Tíminn - 10.06.1960, Blaðsíða 3

Tíminn - 10.06.1960, Blaðsíða 3
TÍ MI'N N, föstudaginn 10. jóní 1960. 3 Eins og á8ur hefur verið frá sagf í blaðinu, gengust Dráttarvélar h.f. fyrir því að fá sérfróðan mann frá Massey-Ferguson verksmiðjunum [ Engiandi hingað til lands, til þess að líta eftir dráttarvélum bænda hér, en eins og kunnugt er, eru fleiri vélar til af Ferguson-gerð hérlendis en nokkurri annarri gerð. Hér er mynd af manninum, Stanley Wllllams, ásamt aðstoðar- manni hans, Kristjáni Hannessyni. Tilfinninga líf tvíbura | Feguröarsam- keppnin 1960 Fegurðarsamkeppnin 1960 verður háð í Tívolí-garðinum laugardags- og sunnudags- kvöld 11. og 12. iúní n.k Eins og kunnugt er, verður þetta 10 ára afmæliskeppni, og verð ur vel til hennar vandað í hví- vetna. , Þátttaikendur í keppninni verða 10 að tölu, eins og undanfarið, og hafa þegar verið ákveðnir. Að þessu sinni verða fjórar stúl’kn- ar.na utan af landi, eða frá Kefla- vík, Þorlákshöfn, úr Dalasýslu og Áinessýs-lu, en hinar sex úr Reykjavík. Fyrri daginn koma þær allar fram í kjólum, sem keppnin lætur þeim í té, en síðari daginn koma þær fimm stúlkurnar fram, sem til úrslita hafa verið valdar, og klæðast þá baðfötum. Dönsk hár- greiðsludama frá Hárgreiðslustof- unni Perlu sér um hárgreiðslu stúlknanna, en Remedia, sem hef- ur umboð fyrir Max Factor, sér um snyrtinguna. Sá háttur verður hafður á, eins eg undanfarið, með val stúlkn- anna, að áhorfendur fá atkvæða- seðil með inngangsmiðanum og velja þá þær fimm, sem til úr- slita koma, og síðari daginn velja áhorfendur cinnig fegurðardrottn inguna úr hópi þessara fimm, og ákveða röð hinna. Fréttamenn ræddu í gær við Arvo Lehtovaara, sálfræð- ing frá Finnlandi, en hann er einn þekktasti sálfræðing- ur Norðurlanda og eru sér- greinar hans erfðasálfræði, greindarrannsóknir og barna- sálfræði. Prófessor Lehtovaara er fæddur árið 1905. Hann tók doktorsgráðu í sálfræði 1938 og fjallaði doktorsritgerð Kjólaþjófur Tvö innbrot voru framin í fyrrinótt, en heldur lítil til- þrif í þeim báðum. Brotizt var inn í frímerkjaverzlunina í Lækjargötu 6, og stolið 500 krónum í peningum. Þá var farið inn í dömubúðina Lauf- ið, Aðalstræti 18, og stolið þar nokkrum kvenkjólum að verðmæti nokkur þúsund ltrónur, og fáeinum hálsfest- um. Sennilega hefur þar frem ur verið kvenhollur karlmað- ur á ferð en kjólafíkinn kven maður. 220 þúsund tunnur (Framh. af 1 síðu). ar saltsíldar, en óvíst er ennþá um árangur af þeim tilraun- um. Samkvæmt framansögðu má gera ráð fyrir samningum um allt að 224 þúsund tunn- ur af Norðurlandssíld eða sem svarar rúml. 230 þúsund tunn um uppsöltuðum. Á s. I. ári voru saltaðar norðanlands og austan samtals um 215 þús- und tunnur. hans um tviburarannsóknir. Hann varð docent í sálfræði við Helsingfors háskóla 1938, prófessor við háskólann í Jy- vaskyla 1939 en 1952 gerðist hann prófessor við Helsing- fors háskóla. Prófessor Lethovaara hef- ur ritað fjölda bóka um sál- fræði. Hann hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa i heima landi sínu, m. a. verið dag- skrárstjóri útvarpsins í