Tíminn - 05.05.1960, Síða 9
T í MIN N, {immtudagmn 5. mai 1960.
9
Samvinnuskólanum að Bif-
röst var slitiS hinn 1. maí
síSast liSinn. Fór athöfnin
fram í hátiSasal skólans. Hófst
hún meS því, aS séra Sveinn
Víkingur, settur skólastjóri,
flutti skýrslu um starfsemi
skólans á liSnum vetri. KvaS
hann nemendur hafa veriS
76 aS tölu, og aldrei fleiri.
Séð yfir sal viö skóiaslit.
Ræddi hann síðan um manna
skipti sem orðið höfðu á síð-
astliðnu hausti. Prú Beryl
Kolheinsson, sem gegnt hafði
störfum sendikennara undan
fama vetur, hvarf af landi
brott, en við tók Judith Poot,
áströlsk að ætt. Þá urðu einn
ig húsmæðraskipti; gegndi
frú Sigurlaug Helgadóttir því
starfi nú í stað frú Guð-
laugar Einarsdóttur, sem
dvelst erlendis. Matráðskona
frá því í fyrra hætti einnig
störfum, og harmaði séra
Sveinn mjög missi þessa á-
gæta kvenkosts. Kvað hann
þó huggun harmi gegn, að
í stað hennar hafði skólanum
auðnast að klófesta bryta
einn föngulegan .og vel í skinn
kominn. Þá hefur húsvörður
verið ráðinn að skólanum.
Gegnir þeirri stöðu Hróbjart
ur Jónasson. Síðast en ékkl
sízt hafa orðið skólastjóra-
skipti á Bifröst, þar eð séra
Guðmundur Sveinsson dvelst
í leyfi erlendis um þessar
mundir, en séra Sveinn Vík-
ingur hefur komið í hans stað.
Pélagslíf hefur staðið með
blóma í skólanum í vetur.
Málfundaféiag hefur starfað
Frá farandi formaSur skóiaféiagsins,
Jón IHugason, kveður fyrlr hönd
annars bekkinga.
Samvínnuskólanum slitið
i fertugasta og annað sinn
Séra Sveinn Víkingur, sem gegndi skólast|órastörfum í vetur.
sem undanfama vetur, tvö,
eða jafnvel þrjú blöð hafa
verið gefin út. Hljómsveit hef
ur einnig starfað við góðan
orðstír. íþróttafélag hefur og
starfað undir umsjón og leið
sögn Hróars kennara Björns
sonar. Iðkaði það knatt-
spyrnu af miklu kappi og
raunar fleiri íþróttir, sendi
m. a. keppendur til víðavangs
hlaups Í.R. og vann þá bikar
í sveitakeppni.
Fullveldisfagnaður var að
vanda haldinn fyrsta desemb
er, og annað hóf hinn fyrsta
febrúar, en skólameyjar af
Varmalandi sóttu Bifröst
heim, til mikillar gleði fyrir
rúman helming nemenda. Þá
var að vanda efnt til listkynn
ingar í skólanum, að þessu
sinni til heiðurs nóbelsverð-
launaskáldinu Salvatore Quas
imodo. Flutti Thor Vilhjálms
son rithöfundur erindi um
skáldið og ítalska. ljóðlist, og
auk þess skemmtu Þuríður
Pálsdóttir og Kristinn Halls
'son með söng. Auk þess heim
sóttu skólann þeir Erlendur
Einarsson forstjóri SÍS og
Eysteinn Jónsson fyrrv. ráð-
herra skólann um veturinn
og fluttu erindi. Því næst af-
henti skólastjóri nemendum
einkunnabækur. í fyrsta bekk
hlaut hæstu einkunn Gunnar
J. Magnússon, 9.01, en í öðr-
um bekk Geir Geirsson frá
Reykjavík, einnig 9.01. Ann-
ar í röðinni varð Arngrímur
Arngrímsson frá ísafirði. með
9.00, og þriðji Jón Illugason
úr Mývatnssveit með 8.75.
Þá afhenti skólastjóri verð-
laun fyrir unnin námsafrek.
bikar þann, sem veittur er
árlega fyrir beztan árangur
í bókfærslu. Pékk hann eink
unnina 9.7 Geir Geirsson fékk
verðlaun fyrir beztan náms-
árangur í öðrum bekk. Þá
hlutu verðlaun fyrir umsjón
arstörf þau Helgi Ingi Sigurðs
son og Védís Elsa Kristjáns-
dóttir. Því næst söng bland-
aður skólakór undir stjórn
iHalldórs Sigurðssonar í Borg
j arnesi.
Því næst flutti Baldur
! Óskarsson, frá Vík í Mýrdal
íkveðjuræðu fyrir hönd fyrstu
! bekkinga, og Jón Illugason
\ fyrir hönd annarsbekkinga.
Þá talaði Gunnar Grímsson
kennari, og kvaddi nemendur
af hálfu kennara. Að því
;loknu afhenti Þorsteinn Jóns
son hljómplötur með verkum
Beethovens, og var það gjöf
! 25 ára nemenda til skólans.
; Þá tók til máls Gunnar
| Steindórsson, forstöðumaður
i fræðsludeildar SÍS og brýndi
útskrifaða nemendur til skel
eggra baráttustarfa j þágu
samvinnuhreyfingarinnar.
Að lokum sleit séra Sveinn
Víkingur, skólastjóri, skólan
um með ræðu. Meðal annars
minntist hann Jónasar Jón-
Hinn nýkjörni formaður skólafélags-
ins, Baldur Óskarsson, lcveður af
hálfu fyrsta bekkinga.
assonar frá Hriflu, sem lengst
af var skólastjóri Samvinnu
skólans, en hann átti einmitt
75 ára afmæli þennan dag.
Lýsti hann því yfir, að sér
hefði verið það óblandin á-
nægja, að fá þannig á efri
árum tækifæri til þess að
kynnast æskunni í dag og við
horfum hennar, og kvaðst
ekki geta tekið undir með
þeim mönnum sem for-
dæmdu nútíma æsku. Hann
kvað viðhorfin að visu mjög
breytt, og mætti ef til vill sitt-
hvað að fínna, en kostirnir
væru þó yfirgnæfandi.
Því næst lýsti hann 42.
starfsári Samvinnuskólans
lokið. Stóðu menn þá upp og
sungu ísland ögrum skorið.
Að loknum skólaslitum var
sameiginleg kaffidrykkja, áð
ur en nemendur og gestir óku
úr hlaði.
Hinir nýútskrifuðu nem-
endur munu nú fara í stutta
skemmtiferð innanlands, en
að henni lokinni munu flest
ir hverfa til starfa í þágu
samvinnuhreyfingarinnar.
-ds-
Hafnarbönn
á báða bóga
NTB—NEW YORK, 3. maí. —
Um tíu amerískum flutninga
skipum, sem landa áttu
farmi sínum í arabiskum höfn
um hefur verið snúið til ann
arra hafna, vegna hafnar-
banns Araba á öllum amerisk
um skipum, upplýsti talsmað
ur bandaríska utanríkisráðu
neytisins í dag. — Neita hafn
arverkamenn þar, að sklpa
upp úr amerískum skipum,
svo og er þeim neitað um við
gerðir og nauðsynlegar vist-
ir. Er þetta mótráðstöfun af
hálfu Araba, vegna verkfalis
bandarískra hafnarverka-
manna við vinnu í arabi^k-
um skipum, en sú ráðstöfun
var aftur mótmæli vegna
banns arabiska Sambands-
lýðveldisins