Tíminn - 23.12.1959, Page 5

Tíminn - 23.12.1959, Page 5
.... Kii ■ : - stóð henni mjpg til boSa hinjni glæsilegu, konu.; Hún var „mjúk kona og blíðlát“. Ef til vill má ekki leggja neina sérstaka merking í þetta orðalag, en þó er eins og lát- ið sé liggja að' einhverjum þægi- legheitum við karlmenn. Hins vegar má segja, að eiðtakan bendi nokkuð ákveðið til þess, að frúin hafi látið sér tíðara um hið göfuga kyn karlmannsins, en góðu hófi hafi þótt gegna. Til slíkrar opin- berrar eiðtöku þurfti meira en af- brýði eiginmannsins eina saman. Það er næstum útilokað að stofnað hefði verið til hennar nema a. m. k. einhver orðasveimur væri uppi, sem þurft hefði að hnekkja. Vold- ugir aðstandendur og venslafólk hefðu að öðrum kosti ekki leyft slíkt eða þolað. Það verður því varla dregið í efa, að einhver „kvittur eða pati“ hafi uppi verið um óþarfa „blíðlæti" frúarinnar, og er þar komin skýring og nokkur afsökun fyrir afbrýöisköstum bónda hennar, hvort sem raun- veruleg tilefni voru eða ekki. IX. Ég hef í siðasta kafla reynt að sýna fram á að það eru ekki ýkja haldgóð rök að varpa allri sök á afbrýði og hugaróra Magnúsar, en sýna aðra aðila á þeim einföldu forsendum, að fráleitt sé að láta sér detta þess háttar í hug um „annað eins fólk“. Á hinn bóginn má heldur ekki draga af þessu neinar ályktanir í gagnstæða átt, slikt væri jafn fjarri sanni. Vilji menn eða þyki ómaksins vert að geta sér til um hið sanna í þessum málum, verður eingöngu að byggja á þeim ytri atvikum eða staðreynd um, sem heimildir eru fyrir og sem upplýsingar geta gefið beint eða óbeint um það, sem gerzt hefur eða fram farið, enda verði að öðru leyti gengið út frá því, að hér hafi venjulegt fólk átt hlut að máli, með venjulegar mannlegar tilfinningar, eöli og eiginleika, í hverja átt. Gils Guðmundsson tilfærir sex atriði, sem hann telur sanna mál- stað Á. M. Vil ég nú á sama hátt benda á önnur sex atriði eða stað- reyndir, sem að mínum dómi hljóta að veikja eða afsanna röksemdir G. G. eða jafnvel skapa beinar lík- ur fyrir því, að ákveðinn samdrátt- ur og ráðagerðir hafi átt sér stað með þeim Á. M. og frúnni í Bræðra tungu, og að Jón Vidalín hafi þar ekki leikið alls kostar viðfelldið hlutverk. Það skal þó viðurkennt, að ekkert þessara atriða skapa, eina út af fyrir sig, neinar úrsker- andi líkur, heldur fyrst er þau koma fleiri eða öll saman. 1. Hér er fyrst til máls að taka, að fullvíst má telja, að þau Á. M. og Þórdís Jónsdóttir hafi þekkzt á æsku- og uppvaxtarárum, enda er Hítardalui/ í þjóðleið úr Dölum, þar sem Á. M. átti leið úr og í skóla, og einnig síðar, svo sem G. G. upplýsir í grein sinni. Grein- ir hann og frá ummælum úr gömlu handriti, sem sýna að beinlínis hefur verið talað um þau sem hjónaefni, enda hafi þótt „sam- jafn“ með þeim, þ. e. jafnræði. Er ólíklegt að slíkt hefði borið á góma hvað þá skráð í heimildir, nema þau sjálf hefðu gefið eitthvert til- efni (þótt ekki væri í þeim mæli, sem skáldsagan vill vera láta). Það er því ekki ólíklega til getið, að þau Á. M. og Þ. hafi, annaðhvort eða bæði, borið einhverjar duldar til- finningar frá æskuárum, sem svo blossa upp, er vegir þeirra liggja saman á ný mörgum árum síðar. 