Tíminn - 10.06.1960, Blaðsíða 2

Tíminn - 10.06.1960, Blaðsíða 2
2 T í MI N N, föstudaginn 10. júní 1900. Kvennaskðlinn lýkur Kvennaskólanum í Reykja- 'vík var sliíið laugardaginn 21. maí s.l. að vjðstöddum gest- um, kennurum og nemendum. Var þetta 86. starfsár skólans, en hann hóf göngu sína 1. okt. 1874. Brautskráðar voru að þessu sinni 42 námsmeyjar. í skólann settust i fyrra-haust 225 námsmeyj ar o,g iuku 222 prófi að meðtöld- um þeim stúlkum, sem gengu undir landspróf, en þær voru 21. Þá þakkaði forstöðukona, frú Guðrún Helgadóttir, fyrirrennara sinum, frk. Ragnheiði Jónsdóttur, frábær störf í þágu skólans og mikla og góða leiðsögn í erfiðu starfi. Breytingar á kennaraliði voru þær, að Solveig Kolbeinsdóttir cand. mag. annaðist kennslu í ís- landssögu í fjórðúbekkjardeildum í stað frk. Ragnheiðar Jónsdóttur fyrrverandi skólastýru og íslenzku kennslu í fyrsitu bekkjardeildum. Frk. Jóna Hansen annaðist dönsku kennslu í 4. bekk og Ingólfur Þor- kelsson dönskukennslu í 2. og 3. bekk í veikindaforföllum frú Hrefnu Þorsteinsdóttur. Snorri Sigurðsson skógfræðingur kenndi náttúrufræði í 1. og 3. bekk. Frú Sigrún Jónsdóttir annaðist teikni- kennslu í 1. bekk og frú Brifctc Gíslason annaðist söngkennslu í skólanum i vetur. Hæstu einkunnir Forstöðukona gerði síðan grein fyrir starfsemi skólans í aðaldrátt um og árangri vorprófa. Fjórir bek'kir skólans voru starfræktir í átta bekkjardeildum. Ifæsta einkunn í bóklegum grein- um í 4. bekk hlaut að þessu sinni Jóhanna SigursveinsdóttSr, í 4. bekk Z, 9,07. í 3. bekk hlaut Sig- rún Ásgeirsdóttir hæsta einkunn, 8,27, í 2. bekk Margrét Sigursteins dóttir, 9,07, og í 1. bekk Fríður Ólafsdóttir, 9,17. Miðskólaprófi luku 37 stúlkur, 59 unglingaprófi og 62 prófi upp í 2. bekk. Sýning á hannyrðum og teikningum náms meyja var haldin 15. og 16. maí, og var hún vel sótt. Gjafir, verSlaun o. fI. Þá minntist forstöðukona á eina virðulegustu gjöf, sem skól- ar.um hefði borizt. Frú Ágústa Ól- afsson lézt 3. des. s.l. Hún gaf eftir sinn dag Nemendasambandj Kvennaskólans mikla gjöf og hafði óskað þes, ef einhver vildi minn- ast sín, að þá yrði Kristjönugjöf, styrkfarsjóður Kvennaskóla- stúlkna, iátinn njóita þess. Risu viðstaddir úr sætum og vottuðu frú Ágústu virðingu sína. Þá fluttj frú Sigríður Briem Thors'teinsson, formaður s'kóla- nefndar, ávarp. Þakkaði hún fyrr- verandi forsíöðukonu, frk. Ragn heiði Jónsdóttur, mikið og óeigin gjarnt starf við skólann og árn- aði honum allra heilla í framtíð- inni. Fyrir hönd Kvennaskólastúlkna, sem brautskráðust fyrir 40 árum, mælti frú Margrét Ásgejrsdóttir. Færðu þær s'kólanum gjafir og óskuðu honum allrar blessunar. Frú Þuríður Hjörleifsdótti mælti fvrjr höna þeirra, er hraut- skráðust fyrir 10 árum. Færðu þær Systrasjóði minningargjöf um látna skólasystur sína, frú Sol- j veigu Ólafsdóttur, er lézt 15 marz 1957. Fyrir jólin í vetur höfðu nem- endur 4. bekkjar C, er brautskráð ust 1954, fært skóla sínum að gjöf vandað og gott segulbands- tæki. Þakkaði forstöðukona eldri nem