Tíminn - 24.12.1946, Page 16

Tíminn - 24.12.1946, Page 16
16 ..Okkur var sagt, að þetta væri einhver blessaður paradísardalur og allt hitað upp með hveravatni. En svo er hér bara allt ískalt og hráslagaleg þoka.“ Frúin saup Sœluhús Feröafélags fslands viö Hvítárvatn. (Ljósm. Guðni Þórðarson). hveljur um leið og hún sagði síðustu setn- inguna. Hún var í þunnum sumarkjól, silkisokkum og hælaháum skóm. Þegar við fórum frá Hveravöllum daginn eftir, saup Ömurleg og blásin er auðnin meðfram Kjalvegin- um, en .varðan ber vegjarandanum kveðju þeirra, sem hér hafa fyrr farið. Og i fjarska er fjalla- hringurinn. (Ljósm. Guðni Þórðarson). frúin ennþá hveljur og bölvaði kuldanum allt hvað af tók, frúin hafði þá mestan áhuga á að komast sem fyrst suður í Kerlingafj öll, ef þar skyldi vera eitthvað hlýrra. Flest sambýlisfólk okkar var ennþá úti að viðra sig, er við lögðumst til svefns í svefnpokunum um miðnættið. Okkur varð þó ekfci svefnsamt i bráð. Enginn var kom- inn af loftbúum nema við, en eftir skamma stund heyrðuih við nokkra bæði karla og konur, koma inn niðri, og var nú tekið lagið meðan kvenskörungur fararinnar sem við höfðum rætt við, hitaði kaffi. Nú höfðu líka tveir Norðlendingar bætzt í hópinn. Þeir komu með hesta til að sækja tvo af þeim, sem komið höfðu með stóra bílnum að sunnan. Við komumst nú að því, að hér var kaupsýslufólk úr heldri manna stétt í Reykjavík á ferð. Líklega höfum við blundað svolitla stund, en hrukkum upp við það, að matrónan kallaði upp yfir sig í dauðans angist, að það væri að kvikna í. Qlían hafði pumpazt upp úr olíuvélinni, svo að bjarmann lagði um allt húsið, og það birti jafnvel uppi á loftinu, þó að stigaopið væri þröngt, eins og síðar skal að komið. Nú var úr vöndu að ráða, og skotið var á háværri ráðstefnu. Niðurstaðan varð su, að mesta hetjan í JDLABUAÐ TÍMANS 1946 hópnum ákvað að hætta lífi sínu til að bjarga húsinu og heiðri okkar allra. Hann tók hina eldi spúandi olíuvél í fangið og bar hana út úr húsinu, með logana leikandi um höfuð sér. Það var tignarleg sjón, sem hvorki ég né ferðafélagar mínir munu nokkru sinni gleyma. Þegar út kom, æsti hægur vindur logana, svo að hetjan sá þann kostinn vænstan að kasta olíuvélinni með öllu saman í lækinn, sem rennur rétt vestan við húsið, og það gerði hann. Bleyta' og aur var í kringum húsið, svo að öklafæri var. Maðurinn sem fór út með vélina, upp- götvaði það, er hann kom inn, að hann hafði vöknað í fæturna, sem heldur ekki var nein furða, því að hann var á sokka- leistunum einum saman, er betur var að gáð. Eftir þessa lífshættu sló kyrrð á alla, og menn lögðustu þögulir í rekkjur^ og sofn- uðum við þá innan stundar. Aftur komst þó hreyfing á fólk. Nú hafði Norðlendingurinn sent kaupmanninn út til að gá að hestunum, en hann hafði villzt upp um gatið til okkar, er hann kom inn og bölvaði sáran. Við tókum eftir því, að hann var í fínum síðbuxum og með skó á fót- unum, sem daginn áður höfðu verið lakk- skór, en nú sá ekki i þá fyrir aur og eðju. Um morguninn sáum við það, að maður þessi hafði ekki haft hirðu á þvi að fara úr skónum, er hann lagðist upp í rúmið, en troðið með allan skítinn á fótunum upp á dýnuna, sem orðin var öll eitt moldarflag, því að maðurinn var oft á ferli úti um nótt- ina og sótti meira af aur í hvert sinn. Klukkan um fimm vöknuðum við enn. Tvenn ölvuð hjónaleysi komu inn í húsið, en þau höfðu hafzt við úti, það sem af var nætur. Báðar stúlkurnar fóru upp á loftið, annar pilturinn fór inn í herbergi niðri, en hinn kom upp á eftir stúlkunum. Hann var rhaður mikill vexti á alla vegu og auðsýni- lega úr virðingarstétt. Hann tók nú að „þrúkka“ við stúlkuna og vildi ólmur fá að leggjast við hlið hennar í fletið, en henni var það heldur á móti skapi. Hann reyndi með ýmsu móti að fá hana til að verða við þessari kurteislegu málaleitan. En stúlkan virtist vera honum fráhverf. Maðurinn fór nú að rifja upp endurminningar sínar og játa stúlkunni ást sína, ef það kynni að hjálpa. Hann strauk henni blíðlega um vangann og hvíslaði einhverju í eyra hennar, sem endaði á „elskan mín.“ En stúlkan var jafn ósveigjanleg eftir sem áður. Við félagarnir létum vitanlega sem við værum í fasta svefni og héldum niðri í okkur hlátrinum. „Má ég þá ekki leggja mig svolitla stund til fóta,“ bað maðurinn að lokum og virtist alveg vera að gefast upp. „Nei,“ sagði hún. „Hvað heldurðu eigin- lega að ég sé?“ Var nú að sjá sem stolt hennar vaknaði. „Heldurðu, að ég vilji svona kjötflykki upp í rúmið til mín?“ „Þú varst fegin að hafa mig í kvöld,“ sagði hann með þjósti, gerði sér lítið fyrir og lagðst fyrir framan stúlkuna, þrátt fyrir mótmæli hennar. Hún brauzt um og fékk hrundið mann- inum frá sér og út úr rúminu, og var nú ekki annað sýnna en dauðaslys yrði ekki umflúið, þar sem stigaopið var fast við rúmstokkinn þeirra. Við risum ósjálfrátt upp til hálfs og gleymdum að látast sofa. En byggingarlag hússins bjargaði þarna mannslífi, því að stigaopið var svo þröngt, að hinn gildvaxni maður gat ekki fallið tvöfaldur niður um það, heldur sat fastur í því. Stúlkan mun nú hafa fengð samvizku- bit, því að maðurinn fékk eftir þessar raun- ir að leggjast, án allrar frekari baráttu, fyrir framan stúlkuna. En Adam var ekki lengi í Paradís. Sam- veru þeirra lauk með mikilli ógleði stúlk- unnar, sem seldi upp skyndilega og óvænt, en tókst þó að koma uppsölunni að mestu fram yfir rekkjunaut sinn, sem nú var hjálpfýsin ein, eins og vera bar. Kom það nú á daginn að hann reyndist stúlkunni hin mesta hjálparhella í þrengingum hennar og aðstoðaði hana á allan hátt, það sem eftir lifði nætur. Við fórum snemma á fætur eftir svefn- litla nótt, en lærdómsríka. Veðrið var enn ekki sem bezt, rigningarsúld og þoka. Skyggni var lítið og engin fjallasýn. Við fórum nú að skoða okkur um á Hveravöll- um, og komu okkur þá einkum í hug örlög þeirra Höllu og Fjalla-Eyvindar, sem hér Úr Hvítárnesi við Tjarná. — Bláfell í baksýn. (Ljósm. Guðni Þórðarson).

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.