Tíminn - 10.06.1960, Blaðsíða 8

Tíminn - 10.06.1960, Blaðsíða 8
8 TÍMINN, föstudaginn 10. júní 1960. VETTVANGUR ÆSKUNNA1 RITSTJÓRI: GUTTORMUR SIGBJARNARSON ÚTGEFANDi: SAMBAND UNGRA FRAMSOKNARMAN.NA Séra Sigurður í Holti og Hendrik Ottósson sýndu dæmaf áa þjónkun viö erlend stórveldi í ríkisútvarpinu s. I. mánudag Andleg starblinda Annan hvítasunnudag s. 1. hófu tveir ungir menn, þeir blaSamennirnit Heimir Hann esson og Haraldur Hamar nýj an þátt í dagskrá Ríkisút- varpsins. Þáttinn nefndu þei'r: Heima og að heiman. MeSal annarra viðfangsefna, sem þeir tóku til meðferðar voru, njósnir stórveldanna og heimspólitíkin í dag. Þeir fé- lagar kynntu þessi mál nokk uð, en fengu síðan tvo eldri menn, þá séra Sigurð Einars- son í Holti og HendriJc Ottós- soji, fréttamann, til að segja sitt álit á þeim málum. Ekki get ég sakfellt þá ungu menn ina, þó að þeim yrði það á að lei'ta til sér eldri manna um álit þeirra á viðhorfi í alþjóða málum, og þvi siður get ég áfellzt þá, þó að þeim yrði það á að kynna þá sem reynda og kunnuga menn á þessum svið um. Hitt er svo annað mál, að engum, sem á þá hlýddu, gat dulizt það, að annað hvort hefðu þeir eldri menn- irnir ekki minnstu þekkingu á heimspólitik, eða þá senni- legar hitt, að þeir væru haldn ir slíkri andlegri starblindu, að eigin dómgreind væri úti- lokuð. f stuttu máli sagt, þá hefur varla nokkur fræðzt hið minnsta ,um heimspólitík af málflutningi þeirra félaga. Því miður séra Sigurður. . Að vísu kom það engum á óvart, þó að Hendrik Ottós- son sæi ekki nema eina hlið á alþjóðamálum, því að það hefur verið þjóð kunnugt um árabil, að hann setur jafnan upp rauö gleraugu, áður en hann lítur í kringum sig. Öðru máli gegnir um séra Sigurð í Holti. Hann var hér áður fyrr þekktur fyrir skil- merkilega fyrirlestra um al- þjóðamálefni, svo að það hefði verið hægt að gera sér vonir um nokkurn fróðleik úr þeirri átt. Því miður, þá brugðust þær vonir algerlega, því að allur málflutningur hans einkenndist af þröng- sýni og algeru skilningsleysi á gangi alþjóðamála. Þeir báðir félagar, séra Sigurður og Hendrik, sáu aðeins aöra hliðina, annar austur en hinn vesturhlið- ina. Sigurður virtist mjög lirifinn af öllum aðgerðum Bandarikamanna og sá þar hvergi hina minnstu veilu, en Hendrik taldi allt gott og blessað, ef þafi var œttað frá Rússum, og taldi allar að.gerðir þeirra sanngjarnar og réttlátar. Það getur eng an veginn talizt þekking á heims'póliták að sjá aðeins eina hlið á þeim málum, tll þess eru þau alltof flókin. Því miður, séra Sigurður, pólitísk glöggsýni þín hefur förlast. Sökin er sjaldnast á einni hendi Þegar tveir deila, þá er það mjög sjaldgæft að annar aðilinn beri alla sökina, og það á ekki síður við þegar stórveldin eiga hlut að máli, því að engir hlúa betur að sér og sínum, heldur en einmitt þau. Það er alveg óhætt að slá því föstu, að hvort sem fulltrúar stórveldanna sitji við samningaborðið eða eiga í öðrum viðskiptum, þá hugsa þeir fyrst og fremst um hags muni þjóðar sinnar. Enginn