Tíminn - 11.03.1960, Qupperneq 2

Tíminn - 11.03.1960, Qupperneq 2
2 T í MI N N, föstudaginn 11. marz 1960. Nauðsyn á álmu við Hrafnisiu Aðalfundur Fulltrúar.áðs Sjómannadagsins í Reykjavík cg Hafnarfirði var haldinn í Hrafnistu sunnudaginn 6. marz 1960. Fundarstjóri var Gunnar f'riðriksson og fund- arritari Geir Ólafsson Á fundinum fóru fram öll venjuleg aðalfundarstörf. Reikn- ingar Sjómannadagsins, Happ- drættis DAS, Harfnistu og Laug- arásbíös var útbýtt fjölrituðum meðal fundarmanna og voru þeir allir samþyk'ktir. Þröng á þingi í Hrafnistu, dvalarheimil.i aldr aðra sjómanna eru nú 124 vist- menn, þar af 44 í sjúkradeild. Er þar hvert rúm skipað og hefur svo verið um langan tíma og alltaf eru margir á biðlista. Vegna hinn ar miklu eftirspurnar, sem er um dvöl á heimilinu taldi fundurinn mjöig nauðsynlegt, að unnið verði af fullum krafti að því, að fá fjár festingarleyfi til að byggja nýja álrnu við heimilið og hefja bygg- ingu hennar strax að fengnu leyfi. Var samþykkt áskorun til rfkiS'Stjórnarmnar í því sambandi. Þá samþykkti fundurinn að verja á þessu ári 1,5 millj. kr. til þess- ara væntanlegu framkvæmda. Bensínstöð og bíó Laugarásbíó, sem er að verða fullgert, mun taka til starfa um mánaðamótin apríl maí. Fr'am- kvæmdastjóri þess hefur verið ráðinn Valdimar Jónsson. Á lóð bíósins mun verða rekis benzín- sala og bifreiðaþjónusta og hafa tekizt samningar við Olíufélagið Skeljung í því sambandi. Happasælt happdrætti Happdrætti DAS gekk vel eins og undanfarin ár. Eftir tillögu frá stjórn Fulltrúaráðsins samþykkti fundurinn að reyna að fá lögum Happdrættis DAS breytt á þann veg, að happdrættið fái að starfa á breiðari grundvelli en hingað til, með því að styr'kja byggingu dval.arheimila út um land, sam- kvæmt nánari reglum er settar yrðu. 10 þús. til Rafnkelsfólks Á fundinum var vakig máls á því, hve treglega hefð'i gengið fjársöfnun til aðstandenda þeirra sem fórust með ms. Rafnkeli úr Garði, og hvað unnt væri að gera til að örfa söfnunina. Meðal fund armanna söfnuðust kr. 4.600.00 — og auk þess samþykkti fundurinn af5 Sjómannadagurinn legði fram kr. 10.000.00. Frá vfgslu sundlaugarinnar f Skógum Steinhítur ísafirði, 9. marz. Hér er blíðviðri og sæmilegur afli, en mes-t er það steinbítur. f gær fengu bátarnir 10—12 tonn. Stutt er að sækja á miðin. Afla- hæstu bátarnir í síðastliðnum mánuði voru Guðbjörg með 193 lestir og Gunnhildur með 184 lest ir. Er þá miðað við óslægðan fisk. G.S. Ný laug í Skógum Síðast liðinn sunnudag fór fram vígsla nýrrar sundlaug- ar við Sk.ógaskóla. Laugin er 12,5 m á lengd, 6 m breið og 1—2 m djúp. Hún er yfir- byggð, hiluð upp með olíu- Bessi leikur Gosa í bandi Brúðuleikurinn Gosi frumsýndur á sunnudaginn Á sunnudaginn verður frum sýndur í Iðnó brúðuleikurinn GOSI eftir Jóhannes Steins- son. Jón E. Guðmundsson kennari hefur búið til brúð- urnar ásamt öllum fatnaði og leiktjöldum. Hann er einnig leikstjóri ásamt Jóni Sigur- björnssyni. Sýningin fer fram á vegum Æskulýðsráðs. Sagan um Gosa er upphaflega rftuð' af ítalska skáldinu Carlo Colledi og hefur Walt Disney stuðzt við þá sögu í mynd sinni um Gosa. Brúðuleikrft Jóhannes- ar á ekkert skylt við' útgáfu Disneys. kyndingu og að öllu hið ágæt- asta mannvirki. Með bygg- ingu heniiar hefur hið mynd- arlega skólaheimili í Skógum náð þýðiugarmiklum áfanga. Vígsluhátíðina sóttu um 50 manns. Athöfnin hófst með því, að nem- endur sungu nokkur lög undir stjórn Þórðar Tómassonar, söng- kennara skólans. Því næst flutti skólastjórinn, Jón R. Hjálmarsson, ræðu, skýrði frá gangi verksins og afhenti mannvirkið formanni skólanefndar, Birni Fr. Björns- syni, alþingismanni, til umsjár. Fyrsti