Tíminn - 10.06.1960, Blaðsíða 5

Tíminn - 10.06.1960, Blaðsíða 5
TÍMINN, föstudaginn lö. júní 1960. 5 -----------------------------------------------N Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKbRINN. Framkvœmdastjón: Tómas Amason. Rit- stjórar: Þómrinn Þórarinsson (áb.), Andrés Kristjánsson. Fréttastjóri: Tómas Karlsson. Auglýsingastj.: Egill Bjaraason. Skrifstofur í Edduhúsmu. — Símar: 18300—18305. Auglýsingasími: 19523 Afgreiðslusími: 12323. — Prentsmiðjan Edda h.f. Tyrkneska aðvörunm Hér í blaðinu var nýlega skýrt frá því, að fyrir at- beina Efnahagssamvinnustofnunar Evrópu hefði ríkis- stjóm Tyrklands gripið til svipaðra efnahagsaðgerða árið 1958 og verið er nú að framkvæma hér á landi. Jafnhliða útvegaði Efnahagssamvinnustofnunin Tyrkj- um 365 millj. dollara vörukaupalán til þess að koma á því „írjálsræði“ í viðskiptum og því „jafnvægi“, sem talið var að stefnt væri að með þessum ráðstöfunum. Fyrstu misserin virtist sérfræðingum þeim, sem stóðu að þessum ráðstöfunum, að allt léki í lyndi og „gengi eftir áætlun“. Viðskiptajöfnuðurinn batnaði og sparifjársöfnun óx. Þegar fulltrúar frá Efnahagssam- vinnustofnuninni ræddu við íslenzk stjórnarvöld á síð- ast liðnum vetri um fyrirhugaðar ráðstafanir hér bentu þeir á Tyrkland, Frakkiand og Spán til fyrirmyndar, en bað eru einu Evrópuríkin, er hafa grmið til svipaðra að- gerða og fengið til þess sérstök vörukaupalan. Eitt virðist hins vegar hafa alveg gleymzt í þessum útreikningum, sem þó á að vera mikilvægasta atriðið í öllum slíkum útreikningum og áætlunum. Það voru á- hrif slíkra ráðstafana á lífskjör almennings Efnahags- ráðstöfununum í Tyrklandi fylgdu stórkostlegar verð- hækkanir eöa meiri verðbólga en þar hafði áður þekkzt og var hún þó næg fyrir. Þetta leiddi til vaxandi óá- nægju og ríkisstjórnin varð þess gremilega vör, að hún veiktist stöðugt í sessi. Til þess að vega gegn óvinsæld- unum, greip hún til ofbeldisráðstafana, er leiddu til byltingar hersins. Það er nú Ijóst orðið, að betur hefði farið í Tyrk- landi, ef efnahagsráðstafanirnar, sem voru gerðar í Tyrklandi 1958, hefðu verið aðrar og hóflegri og hið mikla lánsfé, sem var veitt til vörukaupa, hefði runnið til verklegra framkvæmda og uppbyggingar, sem van- þróað land eins og Tyrkland hefur mikla þörf fyrir Þá hefðu sennilega aldrei gerzt þar þeir atburðir, sem hafa orðið áfall fyrir Tyrkland og lýðræðisskipulagið. íslendingar ættu að geta lært af atburðunum í Tyrk- landi áður en það er orðið of seint. Hér hafa verið gerðar svipaðar kjaraskerðingarráðstafanir og þar. í sam bandi við þær hefur verið útvegað 800 millj. kr. vöru- kaupalán. Slík lán þarf þjóðin hins vegar ekki, en hún þarf aukið lánsfé til framfara og uppbyggingar. Fyrir Efnahagssamvinnustofnun Evrópu eða þá stofn- un, sem tekur við af henni, eru atburðirnir í Tyrklandi vissulega lærdómsríkir Það eru ekki kreppuráðstafanir eða eyðslulán, er hin vanþróuðu lönd þarfnast, heldur aðstoð til uppbyggingar og framfara. Fjárflóttahættan í sambandi við „nýskipan“ ríkisstjórnarinnar á gjald- eyrismálunum er losað um ýmsar duldar greiðslur (ferðakostnað o. fl.) Þetta, ásamt ýmsum breytingum öðrum getur hæglega leitt til þess, að flutt verði út mikið fjármagn, án þess að nokkur verðmæti komi inn i landið í staðinn. Niðurstaðan getur þannig orðið sú, að notuö verði til fulls heimildin til að taka hin miklu vörukaupalán, er stjórnm fékk við