum þykir gaman að sjá gamla ráð- húsið, sem upphaflega var veiðimanna- höll, en Magnús Gabriel De la Gardie lét flytja þessa höll til Lidköping og gera hana að ráðhúsi þar.“ „Var Magnús De la Gardie ekki elskhugi Kristínar drottningar?" spurði ég. „Tja, elskhugi,“ sagði kapteinninn dræmt. „Hann naut mikillar hylli drottn- ingarinnar, víst er um það, en elsk- hugi ....“ Ósköp tekur hann dauft í þetta, hugsaði ég. Varla getur honum fundizt það niðrandi fyrir drotcninguna að hafa átt að hjartans vini þennan glæsilega aðals- mann. En ekki þar fyrir, ef Svíar eru feimnir við að tala um konungleg ástamál, þá mega þau mín vegna liggja í þagnar- gildi. ,Ekki grunaði mig þá, hve ástalífi vesalings drottningarinnar hefði verið und- arlega farið, en það er efni í annan þátt. Þetta var það fyrsta, sem ég heyrði talað um Magnús Gabríel greifa eftir að ég kom til Vestur-Gautlands, en þetta var'nú líka fyrsti morguninn þar. Siðan hljómaði þetta nafn svo oft fyrir eyrum mér, að ég fór ekki í neinar grafgötur um það, að ég væri nú stödd í hinu gamla ríki greifans af Lackö. Þar sem hann hafði á mektar- árum sínum ekið um landsbyggðina í gullnum vagni og verið hylltur eins og konungur af auðmjúkum þegnum, sem bukkuðu sig og beygðu og lögðu fyrir hann bænarskrár á áningarstöðum hans. Hann kleip ekki við neglur sér það, sem hann lét af hendi rakna til menningar og mann. úðarmála, þessi stórbrotni höfðingi Vestur- Gautanna. En auðurinn var nú tæpast vel fenginn og gekk af honum, svo að hann, sem um eitt skeið var auðugasti maður í Sviþjóð, lauk ævi sinni i fátækt og þráði guðs náð og eilífan frið eins og þessar vérslínur hans bera með sér: „Ur mörker kommer jag till Ijus frán armod till guds rike hus, fran oro till god vila.“ Svo hefir verið skráð, að Magnús De la Gardie hafi verið elskaður af guðunum og Kristínu drottningu. Um hið fyrra er það að segja, að heimslánið lék við hann lang- tímum saman, svo að enginn af samtíðar- mönnum hans naut meiri valda, mannvirð- ingar og mammonsgæða, en því dýpra varð hrun hans, er hann á efri árum sat í ónáð konungs síns, sviptur völdum og auði, er hann hafði sótt svo mjög eftir og hlotið í svo ríkum mæli. En hann hafði ekki skapfestu og einlægni, ekki svo mikla stjórnarhæfileika og mannkosti til að bera, að honum auðnaðist að þjóna landi sín á þann veg, að honum entist traust og virðing til dauðadags. Um hið síðarnefnda, kærleika Kristínar drottningar, fer ýms- um sögum. En það hefir án efa verið gleðiríkasta tímabilið í lífi Magnúsar greifa, þegar hann baðaði sig í náðarsól drottningarinnar. f þann mund, er orð- rórpurinn um ástir Kristínar drottningar og Magnúsar De la Gardie náði hámarki sínu, gaf hún honum að brúöi frænku sína, Maríu Eufrosynu, systur Karls Gustafs, sem síðar varð Karl X. Hún gerði brúð- kaup þeirra með mikilli rausn. Stóð það í fimm daga, og hlutu brúðhjónin sinn fyrsta bústað í sjálfri konungshöllinni. Nokkrum árum síðar snerist dálæti drottningarinnár í svo hatramma óvild, að greifanum var vísað frá hirðinni, og átti hann ekki þangað afturkvæmt í'Stjórnar- tíð Kristínar drottningar. Sættir tókust aldrei með þeim, þrátt fyrir margítrekað- ar tilraunir af hálfu Magnúsar greifa. Nú vildi þessum metorðagjarna og valda- fíkna manni það til láns, að Kristín afsal- aði sér sænsku krúnunni og fékk hana í hendur Karli Gustaf, mági Magnúsar. Hlaut nú Magnús hverja virðingarstöðuna eftir aðra. Og þegar Karl X. féll frá og sonur hans Karl XI., fjögra ára að aldri, kom til ríkis, varð Magnús einn hinna voldugustu manna í Svíþjóð, en hlóð þeim glæðum elds að höfði sér, sem síðar brut- ust út i það brennandi bál, sem eyddi völdum hans og auði og þar með þessa heims gleði hans, svo að hann, saddur líf- daga, þráði það eitt að mega hverfa frá „oro till god vila.“ Glæsimenninu franskættaða, Magnúsi Gabriel greifa, var annað betur gefið en standa í stórræðum á sviði stjórnmála og hernaðar. Hann hafði, eins og áður er sagt, ekki til að bera þá skapfestu, glögg- skyggni og markvísi, er til þess þurfti, ef til vill ekki heiðarleika og föðurlandsást heldur. En einn er sá dómur sögunnar honum í vil, sem óhaggaður níun standa og varpa skærum ljóma yfir minningu hans. Hann var sannur vinur og verndari lista og vísinda, ef til vill sá mesti, sem Svíþjóð hefir nokkurn tíma átt. Hann lét sér mjög annt um fornminjar og hlúði að hvers konar þjóðlegri menningu. í mann- úðarmálum sýndi hann oft og tíðum meiri skilning en venjulegt var á þeim tímum. T. d. stofnaði hann í Lidköping heimili fyrir munaðarlaus börn, sem enn í dag vitnar um hjartalag hans. Lácköhöllin á Káhandsey á frægð sína að mestu/ að þakka hinum hugumstóra greifa, sem með stórfenglegum viðbygg- ingum og listrænni skreytingu gerði þessa höll að einum glæstasta minnisvarðanum yfir stórveldistíma Svíþjóðar. II. Greifahöllin fagra. Hælispresturinn í Lundsbrunn var ung- ur maður, sem var engu síður til þess fall- inn að „halda gleði hátt á loft“ en guð- rækninni í heiðri, og fórst honum þó hið síðarnefnda svo vel, að jafnvel hinar strangtrúuðustu og siðavöndustu „kirkju- töntur“ stóðu sig ekki við annað en fyrir-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.