Tíminn - 24.12.1946, Side 11
JÓLABLAP TÍMANS 194&
11
ÞDRLEIFUR BJARNASDN:
3) líji oíj cLiuÁa
Ég hafði verið búsettur í banum í þrjú
ár og kannaðist orðið í sjón við flesta, sem
bjuggu í nágrenninu. En um þetta leyti
tók ég fyrst eftir honum, eða réttara sagt,
veitti þeim fyrst eftirtekt á götunni.
Reyndar var hann oft einn á ferð og dró
að sér athygli mína og annarra. Hann lét
sig engu skipta um bæjarsiði og venjur,
en hneykslaði fólk, staddur við húsgafla og
girðingar. Svo hélt hann för sinni áfram
með óbifanlegri ró þess manns, sem lætur
sig engu skipta um það fólk, sem næst hon-
um er, eins og það, sem kringum hann
gerist, sé honum órafjarlægt eða jafnvel
fyrir utan hans skynjun. Hann hallaði sér
fram á prik sitt með reist höfuð, gekk
hægt og fast og í eilitlum rykkjum eins
og fæturnir neituðu að bera hann eins
fljótt og efri líkaminn vildi. Hann var hár
vexti og riðamikill, minnti eitthvað á gam-
alt hús, sem stendur á feysknum undir-
stöðum og er að snarast fram á staf sinn.
Skegg hans var mikið og tekið að grána,
augnabrúnir loðnar og leyndu smáum,
augum. Hann var oftast klæddur gömlum,
þykkum vaðmálsjakka, sem einhvern tíma
hafði verið svartur, en var nú orðinn brún-
flekkóttur. Jakkinn var ævinlega hneppt-
ur á efstu töluna eina.
Framan af vetri var oft í fylgd með hon-
um lítil og lágvaxin kona. Hún gekk alltaf
nokkurn spöl á eftir honum, aldrei við hlið
hans. Það var eins og hún væri að líta
eftir honum, en héldi sér í hæfilegri fjar-
lægð og vildi ekki láta hann taka eftir
því, að hún væri að veita honum eftir-
för. Hún steig meira fram á annan fót-
inn, og það var samrænn taktur í göngu
þeirra. Bilið á milli þeirra var alltaf hið
sama. Þannig röltu þau niður í bæinn, með
hinu afmarkaða millibili, og komu aftur
að neðan með sömu fjarlægð milli sín.
Um miðjan vetur tók skyndilega fyrir
hina taktbundnu samfylgd, og gamli mað-
urinn var nú alltaf einn á ferð, án nokkurs
eftirlits eða eftirfarar. Það var fyrir tilstilli
þingmannsins, sem mörg ár haföi átt kjör-
dæmi það, sem Benedikt átti búsetu í, að
þau hjónin fluttu í bæinn og fengu elli-
styrk. Þingmaðurinn, sem var gamall og
gróinn kaupmaður, hafði byrjað verzlun-
arstörf hjá Hansensverzlun gömlu og lært
hjá henni verzlunarhyggindi, sem þénuðu
til sjálfstæðs verzlunarreksturs og einnig
til þingsetu. En nú hafði hann verið svipt-
ur þingsetu, þessu sjálfsagða umboðs-
starfi, af ábyrgðarlausum mönnum. að
dómi þeirra, sem vildu föðurlandi sínu
vel, og þó sérstaklega kjördæminu, þvi að
að föðurlandsást byggist fyrst og fremst
á því, að menn elski sitt kjördæmi. En
þingmaðurinn, sem ekki var lengur þing-
maður, heldur einungis foringi flokks síns
í bæjarstjórn, hafði séð aumur á þeim
hjónum, þar sem þau voru forsjárlaus úti
á Nesjum, og tekið þau í bæinn og útvegað
þeim ellistyrk. Svo er umhyggja þeirra
manna, sem einnig þykir vænt um fólk
í öðrum kjördæmum.
En þarna staulaðist Benedikt gamli einn
áfram, fylgdarlaus, í óbifanlegri ró sem
áður, og eins og utan við samfélag bæj-
arins. Ég fór að kasta á hann kveðju, þegar
ég mætti honum á götunhi — bauð honum
glaðlega göðan dag, en hann skotraði að-
eins til mín augum, eins og hann væri
móðgaður yfir trufluninni og svaraði aldrei,
hversu mjúklega, sem ég ávarpaði hann.
Svo bar við á útmánuðum, veturinn eftir
að Benedikt gamli missti konu sína, að veð-
ur gekk til vestanáttar, með miklum
stormum, rigningarhryðjum og frostum til
skiptis. Götur urðu flestar framflegnar af
svellum, og stormurinn lítilsvirti aðgerðir
bæjarstjórnar og feykti burt jafnóðum
þeim sandi, sem á göturnar var borinn.
Allt ráðsett fólk, sem ekki átti brýnt erindi
út, hélt sér í húsum inni, eftir því sem
frekast var hægt. Einn dag í versta hvass-
viðrinu var ég á heimleið frá vinnu minni,
og mátti ég sums staðar hafa mig allan
við að hrekjast ekki af réttri leið. Ég mið-
aði á húshorn og girðingar, og oftast var
tvísýnt um, að ég næði settu marki. Þegar
ég var kominn miðja vegu heim, sá ég
hrúgald eitt hreyfingarlaust úti á miðri
götu, eins og það hefði sprottið þarna upp
allt í einu. Þegar nær dró, sá ég, að þetta
mundi rnaður vera, og brátt bar ég kennsl
á, hver það var. Þetta var Benedikt gamli.
