Tíminn - 24.12.1946, Blaðsíða 21

Tíminn - 24.12.1946, Blaðsíða 21
JÓT ABLAÐ TÍMANS 1946 21 sem leið. Var hann loks fluttur á fæðing- arsveit sína, Ölfus. Það mun hafa verið um aldamótin. Gekk hann á milli bæja í Ölfusi, og mun líðan hans hafa verið harla misjöfn. Var hann ætíð hafður sem horn- reka, nema á einstöku heimilum, þar sem hann var látinn afskiptalaus. Frú Lydía Lúðvíksdóttir, kona séra Ólafs Magnús- sonar fyrrv. prófasts í Arnarbæli, hlúði að Ólafi Pramma sem öðrum þurfamönnum og kann hún ýtarlega frá honum að segja. Hún lýsir honum þannig, að þó hann hafi verið vitskertur var alltaf hægt að hafa hann eins og hver og einn vildi, ein- ungis með því að láta hann aldrei verða þess varan, að hann væri talinn ruglaður. Gat hann þá stundum verið ræðinn, og jafnyel mjög skemmtilegur. Öll hans brjál- un snérist út á gull, lykla og undirgöng til fólginna fjársjóða. Stal hann öllum lyklum sem hann náði í og geymdi þá hjá sér. í fyrstu var reynt að ná af honum lykl- um með því að krefjast þeirra,en þá svaraði Óli jafnan illu til. En væri hann beðinn að opna einhverja hirzlu gerði hann það æv- inlega, og skilaði þá lyklunum. Oft stökk hann á fjöll og firnindi til að leita að gulli og undirgöngum, og var oft illa til fara er hann kom úr þeim ferðum. Mjög sótti hann líka til Reykjavíkur, því þar gat hann náð í brennivín. Til þess að gera honum tor- veldara var hann látinn ganga á þungum tréskóm, en oft fór hann úr þeim, og lagði á Hellisheiði berfættur og illa búinn. Það voru samningar milli Ölfushrepps og Reykjavíkurbæjar, að Ólafur yrði settur inn í hegningarhúsið ef hann kæmi til Reykjavíkur, og látinn dúsa þar þangað til hann yrði sóttur. Eitt sinn kom hann að Arnarbæli eftir slíka innisetu, og var þá spurður hvort hann hefði verið í tugt- húsinu. „Það er ekkert tugthús til ef sam- vizkan er góð,“ svaraði þá Ólafur, „bara bæjarþingssalur.“ í annað sinn kom Ólafur mjög daufur í dálkinn að Ai'narbæli og spurði þá frú Lydía hann, hvort einhver hefði nú verið vondur við hann. Hinn sturlaði maður svaraði: „Mennirnir eru eins misjafnir eins og þeir eru margir.“ Árið 1914 í ágúst var Ólafur fluttur að Kleppi og þar dvaldi hann til æviloka. Hann dó í nóv. 1933. Á Kleppi var hann látinn bera sand eins og fleiri sjúklingar þar. En sandburður þessi var þannig, að burðarmennirnir báru alltaf sama sand- inn. Ólafi var illa við þennan starfa, kvað hann aðeins hæfa vitlausum mönnum. Magnús Helgason minnist á Ólaf í einni af skólaræðum sínum, og tekur þar upp vísu eftir hann, sem er þannig: - Guð er faðir geimanna, guð er þungámiðjan. Hann er faðir heimanna hamarinn og smiðjan. Fleiri vísur hefir sá sem þetta ritar heyrt eftir Ólaf og er þetta ein: Þegar fell ég foldu að og fá sér hvíldir beinin, gefðu faðir griðastað svo græðist sollnu meinin. Þessar vísur báðar, ásamt því sem á undan er sagt, ættu að kveða niður þann orðróm, sem sumir menn hafa haldið uppi, en hann er sá, að Ólafur hafi verið heimskur og hálfvitlaus alla ævi. Stærsta vopn múg- og lítilmennskunnar er það að taka sig saman um að dæma þennan og þennan vitlausan, eða brjálaðan á ein- hverju sviði, og samtíð Ólafs lét tæpast sitt eftir liggja í því efni. Nú mun margur spyrja: Hvað er merkir legt við þennan mann. Er þetta nokkuð annað en það sem