Tíminn - 24.12.1946, Side 12

Tíminn - 24.12.1946, Side 12
12 hafa bragð af því, sem um mínar kverkar hefir runnið. Ekki er svo sem verið að bragðbæta það með neinu út í það. Það hvu vera orðið það andskotans okur á þessu, að það er ekki fyrir mig að ná í flösku, enda löngu hættur því. Það var munurinn, þegar potturinn var á 25 aura hérna á Horninu'og gat hver fengið, sem vildi — þá ,var nú margur potturinn keypt- ur, því fór nú sem fór. Hann drakk kaffið hægt og sötraði við hvern sopa, en talaði þess á milli. Nú þagnaði hann um stund, hélt á krukkunni og starði á mig. — Ég man ekki eftir að hafa séð þig fyrr, sagði hann. Ertu kannske púlsmaður hér við einhverja höndlunina? Ég sagði honum, að ég fengist nú við smíðar. — Snikkari já, — og færð þér þá náttúr- lega í gogginn stundum, en nú er ég löngu hættur því, nema rétt einstöku sinnum, þegar Mundi hefir sent mér flösku fyrir jólin .... hann er á trollara, — en þetta er gutl á við það, sem var. — Áttu mörg uppkomin börn? spurði ég. — Átti ég mörg börn? Endurtekningar hans voru sagðar með miklum hávaða og hörku í rómi, eins og hann væri sárreið- ur. — Tólf voru þau, sem dagsljósið sáu. En það er nú svona með þessi börn, guð gefur þau og tekur þau aftur, já, og er ó- knappur á hvort tveggja. — Eru þau mörg dáin? — Ekkert eftir nema Mundi og telp- urnar þrjár. — Og þau fóru suður. — Dóu hin ung? — Flest hvítvoðungar. — Það er oft vetrarhart úti á N^junum. Hann þagði um stund og sötraði kaffið. — Hann þénar víst gróft, sagði hann svo. — Hver? — Hver! Hann Mundi auðvitað .... En þeir eru helvítis meinvætti þessir trollarar og skömm að vera á þvílíkum ekki sen ræningjaskipum. Þarna eru þeir uppi í blálandsteinum og stela hverjum þyrsk- lingi frá manni. Ég man, hvernig þeir voru úti á Nesjunum. Það var illt að geta ekki fýrað á þessa andskota, en það dugir ekkert nema fallstykki á þá. — Bjóstu allan þinn búskap úti á Nesj- um? spurði ég. — Og ég hokraði þar alla mína tíð, þar til Mangi minn kom okkur hingað. Það var skömm að því að hætta að senda hann Magnús á þing. — Þetta er velþenkjandi maður. — Þú hefir auðvitað verið fylgismaður hans? — Fylgismaður. — Nú ég kaus hann. Hann bað mig þess fyrst og gaf mér heilt pund af skroi. — Það gat nú víst varla minna verið en ég klessti við nafnið hans á miðann. Hann var altíð lítillátur og við- mótsgóður maður, hann Magnús, og mikið dálæti hafði Hún á honum. Það var víst ekki til mikils fyrir mig að ætla .mér að blammera hann eða bera á hann fláttskap, hvað ég aldrei reyndi af honum. Hann færði mér margt skropundið, hann Magn- ús, og Henni sitt af hvoru. — Og hann kom ykkur svo fyrir hér? — Heldur hver? Hann hafði allan veg og vanda af þyí að útvega okkur þetta kamers, og svo styrkinn, sem hann marg- segir, að ekki sé sveitarstyrkur, en lifandi ætlaði ég mér ekki að þiggja af sveit. — En geturðu lifað af ellistyrknum — er þetta nokkuð? spurði ég. — Nokkuð? Það eru nú ekki smáræðis JÓLABLAP TÍMAN5 1946 peningar, svona fyrir aldeilis ekkert, og ekki hefi ég forstand á, hvar þeir taka þá peninga, en