Tíminn - 10.06.1960, Blaðsíða 11

Tíminn - 10.06.1960, Blaðsíða 11
1! TÍMINN, föstudaginn 10. júní 1960. Unga fólkið gefur því gamla ekkert eftir Skömmu fyrir hvíta- sunnu hitti fréttamaður frá blaðinu Guðmund Finn- björnsson, en hann stjórn- ar einhverri vinsælustu gömludansahljómsveit bæj arins í Þórskaffi. Þar sem lítið er minnzt á gömlu dansana í blöðunum datt fréttamanni í hug að rabba eilítið við Guðmund. — Segðu mér svona til að byrja með, Guðmundur, hvað hefur þú fengizt lengi við hljóð færaleik? — Ég hef spilað meira eða minna í 20 ára. — Byrjaðir þú hér í Reykja- vík? — Nei, ég byrjaði heima á ísafirði, og hélt áfram eftir að ég fluttist hingað suður, og stunda þetta með skrifstofu- starfi mínu í Landssmiðjunni. — Þú ert með hljómsveit í Þórskaffi um þessar mundir, hefur þú verið lengi þar? Hér er hljómsveit Guðmunndar ásamt söngvara og dansstjóra. — Ég hef leikið í Þórskaffi síðan í haust, tvö kvöld í viku, fimmtudaga og laugardaga, K.K. er hin kvöldin. Annars lék ég oft í gamla kaffinu. Unga fólkið gefur því gamla ekkert eftir — Segðu mér eitt Guðmund- ur„ finnst þér unga fólkið vera farið að sækja gömlu dansana meira en það hefur gert undan farin ár? — Já, það siekir gömlu dans- ana miklu meira en það hefur gert og gefur því gamla ekkert eftir. Svo get ég sagt þér ann- að það fólk, sem sækir gömlu dansana kemur með það eítt fyrir augum að dansa, og er áberndi hvað minna er um ölv- un heldur en á böllum þar sem nýju dansarnir eru, fólkið, sem kemur til okkar hefur ekki tíma til að drekka. Dömufríin hafa líka sitt að segja, þær geta boðið upp hvaða herra sem er, og þeir, sem eru ófram- færnir, komast ekki hjá að dansa. Þannig skapast stemmn- ing, og ég held að óhætt sé að segja, að enginn fari heim án þess að hafa dansað minnst eina syrpu. Dansstjórinn hefur líka sitt að segja, hann „start- ar“ dansinum og kemur stemmn ingunni í fólkið. — Hvernig er hljómsveitin þín skipuð? — Við erum sex með: píanó, gítar, trommur, tvær harmon- ikur og ég leik á saxófón og bassa. Söngvari er Gunnar Ein- arsson, en dansstjóri er Baldur Gunnarsson. Við eigum marga góða höfunda — Hvernig er það, eru ekki alltaf að bætast við ný og ný lög, eða eru gömlu lögin alltaf vinsælust? — Að vísu eru mörg af þess- um gömlu lögum orðin sígild, en stöðugt bætast ný við. Við eigum líka góða höfunda, og má þar fyrst og fremst nefna Jan Morávek, Meðan ég man, þá ætla ég að segja þér um þessar mundir á Þórskaffi 15 ára afmæli, ég meina fyrirtæk- ið sjálft, ekki staðurinn. Það eru 15 ár síðan kaffið var opn- að á gamla staðnum við Hlemm torg, og ég vildi segja, að allan þennan tíma hafi kaffið verið einhver vinsælasti almennings- dansstaður bæjarins. Og ég hugsa að þú hafir líka gaman af að fara niður í útvarp núna, K.K. er að leika inn á nýjar flötur með þeim Elly og Óðni. upptökusal útvarpsins skömmu síðar Fréttamaður hefði að vísu mátt vera fyrr kominn niður í útvarp þar sem upptökunni var lokið er hann kom á vettvang. f sárabætur bauð Kristján upp á kaffi í kaffistofu útvarpsins. — Er þetta ekki í fyrsta sinn sem Ellý syngur inn á plötu? — Já og nei, að vísu er þetta fyrsta platan hennar sem hún syngur einsöng á, en hún hefur nokkrum sinnum áður sungið með