Tíminn - 24.12.1946, Side 17

Tíminn - 24.12.1946, Side 17
JÓLABLAÐ TÍMANS 1946 17 ^SIíSílS Rústir «/ fco/a HðUu og Fjo.lla-Eyvin.dar á Hvera- völlum. Hverasvœðið sést í baksýn á myndinni. — (Ljósm. Guöni Þóröarson). lifðu við þröngan kost og harðræði hið mesta. Ekki gátum við varist þeirri hugsun, að líklega hefði aldrei verið svo mikil og fjölbreytt næturgleði á Hveravöllum á þeirra tíð. Mannlegir siðir og hættir breyt- ast með breyttum timum. Á Hveravöllum er stórt hverasvæði, og stendur sæluhúsið suð-austanvert við það. Þarna fast við hverasvæðið er Eyvindar- tóft, og skammt þaðan Eyvindarhver. Út frá þeim verksummerkjum má rekja sögu útlaganna, er þarna börðust við hungur og kulda í ríki óbyggðanna. Kofarústir þeirra Höllu og Eyvindar er ósjáleg klettasprunga, þröng og lítil, ofan í lítinn hraunhól. Hleðslan í endum sprungunnar er ennþá að mestu leyti óhreyfð, og fremst í sprung- unni hafa þau haft sérstaka tóft fyrir kjöt. Kletturinn, sem sprungan er í, skagar hæst þarna í nágrenninu og þar hefir því ekki fest snjó, eins og á jafnsléttunni. í Eyvind- arhver er talið, að þau hafi soðið mat sinn. Líf útlaganna hefir verið þyrnum stráð. En frelsið og fegurð óbyggðanna stælti kjark þeirra í hinni erfiðu og viðsjárverðu baráttu fyrir tilverunni. Á Hveravöllum er talsvert gróðurlendi og sérkennilegar og fagrar grundir á milli hraunkletta, og í hinu mikla hverasvæði býr nær ótæmandi orka, sem ennþá er ónotuð. Hveravellir væri góður staður undir sumargistihús. Það væri hægt að njóta fegurðar óbyggðanna í ríkum mæli og búa við læknandi lindir hveraorkunnar. Það er ekki nokkur vafi á því, ef myndarlegt og gott sumargistihús risi upp á Hveravöllum, yrði það brátt vinsælt og fjölsótt af erlend- um og innlendum ferðamönnum. Þar myndu margir dvelja í sumarleyfum sin- um. Þaðan er líka tilvalið að fara í eins dags gönguferðir svo sem á Þjófafell, Lang- jökul, Hrútafell, i Þjófadali og Kerlingar- fjöll. Eftir að hafa skoðað það, sem hægt er að sjá í þoku á Hveravöllum, fórum við að hugsa til ferðar suður á bóginn. Um hádegi á sunnudaginn lögðum við af stað. Okkur miðaði vel áfram. Leiðin liggur fyrst austur með Kjalhrauni frá Hveravöllum, áður en beygt er tll suðurs. Þegar við beygðum suður og ókum suður með Rjúpnafelli og Þórisvatni, var komið hið bezta veður. Þok- unni hafði létt og sólin skein í heiði. Það var bjart yfir jöklunum og Kjalvegi. Fram- undan var óbyggðin ein, sandslétta, er hallaði lítið eitt til suðurs, en alls staðar blöstu við fjöll og fell framundan, svo langt sem augað eygði. Við höfðum nokkru áður farið skammt frá aðalkvísl Blöndu, sem rennur úr Hofsjökli, og er sunnar dró sáum víð upptök hennar, þar sem vatnið spýttist eins og úr slagæðum undan koll- óttum Hofsjökli. Við ókum suður hryggi og hálsa, nýjar og nýjar hraunhæðir með veðurbörðu grjóti. Er þarna tilbréytingarlítið á löngu svæði. Kjalhraun á hægri hönd, en Hofs- jökull á vinstri. Á stöku stað er farið yfir smálækjarsprænur. Sums staðar meðfram þeim og við upptök þeirra eru ofurlitlar deigjur. Eftir langan akstur erum við komin suður