Hann stóð þarna á miðri götu, studdi sig
fast við staf sinn og sneri sér gegn ofsa
stormsins, auðsjáanlega í þeirri þrákelkn-
islegu staðfestu að láta ekki storminn
hrekja sig af eylandi því, sem hann hafði
fundið þarna í svellhafinu, — var þarna
líkastur skipi, er fundið hefir höfn, sem
raunar er ótrygg, en þó þess eina lífsvon.
Ég. skauzt milli hviða út til Benedikts og
greip fast um handlegg hans. Hann varð-
ist andartak þeirri tilraun minni að ná
honum úr höfn, en ég öskraði í eyra hans
tilboði mínu um handleiðslu heim til hans.
Hann skildi strax ætlun mína, staulaðiðst
við hlið mér yfir svellið, hjó staf sínum,
sem búinn var hvössum stálbroddi, niður
í gaddinn, svo að íshögl hrukku undan.
Svo streittumst við gegn stormi, beittum
líkamsþunga okkar móti hvassviðrinu,
drógum fætur með svelli og leituðum að
auðum blettum og girðingum, án nokk-
urra tilrauna til viðræðna. Þannig tókst
okkur að mjakast áfram, allt þar til kom-
ið var að dyrum Babýlonsborgar, hinum
marglita timburkofa, sem hélt ennþá heiti
sínu frá frumbýlisárum kaupstaðarins,
þegar hver timburkumbaldi reis svo hátt
yfir moldarkofana, að hann varð ímynd
borga og halla í augum þess fólks, sem
alið hafði allan aldur sinn í moldarhreys-
um.
í dyrum þessa húss heyrði ég Benedikt
gamla segja fyrstu orðin:
— Skárri er það andskotans ekki sen
ofsinn, — rétt eins og á Kleifaheiði, þegar
verst lét. — En ég er nú ekki oröinn maður
til þess að standa mig þar.
Rödd hans var sterk, en ryðguð.
Ég bjóst til þess að kveðja hann.
— Viltu ekki taka af þér gust áður en
þ£ ferð aftur út í, sem ég vil ekki ákveða
blossann? sagði hann.
— Jú, ég þakkaði honum fyrir. Það var
ekkert á móti því að sjá, hvernig hann
byggi og heyra eitthvað meira til hans.
— Ég hefi hérna kamers út af fyrir mig
í kjallaranum, sagði hann og smeygði sér
inn um lágar dyr. ,
Ég fylgdi honum eftir inn í skot í kjall-
aranum. Það átti að vera gangur. Annað
herbergi en Benedikts var þarna ekki.
Hann opnaði dyr til hægri, seildist inn á
vegg og kveikti ljós. Mót okkur gaus óþef-
ur af innibyrgðu lofti, blandinn olíusterkju
og ódaun úr óhreinum fötum. Herbergið
var lítið, en átti nægilegt rúm fyrir það,
sem inni var. Það var eitt rúmflet, stór
kista og undir glugga stóð lítið borð með
skápum. Við hlið hans stóð þríkveikjuð
olíuvél og logaði á einum kveik, en kaffi-
ketill stóð yfir. Á veggnum yfir rúminu
hékk samanvafin stórgripshúð og sneri
holdrosinn út. Þ.etta var auðsjáanlega
gömul húð og hafði ekki verið rökuð. Á
útskæklum sást grátt hár.
— Reyndu að tylla þér þarna á fletið
eða kistuna, meðan þú kastar mæði, sagði
Benedikt. — Ekki eru stólarnir hér. Hefi
aldrei átt svoleiðis gálgatimbur.
Ég settist á kistuna.
Hann skaraði upp í olíuvélinni.
— Það á að vera einhver velgja á þess-
um, sagði hann og brá hendi á ketillokið.
— Það mætti líklega bjóða þér kaffi —
heldur ætti það að taka úr þér hroll. Ég
læt aldrei deyja á honum. Þeir eru þén-
anlegir þessir kogarar, — svo get ég alltaf
fengið mér sopa, þegar mig lystir.
— Slekkurðu ekki á honum, þegar þú
ferð út? spurði ég.
— Og það held ég nú síður. Það er al-
deilis óþarfi. Ég dreg bara niður í honum,
svo heldur hann sopanum alltaf heitum
— alltaf heitum, — ja, það er nú kostur-
inn við hann.
Hann opnaði skápinn, seildist þar inn
og dró fram tvær blakkar leirkrukkur og
gama’t sykurker á háum fæti. í því' voru
sykurmolar.
— Þú verður að sötra þetta úr fanti,
ekki kann ég með þessa bolla að fara. —
Ég held að fantagreyin séu hreinir,
eitthvað skolaði ég af þeim. Annars hefir
ekki verið mikið um vaskeríið síðan Hún
fór. Nú eru allir með þetta bölvað gutl á
öllum hlutum, svo að þetta verða allt aum-
ingjar, sem ekkert þola. Hún var svo sem
full tærilát og vildi alltaf vera að skúra, —
helzt einu sinni í viku.
Svo hellti hann fulla krukkuna af kaffi,
en mér þótti nóg um þá raun að eiga að
torga.
— Svona, reyndu að súpa þetta, — varla
trúi ég að það sé vatn. Ég hef alltaf viljað
t
/