Tíminn - 24.12.1946, Qupperneq 26

Tíminn - 24.12.1946, Qupperneq 26
26 JÓLABLAO TÍMANS 1946 ÁSMUNDUR EIRÍKSSON: [Seint í októbermánuði síðastliðnum fannst hann örendur á milli bæja, nokkuð fyrir ofan Hofsós, þá kominn yfir níræðisaldur.] Sá ég hann margoft slð og árla á degi svalbrynju luktan fara og koma i hlað. Ýmist á hörðum eða gljúyum vegi útlagasporin gekk hann, sitt á hvað. Engum á jörðu eið né skyldur sór hann. Óvörum kom hann, pannig lika fór hann. Drótt gleðst í ranni, - arinbirtu-ylur unaðinn sœldar, Ijós á hverri brik. Einn er á götu, sorg við sefann þylur, sárkuldi vetrar nœðir gisna flik. Þó er það kaldast þelið „heims við skjáinn,“ það er hin mikla, breiða jökulsáin. í kvöld er sem eitthvað klökkni dýpst í hjarta, klökknar við sálin, œvirúnum þrengd. Sér hann í anda sveininn lokkabjarta: Sjálfan sig barn á fjarri öldulengd. Miskunn er rik við móðurkné og arma, móða af tárum leggst um öldungs hvarma Barn þráir verða, barn í annað sinni, brotsjóum gleyma, fyrirgefa allt. Talar við Guð sinn nú frá innsta inni, ákallar Hann, sem verð hins seka galt. Bœnin Ijœr frið, en augað grœtur, grœtur. Götuna finna’ ei lengur dofnir fœtur. Sól skín á götu, sól á vinaþingum ... Sjá! þar er lík i vegarrœsi yzt ísfjötrum reifað, ísar allt í kringum, útlagans fangamark i klakann rist: Fár mjög að vinum fannir lífsins tróð hann, frosinn þá lifði einn á hjarni stóð hann. Langförull grýttrar leiðar varstu á jörðu, lífið þér skenkti pílagrímsins staf. Hirtir þú litt um fjöldans veg og vörðu, valdir þér sjálfur leið um fannaskaf. Sízt hér í veröld sólar gekkstu veginn. Samþegn og vinur, Guðs frið hinum megin! ÚR RÍKI MAGNÚSAR .... Framh. af bls. 4. líkför Karls XII. frá Fridrikshall, og lík hans hvílt þarna eina nótt. Þá telja Lidköpingtaúar það ekki lítinn heiður fyrir sig að geta sýnt prestssetrið þar sem hið vinsæla skáld Gunnar Wenn- erberg fæddist. Faðir skáldsins,Wennerberg prófastur, var bóndasonur frá Vástra Tun- hem í Vesturgautalandi. Hann tók sér ætt- arnafnið Wennerberg og dró það af vatn- inu Vánern og fjallinu (berg — fjall) heima við bæinn sinn. Þó að nafnið Wenn- erberg sé í sjálfu sér fagurt þykir þó Svíum sem fegurð þess vaxi að miklum mun, þegar Gunnar er sett fyrir framan. Gunnar Wennerberg stundaði nám í Uppsölum, enda hafði hann miklar mætur á þessum gamla háskólabæ, sem m. a. kemur Ijóslega fram í Ijóðleiknum „Gluntarne.“ Þar segir hann svo: „Uppsala ár bást, bást utav allt, sem finns pá denna sidan solen.“ Gunnar Wennerberg andaðist á Láckö áttatíu og fjögra ára að aldri. Það var sunnudagskvöld og hópur stúdenta hafði komið til Láckö og söng fyrir utan glugg- ann hans. Hann lá helsjúkur en gladdist þó hjartanlega og til að sýna þakklæti sitt greip hann ljós og blakti því til og frá, svo að kvikan glampann stafaði af glugg- anum. Það var hinzta kveðja Gunnars Wennerbergs til æskunnar og lífsins, skömmu síðar var hann látinn. Fögur þótti okkur leiðin meðfram ánni, með þeim velhirtu trjáröðum og blóma- reitum, sem áður er um getið, en seglbátar og vélbátar á ferð fram og aftur um ána og út fyrir ósa hennar, þar sem Vánern breiðir út sinn bláa, víða faðm. Það varð . að fara hratt yfir, því að bílstjóranum var í mun að við sæjum þó ekki væri nema í svipsýn nokkrar af verksmiðjum þessa iðnaðarbæjar. Minnir mig að það væri Rörstrands postulínsverksmiðja, eldspítna- verksmiðjan og sykurverksmiðjan, er hann benti okkur á. Ennfremur fengum við að sjá yfir stórt hverfi nýtízku húsa, bjartra og stílhreinna, sem öll voru af sömu stærð, tvílyft, og ógirtir gróðrarreitir umhverfis. Sennilega H.S.B. hús. En H.S.B. er geysi- lega öflugt byggingarfélag, er likja mætti við tröllaukið tré, sem breiðir greinar sínar út um gervallt landið. Félag þetta hefir að markmiði að byggja hagkvæmar íbúðir fyrir hina efnaminni borgara, og sérstök hús hefir það byggt fyrir barnmargar fjöl- skyldur, sem venjulegast verða hornrekur á húsnæðismarkaðinum. Nú vendi ég mínu kvæði í kross og vík að sýningunni. Hvað er þá helzt um þessa sýningu