skyldi láta sér til hugar koma að nokkuð stórveldi fórni hagsmunum sínum eða að- stöðu á altari smáþjóðanna. Það ættum við íslendingar að þekka af biturri reynslu. Þrjú öfl ráðandi í heiminum Síðan í styrjaldarlok hefur heimurinn skipzt að miklu leyti í tvær ólikar „blokkir”, austur og vestur. Þar fyrir utan stendur svo þriðji aðil- inn, sem eru nokkur ríki, sem hvorugum hópnum tilheyra. Oftast eru þau nefnd hlut- j lausu ríkin eða smáríkin, þó 1 að hvorugt geti talizt rétt- i nefni. Þessum ríkjum fer ' fjölgandi, og þau hafa nú á , síðustu árum gerzt æ áhrifa- meiri í alþjóðamálum, þó að J deilur austurs og vesturs setji í ennþá mestan svip á alþjóð- i leg viðskipti. ^Stvrjöld er csennileg | Markalínan milli austurs og vesturs er orðin svo stað- bundin, að þar verða engar breytingar á næst komandi ár. Ef annar hvor aðilinn vildi knýja fram breytingar, þá mundi það kosta heim- styrjöld, en hvorki Banda- ríkjamenn eða Rússar óska eftir heimsstyrjöld, þvi að þeir gera sér fulla grein fyrir því, að hún mundi kosta ger- j eyðingu eftir tilkomu kjarn-, orkuvopnanna. Hinu má ekki gleyma, að þeir mundu tapa stöðu sinni sem verndarar fylgiþjóða sinna, ef öll styrj- aldarhætta væri liðin hjá- Mikið af þeirri styrjaldar- hættu, sem stórveldin eru sí og æ að stagast á, er aðeins áróðursbragð til að sverta andstæðinginn. En austur og vestur heyja styrjöld á öðrum vígstöðv- um, það er að segja á sviði efnahagsmála, menningar- mála og í þjóðfélagsuppbygg ingu. Á þeim sviðum er öll- um tiltœkilegum ráðum beitt til að knésetja and- stæðinginn, og framtíð mannkynsins á nœstunni veltur á því, hvor aðilinn verði þar ofan á. Baráttan snýst aðallega um það, hvor ir eigi að \era leiðandi afl fyrir smáþjóðirnar. Kjarnorkuveldin vilja ekki tapa forréttindum sínum Á 'S. 1. ári gerðu Bandaríkin og Sovétríkin mikið til að draga >úr spennu í alþjóðamál um og varð þeim allmikið ágengt í þeim efnum. Báðir aðilar töldu sér það hentugt að draga úr hergagnafram- leiðslunni til að geta beitt sér af alefli að hinum þáttum baráttunnar. Þó mun sú stað- reynd vera þyngst á metun- um, eð báðir aðilar vilja bann við kjarnorkuvopnum, enda höfuðáherzian lögð á þá hlið málsins. Hvers vegna bann við kjarnorkuvopnum? kann margur að spyrja. Því er til að svara: Ef framleiðsla kjarnorkuvopna verður ekki stöðvuð, þá mun á nœstu 5— 10 árum bœíast um tuttugu nýjar þjóðir við, sem geta framleitt kjarnorkuvopn, en við það míssa núverandi kjarnorkuveldi megnið af þeim forréttindum, sem þau nú ha-fa í heíminum. Áhrif njósnaflugsins Þessi viðleitni þeirra virtist ætla að bera góðan árangur, og bundu menn því miklar vonir við stórveldafundinn í París. Þetta fór þó á aðra leið, eins og flestum er í fersku minni. Vesturveldin kenndu Rússum um það, hvernig fór, en Rússar báru við njósnar- flugi Bandaríkjamanna. En var þá njósnarflugið svona mikilvægt mál, að það eitt nægði til slikra endaloka á leiðtogafundinum í París? Nei, það getur engan veg- inn talizt það, því að það er á allra