Tíminn - 10.06.1960, Blaðsíða 6

Tíminn - 10.06.1960, Blaðsíða 6
6 Fremri röð frá vinstri: Lára Jónatansdóttir, Anna Gísladóttir, kennari, Helga Sigurðardóttir, skólastjóri, Adda Geirsdóttir, kennari, Pálína Ragnheiður Kjartansdóttir. — Aftarl röð: Guðbjörg Guðmundsdóttir Kolka, Kristín Andrésdóttir, Ingibjörg Þorkelsdóttir, Erla Bjarnadóttir, Anna Guðmundsdóttir, Anna Margrét Þorsteinsdóttir, Rannveig Pálmadóttir. Húsmæðrakennaraskóla Islands slitið 1. júní s. I. huainæSrakennaraskóla ís- lands var slitið miðvikudag- inn 1. júní, og voru forseta- frú Dóra Þórhallsdóttir, dr. Gylfi Þ. Gíslason, mennta- málaráðherra og frú hans við- stödd, ásamt skólanefnd, náms stjóra húsmæðrafræðslunnar, mörgum gömlum nemendum skólans og fleiri gestum. Ungfrú Helga Sigurðardóttir, skólastjóri, flutti ræðu og lýsti starfsferli skólans, en hann hófst árið 1942. Fjórtán fyrstu árin var skólinn til húsa í háskólabygging-1 unni, en 1956 varð hann að rýma| það húsnæði og féll þá kennsla niður í tvö ár, þar til að húsi því, sem reist var sem bústaður menntaskólarektors var breytt i skólahús. Er nú nokið fyrsta náms- tímabili í því húsnæði. Þakkaði skólastj óri menntamálaráðherra þá úrlausn, sem hann hefði veitt skólanum með því að láta hann fá svo ágætt húsnæði, en svo sem var von og vísa jafn ötullar konu og ungfrú Helgu, þá kvaðst hún þegar ala drauma í brjósti um við- byggingu við þetta hús, sem í yrðu viðbótar eldhús og heimavist fyrir utanbæjarnemendur. Eins og að •undanfömu hefur þessi námsmeyjahópur dvalið sum- arlangt að Laugarvatni, lært þar garðyrkju og haldið námsskeið fyr ir ungar stúlkur. í vetur hafa verið haldin tvö námsskeið, svo að alls hafa verið 38 nemendur á mat- reiðslunámskeiðum skólans þetta kennslutímabil. Þar að auki hefur 70 hjúkrunarnemum verði kennd matreiðsla sjúkrafæðis og nem-! endur skólans hafa kennt mat- reiðslu í skólum bæjarins undir handleiðslu húsmæðrakennara til að fá sem fjölbreyttasta æfingu í kennslustörfum. Fastur kennari við skólann, auk skólastjóra, hefur verið ungfrú Adda Geirsdóttir, en allmargir stundakennarar, .sem sumir hafa kennt öll starfsár skólans. Skólastjórinn kvaðst hafa kynnt sér kennslufyrirkomulag í ráðs- konudeildum við erlenda hús- mæðrasbóla, en hcr vantar víða sérmenntaðar konur til ráðskonu- starfa í heimavistarskólum, á sjúkrahúsum og fleiri stofnunum. Hefur hún rætt við menntamála- ráðherra, að slík deild yrði stofn- uð við HúSmæðrakennarastoólann og taldi að ekki þyrfti að bæta við nema einum föstum kennara til að að það verði framkvæmanlegt. Námsefni yrði í fyrstu hið sama fyrir húsmæðrakennara og ráðs- konur og gætu þá stúlkur, sem kæmu í skólann, ákveðið sig eftir að nokkuð væri liðið á námstím- ann, hvora greinina þær legðu heldur fyrir sig. Á fundum, sem ungfrú Helga hefur sótt erlendis, hefur verið rædd breyting á kennslutilhögun húsmæðrakennarskóla á Norður- löndum, sem fela munu í sér leng- ingu námstímans, en hún kveðst telja hyggilegt að bíða um sinn og sjá hvernig þær breytingar gef- ist erlendis, áður en þær verði inn- leiddar hér. Þá hefur og verið rætt um háskólamenntun 'húsmæðra- kennara á Norðurlöndum og einna líklegast að henni verði svo háttað, að sérstakar deildir við starfandi háskóla kenni sína grein í hverju landi. Skólanum hafa verið gefnir tveir minningarsjóðir, minningar- sjóður