2. Þetta, sem nú var sagt, gæti verið skýringin á því, að Þórdís verður snögglega afhuga bónda sinum eftir heimsókn Á. M. til Bræðratungu. Var þó drykkjuskap- ■*" JÓLABLAÐ T ur hans með minna móti undan- farin missiri (G. G.), enda hafði hún og þrásinnis tekið hann i sátt þótt meira gengi á. Nú bregður svo við, að hann fær ekki svo mikið sem að tala við konuna, enda kem- ur hér i fyrsta sinni fram ákveð- inn vilji hjá henni og ákvörðun um fullan skilnað. Það væri a. m. k. einkennileg tilviljun, ef þessi snöggu sinnaskipti stæðu ekki i einhverju sambandi við Á. M. og heimsókn hans, þar sem þau ber upp á semsagt nákvæmlega sama tíma. E. t. v. er það og grunsam- legt, að hún sendir eitt barnið með Á. M. á undan sér til Skálholts. Sjálfur hélt Magnús því jafnan fram, að Á. M. hafi náð konu sinni á eintal í Bræðratungu, og hafi þá brotthlaup hennar verið ráðið og fastmælum bundið'. 3. Nú skal bent á eitt atriði, sem í fliótu bragði kann að virðast ekki ýkja merkilegt, en sem þó talar sínu ótvíræða máli, en það er brennivínskútur sá, sem Skálholts- fólk lét senda Magnúsi, eftir að Þórdís kom þangað síðast. Kútur þessi kemur beint við sögu í mála- ferlunum, þar sem Magnús ber það á Á. M., að hann hafi látið Þórdisi gefa sér kútinn, eða fengið hen»i peninga til þess, en Á. M. segir hins vegar í stefnunni, að biskups- frúin hafi lagt af mörkum 1 ríxdal til að kaupa kút þennan handa Magnúsi!! Öll er þessi kútúhistoria með hinum mestu ólíkindum, og end- emum. Það var þá helzt nauðsynja verk, að fara að senda Magnúsi í Bræðjratungu hrennivín. Og sér- kennileg hjálparstarfsemi og fyr- irhyggja hjá Skálholtsfólki! Auð- vitað er Magnúsi strax ljóst, að Þórdís hefði ekki á eindæmi eða eigin frumkvæði farið að senda honum brennivín. Þess vegna sér hann að hér eru einhver óheilindi eða undirmál í tafli, og fellur grunur hans þá auðvitað á Á. M. og biskup, sem með þessu hafi viljað freista hans annaðhvort til heimskuverka eða vesaldóms, svo auðveldara yrði um eftirmál skiln aðarins. Það er nokkurn veginn óhugs- andi að Á. M. fari með satt mál í stefnuskjalinu* að biskupsfrúin hafi staðið fyrir áfengiskaupum efni (þótt ekki væri í þeim mæli, þessum handa Magnúsi. Þó ekki væri af öðru en því, hve föst hún var á fé, og þess vegna aldrei farið að leggja í slikt fyrirtæki að stór- nauðsynjalausu. Hinu trúir eng- inn, að Þórdís hafi tekið þetta upp hjá sjálfri sér, þar hafa einhverjir aðrir koniið við sögu. Og reyndar ekki mörgum til að dreifa: Árna Magnússyni og/eða biskupi. Enda viðurkennir Á. M. þetta í stefnu- skjalinu, þótt hann reyni að koma því sem mest af sér yfir biskups- hjónin. Að sjálfsögðu er Jóni bisk- upi miklu síður trúandi til þessa heldur en Á. M. En sé það rétt her.mt hjá Á. M., að biskupshjónin hafi átt hér hlut að máli, — og þá auðvitað ásamt honum sjálfum, þá er varla um það blöðum að fletta, að hér hafi verið um hreint sam- særi að ræða, af kaldrifjaðri teg- und. Og Magnúsi því fyllsta vork- unn þótt hann drægi af þessu sín- ar ályktanir, eða a. m. k. krefði Á. M. skýringa. Hitt er svo aftur smekklaust úr máta hjá Á. M. að fara að draga þessa kúrhistoríu inn í málaferlin, og ætla sér að klekkja á Magnúsi í þvi