Tíminn - 03.06.1961, Side 12

Tíminn - 03.06.1961, Side 12
12 TlMINN, laugardaginn 3. Jfinf 1961. | íkróUvr rhr * 1 j(Á>fotílr Vilhjálmur Einars- son í góöri æfingu — Stökk 7.20 m í langstökki. ~ Jón Ölafsson setti unglingamet í hástökki, stökk 1.96. RITSTJORI: HALLUR SIMONARSON Frjálsíþróttamót KR, EÓP- mótié, fór fram á Melavellin- um í fyrrakvöld. Þar bar helzt til tíðinda, að Jón Þ. Ólafsson bætti enn unglingametið í há- stökki, stökk 1.96 metra og var mjög vel yfir þeirri hæð, en hins vegar felldi hann þrí- vegis 2.01 metra, methæð, en Jón á áreiðanlega eftir að fara vel yfir þá hæð síðar í sumar. Ánægjulegast á mótinu var þó langstökkk Vilhjálms Einarssonar — þrátt fyrir það, að hann átti fjórar ógildar tilraunir. f gildu stökki stökk Vilhjálmur lengst 7.20 metra, en átti ógild stökk um og yfir 7.30 metra (mæit frá tá). Vilhjálmur er nú greinilega í ágætri þjálfun. Sennilega bætir hann langstökksmet sitt í sumar, og það verður mikili viðburður, þegar hann fer að keppa í þrí- stökkinu. Ef að líkuin lætur verð ur hann ekki lakari en í fyrra- sumar — en þá stökk hann lengst 16.70 metra, sem er annar bezti árangur, sem náðst hefur í þrí- stökki. Einar Frímannsson, KR, varð annar í langstökkinu, stökk lengst 6.98 metra — og átti ógilt stökk um 7.16 metra. Að öðru leyti var fátt um fína Skotarnir ekki eins sparir á mörkin - nnnu Akranes 7-0 JÓN Þ. ÓLAFSSON enn nýtt unglingamet VILHJÁLMUR EINARSSON — í góðri æfingu drætti á þessu móti. Það skemmdi líka algjörlega fyrir hinum fáu áhorfendum, að erfitt var að fylgj ast með því, sem skeði á mótinu. Hátalarakerfið var ekki í góðu lagi — eða kannski öllu heldur, að þulur mótsins muldraði töl- urnar í barm sér og fátt af því náði eyrum áhorfenda. Guðmundur Hermannsson, KR, sigraði með yfirburðum í kúlu- varpinu, varpaði lengst 15.74 m., og virðist Guðmundur nú vera að ná sér vel á strik aftur, en hann hætti keppni um tíma vegna meiðsla. Valbjörn Þorláksson sigr aði í spjótkasti, kastaði 63.18 m. og bætir hann stöðugt árangur sinn í þeirri grein — en spjót- kastið hefur verið ein alslappasta greinin hér undanfarin ár. Hlaupin á mótinu voru harla sviplítil. f 100 metra hlaupi sigr- aði Grétar Þorsteinsson, Á., á 11.5 sek. (mótvindur) og vann hann Valbjörn örugglega. Sigurður Björnsson, KR, sigraði Svavar Markússon í 400 m. hlaupi á 52.3 sek. Svavar hljóp á 52.5 sek., en hann hefur I.ítið getað æft í vor. í 1500 m. hlaupi sigraði Krist- leifur Guðbjörnsson á 4:05.7 mín. Annar varð Reynir Þorsteinsson, einnig úr KR, á 4:17.4 mín. og sigraði Agnar Leví á marklín- unni. Tími Agnars var 4:17.5 mín. Rannveig Laxdal, ÍR, landsliðs- kona hjá Víkingi í handknattleik, 'sigraði með yfirburðum í 100 m- hlaupi kvenna á 14.1 sek. í öðrum greinum urðu sigur-| vegarar þessir: 80 m. hlaup sveina Uóbert Hreiðarsson, KR, 9.8 sek. 