um Elínu Briem og Þor- gerði Þorvarðardóttur. Minningar- sjóður Elínar Briem veitti árlega verðlaunapening fyrir hæsta próf- einkunn í .skólanum og einnig hef- ur sá sjóður styrkt kennara til framhaldsnáms. Minningarsjóður Þorgerðar hefur veitt tvo náms- styrki. Nemendur, sem útskrifuð- ust 1948, gáfu skólanum klukku til minningar um látna skólasystur, Rósu Þorgilsdóttur. Formaður skólanefndar, frú Karitas Sigurðsson, gaf skólanum tvær silfurskeiðar, og nemendur, sem útskrifuðust 1950 gáfu kaffi- sett úr silfri. Skólastjóri ávarpaði hina nýút- skrifuðu nemendur, áminnti þær um trúmennsku í starfi og benti á að enn væru mörg óleyst verkefni innan þeirra starfssviðs. „Verið kröfuharðar við sjálfar ykkur í orði og starfi, fylgið ætíð því, sem þið vitið sannast og réttast, þá mun ykkur vel farnast.“ Níu nemendur luku prófi, 5 fengu fyrstu einkunn, ein aðra einkunn og 3 þriðju einkunn. Hæsta einkunn og verðlaunapen- ing fékk Anna Guðmundsdóttir, en þrjár .stúlkur fengu verðlaun fyrir góða frammistöðu í grasa- fræði, sem Ingólfur Davíðsson, grasafræðingur gaf. Þau verðlaun fengu Pálína Kjartansdóttir, Guð- björg Kolka og Anna Guðmunds- dóttir. Að lokinni ræðu skólastjóra tók menntamálaráðherra til máls, þakkaði skólastjóra og kennurum vel unnin störf og sagði að skól- inn hefði fyrir löngu átt .skilið betra húsnæði, því hann fyllti merkilegt sæti í skólakerfi lands- ins. Talið er, sagði ráðherrann, að 60% af þjóðartekjunum renni um hendur húsmæðra. Væri öllum ljóst hve mikilvægt húsmóður- starfið væri, ekki einungis fyrir heimilishamingju og heimilis- menningu, heldur og fyrir fjárhag þjóðarinnar. Myndi það vera ein beinasta leiðin til að auka nýt- ingu þjóðarteknanna að bæta menntun húsmæðra svo, að það fé sem um hendur þeirra færi, nýtt- ist sem bezt og væri æskilegt að kennarar hefðu í huga hve mikla fjárhagslega þýðingu störf hús- mæðra hefðu í þjóðfélaginu, engu síður en menningarlega. Námsstjóri húsmæðrafræðsl- unnar, ungfrú Halldóra Eggerts- dóttir tók næst til máls og ræddi m.a. að skortur væri á húsmæðra- kennurum vegna þess, að starf skólans féll niður um tveggja ára skeið. Hún skýrði frá því að Nem- endasamband Húsmæðrakennara- skólans hefði viljað heiðra Helgu Sigurðardóttur og minnast þess merka starfs, sem hún hefði unnið skólanum, með því að láta gera af henni andlitsmynd, sem yrði eign Skólans, og afhenti hún myndina. Hefur Gunnlaugur Blöndal, list- málari, gert hana. Þakkaði skólastjóri þann sóma, sem sér hefði verið sýndur með þessari gjöf. Hefði sú vinátta, sem gamlir (nemendur hefðu sýnt sér fyrr og síðar, verið ómetanlegur styrkur í starfinu. Að skólauppsögn lokinni var gestum veitt kaffi af mikilli rausn. Skólastjórinn sagði, að • þegar hefðu 11 stúlkur, sem uppfylla inn- tökuskilyrði, sótt um skólavist næsta haust. Ef að ráðskonudeild- in tekur líka til starfa, þá verður það vafalaust auglýst síðar. S. Th. TÍMINN, föstudaginn 10. júní.1900. Mmniiigarorð: Jens E. Níelsson kennari Hann lézt á .sjúkrahúsi í Reykja vík hinn 26. maí s. 1. eftir upp- skurð. Jens fæddist að Flateyri við Ön- undarfjörð hinn 7. júlí 1888, og var því fuUra 72. ára að aldri er hann lézt. Foreldrar hans voru hjónin Níels Níelsson sjómaður í Bolungavík, og Elísabet Bjarna- dóttir. Með Jens Níelssyni er að velli hniginn mjög mætur maður, er innt hefur af