vitorði, sem nokkuð til þekka, að njósnir eru stund- aðar á báða bóga, eins og frekast er unnt. Samt sem áður er það harla fátítt á sögunnar spjöldum, að stjórnarvöld viðurkenni það opinberlega, að þau reki njósnir, og því siður, að þau hafi talið þær rét'tlœtanlegar og jafnvel nauðsynlegar vegna varna heimalandsins, eins og Bandaríkjamenn gerðu. Slík opinber tortryggni rétt fyrir leiðtogafundinn og þverbrot á sögulegum hefðum voru mjög móðgandi i garð Sovét ríkjanna, og gáfu þeim ágœtt tœkifœri til að vera dýrkeyptir, þegar til fundar ins kom, enda notuð.u þeir sér það til að valda ágrein- ingi. Þráti fyrir það munu allt aðrar ástœður liggja til grundvallar fyrir því, hvern ig leiðtogafundinum Ivktaði, enda voru þaS Rússar, sem hófu úlfaþytinn um njósnar flugið til þess eins að reita Bandaríkjamenn til reiði. Hvers veqna fór þá leiðtoqa- fundurinn út um búfur? Hinar raunverulegu ástæð ur fyrir því, að leiðtogafund- urinn fór sem fór eru vafa- Iaust margar, og þeirra er að leita jafnt austan tjalds sem vestan. Bæði i Sovétríkjunum og Bandaríkjunum eru ríkjandi sterk öfl, sem ekki æskja þess að slakað sé á í alþjóða málum. Stalinistar í Sovétríkj unum og hergagnaframleið- endur í Bandaríkjunum óska ekki eftir bættri sambúð þjóða í milli. Höfuðástœðan fyrir þvi, hvernig leiðtogafundurinn fór, hygg ég þó vera þá, hvort Kína ætti að fá aðild að alþjóðasamtökum, svo sem Sameinuðu þjóðunum. Rússar hafa œtíð krafizt inn töku þeírra í Sameinuðu þjóðimar, og hafa sett það að skilyrði fyrir afvopnunar samningum. Allar líkur benda- til þess, að Banda- ríkjamenn hafi verið búnir að fallast á aðild þeirra. Þrátt fyrir það reyndust þeir jafn ósveigjanlegir síð- ast liðinn vetur á allsherjar þinginu. Þessu svöruðu Rúss ar með þvl að gera leiðtoga- fundinn verri en árángurs- lausan. Aðild Kínverja aS alþjóðasamtökum Afvopnunarsamningar verða aldrei gerðir án þátttöku Kín verja, enda koma slíkir samn ingar ekki til greina án aðild ar fjölmennasta ríki verald- ar, þar sem þeir eru ennfrem ur eitt mesta herveldið. Jafn framt má ekki gleyma því, að Sovétríkin ráða ekki yfir Kína, og þeir óttast Kínver.ia jafnvel meira en Bandaríkin Þeir eru heimsfriðnum hættulegastir Að lokum vildi ég minnast lítið eitt á málflutning þeirra séra Sigurðar og Hendriks. Eins og ég hef áöur drepið á, áttu þeir það sammerkt, að telja annan deiluaðila bera alla sök á deilunni en hinn alsýknan, og ekki bætti Morg unblaðið úr skák með þvi, sem það birti úr umræðum þeirra s. 1. miðvikudag. Málflutning ur þeirra félaga var alveg talandi tákn þess, hvernig stórveldin óska sér, að fólkið hugsi, því að slíka menn er hægt að leiða i blindni út í hvaða gerræði sem er. Það er einmitt þetta, sem þau éru að berjast um, að fá sem flest ar auðtrúa sálir til að hylla sig gagnrýnislaust. Það eru einmit-t þanni' hugsanagangur, sem ei heimsfriðnum hœttulegast ■ ur ,þvi að skynsamleg gagn- rýni er það, sem stórveldi og (Framhald á 15. síðu). /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.