Tíminn - 24.12.1946, Page 25

Tíminn - 24.12.1946, Page 25
JÓLABLAP TÍMANS 1946 25 1 LÍFI OG DAUÐA Framhald af síðu 12. greipum slapp fátt, sem hann vildi hremma. — En þá sagði ég stopp með sjálfum mér. — Aldrei skyldi hann í ræn- ingjahendur falla að mér lifandi.-------- Það var nótt, — björt vornóttin, og farið að gróa. Ég hellti í mig hálfflösku af brennivíni, renndi kúlu í byssuna . — — Hann var fyrir utan túnið, — sá mig strax og kom hneggjandi á móti mér......... Hér þagnaði Benedikt og horfði lengi fram undan sér — með lokuð augu, að mér sýndist. Rödd hans var hrjúf og brotin, þegar hann tók aftur til máls. — Þeir sögðu, að ég væri þjófur, — hefði ekkert átt með þetta, þegar einu sinni var búið að skrifa hann upp. En ekki arresteruðu þeir mig — létu það vera. — En að ég færi að troða á honum. Nei, nóg var nú samt. Hann reis seinlega á fætur, stóð um stund kyrr og horfði kringum sig, eins og hann væri að átta sig á einhverju, en sneri sér svo að rúmi sínu og seildist upp á vegginn eftir hestshánni. Hann tók hana gætilega niður, eins og hann væri að fara með brothættan hlut, lagði hana mjúk- lega á hné mér og leysti böndin. — Þú hefir verið mér ókenndum hjálp- samur, sagði hann, og þú hefir átt hest. Hann rakti húðina, svo að hún flæddi um fang hans og kjöltu. Hár hennar var stein- grátt og gljáandi. — Þetta hefir verið stór hestur, sagði ég til þess að segja eitthvað. — Hann var úlfaldagripur, hvernig sem á var litið, sagði hann, — og ég ól hann sjálfur upp. — Svona, — svona, Faxi minn, — hest- urinn minn. Þú forlætur mér það, sem ég hagræddi húðinni varlega um hné sér og strauk hana létt og mjúklega. Rödd hans eignaðist djúpan og mildan hljóm. — Svona, — svona Faxi minn, — hest- urinn minn. Þú forlætur mér það sem ég gerði. — Þú gazt alltaf forlátið. — Og nú kem ég bráðum. — Þá hneggjar þú á móti mér eins og þú gerðir alltaf — jafnvel síð- ast, þegar ég----Nei, Faxi, nei, — ég sveik þig ekki þá. — Þú hefðir aldrei unað hjá öðrum. Það var ekki til neins að reyna það. Manstu, þegar ég lánaði þig honum Guð- mundi á Hrólfsstöðum og þú áttir að vera hjá honum nokkra daga. Hvað gerðirðu ekki þá? Kastaðir af þér stráknum, sem sótti þig í tjóðrið annan morguninn, sem þú varst þar, og hljópst svo beint út eftir, heim á hlað til min. Þar hneggjaðir þú hátt, þegar'þú komst .... Nei, það var ekki til neins. Annars staðar en þar hefði orðið að þrælbinda þig og þvinga. — Svona, hest- urinn minn, — nú skulum, við bíða rólegir, — bara biða. Ég stóð þarna á hleri. Þetta viðtal var mér óviðkomandi. Ég reis hljóðlega á fætur og læddist út. Sami veðurofsinn og áður tók við mér, þegar út á götuna kom. En í hvert skipti, sem hugur minn hvarflaði frá vörn- inni gegn storminum, sá ég fyrir mér stór- an, gráan hest. Tvö ár liðu, og Benedikt hélt háttum sínum um bæjarfarir og eldiviðarkurl. Hann fékk ellistyrk, sem ekki var sveitar- styrkur, og alltaf logaði á olíuvélinni. Ég leit af og til inn í Borgina til hans og drakk hjá honum margseytt kaffi úr fanti. Stund- um var hann tregur til viðræðu, skaut fram setningu á stangli og var harður í rómi, en annað veifið sagði hann mér frá sjóferðum sínum og