Jy- vaskyla, ritstýrt tímaritinu „Uppeldi og skóli“ og er nú formaður Norræna félagsins í Jyvaskyla. Prófessor Lethovaara mun flytja hér tvo fyrirlestra. Ann an á fulltrúaþingi kennara- samtakanna um „Stöðu hag- nýtrar sálfræði á Finnlandi“ einkum um uppeldislegar ráð gjafastofnanir og starfs- fræðsluna í skólum. Rannsóknir á tilfinningalífi Þá flytur prófessorinn fyr- irlestur í háskólanum kl. 20.30 á föstudaginn og talar þar um rannsóknir, sem hann hefur gert á tilfinningalífi manna. Rannsóknirnar, sem Lethovaara mun segja frá, gerði hann á eineggja tvíbur um. Hann sýndi þeim alls kon ar myndir og voru svipbrigði tvíburanna kvikmynduð, er þeir skoðuðu myndirnar. Kom þá í ljós, að svipbiúgði tvíbur anna voru líkari en gerist um tvo aðra einstaklinga, sem ekki eru eineggja tvíburar. Ekki er að efa, að þeir, sem áhuga hafa á þessum málum muni nota þetta einstæða tækifæri til að hlýða á fræði- Tvanninn. —V. Átta manna dómnefnd ver’ður höfð og er verkefni hennar ein- göngu það að skera úr um vafa- atkvæði, og hefur úrslitavald ef tvær stúlknanna verða mjög áþekk ar að afkvæðatölu. Dómnefndina skipa: Jón Eiríks- son, læknir, sem er formaður nefndarinnar, Ás'dís Alexanders- dóttir, flugfreyja, Elin Ingvars- dóttir, leikkona, Guðmutidur Karls son, blaðamaður, Eggert Guð- mundsson, listmálari, Jónas Jónas- son, leikstjóri, Gestur Einarsson, ljósmyndari og Pétur RÍögnvalds- son, kvikmyndaleikari. Rockefeller (Framh. af 1. síðu). aði Nixon. Kjarninn í gagn- rýni hans var, að landvarnir ríkisins væru i ólagi, einkum væri vítavert hve Bandarík- in hefðu dregizt aftur úr í smíði eldflauga. Hann fór við urkenningarorðum um Eisen hower forseta persónulega, en gaf þó ótvírætt i skyn gagn rýni á utanríkisstefnu hans. Með tilliti til þess, að Nix- on varaforseti hefði átt bein an þátt í mótun og stefnu núverandi ríkisstjórnar, vœri óþolandi fyrir Repu- blikana, að vita ekki hver vœri stefna hans l land- varna og utanrikismálum. Það vœri skylda hans að gefa yfirlýsingu um afstöðu sína., hvort hann fylgdi í einu og öllu stefnu núver- andi stjórnar. Ef hann gerði það ekki, þá yrði hann að koma með eigin stefnuyfir- lýsingu. í kvöld birtu nær allir full- trúadeildarþingmenn Repu- blikana í New York ríki yfir- lýsingu, þar sem þeir sögðust styðja Nixon, enda hefði hann einn möguleika til sig- urs. Jón Skaftason spyr; Hver er skýringin ? Að undanförnu hefur mikið verið skrifað og rætt um ástæð- urnar fyrir því, að fiskverðið hér á landi til bátanna er langtum lægra en það er í Noregi. Á Alþingi var, siðustu daga þingsins, borin fram tillaga um skipun sérstakrar nefndar, er athuga skyldi ástæðurnar fyrlr hinu lága flsk- verðl, en hún var felld af stuðningsiiði stlórnar- innar. Engar viðhlítandi skýringar hafa fengizt ennþá hjá þeim aðilum, er annast verkun og sölu vetrar- vertíðaraflans, á hinu lága fiskverði, og þó er hér um málefni aö ræða, er alþjóð varðar, og sem hún á rétt til að fá skýringu á. í norska blaðinu „Fiskaren", sem út kom 24. maí s.l., er athyglisverðar upplýslngar að finna um bræðslusildar- verðið í Noregi á þessu