setningu efnahags- laganna svokölluðu, eða hvorki meira né minna en 800 millj. kr. Með því yrði þjóðinni bundinn stórkostlegur skuldabaggi í framtíðinni, án þess að hún hefði fengið nokkuð í staðinn. Þetta telur ríkisstjórnin þó eftirsóknarverða skulda- söfnun meðan hún fordæmir erlendar lántökur til upp- byggmgar! / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ / '( '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ / ) '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ / ‘/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ ’/ '/ '/ / / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ / '/ / '/ '/ / '/ '/ '/ '/ '/ '/ / '/ '/ '/ '/ '/ J ---ERLENT YFIRUT Upplausnin í austurlöndum fjær Líklegt aíf hún geti orSiS til þess aí styrkja áhrif og atSstöíSu Kína Síðastl. sunnudag biitist í en.ska blaðinu „Sunday Times“ grein eftir mann, sem nýlega var á ferð í Burma. Greinin hefst með þessum orðum: f Suðaustur-Asíu fyrirfinnst nú fátt manna, er treystir sér til að spá þvi, hveinig þar muni verða umhorfs að fimm árum liðnum. Menn gera sér ljósa þá óþægilegu staðreynd, að frumkvæðið er í höndum Kínverja. Viðræðum við menn þar lýkur ekki ósjaldan á þessa leið: Hefur þú gert þér Ijóst, hvað Kínverjum hefur fjölgað mikið síðan við byrjuðum að tala saman. ÞAÐ ER fleira, sem styður að því en fólksfjölgunin í Kína og hröð uppbygging þar, að mikil óvissa hvílir nú yfir fram tíð landanna í Suðaus'tur-Asíu. Það má segja, að í flestum löndum þar ríki hálfgert upp- lausnarástand og gefur það kínvers'kum kommúnistum goft tækifæri til að fiska í grugg- ugu vatni. Þeir notfæra sér það líka óspart og kemur það m.a. fram í því, að þeir tala nú öllu digurbarkalegar en nokfkru sinni áður. Tilgangur- inn er bersýnilega sá að reyna að staðfesta þá skoðun, að þeir séu hið vaxandi og ráðandi heimsveldi í þessum hluta heims. Bardagarnir, sem nýlega hafa blossað upp í Tíbet milli Kínverja og skæruliða þar, eru að margra dómi til komnir fyrir frumkwæði kommúnisfa. sem vilja sýna sfyrk sinn og fara því fram með harðri hendi í stað þess að sýna nokkra til- slökun. Landamæradeilan við Indland er skýrð á sama hátt af ýmsum þeirra, sem þekkja bezt til. EF SKYGGNZT er yfir stjórnmálaástandið í Suðaust- ur-Asíu verður þetta uppi á teningnum: f Janan standa nú yfir hin hörðustu stjórnmálaátök, sem þar hafa átt sér stað um langt skeið, í sambandi víð bandarísk japanska varnarsamninginn. Þótt stjórnin hafi meirihluta þingsins með sér, virðist staða hennar ekki sterk og því erfitt að spá um framtíðina þar í iandi. f stjórnarflokknum eru áhrifamikil öfl, er hallast að hlutleysisstefnu, líkt og jafn- aðarmenn, sem eru nú stærsti andstöðuflokkur stjórnarinnar. f Suður-Kóreu hefur sfjórn Syngmans Bhees nýlega hrökkl azt frá völdum og ríkir mikil óvissa um framvindu stjórn- málanna þar. f Suður-Vietnam láta skæru- liðar kommúnista nú stöðugt meira og meira á sér bera og ríkir því óaldarástand í mörg- um héruðum þar. Jafnframt \ . V.; , I i Síðast iiðinn þriðjudag efndi Kariakórinn Þrymur á Húsavík | til samsöngs í Gamla bíói. Á efnis skrá voru fjöldi laga eftir erlenda og innlenda höfunda, sem of langt yrði upp að telja. Söngstjóri kórsins er Sigurður Sigurjónsson, en við hljóðfærið Ingibjörg Stein- grímsdóttir. Söngur kórsins er mjög fágaður og greinilegt, að söngstjórinn nær öllu því úr kórn um, sem til er af góðum söng. Raddlið kórsjns er misgott, og