ailtaf á sér stað? Þessi maður hefir eins og allir aðrir verið sinnar gæfu smiður. Þessu skal svarað með annari spurningu: Hvað hefði orðið úr Ólafi pramma, ef allir þeir, sem sáu sóma sinn stærstan í því að draga dár að honum og traðka hann niður, hefðu reynt að hefja hann til manns? Enginn er smiður gæfu sinnar að öllu leyti og allir þurfa hjálp — í það minnsta skiln- ing — til þess að geta orðið það sem þeim er fyrir beztu. Ólafur prammi, flakkarinn og niðursetningurinn er glöggt dæmi um menn sem skortir slíkt, og þess vegna urðu ævikjör hans eins og þau voru. Nokkrir menn, sem voru samtíða Ólafi og þekktu hann að einhverju leyti hafa góðfúslega látið mér í té upplýsingar úm hann, og hefi ég fest þær niður á blað eftir sumum þeirra. Hér fer á eftir frásögn þriggja persóna, sem lýsa áliti sinu og annara á Ólafi og viðkynningu við hann. Er þá fyrst að taka frásögn Jóns Páls- sonar fyrrv. bankagjaldkera, en honum fórust orð á þessa leið: Um síðustu áramót kom ég til Reykja- víkur og gerðist hér heimilisfastur. Þá sá ég oft Óla pramma hér, ásamt fleiri hans líkum. Óli var meinlaus maður, góðlyndur og að flestra dómi hrekklaus um alla hluti. Ég gaf mig á tal við hann, en heyrði oft nefnt að hann hefði verið vel gefinn áður en hann veiktist. Götustrákarnir gerðu óspart aðsúg að honum, og virtist mér oft ójafn leikur milli hans og þeirra. Þá kemur hér næst frásögn frú Pálínu Benediktsdóttur. Það mun hafa verið vorið 1914, að ég var ein heima að Gljúfri í Ölfusi, með Gunnar son minn, þá á fyrsta ári, og börn Sigurðar bróður míns, sem þá voru öll ung. Um morgun er ég kom á fætur, sá ég hvar maður kom ofan úr fjalli, miðlungur að vexti og fremur þrekinn. Þegar hann kom nær þekkti ég strax að þetta var Ólafur Gislason, að auknefni prammi; var mér ekki um nærveru hans gefið, því að ég hafði heyrt talaö um hann sem brjálaðan mann, er stykki á fjöll og firnindi í leit, að því er gárungarnir sögðu, að stolnu gulli. Klæðaburður hans var í þetta sinn mjög lélegur; og er mér minnisstætt að saum- spretta var á öllum innanhandarsaum á annari ermi hans. Buxurnar, sem hann var í voru líka mjög rifnar, og sást í beran sitjandann. Hann kom inn í baðstofu til mín án þess að kveðja dyra; skimaði hann þar mjög kringum sig og bað mig síðan um að gefa sér kaffisopa. Eftir að hafa drukkið um tíu bolla af kaffi, þakkaði hann fyrir sig með handabandi, og fór út án þess að kveðja. Þegar hann gekk út bæjargöngin söng hann hástöfum þetta kvæði eftir Jón Thoroddsen: Blessuð sértu ævi alla, aldrei skal ég gleyma þér. Þetta voru þau einu kynni sem ég hafði af Óla pramma. Þá kemur hér að lokum síðasti og ýtar- legasti þátturinn af Ólafi, og er hann eftir Kolbein Guðmundsson fyrrverandi bónda og hreppstjóra að ÚlfljótsVatni í Grafningi. Fyrst heyrði ég Ólafs getið að Torfa- stöðum í Grafningi; minnir mig að það væri sumarið 1881. Þá var hann aldrei nefndur annað en Ólafur Gislason. Hann var þetta sumar hjá Guðjóni Árnasyni, en hvar hann átti ársheimili vissi ég ekki. Ekki þótti hann mikill heyskaparmaður, og var sagt að hann væri latur og ónátt- úraöur fjjrir vinnu yfirleitt. Vildi hann helzt liggja í bókum, ef þess var kostur. Fljótur þótti hann að læra vísur og annáð sem hann heyrði eða las, og héldu sumir að hann væri ofviti. Enginn