að segja, sem gefur án orðalenginga einhverja hugmynd um hana? Það mætti segja sem svo, að Lidköping- búar vildu með henni sýna, hvaðan þeir koma og hvert þeir ætla og ýmsa áfanga á þeirri leið. Þeir byrja á byrjuninni með því að sýna náttúrufræðilega þróun Vesturgautlands. Þetta er sýnt með teikningum, málverkum, steypum af landslagi, útdauðum dýrateg- undum, steinaldarmenjum og fl. og fl. Allt tengt saman með stuttum, gagnorðum frá- sögnum. Tvær fyrstu deildirnar sýna þessa þróun, allt frá þeim tíma, er Vesturgaut- land var hafsbotn til þe#s er akrar sindra í sól og bylgjast í blæ. — Svo hefst saga afmælisbarnsins — Lidköpings — með mynd af hinum forna verndardýrðlingi borgarinnar, St. Nikulási. Og sagan flýtur áfram eins og hægur, þungur straumur og skýrir frá fyrstu árum kaupstaðarins Lid- köping, sem í upphafi var eini verzlunar- staðurinn við Vánern, og á sínum tíma naut sérstaks velvilja landsföðurins Gustafs Vasa. Svo kom greifatíminn, þegar Magnús De la Gardie lét flytja veiði- mannahöll sína á galeiðum frá Kállandsö og gera hana að ráðhúsi í Ládköping og skipulagði nýja bæinn, fullur áhuga og framkvæmdavilja. í kjallara ráðhússins setti hann upp verzlun fyrir verkamenn- ina og lét þeim í té lóðir til að reisa sér hús á. Hann hafði áhuga fyrir þessum mönnum, sem voru að vísu þegnar þagn- arinnar, én skiluðu þó starfi, sem geymir minningu þessara mörgu, iðnu handa, sem Magnús greifi setti í hreyfingu. Hann var heilinn, sem stjórnaði, þeir handaflið, hvorugt getur án hins verið. Gleymum því aldrei að gefa verkaniönnunum þeirra hluta dýrðarinnar, þegar við dáum glœsi- leg mannvirki. Og sagan heldur áfram, liðna atburði ber fyrir, ófriður og eldur vinnur sín hermdarverk, en litla borgin við Lidan er seig og þokast í áttina að verða sá mynd- arlegi iðnaðarbær, sem hún er nú. Litla borgin er ekki aðeins seig, hún er líka trú, þó að hún horfi fram og tileinki sér það, sem nútímamenning hefir að bjóða er hún minnug liðins tíma, hún tvinnar saman fortíð, samtíð og framtíð í órjúfan- lega heild. Á sýningunni er sérstök deild, er sýnir kirkjuleg verðmæti, kirkjulega list, og hún hefir ætlað greifanum sínum, Magnúsi De la Gardie, sérstaka deild, sem á að gefa yfirlit yfir hið framkvæmdasama líf hans. Þar blasir við augum málverk í fullri líkamsstærð af greifanum og eigin- konu hans, Maríu Eufrosynu, sem sökum hins háa ætternis síns var kölluð fursta- innan. Fullur þakklætis yfir hinum ein- falda klæðaburði nútímans virðir sýningar gesturinn fyrir sér hinn ægilega skart- klæðnað greifans, spora hans og viðhafn- arsverð. Það var enginn léttur á sér í þann tíð, sem hafði blátt blóð í æðum. Gunnar Wennerberg á hér sinn minn- ingaheim. Þarna er hljóðfærið hans, skrif- borðið, ljósmyndir, málverk og höggmyndir, handrit hans, hluti af bókasafni hans og ýmsar kærar vinargjafir, er honum höfðu hlotnast. Svo heldur vélaöldin innreið sína í Lid- köping og að lokum fáum við að skyggnast um á skútuöld. i Er þetta allt og sumt? Nei, þetta er það, sem þeir kalla menningarsögusýninguna. Og þá ber næst að nefna heimilisiðnaðar- sýninguna, sem sýnir vel gerða heimaunna muni frá eldri og yngri tímum, m. a. isaum- aða brúðarhanska og fagurgerð húsgögn úr dýrmætum viði með innlögðum mynd- um af frægum og fögrum stöðum. Þá má geta silfur- og tinsýningarinnar og mynd- listarsýningarinnar, sem nefnd er vestur- sænsk list. Þeirri sýningu verða engin skil gerð með fáum orðum, heldur engin leið að njóta hennar að nokkru ráði á svo stutt- um tíma, sem við höfum yfir að ráða: Þá er lokið leiðinni gegn um aldirnar, en við blasir nútíminn með útsýni yfir ókomna tíð. Kaupmennirnir og iðnrekendurnir í Lid- köping væru æ'ttlerar, ef þeir hefðu ekki kunnað að hagnýta sér þetta einstæða .tækifæri, sem þeim var af láninu léð, til þess að auglýsa ágæti sitt og innvinna sér fé. Enda hafa þeir marga, stóra sýningar- skála til þess að sýna allar tegundir iðnað- ar, verzlunar og landbúnaðar, allt frá hin-

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.