viðureign við aldanska og hálf- danska kaupmenn, meðan hann enn drakk brennivín, eftir því sem það gafst. Á Faxa minntist hann ekki aftur við mig, en húð hans hékk á sama stað, og í herbergi hans var hún það eina, sem alltaf virtist firrt ryki og óhreinindum. Svo var það um haustið, að ég hafði ekki orðið þess var í eina þrjá daga, aö'Benedikt gamli færi í bæinn. Þetta þótti mér allkyn- legt og fór því að vitja hans eitt kvöldið. Ég fékk ekkert svar við barsmíð minni og reyndi á hurðina. Hún var ólæst, og ég gekk inn. í herberginu var kalt, kogarinn var útbrunninn, og í fletinu lá Benedikt gamli dáinn. Hann hafði breitt yfir rúm sitt húðina af Faxa, og hendur hans voru krepptar um hana. „FAGURT ER Á FJÖLLUM.“ Framh. af blaðsíðu 17. Eftir að hafa borðað og hvílt síg örlítið i sólskinmu fyrir utan sæluhúsið, fórum við að skoða okkur um í Hvítárnesi. Gras- lendið er meira en í fljótu bragði virðist. Gróðursæld er þarna mikil, kafgras og mikið af fífu inn á milli tjarna og lygnra lækja, sem viða eru í nesinu. Við dvöldum lengi og nutum lífsins þarna í faðmi fjallanáttúrunnar, og hefðum helzt kosið að liggja við í nokkra daga, ef að- stæður hefðu leyft. En til Reykjavíkur urðum við að vera komnir næsta morgun, svo að um slíkt þurfti ekki að hugsa. Við lögðum því af stað suður, en ókum hægt, þó að vegurinn væri góður, til að njóta sem lengst þeirrar dásamlegu máttúrufeg- urðar, sem hér var að finna. Sennilega höfum við hugsað það sama: „Hingað vil ég koma aftur og dvelja lengur.“ ' Vegurinn liggur nú um stund suður með vatninu niður að brúnni á Hvítá, sem er í Miðnesi, skammt fyrir neðan, þar sem áin kemur úr vatninu. Við söknuðum þess eins, að ekki voru ísjakarnir á vatninu, en sumarsólinni safði nú tekizt að vinna á þeim, þar eð svo áliðið var orðið sumars. Úr þessu er hægt að fara fljótt yfir sögu. Ferðin suður óbyggðirnar, ofan að Gull- fossi, gekk eins vel og á varð kosið. Leiðin er yfirleitt leiðinleg og lítinn gróður að finna. Landslagið er þó víða tilkomumikið, og alltaf er eitthvað nýtt, sem fyrir augun ber. Vegurinn suður með Bláfelli er erfiður yfirferðar, eins og áður er sagt. Einna verst er þó Valagil, þar sem heita má að aka verði um urð. Á hægri hönd, þegar farið er suður, eru Jarlhetturnar, sem rísa við himin, tígulegir útverðir Langjökuls. Þegar komið er suður fyrir Bláfell, opnast fögur fiallasýn til suðúrs. Skjaldbreiður og Hlöðufell stást í fjarska. Einkenniiegt er að sjá. hvernig landinu hallar suður og ár og lækir skera landslagið í sundur. Það er orðið áliðið kvölds og farið að skyggja, er við komum niður að Gullfössi. og uppgötvum við þá, okkur til mikillar skelfingar, að bíllinn er alveg að verða benzín’aus. Lofuðum við guð fyrir að hafa forðað okkur frá bensínleysi upp á óbyggð- um. En nú var öllum áhyggjum létt af okkur. Ferðin til Reykjavíkur um nóttina var ekki að neinu leyti söguleg. Við stönz- uðum aðeins einu sinni til að horfa á tunglið speglast í Soginu fyrir neðan brúna við Þrastalund. Ég tók mynd af því, en sú filma er týnd og getur því ekki fylgt þessari grein. Til Reykjavíkur komum við siðla nætur. Þar með var þessi ánægjulega ferð á enda. Endurnærðir af