Tíminn - 23.12.1959, Síða 20
JÓLABLAÐ. TÍMANS 1959 ★
Jólainnkaup í stóru verzlunarhúsi.
mikið handa einum og of lítið handa
tveimur. Slikar raddir heyrast ekki
lengiir á þessari öld megrunarkúranna.
Menn hengja upp mistilteina til að
fá tilefni til að skiptast á kossum. Það
er gamaíl enskur jólasiður. Hins vegar
er jólatrjáasiðurinn kominn til Banda-
ríkjanna frá Þýzkalandi og það ljóm-
ar jólatré á næstum hverju bandarísku
heimili. Hin hvítu og rauðu stearinljós
eru löngu niðurlögð en í þeirra stað
eru komin rafljós í öllum regnbogans
litum. Og nú er ekki beðið eftir hinni
hátíðlegu stund, þegar kertaljósin voru
tendruð. Strax og jólatréð er komið inn
í stofu, er kveikt á rafmagnsperunum
og tréð tekur blátt áfram þátt í hinni
almennu lýsingu stofunnar.
Hérna í New York og fleiri borgum
leggur slökkviliðið blátt bann við
notkun hinna gamaldags stearinkerta.
Það er ekki að ástæðulausu. Við stofu-
hitann þorna trén mjög fl ótt upp og
verða eldfim. Ekki þarf nema að eitt
kertið hallist og tréð stendur í ljósum
loga. Og af þessu hafa lilotizt mörg
slys.
Hve jólatrén eru eldfim hér í Banda-
ríkjunum sér maður stuttu eftir jól ef
maður fer í gönguferð eftir götunum.
Þegar fólk verður leitt á jólatrjánum
kastar það þeim bara út um gluggann
og niður í rennusteininn eða á gang-
stéttina þar sem þau lenda í félags-
skap annarra skreytinga jólahátíðar-
innar. En þau fá ekki að liggja þar
lengi. Æska götunnar er kominn á
staö með eldspýtur og tréð fuðrar upp
í hárri eldsúlu. Það er stórfengleg sjón,
sem slökkviliðið og lögreglan horfir á
með stöku jafnaðargeði. En bíleigend-
ur eru með lífið í lúkunum, því að þeir
óttast að unglingunum gæti dottið í
hug að kveikja í trjánum fuil nærri
benzíngeymum bíla þeirra.
Miðnæturhljómleikarnir i kirkjun-
um á jólanótt er fallegur jólasiður. í
kirkjum mótmælenda hljóma kantötur
Bachs og kórar syngja gamla enska
sálma, en lögin við þá eru mun léttari
og gáskafyllri en hinir hátíðlegu og
alvarlegu sálmar Norðurlandabúa.
En þessir sálmar eru næstum hin
eina trúarlega athöfn jólanna, nema
hjá einstaka sérstaklýga trúuðum fjöl-
skyldum. Hinn veraldlegi hátíðasvipur
jólanna, stærstu hátíðar kristinna
manna, sem haldin er til minningar
um fæðingu lausnara heimsins hefur
valdið kirkjunni miklum áhyggjum,
því satt að segja eru jólin fyrst og
fremst orðin hátíð Merkúríusar, verzl-
unarguðsins. Prestarnir segja að jólin
séu stöðugt að fá á sig heiðnari svip og
i öllu bramboltinu kringum jólin
gleýmist algjörlega tilefnið til hátíða-
haldanna. Kristur fallinn í skugga
Merkúríusar.
Á nokkrum stöðum í Bandaríkjun-
um hafa þó jólin á sér trúarlegan svip.
Það er einkum til sveita og í smærri
bæjum, þar sem sértrúarflokkar eða
vakningarhreyfingar setja svip sinn á
bæjarbraginn. Negrarnir í Alabama
halda úppi fögrum jólasið. Á jóla-
kvöld safnast þeir saman á opnu svæði
eða í samkomuhúsi, ekki þó jcirkju, og
kyrja sálma af trúarlegum eldmóði.
Þar getur að líta andlitssvipi þrungna
eftirvæntingu og bæn, einkum meðal
hinna eldri og ákafari. Það stendur
skrifað, að frelsarinn muni snúa aftur
til jarðarinnar — og er þá ekki full
ástæða til að ætla, að hann gerði það
einmitt á afmælisdegi sínum? Það
stendur ekkert um það, hvar hann
muni birtast að nýju — og gæti það
ekki alveg eins orðið í Alabama eins
og á hverjum öðrum stað? Hver veit?
Það gæti vel verið að hann kæmi ein-
mitt hingað og það í das ...
Víða í New York má sjá flokka úr Hjálpræðishemum spila jólasálma
i. á götuhornum.
1 suðurríkjunum hafa gamlir jóla-
siðir varðveitzt, enda þótt þeir séu að
fullu glevmdir í öðrum hlutum Banda-
rikjanna. Á mörgum stöðum í suður-
ríkjunum hafa menn ekki fylgzt með
hinum hraða straumi sem orðið hefur
í amerisku þjóðlífi frá trúarathöfnum
í sambandi við jólahátíðina og siðum
og venium, sem sprottnar eru frá
trúnni. Þar geymast margir eldfornir
siðir um hvernig reka skuli kölska á
brott úr híbýlum og það svo duglega
að hann eigi ekki afturkvæmt fram að
næstu jólum. Einnig brenna menn
syndum liðins tíma með sérstökum
hætti og þessar athafnir fara eftir
kúnstarinnar reglum og ekkert má
bera út af ef vel á að fara.
Scott á
Suðurpólnum
Framháld af bls. 18.
ég að þvinga mig til starfa — ég hafði
tilhneigingu til hins gagnstæða.
Meðal síðustu bréfa Scotts var orðsend
ing til þjóðar hans. Þar segir meðal
annars: — Ógæfa okkar stafaði ekki af
ófullkomnu skipulagi, heldur hinu, að
óhamingjan eiti okkur, þegar mest var
í húfi.
i fjóra daga höfum við orðið að
halda kyrru fyrir í tjaldinu, því að útí
hamast illviðrið. Við erum sjúkir og
erfitt er að skrifa, en mín vegna iðrar
mig ekki þess að hafa farið þessa ferð.
Hún hefur sannað, að Englendingar geta
þoiað mannraunir, hjálpað hver öðrum
og mætt dauða sínum með eins mikilli
hugprýði og á liðnum tímurn. Við höf
um verið fúsir til að leggja líf okkar
í sölurnar fyrir þetta ætlunarverk til
sæmdar landi voru. — Ef við hefðum
lifað, gæti ég sagt sögu um karlmennsku,
þolgæði og hugrekki félaga minna, er
snortið hefði hjarta hvers einasta Eng-
lendings.
Þessi flýtisorð og liðnir líkamar okkar
verða að segja sína sögu. En áreiðanlegt
er, að okkar stóra og auðuga land mun
sjá þeim farborða, sem okkur bar að
annast. á
Yðar R. Scott.
Þannig lufcu þeir ævi sinni, þessar
hetjur, sem mættu örlögum sínum á
hvítum auðnum heimskautalandsins.
Þeir komu ekki sjálfir til baka í lifanda
lífi, en orðstír þeirra kom heim. Miikill
heimskautafari, Friðþjófur Nansen, lýsti
þeim vel í fáum orðum: Karlmenni voru
þeir, sönn og heilsteypt karlmenni, þar
til yfir lauk.
Hvað er maðurinn gamall?
— Leggið saman tölurnar.
Hver verður útkoman, þegar þiS
leggið þyngd hnefaleikaranna
saman?