gætir þess einkum, þegar hann Isyngur erfiðari lög, að honum Uppdráttur þessi sýnir legu eyjanna Amoy, Quemoy og Matsu, er Kín- verjar hóta nú að taka af Formósustjórninni með vopnavaldi. hefur svo komið upp klofning- ur meðal stuðningsmanna stjórnarinnar og hafa nokkrir fyrrv. ráðherrar og aðrir ráða- menn myndað flokk til að vinna gegn einæðisvaldi Ngo Dinh Diems. Sumir Bandaríkja menn óttas't, að endalok hans verði hin sömu og Syngmans Rhees, nema hann taki upp sveigjanlegri stjómarstefnu. f Laos er búizt við að borg- arastyrjöldin hefjist að nýju þá og þegar. Stjórnin hefur ný- lega Iátið fara fram þingkosn- ingar, sem öllum kemur saman um, að hafi verið hreint svindl, líkt og forsetakosningarnar í Suður'-Kóreu. Rétt eftir þær, slapp svo aðalmaður stjórnar- andstæðinga, Suvanna Vongs, úr haldi og þykir það merki þess, að bardagar muni brátt blossa upp að nýju. f fyrra var barizt í Laos og tókst þá að stiHa til friðar fyrir meðal- göngu S. Þ. Vafasamt þykir, að það takist til framþúðar. f her- málianefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings lagði einn þingmanna það nýlega til, að dregið vrði úr hernaðarlegri aðstoð við Laos, þvi að hún væri vonlaus til árangurs. Bandarikin hafa látið stjórnina þar fá miíkið af vopnum und- anfarið. f Thailandi er langt frá því, að stjórnmálaástandið geti tal- izt öruggt. ÓVISSAN og glundroðinn, sem ríkir í stjórnmálum fram- annefndra landa, veitir Kín- verjum að sjálfsögðu stórbætta aðstöðu til áróðurs í Suðaustur Asíu. Þeir herða áróðurssókn- ina líka stöðugt og hafa t.d. alveg nýlega aukið útvarps- sendingar til þessara landa um þriðjung. Þessu til viðbótar, láta þeir svo alltaf meira og meira í það skína, að þeir muni brátt láta til skarar skríða gegn smáeyjunum, sem Formósustjórn ræður enn yfir við meginland Kína, þ.e. Amoy, Quemoy og Matsu. Því er ekki að neita, að Bandaríkjamenn óttast þetta talsvert, m.a. vegna þess, að vesturveldin eru ó- sátt um, hve miklu skuli fórna til að verja þessar eyjar. Hins- vegar yrði það áfall fyrir Formósustjórn, ef hún léti þær orrustulaust af hendi eða lið hennar yr'ði hrakið þaðan. Utan Asíu láía Kínverjar nú líka í vaxandi mæli til sín taka. Þannig er talið, að þeir veiti uppreisnarmönnum í Alsír mun meiri hjálp en Rússar. og einn- ig er talið, að þeir styðji oft austur-þýzku stjórnina, ef hún þarf að fá fram einhver mál við Rússa. Þótt óvissa ríki í málum Suð austur-Asíu, virðist það þó víst, að áhrif Kína fara þar vaxandi. Svo getur vel farið innan tíðar, að ekki aðeins lýð- ræðisríkjunum, heldur og Sov- étríkjunum þyki nóg um „gulu hættuna" svonefndu. Þó er það ekki trúlegt, að samvinna Kína og Sovétríkjanna rofni næstu árin, hvað sem síðar verður. Þ.Þ. V»V»4V»'V*X*V«,N,*’V«V*V»,N«' Karlakórinn Þrymur henta ekki öll viðfangsefni jafn vel. Bassinn er bezta röddin í kórnum. Hann er mjúkur og blæ- fallegur, sérstaklega í veikum söng. Annars er prýðilegt sam- ræmi milli raddanna, og öll blæ- brigði bera stjórnarhæf|leikum söngstjórans glöggt vitni. Sum lögin eins og t.d. Næturljóð eftir J. A. Ahlström, sem voru frábær lega vel sungin. f einsöngslögun- um vakti einsöngur Ingvars Þór- arinssonar sécrstaka athygli og einsöngsiagi eftir söngstjórann var einnig vel skilað af Eysteini Sig urjónssyni. Kóinum var forkunn- arvel tekið og varð að syngja fjölda af aukalögum. A.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.