töfrafegurð ís- lenzkrar fjallanáttúru gengum við til starfa daginn eftir. FYRSTA KAUPSTAÐARFERÐ MÍN. Framh. af bls. 13. Við ferðalangar/iir lögðum af stað heim á leið, er göngubjart var, með poka okkar á baki, sem þá voru ekki mjög fyrirferðar miklir. Héldum út með bæjaröðinni eins og göt- urnar lágu, án þess að finna nokkurn mann, en hundaræflarnir gerðu okkur sömu skil sem fyrri daginn. En nú vorum við ólúnir og tókum hreystimannlega á móti þeim með stöfum okkar, svo að þeir gerðust okkur ekki of nærgöngulir. Þegar við komum þangað, sem göturn- ar lágu upp til heiðarinnar, afréðum við, eftir uppástungu Eiríks, að fara í kring til þess að sleppa .við það, að kafa snjóinn á heiðinni. Þrömmuðum við þannig áfram, án þess að hvílast á bæjum, þar til við komum að Karlsskála, en þar vorum við drifnir inn til að hvíla okkur og láta í svanginn. Eftir að hafa hvílt okkur og kýlt vömb- ina að vild, héldum við áfram með jóla- bagga okkar og náðum heim um kvöldið. Fengum við mikið hrós fyrir dugnaðinn. Við skárum uppv ávextina af ferðinni með ánægju yfir því að hafa getað losað eldri menn við að fara þessa kaupstaðarferð, og með því að spila við aðra á nýju spilin um jólin. Veðrin stillt og heið með frosti, sem lagði leiktjarnir okkar, ána og lónið með spegilsléttu svelli, sem indælt var að renna sér eftir fótskriðu á sortulyngslituðu sauð- skinnsskónum okkar með nýju rósa-illepp- ana innan í, sem við höfðum fengið í jóla- gjöf ásamt tólgarkerti. Þó þóttl betra að hafa leggi úr stórgrip, bundna undir iljar, til að renna á, en skautar voru óþekkt fyrirbrigði þar á þeim árum. Þannig fóru jólin fram hjá okkur í það sinn, að við söfnuðumst saman frá bæjun- um og lékum sem álfar á nýju svellunum glæru með hoppi. og söng, þar sem hver söng með sínu nefi af glaðværð hjartans. og undum við gamanleiki, er við varð komið, meðan Skinfaxi var á ferð. En er Náttfari hóf göngu sína var leit- að inn í baðstofurnar og spilað þar við tólgarkerta-jólaljósin okkar, sem okkur þótti efalaust vænna um en börnum nú um hin björtu rafmagnsljós (því veldur breyting á lífskjörum, held ég), eða þá farið í ýmsa gamanleiki. En þrátt fyrir leiki og spil, var okkur krökkunum og unglingunum aldrei liðið það, að leika okkur, hvorki úti né inni, með- an húslestrar fóru fram. Undir þeim urð- um við að sitja stillt sem brúður og taka þátt i söngnum með eldra fólkinu, hvort sem okkur líkaði það betur eða ver. Enda var það svo, ef satt skal segja, að við vorum ekki gömul, börnin þar, þegar okkur var kennt að bera lotningu og virð- ingu fyrir kristninni eins og henni er lýst i nýja testamentinu. Elfa tímans rann svo með það ár í skaut aldanna í hið endalausa úthaf eilífðar, þaðan sem ekkert kemur til baka, en minningarnar lifa, blíðar eða stríðar, ljúf- ar eða sárar, hugþekkar eða særandi. Síðan þessi kaupstaðarferð ,var farin eru liðin 60 jól. Allt það fólk, sem þá átti heima í víkinni og náð hafði 10 ára aldri er nú farið yfirum landamæri lífs og dauða, nema við Eiríkur, sem erum nú sinn á hvoru landshorni með hvítleita kolla, þó dökkir væru, þegar þessi kaup- staðarferð var farin.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.