á móts við Kjalfell, sem er í miðju Kjal- hraupi. í sambandi við það, eða öllu heldur í sambandi við Beinabrekkuna, sem er nokkru norðar í hrauninu, rifjast upp raunasagan um Reynistaðabræður, sem þarna urðu úti, í fjárkaupaferð suður í land. Kjalvegur var ein fjölfarnasta leið milli Suður- og Norðurlands allt frá því í fornöld og fram um 1700. En þá lögðust ferðir um Kjöl að mestu leyti niður, nema hvað gangnamenn hittust þar á hverju haáisti. Gránunes heitir allstórt gróðurlendi austan og sunnan við Kjalfell, og liggur bílvegurinn við það á litlum kafla. Þarna eru fjárréttir, sem gangnamenn reka i á haustin, og þar var líka fjöldi sauðfjár á beit. Dilkarnir voru vænir, enda var hag- lendið auðsýnilega gott. Þegar kemur lengra suður, er ekið nokkuð lengi meðfram vatnsfalli, sem Jökulfall nefnist og verður að fara yfir það, ef farið er upp í Kerling- arfjöll, en bílfært er aðösæluhúsi Ferðafé- lagsins þar. Er það tiltölulega stutt leið. Kerlingarfjöll eru allmikið sóttur ferða- mannastaður, og eru það einkum fjall- göngugarpar, sem leggja leið sína þangað. Kerlingarfjöllin eru tignarleg og fögur fjöll, hið hæsta þeirra er 1432 m. Þegar komið er austur fyrir Innri-Skúta, sem er 710 metra hátt fjall, sem ekið er utan í með Jökulfallið á vinstri hönd, er tiltölulega skammt að Hvítárvatni og hinu mikla gróQurlendi, sem er austan við vatnið. í Hvítárnesi er fagurt um að litast. Þegar við komum þangað var orðið nokkuð áliðið dags og skein sólin yfir skriðjökulinn og vatnið. Annars eru skriðjöklarnir tveir, Fremri- og Nyrðriskriðjökull. Á milli þeirra heitir Skriðufell, en fyrir nyrðri enda vatnsins er Karlsdráttur, sem margir kann- ast við og upp af honum hraunið Leggja- brjótur, sem illt er yfirferðar, eins og nafn- ið bendir til. Fjallasýn úr Hvítárnesi er sér- staklega fögur. í vestri er Langjökull með skriðjöklunum, sem ganga niður i vatnið, í norðri er Hrútafell, 1410 metra hátt, og Kjalfell nokkru austar, 1000 metra hátt. í austri sjást svo Kerlingarfjöll með öllum sínum tindum og strýtum, en norður af þeim sést á Hofsjökul. Suður af Kerlingar- fjöllum bera ýms smærri fjöll og fell við himinn, en í suðri gnæfir Bláfell hæst, 1204 metrar að hæð. ^Sæluhús Ferðafélagsins í Hvítárnesi var, ef ég man rétt, fyrsta sæluhúsið, sem fé- lagið byggði, og mun það hafa verið um 1930. Það er að ýmsu leyti sýipað að inn- réttingu og sæluhúsið á Hveravöllum. Þar var allt snyrtilega umgengið. Okkur datt í hug, að rólegra hefði verið að gista í þessu sæluhúsi um nóttina, því að hér hafði auðsýnilega enginn gestur verið. En þegar við skoðuðum hug okkar betur, sáum við að vökunóttin var líka reynsla, sem nokk- urs virði var, og ekki eftirsjón að einni nótt til að horfa upp á slík ævintýri. Við höfðum séð, hvernig sumir ferðast um fjöll og firn- indi með Bakkus til fylgdar, og finna aldrei það, sem þeir eru að leita að — náttúru- fegurð landsins. Frh. á bls. 25. Hveravellir. — Umhverfi sceluhússins. Til vinstri á myndinni sést hverasvœðið. — (Ljósm. Guöni Þóröarson).

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.