Tíminn - 23.12.1959, Page 16

Tíminn - 23.12.1959, Page 16
SCOTTÁ SUD Mannraumr og hetjudáðir eru marg- víslegar. Saga rannsóknarferða til heim- skautalandanna er saga um mikil örlög ; og hörð. Saga um karlmenni, sem lögðu út í óvissu og áttu þess oft ekki kost að ’ snúa aftur heim. Þeir mættu örlögum sínum á hinum hvítu auðnum heim- iskautanna, þar sem stormurinn hvín og bylurinn þyrlast, þegar lokið er nótt- lausri voráldarveröld blíðra sumardaga. Jafnvel nú á dögum hinna miklu tækni- bragða, þykir tíðindum sæta barátta mannsins á auðnum heimskautasvæð- anna og má af því sjá hvílíkar svaðil- farir heimskautaferðir hafa verið fyrr á árum, er menn svo til eingöngu urðu að treysta imannlegum mætti og góðri forsjá æðri máttarvalda. Við höfum að undanförnu fylgzt nokk- uð af fréttum með ferðalögum land- könnuða og vísindamanna á Suðurheim- skautinu. Fréttirnar um ferðir dokfors Fuchs og Sir Edmund Hillary hafa vakið heimsathygli. Menn og konur heimskaut- anna í miili telja í mílum og klukku- stundum áfangana á leið þeirra. Þegar litið er til baka, verður myndin önnur. Þá voru auðnir heimskautaland- anna fjarlaegur heimur. Fregnir af leið- angursmönnum bárust ekki fyrr en eftir eitt til tvö ár, ef þeir áttu þess þá kost að snúa .aftur heim. Fréttirnar af ferðum vísindamanna á Suðurskautinu nú verða til þess að rifja upp sögur um fyrri afrek á þessum slóð- um, og þá fyrst og fremst sögu hinna fyrstu ferða, sem náðu alla leið á Suður- pólinn. Á haustmánuðum árið 1911 lögðu tveir leiðangrar inn á ísauðnir Suðurskautsins í áttina til pólsins. Þeir náðu þangað báðir. Annar þeirra undir forystu Norðmannsins Roald Amundsens komst afbur tii skips, en hinn leiðangur- inn undir forystu Bretans Roberts Scotts kom aldrei til baka. Örlög Scotts og félaga hans er einn mesti harmleikur í könnunarsögu heim- skautalandanna, ekki sízt vegna þess, að menn vita nákvæmlega af dagbókum og bréfum um baráttu þeirra félaga og lífsstríð allt fram á síðustu stund. Robert Falcon Scott var fæddur í Devonport á Englandi árið 1868. Hann var af skozkum ættum og forfeður hans höfðu margir verið garpar í sjóher Breta. Sjálfur gerðist hann sjóliði á unga aldri og vandist þar vosbúð og misjöfnum kjörum. Mun sú reynsla hafa orðið honum mikils virði síðar í svaðil- förum í Suðurhöfum og um isauðnir Suðurskautsins. Eitt siun, er Scott var á ferð í London og eyddi þar leyfisdögum, komst hann af tilviljun 1 kynni við sir Clements Markham sjóliðsforingja, sem þá var forseti hins konunglega brezka land- fræðifélags. Honum leizt sérlega vel á piltinn. Fannst að talsverð reynsla af ' svaðilföruin á sjó og hinn skozk'i upp- runi og góður stofn benti til þess, að Scott .gæti vérið heppilegur fyrirliði í leiðangri, sem þá var einmitt verið að undirbúa til könnunarferða í Suðurhöf. Reynda leiðangursstjóra var þá hvergi að fá til slíkra ferða, því að Bretar höfðu ekki um isextíu ára skeið lagt i könnun- arferðir til Suðurskautslanda. Um aldaraðir höfðu hin ókönnuðu landsvæði og ísauðnir heillað vísinda- menn og Iandkönnuði. Um aldamótin 1900 var svo komið, að Suðurskautið var hið eina af stórum landsvæðum jarðar, sem ókannað gat kallazt. Mörgum reynist erfitt að skilja það aðöráttarafl, sem heimskautalöndin búa yfir. Menn