Tíminn - 24.12.1946, Qupperneq 3

Tíminn - 24.12.1946, Qupperneq 3
JOLABLAÐ TIMANS 1946 3 gefa honum, þó að hann brygði fyrir sig dansspori, þegar hann stjórnaði „þjóð- söng“ á skemmtikvöldunum í Lundsbrunn. Þessum mjög svo hóflegu skemmtikvöldum, sem lauk svo snemma, að það þóttu seinar hættur, þegar svo bar við, að kveðjulagið var ekki tekið fyrr en klukkan var hálf- gengin ellefu. Jú, hann unni leiftrandi fjöri og lífs- gleði, presturinn sá, og dró engar dulur á það, að valsar væru hans ljúflingsljóð. Kostervalsinn var ljóð sumarsins. „Indæla mey á Kosterey, þú mín litla, ljúfa festar- mey,“ var sungið til jafns hinu hátíðlega kveðjuljóði hverrar samkomu: „Fagurt er kvöldið, svo friðsælt og hreint." Ástinni voru gerð góð skil í ljóðum þess- ara fögru, friðsælu og hreinu sumarkvölda, þó að stundum slægi út í fyrir alvörunni og jafnvel væri dregið dár að þeirri há- loflegu tilfinningu, svo sem eins og í ljóð- inu, þar sem hin útvalda hét Addelunda Rósamunda Kabbelunda Blad. Meðal annars, sem okkar ágæti prestur gerði sjúklingunum til dægradvalar, var að sjá þeim fyrir stuttum bilferðum um hið fræga og fagra nágrenni. Hann hafði á þessu þann hátt, að hann gerði samning við bílstjóra þar í þorpinu um leigu á sjö manna bíl, sem hann átti, hvenær sem sjö manna hópur óskaði eftir farartæki. Nú var það svo, að tiltölulega lítill hluti sjúklinganna gat tekið þátt í þessum ferð- um, bæði vegna veikinda, sem hömluðu, og læknisaðgerða, sem voru einmitt á þeim tíma, sem hægt var að fara, en það var tímabilið frá tólf til seytján. Sjaldgæft var þó, að ferð tæki svo langan tíma, nema ferðirnar til greifahallarinnar fögru á Kállandseyju. Ég slæddist með fyrsta hópnum þang- að, þó að mér væri í rauninni of aukið, því að sjö farþegar voru fyrir. En prest- inum, sem ætlaði að vera með i förinni, fannst að við tvö, sem værum svo grönn og fyrirferðarlítil gætum verið sem einn maður í frámsætinu hjá bílstjóranum, og þegar ekið væri um göturnar í Lidköping hefðum við einhverja töfra i frammi til þess að leika á lögregluna. En bílstjórinn óttaðist víst ekki strangt lögreglueftirlit, þvi að hann tók mér vinsamlega og bauð mér sætið við hlið sér, en í stað hins'granna og liðlegs prests fékk ég bílveika frú af meðalbreidd, eða vel það, við hina hlið mér. En hvað um það, þarna vildi hún sitja, blessunin, og hvergi annars staðar, enda brást henni ekki trúin á þessu sæti, því að engin brögð urðu að bílveiki. Við ókum nú við glaðvært hjal um breið- ar byggðir eins og leið lá til Kinneviken. Sólskinið hafði verið heitt þurrt og þungt í Lundsbrunn, en þegar til Lidköping kom kenndum við hressandi blæ af Vánerns bláu bylgjum — og svo vorum við í Kál- landi, sem gengur eins og skagi út í Ván- ern, hið þriðja stærsta stöðuvatn í Evrópu. „Horfið nú eins og þið getið fyrir pen- ingana,“ sagði lífsglaði presturinn í Lunds- brunn, og víst var sú sýn margra peninga virði að líta hvíta múrveggi og dökka turna Lácköhallarinnar stíga fram úr grænum skógarfaðminum á Kállandsö. Við ókum yfir breiða brú, sem tengir saman land og ey og horfðum heilluð á fegurð þessa gróðurríka, fagra héraðs, sem naut sín nú enn betur, jaðrað bláu, sólsindrandi vatninu. Léttar, leikandi öldur gáruðu vatnsflötinn. Dásamlegt var að finna hinn mjúksvala blæ, hressandi eins og haf- rænu. Ég svalg loftið með djúpri sælu- kennd. Vatn, vatn! Hve sárt ég hafði sakn- að þess. Nýr þróttur ólgaði í æðum mínum, Udfcöping: Álvparti Það er fagurt i Lidköving á kyrru sumarkveldi. Þessi mynd gefur nokkra hugmynd um það. hve heitt ég hafði þráð þennan andblæ, þetta lífsloft, sem fyllti vit mín þarna á Kállandseyju, svalandi, styrkjandi, mettað unaðslegri skógarangan og yl af sólsteikt- um klöppum. Við bryggjuna lágu tveir vélbátar. Það hefði sett kórónuna á dýrð dagsins að fá að koma út á vatnið, standa við öldustokk- inn og horfa á land og lög. Sjá hvítan löðurfaldinn freyða frá kinnungum báts- ins, þegar kjölurinn klauf vatnið — en þess var enginn kostur