sveitarstyrkur hvu það ekki vera. Það hefir Magnús sagt mér og sömu- leiðis séffinn þarna á kontórnum, svo að varla ljúga þeir báðir. — Nú, og svo er ég að dunda við það á daginn að höggva nið- ur spýtur fyrir fólk í eldinn. Það eru nokkrar familíur, sem vilja fá þetta — hefir þá ekki döngun í sér að gera það sjálft. Og það vill borga fyrir þetta. Nei, ég hefi svo sem ekkert upp á að klaga, — hefi nóg fyrir mig — já, allsendis nóg fyrir því, sem ég þarf, úr þvi að ég er hættur að fá mér í gogginn, en til þess hefði ég heldur ekki peninga. — Skro get ég keypt mér nokkurn veginn og svo stingur nú Mangi minn oft að mér tuggu, en það er mesta béað rán á því, og svo er þetta svikið. — Nú, er það ekki svipað og það var? — Svipað og það var! Það er nú helzt. Þetta er ekkert bragð að því á við það, sem var hér áður. Þetta entist manni tugg- an mikið úr degi, væri maður réttgáður, en nú er ekkert bragð af henni eftir stundargófl. — Nei, þao er margt svikið nú á dögum og sízt betra eri hjá þeim dönsku, þótt bölvaðir týranar væru. — Þú hefir sjálfsagt reynt margt þarna úti á Nesjunum? sagði ég. — Margt reynt! Nú, jæja, — rétt svona eins og aðrir. — Var nú ekki fremur .gott til bú- skapar þarna út frá? spurði ég. — Hún er gróflega góð beitin þar, þegar í hana næst, og alltaf eru einhver snöp í fjöru, ef ekki kemur ísinn, en þá er úti um allt bjargræði, bæði til lands og sjávar. Það var talin tólf vikna fjara á Naustum, þar sem ég hokraði. — Hafðir þú margt fé þar? — Margt? — Onei, margar voru nú skjáturnar aldrei. Slægjurnar eru reyt- ingslegar. Svo var ég nú frómt sagt aldrei fyrir landið, en það var Hún. — Ég dólaði þetta á sjóinn, þegar gaf, og margan dró ég bútunginn, en prísarnir voru ekki háir þá. Fiskurinn var sem sagt uppi í land- steinum sumar og haust og strax á vor- in, ef ísinn kom ekki. — Þar var björgin, ef til náðist. Það var svo sem hægt að bjarga sér þar, fyrir þá sem forstandsmenn eru, — en þar vantaði nú á mig. Hann setti frá sér krukkuna, skaraði enn niður í olíuvélinni og hélt svo áfram: . — Það er fallegt á Nesjunum, þegar vel vorar, og dæilegt er loftið á henni Kleifaheiði, — hvergi eins hreinc og tært, skal ég segja þér. Frá því að ég kom inn, hafði hin sam- anvafða stórgripshúð á veggnum vakið forvitni mína, og nú fannst mér ég ekki geta látið lengur undir höfuð leggjast að spyrja: —- Er þessi húð, sem þú hefir þarna á veggnum, af einhverjum stórgrip, sem þú áttir? Hann' eins og hrökk við, leit hörkulega á mig og svaraði snöggt. — Það er ekki til neins að nefna það. Ég læt hana ekki. Ég neitaði því einlæglega, að mér hefði búið það í huga, þótt ég gæti.hins vegar vel skilið, að margur ágirntist jafn mynd- arlega húð, en mig langaði áðeins að vita af hverju hún væri. — Og það hefir margur viljað fá hana, en það skal aldrei verða á honum troðið. Svo þagði hann lengi og horfði í gaupnif sér. Loks leit hann á mig og spurði. — Hefir þú nokkurn tíma átt hest? — Jú, þegar ég var unglingur heima, átti ég jarpan reiðhest, sem ég hafði mikið dálæti á, en síðan ég flutti í kaupstað hefi ég