cndurr, alla þá vjnáttu og hlýhug og þá tryggð, sem þeir hefðu alla tíð sýnt skóla sínum. Verðlaun úr Minningar'sjóði frú Þóru Melsted hlutu Jóhanna Sig- ursveiiisdóttir 4. bekk Z og Gerð- ur Ólafsdóttir 4. hekk C. Eru þau veitt fyrir ágæta ástundun og giæsilegan- árangur við bóklegt nám og eru sjlfurskeið með merki skólans á skaftinu. Eru þetta virðu legustu verðiaun, sem skólinn út- hlutar. Verðlaun fyrir mest og bezt afrek í fatasaumi úr Verð- launasjóði frú Guðrúnar J. Briem hlaut Sigurlaug Indriðadóttir 4. bekk C. Verðlaunin voru áletrað- ur silfurspaði, Verðlaun úr Thom- senssjóði fyrir beztan árangur í útsaumi hlaut Margrét Sigurstejns (Framhald á 15 síðu). Svertingja- hatriö borgar sig illa NTB-London, 8. júní. — 19 ríki dreifð um allan heim taka nú þátt í kaupbanni því, sem heimssambandið gegn kynþáttamisrétti hefur komið af stað. Skýrði formaður sam takanna frá þessu í dag. Lík- ur eru til að mörg fleiri ríki bætist í hópinn. Verzlunar- málaráðherra S-Afriku viður kenndi í dag, að ástandið væri mjög alvarlegt og færi fram sem horfði, yrðu S-Af- ríkubúar að herða ólina. Opp enheimer stærsti atvinnurek andi S-Afríku sagði í dag, að ef stjórnin ekki breytti um stefnu, myndi fjármagn streyma úr landinu og afleið ingin verða fátækt og eymd. V erksmið jubyggð iðnaðarhús I frásögnum dagblaða 24. f. m. af starfsemi Byggingar- iðjunnar h.f. gætir missagna um verksmiðjuhús Kassagerð ar Reykavíkur við Kleppsveg. Þykir þvi rétt að skýra nánar frá byggingunni og tildrögum hennar. Eins og tekið var fram er húsið byggt úr verksmiðju- gerðum hlutum og er það hið fyrsta si’nnar tegundar hér á landi. Steinstólpar h.f. hafa í nokkur undanfarin ár haft í notkun tæki til að gera í for- spennta hluti úr steinsteypu, en þau hafa aðallega verið notuð til að gera í þeim til- tölulega litla hluti, stólpa o. þ. h. Á s. 1. sumri varð að sam- komulagi við Kristján Jó- hann Kristjái^sson, forstjóra1 Kassagerðar Reykjavikur, að1 Steinstólpar h.f. tækju að sér að byggja í verksmiðju sinni steingrind í framannefnt hús og reisa það, en Kristján hafði kynnzt þessari bygging araðferð utanlands, enda virðist þessi aðferð vera lang heppilegust hér við byggingu verksmiðjuhúsa, vinnslu- stöðva sj%.varafurða, útihúsa í sveitum og margt fleira. Húsið er rúmlega 4000 ferm. Það er reist á 90 súlum úr þeytisteypu (centrifúgeruð- um). Á efri enda þeirra er skástoð 2,2 m á lengd. Bil milli súlna er 12 m. þvert á húsið, en á milli þeirra eru bitar úr strengasteypu. Annar endi þeirra hvílir á skástoðinni, en hinn á stalli á mótum súlunn ar og skástoðarinnar. Milli bitaraðanna eru 5 metrar. Undir þakbrúnum eru rennur úr strengjasteypu eftir endi- löngu húsinu. Steinstólpar h.f. reisa húsið, steypa súlurn ar, rennurnar og helming bit anna, en Byggingariðjan h.f. steypir hinn helming þeirra. Steinstólpar h.f. hafa þeg- ar hafið framleiðslu á verk- smiðjuhúsi af líkri gerð fyrir Þungavinnuvélar h.f. Hús Kassagerðarinnar við Kleppsveg. Vantar vöggustofur og leikskóla í Hlíðarnar