sambandi. Það er eitt fráleitasta tiltæki í öllum málarekstri Á. M., og er þá mikið sagt. 4. Þá er það óneitanlega tor- tryggilegt, hvers vegna Þórdís kýs að dvelja í Skálholti, og langdvöl- um samtímis Árna Magnússyni, í stað þess t. d. að fara til móður MANS 1959 * sinnar á Leirá, biskupsekkjunnar. Að.visu fer hún þangað um tima, að því er virðist einungis til þess að ala barn sitt, en síðan í Skál- holt strax aftur. Þa5 cr þá, sem Magnúei þykir sýnt að ekki geti verið allt með felldu, og fer í þann ham, að skrifa Á. M. eins og áður er sagt. Og myndi margur telja, að ekki hafi verið að tilefnislausu, eins og nú horfði við. Þegar hæsta- réttarráöstefnan er birt Á. M. (og biskupi) í Skálholti þremur árum síðar, er Þórdís þar enn til húsa. Eins og allt er í pottinn búið, verða langdvalir Þórdísar i Skálholti, samvistum við Á.M., varla skýrð- ar öðru vísi en að samdrátt- ur hafi veriö með þeim, og jafnvel Jón Vídalin. ráðagerðir, sem biskupshjónin hafa þá einnig hlotið að vera að- ilar að. 5. Árni Magnússon viðurkennir óbeint strax í stefnuskjalinu, að margt af því, sem Magnús byggði grunsemdir sínar á, hafi raunveru- lega átt sér stað, svo sem það, að þau Þórdís hafi gjarnan setið á ein- tali saman í Skálholti. Hann neitar því að vísu, að „kvinna hans Þórdís hafi þráfaldlega gengið einmana í hús til sín þar sem hann hafi all- eina inni verið“ ... ... ,,og þó Magnús nú þetta bevísa kynni“(M), þá telur Á. M. það ekki vera eftir neinni „almennings reglu“, að hann hafi ekki mátt loka að þeim herberginu „helzt um vetr- artíma"! í þessu undarlega orðalagi felst nokkuð greinileg viðurkenning á því, að hún hafi verið hjá honum í herbergjum hans, lokuðum, sem út af fyrir sig þurfti ekki að vera neitt athugavert við, og þess vegna ekki annað en hlægilegt yfirklór að hann hafi lokað vegna vetrarkuld- ans, þar sem engra slíkra skýringa þurfti með, a. m. k. ef sú ein var ástæðan. Á öðrum stað segist Á. M. ekki vilja af sér bera, að hann hafi vikið að Þórdísi „einu og einu orði“! en um ráðagerðir og samtök bresti Magnús hins vegar alla sönnun „til að byggja grunsemi sína upp á“. Á. M. viðurkennir þannig, með ó- beinum hætti, flest það, sem Magn- ús ber á hann, — og sem nú á tím- um myndi reyndar ekki vera tekið hart á, — en treystir því hins vegar, að sannanir verði ekki nægilegar af Magnúsar hendi og verði hann því dæmdur samkvæmt stefnuskjalinu. Ef nú Á. M. hefði vitað sig algerlega frían af konunni þá voru þessar barnalegu viðbárur og fyrirvarar óþarfir og miklu frekar til þess fallnir að styrkja grun gegn hon- um heldur en hitt, enda er auðsætt að hæstiréttur á einmitt við þetta, þegar hann telur Á. M. hefði gert réttara að „fyrirlíta óorðið, o. s. frv.“, þ. e. ef hann hefði vitað sig hafa „góða samvizku“, í stað þess að leggja út í þetta leiða og illvíga málaþvarg. 