leggja lífið að veði til þess að kanna ókunna stigu. Töfrar hins óhekkta, óg lön.gunin til þess að stíga fyrstu sporin er hið mikla ævintýri landkönnuða gegn- um aldirnar. Kapteinn Cook sigldi í kringum Suður- skautslöndin á árunum 1772—74, en sá aldrei land vegna þess að hann hætti sér aldrei of nærri ísnum. Það var ekki fyrr en árið 1820 að mannlegt auga leit fyrst land á Suðurskautinu, suður af GREÍN: GUÐNI ÞÓRÐARSON Suður-Ameríku. Síðar urðu hafsvæðin þar fjölfarin leið selveiðiskipum. Árin 1840—1841 fór landkönnuðurinn Sir James Clark Ross í mikinn l'eiðangur suður og lagði upp frá Ástralíu. Hann fann leiðir gegnum ísbreiðurnar og náði til áður óþekktra auðra hafsvæða og fann ný lönd. Nokkru síðar urðu átakan- leg slys í leiðöngrum þar syðra, er Sir John Franklin leitaði að hinni svoköll- uðu norðvestur siglingaleið. Eftir það féllu rannsóknarferðir niður i langan tíma. Á alþjóðlegri landfræðiráðstefnu, sem haldin var í London 1895, var talið, að könnun Suðurheimskautslandanna væri það verkefni, sem mest væri aðkallandi. Hófust Bretar handa um það að gera út mikinn leiðangur til Suðurskautslanda og valdist Scott þar til forystu, eins og áður er sagt. Keypt var lítið gufuskip, Discovery að nafni. Undirbúningur ferðarinnar gekk vel, og á aðfangadag árið 1901 lét skipið úr höfn frá Nýja Sjálandi. Þar fór vel búinn leiðangur undir forystu hins unga brezka sjóliðsforingja Roberts Falcon Scotts. Hann hafði eins og áður er sagt, þá enga reynslu í heimskautaferðum, en mikilvægir kostir hans komu þá snemma í Ijós. Fáir menn voru Ijúf- mannlegri í framkomu, góðvild ihans og miskunnsemi við menn og málleysingja var frábær. Þessi ungi leiðangursstjóri hafði til að bera flesta beztu kosti brezku þjóðarinnar, þrautseigju, kjark og órjúfanlega tryggð. Leiðangurinn á Discovery var mikil sigurför fyrir Scott og félaga hans. Skip- ið komst heilu og höldnu gegnum rek- ísinn, sem Ross hafði farið um hálfri öid áður. Scott hélt ferðinni ótrauður áfram og fann brátt ný lönd, sem hann nefndi eftir þáverandi konungi Breta og kallaði King Edward VII. land. Við Ross-.eyju fraus skipið inni og þar var búizt um til vetursetu. Með vorinu hélt Scott með nokkra menn i sleðaferð suður á heimskautslandið og náði suður til 82. breiddargráðu, eða 200 mílum sunnar en nokkur maður hafði áður komizt. Næsta sumar var kalt þar syðra, — svo kalt, að ísinn, sem hélt skipinu, haggaði.3t ekki. Búast varð um til vetur- setu á sömu slóðum í annað sinn. Munaði minnstu að skipið kæmist efcki heldur bur.t úr vetrarríkinu á öðru sumri. Það heppnaðist þó, svo til á síðustu stundu. Komst skipið heilu og höldnu úr ísnum og náði heim til Englands. Þótti þessi rannsóknarleiðangur hin mesta sigur.för og voru allir leiðangursmennirnir heiðr- aðir á margvíslegan hátt, þegar heim kom. Árið 1907 stjórnaði Shackleton leið- angri suður í þeim tilgangi að ná til Suðurpólsins. Vegna vistaskorts urðu þeir féla.gar að snúa við, er þeir áttu 93 mílur ófarnar til pólsins. Tókst þeLm að komast heilu og höldnu aftur til iskips og sigldu heim til Englands, þegar ísa leys'ti og skipið losnaði úr vetrar- hrammi. Þessi misheppnaða tilraun Shackletons varð til þess, áð Scott fór aftur að hugsa til suðurferða. Brezku þjóðinni fannst