100 m. hlaup unglinga Kristján Eyjólfsson, ÍR, 12.0 sek. 110 m. írindahlaup Sigurður Lárusson Á., 17.0 sek. 1000 m. boðhlaup, ’.veit Ármanns 2:02.5 í sveitinni ilupu Hjörleifur Bergsteinsson, >órir Þorsteinsson, Grétar Þor- teinsson og Hörður Haraldsson, og vakti 400 m. sprettur Harðar einkum athygli. Sleggjukast, Þórð . ur B. Sigurðsson, KR, 49.64 m. Skozku leikmennirnir , frá Sf. Mirren áttu létt með að sigra íslandsmeistarana frá Akranesi á Laugardafsvellin- um í gærkvöldi. Sjö urðu mörkin án þess íslandsmeist- ararnir gætu nokkru sinni svarað — en þeir fengu þó ágæt tækifæri, sem voru mis- notuð, meðal annars spyrnti Þórður Jónsson himinhátt yfir markið úr vítaspyrnu. Mikil aðsókn að barnanámskeið- unum Um síðustu helgi hófust íþrótta- námskeið fyrir börn og unglinga víðs vegar um bæinn og hefur að- sókn að þeim verið mjög góð. Sér- staklega hefur aðsókn verið góð fyrir hádegi, og hafa börnin, sem eru á aldrinum 5—9 ára, verið um 100 á hverju svæði og allt upp í 200. Á svæðinu í Blesugróf var þó aðsókn nær engin og er börnnm þar bent á að snúa sér til Víkings- svæðisins við Hæðargarð. — Akurnesingar fengu vítaspyrnu, en Þórtiur Jónsson spyrnti hátt yfir markiÓ Leikurinn í heild var miklu skemmtilegri og fjörugri en fyrsti leikurinn, sem Skotarnir léku gegn Val. Skotarnir sýndu meiri tilþrif nú en í þeim leik — þó án þess að leggja verulega að sér, og nokkurt kæruleysi virtist ríkj andi meðal leikmanna um tíma í síðari hálýteik. En knattspyrn- an, sem Skotarnir sýndu á milli, var oft stórglæsileg. Þrátt fyrir ofureflið gáfust Akurnesingar aldrei upp og reyndu a$ sækja, sem oftast bitnaði á því, að vörn þeirra opnaðist um of. Og tæki- færi fengu Akumesingar, þótt ekki tækist þeim að skora. Það var hins vegar djarft teflt hjá Akurnesingum að styrkja ekki lið sitt meira en þeir gerðu, sem og útkoman sýnir vel. SKEMMTILEGUR FYRRI HÁLFLEIKUR Fyrri hálfleikurinn var mun skemmtilegri — og um leið jafn ari. Akurnesingar fengu strax á fyrstu mínútu hornspyrnu — en síðan náðu Skotar tökum á leikn um, og á sjöttu mínútu varð Kristinn Gunnlaugsson að taka á öllu sínu til að bjarga á marMínu eftir slæmt úthlaup Helga Daní el^onar, markvarðar. Á 9. mín. skoruðu Skotar fyrsta mark sitt. Þeir fengu þá aukaspyrnu var vel gefið fyr ir markið. Helgi hljóp úr mark inu án markmiðs og skallaði útherjinn að marki, en Helgi Hannesson fékk bjargað á línu. Knötturinn fór þó fyrir fætur miðherjans Clunie, sem skoraði gegnum þvöguna. Á 15. mín. gerði Helgi sig enn sekan um rangt úthlaup — en hann átti ag mörgu leyti mjög misheppnaðan leik í marki að þessu sinni, — og aftur kostaði það mark. Helga Hannessyni tókst þó í fyrstu aftur að skalla frá, en knötturinn fór til útherjans Henderson, sem skallaði knött- inn yfir varnarleikmennina í mark hornið fjær. Mjög glæsilega gert. