Tíminn - 24.12.1946, Síða 23
JÓLABLAÐ TÍMANS 1946
23
PÁLL ÞDRSTEINSSDN:
Skriðjökull sá hinn breiði, sem gengur
fram á Skeiðarársand og nefndur er Skeið-
arárjökull, takmarkast að vestan af Núps-
staðarfjöllum. Næst jöklinum er Eystra-
fjall Að norðan og austan liggur jökull upp
að fjallinu, nema þar sem Grænalón er
milli fjalls og jökuls. Vestan við það fellur
Núpsá í gljúfri, en fyrir sunnan fjallið
rennur Súla undan jöklinum og myndar
Núpsvötn ásamt Núpsá. Á Eystrafjalli er
haglendi gott fyrir sauðfé.
Fjall þetta er frægt mjög fyrir villifé,
sem ól þar aldur sinn á síðastliðinni öld.
En villifé var það nefnt af því, að fjárhóp-
urinn lifði þar umhirðulaus að kalla.
Ekki verður um það sagt með fullri vissu,
hvenær villiféð- kom fyrst til sögunnar eða
á hvern hátt. En vitað er, að fé hefir kom-
izt yfir Núpsá í fyrri daga eins og nú.
Gátu því kindur leitað þangað af afrétti
Núpsstaðar vestan árinnar og ekki fundizt
í göngum. Ennfremur gat átt sér stað, að
kindur, sem reknar voru frá Núpsstað til
afréttar á Eystrafjall, næðust ekki að
hausti. Þarna óx upp allstór hjörð sem
villtur fjárstofn. Engar sannanir eru fyrir
hendi um það, hvað þetta fé var margt,
því að aldrei var hægt að telja það allt í
einum hóp, en talið er, að það hafi orðið
kringum 200 að tölu, þegar hjörðin var
stærst. Eftir veturinn 1881—82 mun það
þó aldrei hafa orðið fleira en 60—70.
Þó að Eystrafjall sé vaxið skógarkjarri,
kjarngóðum gróðri og þar sé hagasælt, hef-
ir sjálfsagt komið fyrir, að þar yrði hag-
laust fyrir villiféð. En þótt það hefði lítið
til matar tvær til fjórar vikur, virtist það
lítið saka, ef það gat látið fótinn færa sig,
en tepptist ekki af ísi. Frjálsræðið var því
allt og fyrir öllu. Villiféð mun sjaldan hafa
orðið mjög magurt og helzt aldrei fallið úr
hor, heldur farizt á annan hátt, fennt eða
frosið niður. Var hættara við því en ella,
vegna þess að það var oft í rúböggum að
meira eða minna leyti.
Eins og að likum lætur, var þessi hjörð
nokkuð frábrugðin öðru fé bæði í útliti og
lifnaðarháttum. Villiféð var hábeinóttara
og stórgerðara í útliti en annað fé þar um
slóðir, afar harðgert og þrekmikið, enda
hefir það helzt týnt tölunni, sem lingerðast
var. Það Var ekki ullarsítt, en ullarþétt,
holdbetra og mörmeira en heimaféð, sem
hirt var á venjulegan hátt. Meltingarfærin
í fullorðnu villifé voru ekki stærri en venja
er í lömbum. Þaö var því kviðlítið og létt á
sér. Flest var það hvítt að lit, en þó nokkrar
kindur grábíldóttar og ímóttar. Villiféð hélt
sig í hópum. Stundum voru allt að tuttugu
kindur í einum hóp, en venjulega sjö til
tíu kindur. Hrútar héldu sig þó stundum
sér, tveir til fjórir saman. Féð var styggt
og svo þefnæmt, að það hljpp iðulega af
stað, áður en það sá eða heyrði til göngu-
mannsins, ef vindurinn kom úr þeirri átt,
þar sem maðurinn var staddur. En kæmust
menn í þá aðstöðu að sjá yfir hópinn, án
þess að koma honum í augsýn, gátu menn
orðið þess vísir, að hreyfing hans byrjaði
Eystrafjalti
oft með þeim hætti, að ein kindin tók að
þefa upp í loftið og þaut svo af stað fnæs-
andi, til að vara hinar við, sem voru ekki
eins varkárar.Villiféð var frískt og gat hent
sér svo langt, að undrum sætti. í snjó, sem
náði manni í miðjan legg og kálfa og var
fastur fyrir, gat það haft um tvo metra á
milli og stökk hvað í för annars. Féð hélt
sig mjög í skóginum, sem vex í Eystra-
fjalli, fram eftir vori, unz snjó leysti af
háfjallinu. Ullina reif það af sér í skóghst-
um að meira eða minna leyti. Alltaf var
þó nokkuð af því i rúböggum, einkum á
hálsi. Á einni gamalá, sem tekin var á
fjallinu og lógað þar, var ullin níföld á
hálsi. Sú ær var búin að missa allar fram-
tennur og hafði slæma jaxla. Að sjálfsögðu
voru margír hrútar í hjörðinni, en venju-
lega var gengið mest á þá, þegar kindur
voru sóttar þangað til slátrunar, enda oft
auðveldara að þreyta þá en ærnar.
Það fór mjog eftir tíðarfari að vorinu,
hvort mikil vanhöld urðu á unglömbum
eða ekki. Lambadauði mun þó ekki hafa
orðið hlutfallslega meiri í villihjörðinni en
algengt er. Ærnar fóru venjulega að bera
um sumarmál. Var hættast við vanhöld-
um á lömbum vegna krapaskúra og slyddu-
veðra svo snemma vors. Sumar ærnar urðu
mjög gamlar. Var víst algengt, að þær yrðu
12—14 vetra og ein ær auðþekkt var talin
verða 18 vetra gömul. Heima á Núpsstað
voru lengi geymd horn, sem sýnilega voru
af níu vetra hrút.
Eins og áður segir, gekk villiféð algerlega
sjálfala á Eystrafjalli. Á vorin var aldrei
fengizt neitt við það, og var allur hópurinn
ómarkaður. Á haustin, venjulega um vetur-
nætur,var aftur á móti gengið um fjallið frá
Núpsstað og reynt að ná í nokkrar kindur
til frálags. Á öndverðum vetri, um það
leyti er vetrarhörkur gengu í garð, var og
oft gengið til fjárins og reynt að sjá um,
að það héldi sig ekki á viðsjálum stöðum,
og að það tepptist ekki við læki og gljúfur
vegna svella. Voru þá stundum teknar
kindur úr hópnum. Mjög misjafnlega gekk
að handsama féð. Þótt hafinn væri elting-
arleikur við vissan hóp, náðist hann sjald-
an allur og oft ekki nema ein eða tvær
kindur. Aldrei mun hafa heppnazt að taka
fleiri en sjö kindur úr sama hóp og ekki
er kunnugt um, að teknar væru fleiri en
tíu kindur i einni ferð. Þegar mikill snjór
var kominn, var vitanlega hægara að hand-
sama féð, en venjulega var það á þeim
tíma, er því var alls ekki fargað.
Þótt kindur væru reknar að heiman frá
Núpsstað til afréttar á Eystrafjall, munu
þær lítið hafa samlagað sig villifénu eða
blandazt því, en þó aðeins komið fyrir.
Stundum var reynt að taka hrúta af
villifénu til kynblöndunar við heimaféð.
Veturinn 1887—88 voru þrír lambhrútar
teknir heim. Fundust þeir á fjallinu illa á
sig komnir og var hlúð að þeim fram á vor.
Þeir náðust svo allir næsta haust og var þá
einn þeirra valinn til kynbóta. Var það
mjög falleg kind. Sá hrútur varð ekkert
styggari en oft átti sér stað um heimafé,
eftir að hann vandist því. Einu sinni strauk
hrútur frá villifénu heim í ærhópinn á
Núpsstað og gekk þar laus um fengitím-
ann. Var hann grábíldóttur að lit. Næsta
vor líktust mörg lömb þessum hrút og eru
þau litareinkenni enn til í fjárkyninu á
Núpsstað.
Á síðasta áratug nítjándu aldarinnar fór
villifénu fækkandi. Olli því einkum breytt
veðurfar. Oft hlóð niður snjó á fjallinu, en
lengst af var það þurr snjór, er fauk jafn-
an af hryggjum og börðum, þar sem féð
bjargaðist um sinn. En á árunum 1892—96
gerði þar mikla blotasnjóa, sem frusu síð-
an, svo að allt fjallið lagðist undir hjarn.
Þegar tvísýnt þótti um afdrif stofnsins af
þessum sökum, var tekið að ganga meira
á hann. Að hausti til aldamótaárið 1900 var
seinasta ærin af villifjárkyninu rekin heim
af fjallinu ásamt tveimur lömbum. Öðru
þeirra var lógað, en hitt, sem var gimbur,
var látið fylgja ánni. Áttu þær að ganga í
heimafénu á Núpsstað, en hurfu þaðan og
hafa aldrei sézt síðan. Munu þær hafa lagt
út í Núpsvötnin, sem runnu þá milli skara,
og farizt í þeim, er þær voru á leið til
fjallsins, sem hafði fóstrað þær, knúðar
þangað af þrá eftir hinu frjálsa lífi, fjalla-
blænum, kjarrvið og kjarnagróðri. Þá féll í
val síðasti ávöxtur af kulnuðum stofni. Þar
með lauk þessum sérstæða þætti í búnað-
arsögu þjóðarinnar.
ÓLI PRAMMI.
Framhald af síðu 21.
en kom þó von bráðar aftur. Beinteinn
hafði líka vikið sér frá, en sá til ferða
Ólafs og að hann fór inn í bæinn. Það þótti
Beinteini grunsamlegt, og fór því inn á
eftir Ólafi, og þá var hann kominn inn í
stofu og farinn að narta í tóbak sem Bein-
eini var einmitt ætlað, því enginn á heim-
ilinu notaði slíkt annar. Fór nú að síga
brúnin á Beinteini, því hann var fljótur
að skipta skapi, tók hann tóbakið af Ólafi
og rak hann alla leið út fyrir túngarð og
hótaði honum hörðu ef hann kæmi í þriðja
sinn. Ólafur átti heldur ekki við að koma
að Hlíð oftar í þeirri ferð. — í þessari ferð
kom hann að Úlfljótsvatni, og fór eitthvað
víðar um Grafninginn. Svo kom hann
nokkrum árum síðar.
í hvorugt skiptið sem hann kom stóð
hann lengi við; og var fremur talfár og
sagði meira af viti en vitleysu. í annarri
hvorri ferðinni fór hann að tala um járn-
brautarmálið sem þá var mikið umrætt.
Hann hugði að járnbraut myndi koma að
góðu gagni ef rétt væri á haldið, og fram-
kvæmdum ekki frestað endalaust. Hann
sagði að t. d. væru til nógir járnbrautar-
vagnar frá höfninni í Reykjavík, og þá
mætti nota ef þeir yrðu ekki látnir ryðga
og grotna niður áður en járnbraut yrði
byggð. Aðeins einu sinni vottaði fyrir rugli
hjá honum. Hann var þá að lesa um gull-
nám í Ameríku og möguleika á því að gull
gæti verið hér í jörðu. Þá fór af honum
deyfðin, sem alltaf var annars yfir hon-
um, en ekki varð hann þó samt beinlínis
æstur. En gullinu hafði hann áhuga fyrir,
og hann var viss um að hér væri nóg af
gulli. Og þó hér væru engar gullnámur
eins og sumir héldu, en þó mundu vera,
þá væri alveg víst að hér væri ógrynni
fjármuna fólgnir í jörðu, og því miklu auð-
veldara að ná þeim en að vinna gull úr
jöröu á annan hátt. Stuttri stundu eftir
stundu eftir að hafa þetta sagt, kvaddi
hann hinn kátasti og kvaðst ekki verða
lengi fátækur úr þessu.
Grein þessi er skrásett eftir frásögn Hannesar bónda á Núpsstað. Hann fékkst sjálfur
við villiféð á æskuárum sínum og er lýsing hans á því byggð á eigin sjón og raun.
Hannes er athugull maður og óljúgfróður.