sem heiður sinn væri í veði og sýndi það, þegar á reyndi með fégjöfum til undirbúnings nýjum leiðangri. Scott leítaði til fyrri félaga sinna og valdi Robert F. Scott. flóa, brá skipverjum heidur en ekki í brún, að sjá þar annað skip fyrir. Var þar komið Fram, leiðangursskip Roalds Amundsens. Terra Nova sigldi aftur til aðalbækistöðva Scotts og gerðu skipverj- ar þar grein fyrir tíðindum, en sigldu síðan aftur til Nýja Sjálands, þar sem skipið skyldi geymt meðan vetur stæði syðra. Scott og leiðangursmenn bjuggust nú sem bezt um til vetursetu. Byggður var Síðasti afmælisdagur Scotts haldinn hátíðlegur, nýja menn að auk til ferðarinnar. Leið- angurinn var mjög vandlega undirbúinn heima í London. Scott brá sér til Noregs og keypti þar 115 lesta skip, sem smíðað hafði verið í Harðangri. Hét það Terra Nova og reyndist traust og sterkt í átök- um við ólmar bylgjur hafsins og þunga ísa. Hinn 15. júní 1910 lét skipið í haf frá Cardiíf á Englandi. Um svipað leyti barst Scott óvænt símskeyti frá eynni Madeira. Það hljóðaði þannig: — Er á suðurleið. — Ámundsen. í nóvemberlok lét Terra Nova í haf suður frá Nýja Sjálandi. Skiptust á góð veður, stormar og illviðri. Með skipinu voru 15 hestar og 33 hundar. Eitt sinn gerði veður svo illt, að hestarnir gátu ekki staðið í básum sínum og hundarnir háru si.g illa í ágjöfinni. Tveir hestar drápust og einn hundur týndist, en nokkru af kolum og öðrum varningi 'Skolaði fyrir borð. Leki kom að skipinu í fárviðri þessu og .stóðu skipverjar dag og -nótt við austur, þar til slotaði. Allt ' fór þó vel að lokum og kyrrðist sjór, þeg- ar skipið nálgaðist ísinn. Við -stað þann, sem siðar nefndist Cape Evans fanns't ágætur lendingarstaður og þar var vist- um og öðrum búnaði leiðan'gursins skip- að á land. Skipið sendi Scott síðan til Játvarðs sjöunda lands, þar sem setja á'tti á land f jórá vísindamenn til vetur- setu. Þegar Terra Nova kom inn á Hval- skáli fyrir menn og skepnur, matföng og annan útbúnað leiðangursmánna. Veitti ekki af að ganga vel frá öllu til verndar gegn frostum og harðviðrum. Haustið þar syðra var notað til að flytja vistir til hirgðastöðva suður á jökulhá- landið á leið þeirri, sem leiðangursmenn ætluðu með vorinu til Suðurpólsins. Voru vistir fluttar allt suður á 35. hreiddargr. Sumar er á suðurhveli meðan vetur stendur- hér, eins og kunnugt er. Með vorinu var lagt upp í ferðina miklu. Hinn 3. nóvemher 1911 lagði Scott af -stað með félögum .sínum áleiðis til póls- ins. Gekk allt að óskum í upphafi f-erðar og lengi framan af. Hinn 22. d.esember, þegar lagt var upp frá fertugasta og fjórða 'tjaldstað var liðinu skipt. Nokkr- ir héldu aftur norður til aðalbækistöðv- anna en Scott hélt ferðinni áfram suður við fimm'ta mann. Félagar hans hétu Wilson, Bowers, Oat-es og Evans og koma þeir allir síðar við sögu. Daginn, isem" leiðir skildu milli áttugustu og fimmtú og áttugustu og sjöttu hreiddar- gráðu var kuldinn 18 stig og hæðin 7100 fet yfir sjó. Þeir félagarnir fimm héldu ferð sinni áfram ótrauðir og í góðu skapi. Næstu daga miðaði þeim vel áfram og hinn 16. janúar voru þeir samkvæmt mæling- um sínum komnir bað itærrí pólnum, að þeir. bjuggust við að aá hangað næsta dag. » f Á (

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.