Tíminn - 24.12.1946, Qupperneq 13
JDLABLAÐ TIMANS 1946
13
ÁSMUNDUR HELGASDN FRÁ BJARGI:
Fyrsta kaupstaðarferð mín fyrir jólin 1886
Það var ákveðið miðvikudaginn í þriðju
viku aðventu, að við drengirnir þrír, Auðunn
Stefánsson 17 ára, Eiríkur Þorleifsson á
Krossanesi, 16 ára, og undirritaður, 14 ára,
skyldum fara morguninn eftir í Eskifjarð-
arkaupstað, sem nú er talin átján kíló-
metra löng leið, til þess að sækja sitt af
hverju, sem vantáði í búin um jólin, svo
sem kaffi, rót, sykur, hveiti og smádót. Það,
sem fengizt hafði af því tagi í haustkaup-
tíðinni, var að mestu eða öllu leyti upp etið.
Sá var vani kaupmannanna þar á staðn-
um að lána ekkert fyrir nýár, og af því að
feður okkar áttu engar inneignir í verzl-
unum á Eskifirði, hlutum við að bera á
bakinu gjaldeyri þann, er við skyldum láta
fyrir vörur þær, sem kaupa átti á verzlun-
arstaðnum.
Þetta var í fyrsta sinn, sem við fengum
að fara í kaupstaðarferð, án þess að vera í
fylgd með fullorðnum mönnum. Hlökkuð-
um við því ekki lítið til þessarar farar. Það
spillti ekki heldur fyrir, að fá að bera út-
troðna strigapoka af haustull, alveg eins og
fullorðnu mennirnir. Við vorum ekki að
brjóta heilann um það, þótt vaða yrðum
við ár og læki og kafa aurleðju um veg-
leysu yfir fjöll og með byggð.
Mjög árla á þriðjudagsmorguninn lögð-
um við af stað með 20—25 punda þunga
þunga haustullarpoka á hryggnum og að
auki smjörsköku, fem hvor okkar átti að
færa fólki því, sem við hugðum að dvelja
hjá yfir nóttina í kaupstaðnum.
Það hafði rignt allmikið af suðaustri um
nóttina. Var jörðin því lin undir fótum,
lækirnir hoppuðu niður fjallshlíðarnar
suðandi og flissandi af kátínu og fjöri, og
árnar byltust fram morlitaðar með sínum
þunga, jafna vatnanið. En yfir þær þurft-
um við ekki að fara fyrr en kom yfir fjallið.
Veðrið var bjart, hlýr suövestan blær
andaði um vanga okkar, himinninn var
heiður og blár og eftir því, sem Hrímfaxi
dró kerru sína vestar, þá reið hin rós-
fingraða morgungyðja úr rúmi Títonar og
stafaði hinum gullnu skammgegisgeislum
sínum yfir láð og lög, það sem hún náði til.
Inn á heiði komumst við án þess að væta
plögg okkar, enda voru kúskinnsskórnir
þeir, sem við höfðum á fótum, vel djúpir.
Þegar þangað kom, vorum við orðnir vel
heitir og fundum þá fyrst til þess, að ull-
arpokarnir voru nógu þungir kröftum okk-
ar, þó að um morguninn hefðu þeir virzt
léttir sem fis.
Útsýnið af heiðinni var dásamlega fag-
urt þenna morgun:
Reyðarfjörður, stærsti fjörður á Aust-
fjörðum, lá spegilsléttur framundan.
Hvergi sást á honum vindgári, en þó mátti
telja á honum æðaslög úthafsins — bár-
urnar, er liðu með jöfnum hraða hver á
eftir annarri að landi og enduðu þar ævi
sína.
í austri gnæfði Skúmhötturinn, hár og
mikilúðlegur. í suðaustri Snæfuglinn, há-
tignarlegur. í suðri Reyðurin eða Reyðar-
fja.ll, sem fjörðurinn dregur nafn af og
gamlar sagnir telja, að Örvar-Oddur, son
Gríms loðinkjamma, hafi nefnt svo.
í suðvestri reis Sparafjall, sem Páll skáld
Ólafsson jafnaði heimskunni í mótstöðu-
manni sínum við:
„Heimskan, sem úr honum vall,
hún var stærri en Sparafjall.“
í vestri gnæfa Rauðtindur og Hoffell,
mikilúðleg að vanda.
En svo í norðvestri er sjálf höfuðprýði
fjarðarins og sveitarinnar — hinn hátign-
arlegi Hólatindur.
í norðri er hinn steintegundaauðgi Grá-
kollur. En í norðaustri sést Viðfjarðarmúli
yfir Dys.
Nú fór að halla undan fæti fyrir okkur,
og það létti ganginn norður og niður fjall-
ið, þar.til kom í byggð. Eftir því, sem lengra
sóttist á leiðina, því þyngri og lélegri urð-
um við að stökkva á stöfum okkar yfir ár
og læki. Fór því svo að lokum, að við óðum
flestar sprænur, sem á leiðinni urðu, þótt
ekki yrði það til þess að létta líkamann.
Þannig héldum við áfram með bæjaröð-
inni, án þess að verða neins varir, nema
seppagreyjanna, sem sums staðar komu á
móti okkur út fyrir tún og fylgdu okkur
með þeim gauragangi og hávaða á Sínu
máli, að okkur skaut hálfgert skelk í
bringu. Mun hundahróunum hafa þótt við
orðnir hálf-amlóðalegir í göngulagi.