baðgesturinn 8 ára Að lokinni ræðu skólastjóra stakk sér til sunds 8 'ára gömul stúlka, Olga Snorradóttir, og vígði þar með laugina. Þá tók til máls formaður skóianefndar, Björn Fr. Björnsson, alþm., lýsti lauginni og árnaði skólanum heilla með hana. Loks fór fram boðsundkeppni milli l Þegar hér var komið sögu, var orðið gefið frjálst. Tóku þá til máls: Ingólfur Jónson, ráðherra, Aðalsteinn Eiríksson, námsstjóri, Þorsteinn Einarsson, íþróttafull- trúi og sýslunefndarmennirnir Páll Björgvinsson, Efra-Hvoli og Óskar Jónsson, Vík. Að endingu bauð skólastjóri gestum til kaffi- drykkju. Bauð gamla fólkinu Akureyrf, 2. marz. Um síðustu helgi efndi Leikfé- lag Akureyrar til sýningar á sjón leiknum Ævintýri á gönguför. Bauð' félagið á sýninguna því fólki úr' bæ og héraffi, er náð hafði sjö- tugs aldri og þaðan af meir. Hús- ið var troðfullt og. skemmti hið aldraða fólk sér ágætlega. í ieiks lok stóð upp Þórarfnn Eldjárn bóndi á Tjörn og flutti.Leikfélag- inu þakkir fyrir hönd boðsgesta. Að' sjálfsögðu gátu ekki allir, scm boðið var, mætt á þessa sýn- ingu, en þeir, sem heima urðu að s'itja nú, eru velkomnir hvenær sem þeir geta komið því við að sjá leikinn. Halldóra Bjarna- Afrlðl úr brúðuleiknum Gosa Einn lifandi Aðeins einn lifandi maður kem ur fram á sviðinu, er það Jón E. Guðmundsson, sem lei'kur Gísla og fer vel á því, þar sem báðir eru leikbrúðusmiðir. Að öðru leyti kemur fram mikill fjöldi af leikbrúðum í margskonar myndr um. Raddir þeirr'a eru fluttar á segulbandi af góðkunnum leikur- um og hefur Jón Sigurbjörnsson annazt þá hlið leikstjórnarinnar. Bessi Bjarnason leikur , Gosa, Kristín Anna Þórarinsdóttir leik- ur álfkonu og flugu, Jón Sigur- björnsson leikur ref, Árni Tryggva son leikur fisk og hrafn og loks leikur Ásgeir Friðsteinsson Óla. Vinsældir Brúðuleikír Jóns E. Guðmunds- sonar hafa hlotjfj feikilegar vin- sældir bæði í Reykjavík og út um land. Má nefna til dæmis að brúðuleikrit hans „Eldfærin“ hef ur verið sýnt samfellt í tvö ár. Annað leikrít, sem varð afar vin- | sælt er „Hans og Gréta“. — Á eftir sýningunni á Gosa verður fluttur aukaþáttur, Dans Nikkó- línu með undirleik á píanó. Saia aðgöngumiða hefst á laug ardag kl. 4. Snorri Hjartar- son kynntur Kynning veður haldin á verkum Snorra Hjartarsonar laugardaginn 12. þ. m. í háííðarsal Háskólans. Hefst kynningin kl. 5 síðd. Hann- es Pétursson skáld flytur erindi um Snorra og skáldskap hans. Að því búnu fer fram upplestur úr ljóðabókum skáldsins. Flytjendur eru: Bryndís Pétursdóttir, leik- kona, Baldvin Halldórsson leikari, Brynja Benediktsdóttir, stud. polyt. og Heimir Steinsson, stud. mag. Milli atriða leika þau Einar Vigfússon og Jórunn Viðar á celló og píanó. Er eindregið lagt að bókmennta unnendum aff sækja kynningu þessa. dóttir gefur B.í. heimilisiðnaðar- safn sitt Búnaðarþing hefur afgreitt til- boð Halldóru Bjarnadóttur um að gera Búnaðarfélagi íslnds heim- ilisiðnaðarsafn sitt með svohljóð- andi ályktun: „Búnaðarþing þakkar Halldóru Bjarnadóttur þann hlýhug, er hún hefur ætíð sýnt Búnaðarfélagi fs- lands, og það sérsfaka traust, er hún sýnir félaginu nú með því að bjóða því heimilisiðnaðarsafn sitt til eignar og varðveizlu eftir sinn dag. Felur þngið stjórn Búnaðarfél. íslands að taka boð'i hennar og búa safninu góðan samastað í nýja búnaðarfélagshúsinu.“ FUNDURFRAMHERJA Félagið Framherji heldur fund í Framsóknarhúsinu uppi n.k. sunnudag og hefst hann kl. 2. DAGSKRÁ: 1. Tillögur laganefndar. 2. Kosningar. 3. Ýmis mál. Á fundinum munu mæta formaöur fuIltrúaráSsins, Kristján Thorlacíus, og erindrekarnir Jóhannes Jör- undsson og Þráinn Valdimarsson.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.