Aðalfundur Sumargjafar var nýlega haldinn í hinu nýja skrifstofuhúsnæði þess að Fornhaga 8. Formaður fé- lagsins, Páll S. Pálsson, hrl. setti fundinn og stjórnaði honum. Starfrækt voru fjögur dag- heimili og fimm leikskólar allt árið. Auk þess einn leik- skóli níu mánuði. Föndur- deildir á tveimur heimilum fyrir 4—7 ára börn, Daglega eru nú á vegum félagsins um 700 börn. Ormsby-Gore varar við NTB-Genf, 8. júni. — Full- trúi Breta, Ormsby-Gore, var aði við því á afvopnunarráð- stefnunni í Genf i dag, að leggja einhliða áherzlu á út- rýmingu kjamavopna. Það væri ekki nóg, útrýming venjulegra vopna yrði aö fylgja með. Hann sagði, að sovézku tillögurnar yrðu vel athugaðar, benti á ýmsa ósamkvæmni í þeim. Zorin, fulltrúi Rússa, var hinn blið asti og bað vesturveldin að taka nú tillögum Rússa vel og vera ekki alltof lengi að því. Unnlg mr ao þn að koma á fót föndurstarfseml fyrlr 6—8 ára börn. Húsnæði fékkst í Féiagsheimili æsku- iýðsráðs, Lindargötu 50. Ekki var hægt að starfa nema 4 stundir daglega, vegna starf- semi æskulýðsráðs. Um 50 börnum var hægt að veita móttöku, og var alltaf full- skipað og starfsemin vinsæl Þá minntist, íormaður á þörf fyrir vöggustofu og leikskóla í Hiíðunum. Formaður gat þess í sam- bandi við samþykktir síðasta aðalfundar, að enn hafi ekki fengizt hækkaður ríkissjóðs- styrkur til félagsins, þrátt fyr ir ítrekaöar tilraunir. Hann er nú 200.000 kr. Styrkur Reykjavíkurbæjar var kr. 2.500.000.00 auk þess til Fóstruskólans kr. 55.000.00, og frá ríkinu kr. 35.000.00. Á ár- inu var unnið mikið við bygg ingu nýs bamaheimilis við Fornhaga, og mun það að for fallalausu taka til starf næsta haust. Bogí Sigurðsson, fram- kvæmdastj óri félagsins, las og skýrði reikninga Sumar- gjafar. Byggingarsjóði kr. 312 þúsund, var varið í skrifstofu húsnæði, Fornhaga 8. Þá fór fram stjórnarkjör. 1 stjórn eru nú: Páll S. Páls son, Jónas Jósteinsson, Þór- unn Eínarsdóttir, Emil Björns son, Valborg Sigurðardóttir, Arnheiður Jónsdóttir og Helgi Eliasson. F.U.F. f Kópavogi heldur félagsfund n.k. mánudag, 13. júní kl. 9 e.h. í Edduhúsinu. Kosning fulltrúa á sambandsþing. STJÓRNIN Framsóknarmenn í A- H ú navatnssýslu Framsóknarfélögin í Austur-Húnavatnssýslu halda aðal- fundi sína aS hótel Blönduósi sunnudaginn 12, |úní kl, 3 síðdegis. STJÓRNIN Stjórnmálafundir Framsóknarflokkurinn boðar til almennra stjórnmála- funda á SauSárkróki, Hvammstanga, Blönduósi oc; SiglufirSi sem hér segir: SauSárkrcki laugard. 11. júni kl. 8,30, Hvammstanga sunnud. 12. jún! kl. 4,30 Blönduósi sunnud. 12. júní kl. 9,00 og Siglufirði þriðjud. 14. júní kl. 9,00. Á Sauðárkróksfundinum mæta Ólafur Jóhannesson og Skúli Guðmundsson, á Hvammstanga Skúli GoSmunds- son og Jón Kjartansson, á Blönduós? Óíafur Jóhannes- son og Björn Pálsson, og á Siglufirði Jón Kjartansson, Ólafur Jóhannesson og Björn Pálsson. Flokksstarfió.i baenum Skrifstofan ! Framsóknarhúsinu erður fyrst um sinn opin kl. 5—6 e.h. alla virka daga nema laugardaga,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.