hendi merkilegt og mikið lífsstarf, og ,sem fyrir sakir hæfileika sinna og mannkosta mun bera hátt í minningu þeirra er honum kynntust. Kynni okkar Jens hófust fyrst að marki eftir að ég fluttist bú- ferlum hingað til Bolungavíkur árið 1935. Hann var þá kennari við barnaskólann hér, og hafði svo verið í nálega 20 ár. Auk þess stóð hann mjög framarlega í félags- málastarfi hér í kauptúninu, var í stjórn verkalýðsfélags Bolunga- víkur og Ungmennafélagsins, var forustumaður um stofnun félags- verzlunar hér á staðnum, og marg- vísleg félagsmálastörf önnur innti hann af hendi. Hann var alla tíð mikill áhugamaður um bindindis- mál, og veitti ásamt konu sinni félögum Goodtemplarareglunnar hér á staðnum forustu á meðan þau áttu hér heimili. Mun hann allt til síðustu stundar hafa starf- að að þeim málum af miklum áhuga og fórnarlund. Á fyrstu árum mínum hér, átt- um við Jens nokkur samskipti, einkum um verzlunarmál og rækt- unarmál. Mér er í minni hinn prúði og háttvisi maður, er aldrei skipti skapi á mannfundum, er deUt var um mál, en kom oftast með þá lausnina er öllum fannst viturlegust, og jafnan var á sætzt að lokurn, Jens var listaskrifari, og mjög eftir.sóttur ritari á mann- fundum. Honum var einkar létt um að segja frá atburðum Ijóst og skUmerkilega, og bera fundargerð ir er hann hefur ritað, um frá- gang allan og efnismeðferð — langt af því er almennt gerist í þeim efnum. Haustið 1938 flutti Jens héðan búferlum til Reykjavíkur. Fannst þá vinum hans sem hér væri skarð fyrir skildi, svo góður liðsmaður sem 'hann hafði verið hér í hvers konar félagsmálastarfi. En nú kom í ljós e. t. v. enn skýrar en nokkru sinni fyrr, hve traustum böndum hann var tengdur við Bolungavík, og hve fölskvalaus var löngun hans tU að vinna sinni gömlu heima byggð allt það gagn er hann mátti. Var hann jafnan boðinn og búinn til að greiða götu Bolvík- inga og vinna að lausn þeirra mála í Reykjavík, og mun aldrei hafa þegið laun fyrir, önnur en þá gleði er menn með hans eðlisfari hafa af meðvitundinni um það að hafa orðið að liði við lausn góðra mála. Svo sem kunnugt er, háttar svo um skipan almennra mála í landi voru að útbyggðir landsins þurfa um margt að sækja til Reykjavík- ur. Þeim er þess vegna mikUs virði að eiga á þeim slóðum menn, er hafa vit og vilja til að fylgja fram margvíslegum málefnum, sem tU úrlausnar eru á hverjum tíma. Fjarri fer því þess vegna að menn eins og Jens Níelsson séu glataðir sinni gömlu heimabyggð, þótt þeir flytji búferlum tU Reykjavíkur. Miklu fremur má líta á þá sem þýðingarmifcla sendi- herra sinnar ættarbyggðar. Svo var um Jens Níelsson að þessu leyti, og á ég persónulega margs að minnast, og margt að þakka honum í þessum efnum. Jens var forgöngumðaur um stofnun Bolvíkingafélagsihs — Átthagafélags Bolvíkinga í Reykja vík, og formaður þess í mörg ár. Hefur það félag látið sér annt um málefni Bolvíkinga á ýmsa lund. M. a. var fyrir forgöngu þess stofn aður minningarsjóður um séra Pál Sigurðsson fyrrverandi sóknar- prest hér, sem hefur að markmiði fegrun Hólskirkju og umhverfis hennar. Mun Jens hafa átt þarna drýgri hlut að, en n-okkur einn maður annar, og annast aUt imdir- búningsstarf að .stofnun sjóðsins. Á síðustu dvalarárum sínum í (Framhald á 13. síðu). Helga SigurSardóttir, skólastjórL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.