nú. Við gengum heim til hallarinnar, fram hjá litlum söluturni, sem’seldi kort, frímerki og sæl- gæti og fleira smávegis, sem ferðamönn- um kom vel að geta keypt i leið sinni. Nú vorum við komin að hinum rammgerða hallarmúr. Við horfðum i gapandi fall- byssuhlaupin við innganginn. Hér var eng- in hreyfing á neinu, hliðið læst og þó að við kipptum hvað eftir annað í klukku- streng bólaði ekki á neinum leiðsögumanni. Við eftirgrenslan fengum við að vita í söluturninum, að leiðsögumaðurinn væri í hringferð um höllina með hóp ferðamanna og veitti næsta hóp viðtöku eftir klukku- tíma eða svo. Ágætt, á meðan vannst okkur tími til að drekka kaffi i litla, laglega veitinga- húsinu, Hvíta hirtinum, eða réttara sagt í garði veitingahússins; því að á slíkum degi sem þessum hafast menn helzt við undir beru lofti. Við tókum okkur sæti við kringlótt, hvitt borð og þangað var okkur borið. Hjörturinn fékk ekki flekk á heiður heiður sinn þennan daginn, því vel var fram borið og með ánægju þegið. Grænan laufvefinn bar við bláan himinn og lokaði útsýni, það var gott að hvílast um stund og safna kröftum áður en hringferðin hæfist um hina voldugu höll, sem hefir að geyma 248 stofur og sali samtals. Láckö var upphaflega biskupssetur, eig- inlega kastali og vígi biskupanna í Skara, sem þeir gátu flúið til, þegar hætta var á ferðum. Ef til vill hafa þó einhverjir bisk- upanná búið þar að staðaldri. Árið 1928 var fyrsti hluti Sallarinnar byggður, tæpri hálfri þriðju öld síðar afhenti síðasti kaþólski biskupinn Gustav Vasa höllina. Þetta timabil í sögu Láckö er kallað bisk- upatíminn, en greifatíminn það árabil, sem hún var í eigu De la Gardie-feðganna. Hinn raunverulega ljóma sinn og frægð hlaut hún af verkum Magnúsar De la Gardie, eða framkvæmdum hans réttara sagt. Hann lét ekki aðeins stækka höllina til stórra muna, t. d. bæta við hana heilli hæð, kirkju og fleira, heldur fékk hann hina færustu listamenn til að skreyta hana. Við ferðafélagarnir frá Lundsbrunn, á- samt mörgum fleiri, stóðum við hallar- hliðið, þegar leiðsögumaðurinn lauk því upp. Við gengum nú inn fyrir hið öfluga hallarhlið og athygli okkar var vakin á smáopum i múrnum, sem heimamenn not- uðu til að kasta út um grjóti og sjóðandi tjöru á óvelkomna gesti, sem tókst að komast inn fyrir hliðið. í svonefndum stóra hallargarðinum gat að líta í vegg- grópum hervæddar likneskjur þeirra feðg- anna, Jakobs De la Gardie, hershöfðingja og Magnúsar De la Gardie, kanslara, en skjaldarmerki voru grópuð í vegginn. Líkneskjur þessar eru aðeins eftirlíkingar, frummyndirnar hafa fyrir löngu siðan ver- ið fluttar til klausturkirkjunnar í Varn- hem. Nú hófst hringferðin um höllina. Það yrði of langt mál að segja nákvæmlega frá henni, enda enginn, sem hefir minni til að lýsa öllu, sem fyrir augun ber í slíkri ferð og fæstir, sem nenna að lesa svo langdrægar lýsingar. Því skal hér aðeins drepið á fátt eitt. Þótt kirkjan beri enn ljósan vott um hinn mikla íburð barokktímabilsins, hefir þó mikið af skreytingu hennar farið for- görðum, t. d. er nú fátt eftir hinna fornu dyggða, sem í kvenlegu gervi stóðu í hvirf- ingu á hvolfþaki prédikunarstólsins. Sann_ leikurinn, hugrekkið og trúin hafa fram á þennan dag staðið þarna vörð um minn- ingu liðinna tíma. En enginn veit nú, hvernig gyðjur kærleikans, hófseminnar, vizkunnar og vonarinnar litu út í augum meistarans, sem með listamannshönd sinni mótaði þessi tákn dyggðanna. Til þess að fylla í eyðurnar hafa verið gerðar eftir- líkingar af þeim tveimur gyðjum, sem bezt hafa þolað tímans tönn og komið fyrir á hvolfþakinu í stað þeirra, sem horfnar eru. Aðeins helmingur er eftir af mál- verkunum, sem í upphafi prýddu veggsúl- urnar, en gefa þó glöggt dæmi um hinn upprunalega glæsileik þessarar hallar- kirkju. í grópum við gluggana eru tré- líkneskjur af postulunum, Jesú, Maríu og Jóhannesi skírara. Yfir hverri líkneskju eru ritningargreinar á latínu. Latneskar

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.