á plötum. Lögin sem hún söng hér áðan, heita: „Við haf- ið“, ítalskt lag með íslenzkum texta eftir Pálmar Ólason, og annað ítalskt „CeraseIIa“, með texta eftir Jón Sigurðsson. Óð- inn söng hér líka inn á plötu áðan og lögin voru: „Ég er kom inn heim“ þýzkt lag, og „14 ára“ heitir hitt, og er lagið amerískt og .heitir á frummál- inu: „Rin—a—Iing—a—lario“, og hefur Jón Sigurðsson einnig samið við það textann. — Þú lékst með á plötunni, sem Ragnar Bjarnason .söng inn á í Höfn. — Já, önnur af tveim er kom in hér á markaðinn. Ég hafði mjög gaman af að fá tækifæri að leika með kollegum mínum þar, og einnig að sjá hvernig þeir leika inn á plötur. Ég verð að segja það, að ég er töluvert spenntur að heyra hvernig hin platan hefur tekizt. Þú hefur kannski gaman af að vita hvernig við tókum þessi lög upp hér áðan, þar sem upptak- an er öðruvísi en vanalega. Fyrst tókum við upp hljóm- sveitina, síðan gítarleikinn eða effect, síðan tökum við upp samsönginn og allra síðast ein- sönginn. Þetta gerum við af Þessi mynd er af félögum úr K.K.- sextettinum, tekin á upptökunni í útvarpinu, talið frá v.: Krlstján, Jón Páll, Óðinn, Jón Sig. og Ellý. tæknilegum ástæðum, sem yrði of langt mál hér, en þó er hægt að segja að með þessu móti ná- ist betri árangur. Það var Knútur Skeggjason, magnara- vörður, sem annaðist upptök- una okkar nú. Á laugardögum út á land — Guðmundur Finnbjarnar- son var að segja mér áðan að um þessar mundir sé Þórskaffi 15 ára. Segðu mér 1 því sam- bandi, hefur þú leikið þar lengi?^ — Ég kom fyrst í Þórskaffi með sextettinn 1954, ári seinna fórum við til Þýzkalands, og þegar við komum heim, byrj- uðum við aftur þar, og höfum leikið þar mikið síðan. Eitt verð ég þó að segja, að þó að gaman hafi verið að spila í gamla kaffinu, þá er ólíkt betra að vera í því nýja, þar eru vinnuskilyrði mun betri. í betra hús kemur betra fólk. — Er búið að skipuleggja sumarið? — Já, við munum leika fimm kvöld í viku í Þórskaffi, en á laugardögum förum við í .sveit- ina, og er ætlunin að heim- sækja nýja staði og ný sam- komuhús eins og t.d. Snæfells- nes og einhvern hluta af Norð- urlandi og jafnvel heimsækja heimabæ Óðins, Akureyri. jhm. Fimm herbergja íbúð til leigu í Grafarholti, Mosfeilssveit. Upplýsingar', í síma 35270 alla virka daga frá kl. 10—4,30. Hestamannafeiagið Neisti AKRANESI Val á góShestum til þátttöku í fjórðungsmóti að Ferjukoti 16.—17 júní n. k fer fram á skeið- velli félagsins laugardaginn 11. júní k:. 8,30 síðd. Mætið allir á hestunum. Stjórnin. KIAPPARSTIG 40 --- SlMI 194 41 9 ára drengur óskar eftir að komast á gott sveitaheimili í sumar — Upp- lýsingar • síma 18920. AugSýsing um veitingu gjaldeyris- og innflutningsleyfa fyrir bifreiðum — Ákveðið hefur verið í samráð? við viðskiptamála- ráðuneytið, að fyrst um sinn verði leyfi fyrir bif- reiðum frá Sovétríkjunum og Tékkóslóvakíu veitt án takmarkana. Gildir þetta um allar tegundir bif- reiða, sem háðar eru leyfum þar á meðal jeppa. Þeir, sem vilja flytja inn bifreiðir frá þessum lönd- um. geta því sniuð sér beint tii undirritaðra banka og fengið leyfi. Reykjavík, 7. júní 1960. Landsbanki Islands, Viðskiptabanki, Útvegsbanki íslands

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.