Tíminn - 05.05.1960, Page 6
í-6
TÍMINN, fimmtudaginn 5. maf 1960.
Jón SigurSsson bðndi á Stapa,
Hornafirði, varð 80 ára 14. febr.
1960. Hann var fæddur að Stapa
og hefur dvalið þar æ síðan. Hann
er sonur hjónanna Rannveigar
Hallsdóttur og Sigurðar Jónssonar
bónda á Stapa, og mun sú sasna ætt
hafa búið þar frá aldamótum 1800.
Jón var ungur er hann missti
föður sinn 18 ára eða svo, og tók
hann þá við búsforráðum með móð
ur sinni og Halli bróður sínum,:
sem var ári yngri f. 1881. Jón hefur j
því verið heimilisfaðir að Stapaj
rúm 60 ár.
Búskapur þeirra foreldra Jónsj
og systkina hans, var farsæll mjög.
Heldur lítil efni fjárhagslega eins
«g vfða var á þeim árum. En þauj
voru því meir gædd andlegum
verðmætum, iðjusemi, ráðdeild, og
hjálpsemi við alla. Samanvalin,
elskuð og virt af Öllum er tii
þekktu. Við þeim arfi tók Jón og
systkini hans, frá foreldrum sín-
um. Á þeim arfi hafa þau byggt
sína .starfsemi við Stapaheimilið
og við almenning og aukið og
margfaldað fram á þennan dag,
með bættri aðstöðu á ailan hátt.
Er Sigurður Jónsson á Stapa
féil frá, voru börn þeirra hjóna 6
á lífi og öll heima: Jón fæddur
1880, Hallur 1881 og hin yngri.
Steinunn, Ingibergur, Sigurlaug og
Sigurbergur. Steinunn giftist
Ófeigi Jónssyni, Hafnarnesi, og
hafa þau hjón búið þar síðan. Ingi-
bergur andaðist ungur' heima á
Stapa, Sigurbergur er kvæntur
Björgu Einarsdóttur frá Meðalfelli
og eru þau hjón búendur á Stapa
með systkinum Sigurbergs, f sam-
byggðu húsi með þeim og í hinni
ákjósanlegustu samvinnu úti og
írni. Hin systkinin 3, Jón, Hallur
og Sigurlaug, hafa búið saman á
Stapa, öll ógift. Mörgum finnst
/
80 ára: Jón Sigurðsson, bóndi
á Stapa í Hornafirði
það Ijóður á ráði þeirra systkina,
að hafa ekki gifzt og á þann hátt
lifað fjölskyldulífi. En gæfa þessa
heimilis og þeirra systkina hefur
verið isvo mikil, að fyrir þessu hef-
ur verið séð á hinn fegursta og far-
sælasta hátt, á þessu heimili hefur
altaf verið mjög álitlegur hópur
barna og ungmenna, sem hafa gef-
ið heimilinu hinn fegursta fjöl-
skyldusvip. Fimm eru börnin, sem
þau systkini hafa alíð upp að öll-u
leyti. Mörg fleiri börn hafa dvalið
á heimili þeirra systkina um lengri
eða skemmri tíma, þá hefur og
Sigurbergur og kona hans eignazt
elskulegan barnahóp, sem alizt hef-
ur upp f sama húsinu, sem nú eru
öll gift og Sigurður sonur þeirra
nú byrjaður búskap á Stapa, kvænt
ur Valgerði Gunnarsdóttur frá
Vagnstöðum. Þau hjón eiga og
einnig mjög yndislegan hóp barna,
svo að vorkliður æskunnar hefur
umvafið heimilið á Stapa og gerir
enn og gefur því unað ástar og
fullkomnunar.
Nú er Hallur fallinn frá fyrir fá-
um árum, þá um hálfáttræður. Þor-
leifur Þorleifsson, fóstursonurinn,
f. 1904, hefur nú um mörg ár eftir
að starfsþrek bræðranna fór að
minnka, verið hin styrka stoð heim
ilisins. Hann hefur alizt upp við
heilnæmt andrúmsloft þessa heim-
ilis og tileinkað sér mæta vel
áhrif þess, sem og önnur börn þau,
er alizt hafa upp á þessu. ágæta
heimili. Sigurlaug hefur nú verið
húsfrú á heimilinu hátt á 4. ára-
Björn Þorgrímsson og Jón á Stapa.
tug. Hún hefur í ríkum mæli til-
einkað sér kvenlegar dyggðir; hún
hefur staðið við hlið bræðranna
með mikilli atorku og húsmóður-
legum myndugleik, úti og inni dug-
mikil og ástrík. Og Jón, 80 ára af-
mælisbarnið, virðist enn vera stoð
og hinn sterki .stofn Stapaheimilis-
ins jafnframt því að hann sýnist
enn prýða topp hins greinamikla
trés, og sálin virðist enn sindra af:
eldmóði æskunnar.