lítið haft af hestum að segja. — Nú, skinnið, svo að þú hefir átt hest og berð þá kannske eitthvert beskyn á þetta ... Já, Faxi minn var mér betri en margur maðurinn, — og hann skildi mig á sinn hátt, — en hvernig galt ég honum hans tryggð? ... Það var, minn stóri feill. En eitt sinn skal hver deyja, sagði ein- hver. Betra er að falla en komast í óvina- hendur. Ég vona, að hann forláti mér, hvað ég gerði, en víst var það minn feill, hvernig allt fór. — Var þetta mikill hestur? — Mikill, — það er víst óhætt að segja það. Fyrr máttu nú vera kraftarnir. Og þá var vitið. Ef allir þeir, sem málið hafa, hefðu vitið hans og tryggðina, væri sjálf- sagt eitthvað öðruvísi. — Lentirðu kannske oft í svaðilförum á honum? — Ha, lenti ég? Kannske oftar hann með mig. Þær voru margar ferðirnar yfir Kleifaheiði í þá daga, áður en motrarnir fóru að skella á milli — og oftast með drápsklyfjar, — og ég þá kannske ekki altíð vel fyrirkallaður. En hvað þurfti ég svo sem fyrir að hafa? Faxi sá um ferð- ina. Var það kannske ekki venjan, að ég settist ofan í milli, þegar ég gat ekki lengur fylgt honum eftir og vissi ekki í minn haus um áttir eða vegi — alltaf full- ur, þegar ég fór héðan. — Það var nú ekki nema þegar við fengum á okkur stóra byl- inn! Fór að vanda fullur af stað, svo að ég gat, rétt skenglast með honum fram undir miðja heiðina. En þá skellti á okk- ur aftaka sortabyl, svo að ekki sá út úr augum. Þarna fennti strax í götuna, og allt var í kafi. Faxi var með röskra tutt- ugu fjórðunga klyfjar, og mitt líf var í hans varðveizlu. Ekkert gat ■ ég gert mér annað til bjargar en að skríða ofan í milli. Og þarna þræddi hann götuna með mig og baggana og brauzt í gegnum skaflana. Oft stundi hann þunglega þá, en áfram hélt hann. Ekkert sá ég, hvert hann fór, en ég þóttist vita, að honum mundi að vanda óhætt að treysta, og ekki heldur aðrir útvegir. Og heim í hlað skilaði hann mér... Já, þannig voru þær ferðirnar hans með mig. — Áttir þú ekki fleiri hesta en hann? — Jú, átti nokkrar bikkjur fyrir og eft- ir, en engan hest nema hann. — Misstirðu hann svo? — Missti hann, — já, og nei. Missti hann ekki og skal aldrei missa hann. — En það var skuldin, — skuldirnar hjá Hansenshöndlun — alltaf tekið út brenni- vínið og fleira og kort með gjöldin. Svo komu þeir, Jónas faktor og júristinn með honum, og skrifuðu upp hjá mér. Þessar kindaskjátur máttu þeir svo sem taka og jafnvel bátinn, þótt bölvað væri, en hann Guðmundur minn á Hrólfsstöðupi hafði smíðað hann fyrir mig, og ég vissi, að hánn mundi ekki láta mig lengi vera bátlausan. En Faxa gat enginn skaffað mér aftur. En honum vildu þeir ekki sleppa. Hann skyldi upp í skuldina, hvað sem ég sagði. — Miskunnsemi mannanna hefir oftast verið knöpp. — Og hvað sögðu ekki aðrir? — að ég gæti helzt misst hann .— hefði ekki svo mikið með hest að gera, með slægjurnar kringum bæinn, og svo mundu nú einhverjir hjálpa mér um hest- lán, þar til ég hefði fengið mér annan. — Jónas faktor vildi fá hann, og úr hans Framhald á bls. 25.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.