Tíminn - 24.12.1946, Side 28

Tíminn - 24.12.1946, Side 28
28 JDLABLAÐ TIMAN5 1946 virðulegu klausturkirkjunni í Varnhem, dóttur klaustursins í Alvastra, dótturdótt- ir klaustursins í Clairvaux í Frakklandi. Kjólar í öllum regnhogans litum, hár- greiðslur eftir ýmsum fyrirmyndum frá eldri og yngri tímum, glampandi skart- gripir, herðaslög úr loðskinni. Hvernig skyldi munkunum hafa orðið við, ef þeir hefðu séð slíka sjón í kirkju sinni eitthvert skiptið er þeir komu hingað til bænagerðar? Við minnumst þess hvernig Fröding orti um einn fátækan bróður frá Skara. (Magn- ús Ásgeirsson hefir þýtt kvæðið). Brúðguminn beið utan dyra með brúðar- vöndinn. Svo kom brúðurin ásamt foreldr- um sínum og fékk brúðarblóm sín. Fyrstu tónar brúðarmarzins bárust um kirkju- hvelfinguna, allir risu úr sætum sinum og brúðhjónin gengu inn kirkjugólfið. Svo var fyrsta atriðinu lokið og brúð- hjónin stóðu frammi fyrir altarinu. Hún í hvítum kjól með slóða. brúðarkórónu, myrtur og slör eins og vera ber, þegar allt er eins og það á að vera. Hann í „kjól og hvítt“ með hvíta hanzka og blóm í hneppsl- unni. Ljósklædd brúðarmey stóð álengdar til vinstri við brúðurina og hafði nú tekið við brúðarvendinum. Til hægri voru svara- mennirnir — að ég held. Hjartnæm orð og hljómar. Hjónavígsl- unni var lokið. Brúðurinn hneigði sig yndislega fyrir prestinum, tók við blóm- unum af brúðarmeynni og stillti brúðar- ganginn við hlið bónda síns. Allir risu úr sætum — heiður þeim, sem heiður ber. Bros brúðarinnar bjarmaði af þvílikri sælu, að það var hægt að gráta yfir því. Hún hélt þó víst ekki að hjónabandið færi eftir þessu fagra forspili? Jú, þar var auðsjá- anlega það, sem hún hélt, stackars flicka. Nú hafa þessi ungu hjón náð þeim á- fanga lífsins að: „Við hendi tengd er hönd að hjarta hjarta snýr, unz sézt á sólarrönd og sviphörð nóttin flýr“. Vonandi komast þau aldrei að þeirri dapurlegu niðurstöðu að: „Svo er um ástir okkar tveggja, sem hús standi hallt i brekku, svigni súlur, sjatni veggir, sé vanviðað. Völdum bæði.“ Því fer víðs fjarri að ég treysti mér til að gefa nokkra viðhlítandi lýsingu á þess- ari fornfrægu klausturkirkju, þar sem tal- ið er að Birgir jarl hvíli. Þessi frægi son- ur Sviþjóðar, sem lagði grundvöllinn að höfuðborg landsins. Gröf hans, upphækk- uð myndum prýdd, er gegnt altarinu, en grafhýsi eða kapella helguð honum er til hliðar í kirkjunni. Er hvelfing þessarar kapellu mjög fögur og hangir kóróna nið- ur úr loftinu, sem tákn um hin miklu völd Birgis jarls, en hann var hinn raunveru- legi leiðtogi þjóðarinnar í stjórnartíð Eiríks Eiríkssonar og framan af stjórnarárum Valdimars konungs, sem var sonur Birgis og kjörinn konungur vegna skyldleika síns (í móðurætt) við Eiríksættina. Graf- hýsi hefir verið gert fyrir þrjá konunga af þessari svonefndu Eiríksætt. En engar sannanir eru fyrir því að konungarnir séu jarðsettir þar í kirkjunni. Margt hefir far- ið á milli mála síöan á tólftu og þrett- ándu öld. Aftur á móti er engum blöðum um það að fletta að þarna hefir Magnúsi De la Gardie verið búin hinzta hvíla. Magnús De la Gardie kom til Varnhem um 1650 og ákvað þá að þar skyldi hann og kona hans lögð til hvíldar að leiðarlok- um. Honum var síðan mjög annt um kirkj- una og lét hann á sinn kostnað gera all- víðtækar endurbætur og viðbyggingar. T. d. lét hann gera konungagrafhýsið. Flest það fegursta, er kirkjuna prýðir eru gjaf- ir frá greifanum, svo sem hinn listavel útskorni prédikunarstóll, ljósakrónur, kirkjunnar og fl. og fl. Óljós merki sjást eftir göng, er legið hafa milli kirkjunnar og klaustursins, en það er nú alveg í rústum. Talsvert hefir verið grafið í rústunum og verður því verki haldið áfram. Skammt þar frá er safn og er sú bygging í sama stíl og klaustrið hafði verið. En menn hafa við uppgröftinn þok- ast æ nær og nær fullnaðarþekkingu á allri tilhögun klaustursins. Safn þetta hef- ir einkum að geyma muni, er fundizt hafa við uppgröftinn, svo sem ýmsa hluti úr járni, beini, málmi, gleri og keramík. Þá vík ég að grafhýsi De la Gardie- ættarinnar. Það skiptist í þrennt. í miðið er minningarkapellan, svonefnda, öðrum megin við hana grafhýsi Magnúsar De la Gardie og konu hans, konungssysturinnar Maríu Eufrosynu, hinum megin er graf- hýsi sonar þeirra, Gustafs Adolfs og konu hans, Elísabetar Oxenstierne. Allt er þetta skreytt, svó sem bezt getur með gullnum tréskurði, allskyns málmum og marmara. Kista greifans er úr kopar, klædd svörtu flaueli og skreytt með gullnu flúri, en kista furstainnunnar er úr tré, silfurskreytt.' í minningarkapellunni eru líkneskjur feðganna Jakobs og Magnúsar. Þær eru gerðar úr blýi og voru upphaflega á Láckö. Báðir eru þeir feðgar í rómverskum herklæðum og hinir vígalegustu. Fjöldi skja’darmerkja, minnisspjalda og annarra dýrgripa, sem ég kann ekki einu sinni nöfn á eru í þessari kapellu, sem er tal- andi tákn um hinn óseðjandi fegurðar- þorsta og fordild greifans af Láckö. En þjóð hans þakkar honum, því að fyrir þessa eigin’eika sína, þessi börn dyggða og lasta, barg hann geysilegum listrænum verðmætum. Hann studdi skapandi lista- menn og hlúði að hagleiksmönnum, blés lífsanda og trú í veika von, svo að hún varð að sigri andans yfir efninu, sigri formsins yfir óskapnaðinum. Hér er gott að skilja við Magnús De la Gardie, hér hví'ir hann í friði og dómur sögunnar hefir snúizt honum í vil. Stjórn- málaafglöp hans hafa bliknað fyrir ljóma þeim, er stafar af afrekum hans, sem verndara lista, vísinda og hverskonar þjóð- legra verðmæta. Ef til vill var hann mesti listavinur, sem Svíþjóð hefir nokkurn tíma átt. Kaupfélag í)afrtfir&mga ósfar félagsmönnum og öörum rúbsfiptamönnum gíefeiíegra jóla og góbs nrjárs.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.