Tíminn - 10.06.1960, Blaðsíða 13

Tíminn - 10.06.1960, Blaðsíða 13
TiÍMINN, föstudaginn 10. júní 1960. I I I . I 13 (Framhald af 7. síðu). Þess er þó ógetið hvernig til hefur tekizt með stöðT-rm verð- bólgunnar. Það atriði minnir svo á sig sjálft, að óþaríi er að geta þess hér en látið naegja að geta orsakanna: Niðurstaðan af því, sem að fram- an er sagt, er þessi: Heitið var stöðvun verðbólgu. Framkvæmd er óðaverðbólga. Heitið var lækkun skatta. Fram- kvæmdar skefjalausar álögur. Heitið var sparnaði ríkisreksturs. Framkvæmdin ey- aukin eyðsla. Erlendar lántökur fordæmdar. Stórkostleg eyðslulán tekin. Verzlunarfrelsi boðað. Samdrátt- ur í viðskiptalífinu áætlaður. Hækkun fjárlaga talin uggvæn- leg fyrir tveim árum. Fjárlög hækkuð um 50—60%. Landbúnaðarmál (Framhald af 9. síðu). gert, þá þarf að klippa þessar litar- skellur úr ullinni að haustinu. Gamla aðferðin að auðkenna tví- lembur með hornbandi, er betri, a.m.k. þar sem fé er hyrnt, en að klina málningu í ullina. Ef bændur leg.gja inn gærur eða ull með tjöru- eða málningarkless- um, hlýtur varan að verða verð- felld til þeirra, og þarf þá að flokka vöruna við móttöku eftir því. Halldór Pálsson. Heitið var áíVamhaldandi upp- byggingu. Framkvæmdur sam- dráttr.r og kyr-staða. Heitið var afnámi styrkjastefn- unnar. Framkvæmd styrkja- stefnu stóraukin. Heitið var bættum lífskjörum. Kjararýrnun framkvæmd. — Góðir áheyrendur. Þannig hafa stjórnarliðar staðið við fyrir- heitin, er þeir gáfu ykkur fyrir kosningar s.l. haust. Eftir er enn yðar 'hlutur. SigurSu* Ólason op Þorvaldur Lúðvíksson Málflutningsskrifstofa Austurstræti 14. Símar 15535 og 14600. 500 bílar til sölu á sama stað. — Skipti, og hagkvæmir greiðsluskilmálar alltaf fyr- ir hend’. BFLAMIÐSTÖÐIN vagn Amtmannsstig 2C Símar 16289 og 23757. NYTT rii • lom Það er Even-Flo hárliíunarvökvinn, sem veitir yíut íullkomið permanent — off greiðsiu aí eigin vali -— Ekkert auðveldara Gentle fyrir auðliðað hár. Super fyrir erfitt hár. Reguiar fyrir venjulegt hár. Toni leysir vandann Toni—plastspólur hæfa bczt harinu Vinsamleg grein * um Island í nýju hefti af tímariti brezka olíufélagsins BP, Air-: BP, er löng grein um ísland | eftir dr. H. Lister, sem mun i hafa dvalizt hér á landi ekki alls fyrir löngu. í upphafi greinarinnar er | saga landsi'ns rakin í stórum dráttum og síðan sagt frá | breytingum siðustu ára hér á landi og rakið upphaf nútíma i samgangna í landinu. Sagt er frá stofnun og starfi beggja íslenzku flugfélaganna, en i allt niðurlag greinarinnar. fjallar um starf Loftleiða frá! upphafi til þessa dags. Er' greinin öll skilmerkilega og, vinsamlega rituð, prýdd mörg ; um fallegum myndum eins og | ritið allt, sem er mjög vand- að að gerð. Fer höfundur > mjög vinsamlegum orðum um starf Loftleiða og þá þjón J ustu er félagið lætur farþeg- , um í té, og hvetur að greinar lokum ferðamenn til að gera viðdvöl á íslandi á ferð sinni, það sé ógleymanleg reynsla í „fornu höfuðbóli víkinga, heimkynni víkinga fyrr og nú“. Kveðjuorð (Fra-mhald af 6. síðu). Bolungavík, gaf Jens út fjölritað blað er hann nefndi „Árblik“. Ræddi hann þar jöfnum höndum hreppsmál, verzlunarmál, verka- lýðsmál