kvartaði undan því að hann væri illa lyntur eða neinn óknyttamaður. Ég heyrði sagt að honum léti bezt að lesa sögur fyrir fólkið á kvöld- vökunum og læsu fáir betur en hann. Ég heyrði Ólaf einu sinni lesa; það var í Gljúfurholti í Ölfusi hjá Einari bónda þar sem síðar bjó í Skrauthólum á Kjalarnesi. Það var 1886, og var Ólafur þá vinnumaður þar. Þetta var um miðjan dag en Ólafur lá uppi í rúmi og var að lesa þáttinn af Grautar-Halla. En þegar ég var nýkominn þar inn bar þar að garði Stefán Bjarnason, sem þá var sýslumaður í Árnessýslu, og kom Einar bóndi með hann inn 1 bað- stofu, En þegar Ólafur vissi að sýslumað- urinn var að koma inn göngin hætti hann að lesa; en þó ekki fyrr en það að sýslu- maður hafði heyrt óminn af lestrinum. En þegar hann var setztur vakti hann strax máls á því hvort einhver hefði verið að lesa sögu, og ef svo hefði verið óskaði hann að því væri haldið áfram. Ólafur var ekk- ert tregur til þess og tók til að lesa á ný. Dáðist sýslumaður að lestri hans og kvaðst fáa hafa heyrt lesa sögur betur. Ég heyrði sagt að Ólafur hefði verið góður söng- maður en ég heyrði hann aldrei syngja. Yfirleitt var lítið um Ólaf talað fyrr en eftir að hann varð ruglaður; en þó var hann það þekktur að flestir köhnuðust við hann í nærsveitum hans þegar Ólafur Gíslason var nefndur, og vissu hver harin var. Óli prammi var hann aldrei kallaður fyr en eftir að hann varð ruglaður. Mér var sagt, að hann hafi fengið það nafn af tré- skóm sem sérstaklega hafi verið útbúnir fyrir hann. Þeir voru eins og klossar gerast að öðru leyti en því, að þeir voru járn- slegnir að framan og járnaðir að neðan. Klossarnir áttu og að gera tvöfalt gagn fram yfir aðra skó; þola betur í grjóti, því Ólafur var allar stundir að velta steinum til að vita hvað undir þeim var, því hann var að leita að gulli sem hann tapaði ein- hverntíma að hann hugði. Og í annan stað voru klossarnir miklu þyngri en venjulegir skór, og áttu með því að tefja för hans ef hann færi í flakk. En þó klossarnir væru þungir og stirðir fór Ólafur samt í óleyfi út úr Ölfushreppi, eftir að hann ruglaðist; og sótti þá sérstaklega til Reykjavíkur. En þar var hann ekki vel séður gestur; og var lögreglan fljót að fá vitneskju um komu hans til borgarinnar, og þá annað hvort senda með hann austur yfir fjall eða gera hreppsnefnd Ölfushrepps boð að sækja hann. En vitanlega var hann ekki neitt skemmtilegur gestur þar sem fólk þekkti hann ekki neitt, því hann fór inn um allt og snuðraði í öllu, og lykla mátti hann ekki sjá, þeim stal hann hvenær sem hann gat. Tvisvar kom hann til mín að Úlfljóts- vatni eftir að hann varð ruglaður. í fyrra riinnið á áliðnum slætti 1912. Óþurrkar höfðu þá verið lengi, en svo kom þurrkur og allir voru í heyi sem eitthvað gátu unnið og út komust. í þetta sinn kom hann fyrst að Hlíð, sem er næsti bær fyrir sunnan Úlfljótsvatn. í Hlíð var enginn heima nema gamall maður er Beinteinn hét Vigfússon. Hann var á Grafningssveit en Ólafur á Ölfusshreppi. Þeir þekktust og töluðu eitthvað saman, en Beinteini var illa við komu Ólafs eins og Reykvíkingum. Hélt hann að Ólafur myndi stela einhverju og bað hann að hafa sig burtu frá bænum, og hvarflaöi Ólafur þá um stundarkorn frá Framh. á bls. 23.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.