Þegar á „höndlunarstaðinn" kom, af-
réðum við að fara hvor að sínum fyrirhug-
aða dvalarstað yfir nóttina, afhenda þar
smjörið og fá þurr plögg og eitthvað í gogg-
inn.
Síðan skyldum við hittast við viktar-
„plássið".
Þegar þangað kom, var runninn af okk-
ur mesti móðurinn, en hálfgerður kvíði
kominn í staðinn, að eiga nú að verzla og
tala við eins mikla menn og við álitum
búðarþjónana vera. Vildi enginn okkar
verða til þess að byrja, en endirinn varð
sá, að ég skyldi láta vega minn poka fyrst
og sannaðist þar málshátturinn „að fíflinu
skal á foraðið etja,“ því að ég var yngstur
og hundheiðinn.
Ég bað svo mann þann, er þar var, að
vega fyrir mig ullarpokann. En hann
kvaðst hafa annað að gera en að vigta
skitna og blauta haustull.
Ég roðnaði víst upp í hársrætur, en sagði
samt: „Hvernig veiztu, hvort úllin er hrein
eða óhrein í tilbirgðum poka?“
„Haustull er alltaf óhrein“, svaraði hann.
Að svo mæltu vó hann ullarpokana, skrif-
aði þyngd ullarinnar og verð á miða, sem
hann fékk hverjum okkar, og sagði, að við
skyldum afhenda þá búðarmanninum, sem
svo afgreiddi úttektina.
Þegar þangað kom, var búðin fyrir
framan borðið hálffull af karlmönnum,
sem ekki voru að „höndla“. Það þótti okk-
ur hálfu lakara og gerði okkur ekki upp-
litsdjarfari.
Ég varð nú að byrja og bað um tiltekið
magn af púður- og hvítasykri.
Búðarmaðurinn hló, en sagði um leið:
„Hvaða sykursort er það? Við hér höfum
kandís-, melís- og farinsykur".
Ég sárskammaðist mín fyrir fáfræði
mína, en sagði ekki neitt. Það bætti held-
ur ekki úr skák, að fleiri menn í búðinni
tóku undir hláturinn með búðarþjónin-
um.
Þá var það, að maður einn í búðinni,
sem ég þekkti ekki, sneri sér aö búðar-
manninum og mælti til hans: „Þú ættir
að skammast þín fyrir það að apu upp
unglinga úr sveit, sem aldrei hafa heyrt
nema hreint móðurmál sitt og skilja því
ekki Baunverj aslettur þínar. Víst er það,
að ekki hænir þú fólk að verzluninni með
slíku háttalagi“.
Nú var það búðarmaðurinn og félagar
hans, sem ekki hlógu. Hann varð eins og
allt annar maður og afgreiddi okkur sveita-
strákana eins og bezt varð ákosið. En
vangar mínir voru heitir meðan við urð-
um að dvelja í búðinni.
Þegar. verzlun okkar var lokið og við
búnir að pakka dótinu niður í skjóður og
skjóðunum í poka, var komin úrhellis-
rigning og kolamyrkur. í þann tíð voru
götuljós ekki til að vísa veginn. Milli húsa
voru aðeins götutroðningar og brýr yfir
lækjarsprænurnar — „málsborð".
í flestum íbúðarhúsum verkafólksins i
kaupstaðnum voru olíulampar með tveggja
línu flatbrennara. Var það því lítil birta,
sem lagði frá þeim um gluggana út á göt-
urnar.
Við félagarnir urðum þvi hálfgerðir
strandaglópar við það að ná til náttstaða
okkar, en þó tókst þaö.
Ég hafði lengst að fara, svo að þegar
við Eiríkur skildum, átti ég eftir að fara
yfir smáklif alldraugalegt. Mundi ég þá
allt í einu eftir því, að ég hafði heyrt sagt
frá, að þarna í kaupstaðnum hefði verið
drepinn maður fyrir fáum árum. Þó ég
vissi ekki þá, hvar það hefði verið. Þótti
mér vel líklegt, að það hefði skeð undir
þessu klifi. Margt fleira af líku tagi kom
þá fram í huga minn.
Ég flýtti mér því yfir klifið eins mikið
og ég gat, án þess að verða nokkurs var.
Utan við klifið stóðu síldveiðahús, er Norð-
menn áttu og bjuggu í. Taldi mig hólpinn,
ef ég næði þeim, því að við Norðmenn var
ég ekki hræddur — taldi mér vísa liðveizlu
þeirra móti myrkraöflunum, ef með þyrfti.
En það fór svo, að ég sá hvorki draug
né Austmann. Náði svo gistingarstað mín-
um, rennvotur af svita og regni að ofan,
en forarleðju í fætur. Hólmfríður hús-
freyja varð nú í annað sinn sama daginn
að þvo og þurrka af mér plöggin.
Synir hjónanna, á líkum aldri og ég,
ætluðu að skemmta mér með spilum um
kvöldið, en það varð stutt stund, því að
þegar ég kom í hitann og runninn var af
mér allur móður, sótti mig sætur svefn.
Mín heitasta ósk var þá að.fá að sofna,
og liana fékk ég uppfyllta. Svaf ég svo þá
skammdegisnótt draumalaust.
Morguninn eftir var veðrið orðið kald-
ara, en bjart. Hafði sigið vel úr götum, en
snjóað töluvert í fjöll.
Framhald á bls. 25