sumri. Þær upplýsingar benda til hins sama og áður er upplýst um flskverðið í Noregi og á íslandi, sem sé þess, að ÍSLENZKIR ÚTGERÐARMENN OG SJÓMENN FÁ LANGTUM LÆGRA VERÐ FYRIR BRÆÐSLUSÍLDINA, EN NORSK- IR STÉTTARBRÆÐUR ÞEIRRA. Skv. upplýsingum „Fiskarens" skipta Norðmenn veiðitímabilinu í tvennt og greiða misjafnt verð eftir því, á hvoru tímabilinu síldin er veidd. Fyrra veiðltimabilið er frá 15. júní og til og með 7. júli, en sfðara veiðitímabilið stendur frá og með 8. júií og tll og með 30. september. Verð það, sem Norðmenn greiða á hektoliter á fyrra tíma bilinu er þetta: a) Sild landað í Noregi pr. hektólíter, ísl. kr. 189.57 b) Síld afhent á miðunum [ fiskmóttöku- skip en mæld í Neregi — — — — 136.17 c) Síld afhent á veiðisvæðinu og mæld þar — — — — 122.95 Á siðara veðitímabilinu er verðið þetta: a) Síld landað í Noregi pr. hektóliter, ísl. kr. 205.59 b) Síld afhent á miðunum í fiskmóttöku- skip en mæld í Neregi — — — — 162.87 c) Síld afhent á veiðisvæðinu og mæld þar — — — — 146.58 Á báðum veiðitfmabilunum eru 10% dregin frá magni þelrrar síldar, sem landað er og mæld úti á sveiöisvæðinu. Verð bræðslusíldar á fslandi er hins vegar eitt og það sama fyrir allt næsta veiðltímabil kr. 110 á mál EÐA KR. 7<3.33 Á HEKTOLITER. Hvernig stendur á þessum mikla verðmun? Jón Skaftason. V------------------------------------------------------- l Vinargjöf Norðurlanda til Eisenhowers forseta NTB—Washington, 9. júní. Sendiherrar Norðurlanda í Washington afhentu í dag Eis enhower forseta að gjöf bók- ina: Norðurlönd fyrr og nú (Scandinavian past and pres- ent). Vegna anna gat forset- inn ekki veitt verkinu mót- töku sjálfur, en það gerði siða meistari Hvíta hússins, Wiley T. Buchanan. Buehanan sagði, að forsetinn vissi um athöfn þessa og þætti mjög miður að geta ekki sjálfur veitt henni móttöku. Hann mæti mikils menningarlegt framlag Norður- landa til Bandaríkja Norður-Ame- ríku, Thor Thors sendiherra íslands hafði orð fyrir sendiherrunum fimim, er bókin var afhent. Hann mælti m. a. á þessa leið: „Þessi bók er í þrem bindum, samtals 2150 síður og í henni eru um 1500 myndir. Hún er rituð af færustu fræðimönnum í hverju hinna fimm Norðurlanda. Markmið út- gáfunnar er að kynna sem bezt sögu, menningu og félagsskipun Norðurlandanna fimm í Banda- ríkjunum“. Þá sagði hann, að bókin væri gjöf til Bandaríkjaforseta sem þakklætis- og viðurkenningarvott- ur Norðurlandaþjóðanna til Banda ríkjanna fyrir framlag þeirra í þágu frelsis í heiminum í og eftir •seinustu heimsstyrjöld. Þá óskaði hann bandarísku þjóðinni alls góðs og færði forsetanum persónu legar árnaðaróskir. 2700 eintök af bókinni hafa ver- ið send bóka söfnum í Bandarfkj- unum. Almennur stjórnmálafundur á Akur- eyri á mánudagskvöldið Framsóknarfélögin á Akureyri og í Eyjafirði efna til almenns stjórnmálafundar í Landsbankasainum næst komandi mánudagskvöld kl. 8,30. Frummælendur verSa Ingvar Gíslason, lögfr. Garðar Halldórsson alþm. og Karl Kristjánsson alþm Akureyringar og Eyfirðingar eru hvattir til að mæta

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.