6. Þá er komið að 6. og síðasta. atriðinu, nfl. dómsúrskurði hæsta- 5 réttar í málinu.,íteyridar munu sum þeirra atriða, sentií nú hafa verið rakin, t. d. tvö hin síðustu, einnig yera innifalin í þessu síðasta atriði, en dómurinn er auk þess væntan- lega byggður á ýmsu fleiru, sem ekki er tiltækt lengur, þar sem for- sendur og skjöl eru brunnin. Eins og áður segir voru stefnumál Árna Magnússonar að engu gerð og máls- sóknin ónýtt frá upphafi. Var þetta fu’lkominn ósigur fyrir Á. M., enda þótt ekki verði sagt beinlínis að hann hafi „tapað“ málinu, þar sem hinn aðilinn var fallinn frá. Um Þórdísi er farið, nærfærnari hönd- um, enda mun hún lítinn hlut hafa átt að málaþvargi þessu. Ekki er vafi á, að málið hefur verið flutt af miklu kappi fyrir hæstarétti, enda stóðu rætur þess djúpt og viöa. Heíur því mjög verið haldið fram, að einokunarkaupmenn hafi rægt og afflutt mál Á. M. við dómara réttarins, þótt ekkert liggi að vísu fyrir um bað, svo hönd verði á fest. Hins vegar ber þess að gæta ekki síður, að Á. M. var mikilsháttar maður, og í miklu áliti og vinfengi við stórmenni þar ytra, og héðan aö heiman hafði hann í málinu stuðn- ing ýmsra helztu valdamanna, Vídalínanna, lögþingsmanna o. fl., sem allir áttu mikið í húfi siðferði- lega, að dómi þeirra yrði ekki hrundið. Jóni Vídalín var m. a. s. beint stefnt inn í málið í hæsta- rétti, og hefur hann bví hlotið að veita Á. M. allan þann stuðning, sem hann mátti. Enn er þess að gæta, að hæstiréttur í Kaupmanna- höfn var og er merk stoínun að sjálfsögðu, sem engin ástæða er til að væna um hlutdrægni i þessu máli né öðrum. Dómurinn hlýtur því jafnan að verða þungur á met- unum, þegar reynt er að gera sér grein fyrir því, hvað satt er og rétt í hinum margumtöluðu Bræðra- tungumálum. Því mætti svo bæta við, sem að réttu er 7. atriðið i þessari upptaln- ingu, að þrátt fyrir drykkjuskap Magnúsar í Bræðratungu, og óhæfi- legt framferði á stundum, virðist al- menningsálitið allt að einu hafa verið honum hliðholt í sambandi við þessi mál, enda maðurinn góðsam- ur að eðlisfari og vinsæll. Sama er að segja um Þórdísi konu hans, hún hefur jafnan hlotið bezta orö, og í sambandi við þessi mál mun henni hafa verið lagt það til málsbóta, að hún hafi lent í „tröllahöndum“, eins og það er áöur orðað, og þvi ekki að öllu leyti ráðið ferðum sín- um. í því efni gefur það nokkra bendingu, að þegar mál Á. M. og Magnúsar var að koma fyrir hæsta- réttinn, skrifaði ein systir Þórdísar, Sigríður sýslumannsdóttir á Stóra- hóli, henni bréf, þar sem hún ráð- leggur henni að gera ekki málstað Á. M. um of að sínum, heldur muni aðrir verða henni „hollari ráðgjaf- ar“, „um allan heimullegan trúnað síns málefnis". Ég hef nú rakið aðdraganda og sögu Bræðratungumála, og jafn- framt bent á nokkur tiltekin atriði, sem virðast hníga að því að þau hafí til þessa ekki verið skoðuð í alls kostar réttu ljósi, sérstaklega af sagnfræðingum þeim, sem um þau hafa skrifað. Að' sjálfsögðu hafa skoðanir þeirra við margt að styðj - ast. En þar sem í máli þessi verður að ýmsu leyti að byggja á getgát- um og líkum, jafnvel meir en beint sagnfræðilegum staðreyndum, þá er ekki nema eðlilegt að svo færi, að mönnum sýndist sitt hvað um ýms atriði. Verður því hver að trúa því, sem honum finnst trúlegast, a. m. k. þar til málinu hafa verið gerð ný og fyllri skil á grundvelli sagnfræðilegrar heimildakönnun- ar, en til slíks hef ég vitaskuld eng- in skilvröi, né heldur var það ætlun min með þessum hugleiðingum.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.