Einhvers staðar h^f ég séð mynd
af Stapaheimilinu, sem einu mynd
arlegasta heimili á landinu. Mér
þótti vænt um að sjá þá mynd, því
að svo mun líka mörgum sýnast.
Byggingar, ræktun og búskapur
allur með bezta móti, efnahagsaf-
koma farsæl og góð og heimilis-
bragur allur svo elskulegur, að al-
veg er framúrskarandi. Og rneð
allt það einvalalið starfs- og ráða-
manna, mun enn vera leitað ráða
til Jóns um allar stærri fram-
kvæmdir heimilisins.
Mikil gæfa hefur Jóni, systkin-
unum og öðrum meðlimum heim-
ilisins hlotnazt við að skapa slíkt
menningarheimili, sem hér er um
að ræða, og gæfa er það einnig
fyrir okkur öll hin, sem höfum
kynnzt fólkinu, uppbyggingu heim-
ilisins og starfstilhögun allrL Við
fáum mikla löngun til að reyna að
líkja eftir og skapa slíkt. Jón hafði
um langa tíð meðan starfsbraftar
entust, unnið mikið að húsbygg-
ingum og öðrum störfum með sveit
ungum sínum og einnig oft utan-
sveitar.
Hallur sinnti hinum opinberu fé-
lagsstörfum, var lengi í hrepps-
nefnd, skattanefnd skólanefnd o.
fl., að ógleymdri virkri ungmenna-
félagsstarfsemi. Þorleifur Þorleifs-
son hefur tekið við miklu af slíkri
félagsstarfsemi er Hallur hvarf af
því stafssviði. Jón á Stapa var einn
af stofnendum Kaupfélags A.-Skaft
fellinga og hefur heimilið verið
þar sterkur og áhugasamur aðili
alla tíð einnig hefur heimilið verið
alla tíð sterkur og áhugasamur að-
ili að starfsemi Framsóknarflokks-
ins.
Ég óska Jóni vini mínum á
Stapa innilega til hamingju með 80
árin og allt það mikla starf er hann
hefur innt af höndum.
Ég þakka Jóni og heimili hans
60 ára elskuleg og góð kynni,
kynni, sem ylja huga minn í end-
urminningu um ókomin ár, eins og
þau hafa oft gjört um liðin ár.
Ég bið að Guð gefi Jóni á Stapa,
systkinum hans og öðru venzla-
fólki blíða daga og hjarta, gleði-
ríka og sanna, og heimilinu áfram
blæ friðar og fagurra dyggða um
ókomin ár.
Kristján Benediktson,
Einholti.
Apríl-bók AB
Maí-bók AB
Maria Dermout:
Þorleifur Bjarnason:
7W/N
Andrés Björnsson íslenzkaði
Maria Dermout er hollenzk að ætt. en fædd á Jövu
árið 1888 og hefuT dvalizt þar eystra lengst af ævinn-
ar. Hún hóf ekki ritstörf fyrT en 63 ára, en Frúna í
Litlagarði ritaði hún á 68. aldursári. Hefur sagan
farið sigurför víða um heim.
Frúin í Litlagarði gerist á eyju í Molucea-klasanum.
Aðalpersónan Lukka er fædd þar, en tekin þaðan
barn og lifir ásamt foreldrum smum hálfgerðu flökku-
lífi í Evrópu í mörg ár. Eftir að maður hen-nar hefur
yfirgefið hana, snýr hún aftur til eyjarinnar ásamt
ungum syni. Þetta er saga hennar og þess fólks. sem
hún umgengst, ekrueigenda, kennara, fiskimanna, töfra-
manna, iðjuleysingja o. s. frv. — heimur fjarlægur ís-
lamdi landfræðilega. en þó nálægur. ef lítið er á hugs-
anir fólksins, trú þess og hjátrú
Yfir sögunni hvíla dulrænir töfrar, sem gera hana
spennandi og áhriíamikla.
ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