o. fl. eftir því sem efni stóðu til. Þótti þetta góð nýbreytni í dagiegu lífi fólks hér. Árið 1953 hóf hann að gefa út fjölritað tíma- rit er hann nefndi: „Hekna í Bol- ungavík", og ’hélt þeirri útgáfu áfram til síðustu stundar. í rit þetta hefur hann safnað saman geysimiklum fróðleik um atvinnu- hætti og lífshætti alla í Bolunga- vík á þessari öld, og fyrir aldamót. Þar er að finna ítarlega skrá um örnefni í Hólshreppi, en þeirri söfnun mun ekki hafa verið að fullu lokið er hann lézt. Mun rit þetta er tímar líða, þykja merkileg heimild um sögu Bolungavíkur á því tímabiii er það fjallar um. Hefur Jens með þessum hætti unn- ið menkilegt starf í þá stefnu að forða frá glötun ýmsu því er snert ir líf og starf Bolvíkinga á þessari öld, er seinni tíma mönnum kann að þykja fengur að. Jens kvæntist hinn 2. september 1916 Elínu Guðmundsdóttur Ein- arssonar fyrrum hreppstjóra að Felli í Suðurfjörðum, hinn iágæt- ustu konu, og lifir hún mann sinn. Þau eignuðust 3 .sonu, sem allir eru 'hinir mætustu^ menn svo sem þeir eiga kyn til. Á heimili þeirra hjóna hefur mér alltaf fundizt gott að koma og dvelja. Þar einkennd- ist aUt af þeirri smekkvísi og hlýju, sem þeim hjónum var svo mjög í blóð borin. Þaðan á ég margar góðar minningar um á- nægjulegar stundir, sem ég geymi í þakklátum huga, og svo mun um marga fleiri. Ég þakka þessum góða vini mín- um að leiðarlokum öll hin góðu kynni, allt hans fórnfúsa starf í þágu Bolvíkinga, og árna honum fararheilla til ókunnra heimkynna. Eiginkonu hans, sonum og öðr- um ástvinum, sendi ég mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Þórður Iljaltason. i Tilkynning frá Fiskifélagi íslands um dragnótaveiðar í 3. og 4. málsgrein 1. gr. laga 9. júní 1960 um takmarkað leyfi til dragnótaveiða, segir svo: „Áður en gerðar eru tillögur um opnun einstakra veiðisvæða, skal Fiskifélag íslands leita álits sveitarstjórna og annarra aðiia, sem hagsmuná hafa að gæta á viðkomandi veiðisvæði. Berist álitsgerðir, skal ráðherra óheimilt að opna veiði- svæði eða hluta þess, nema álitsgerðirnar styðji almennt þá framkvæmd. Ef sveitarstjórnir, samtök útvegsmanna, sjómanna eða verkamanna leiða rök að því. að hagkvæmara sé að stunda aðrar veiðar en dragnótaveiðar á tii teknum hluta veiðisvæðis, og bera fram óskir um, að þeir hlutar svæðanna verði friðaðir sérstaklega fyrir dragnótaveiði, þá skal ráðherra í samráði við Fiskifélag íslands verða við þeirri ósk“. i Með skírskotun til þessa auglýsir Fiskiíélagið hér með eftir álitsgerðum eftirtalinna aðilja: Sveita- og bæjarstjórna, samtaka útgerðarmánna, sjómanna- og verkalýðsfélaga og eigenda frysti- húsa. Skulu álitsgerðir þessar hafa borizt félaginu í síðasta lagi fyrir 20. þ. mán. \ Gert er ráð fyrir, að skipting veiðisvæða verði. þessi: Ingólfshöfði/Reykjanes, Reykjanes/Snæ- fellsnes, Snæfellsnes/Látrabjarg, Látrabjarg/ Horn, Horn/Langanes, Langanes/Ingólfshöfði Þeir ofangreindra aðilja, er ekki senda álitsgerð fyrir nefndan tíma, teliast samþykkir dragnóta- veiðum á hlutaðeigandi svæðum. Reykjavík, 9. júní 1960. Fiskifélag íslands

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.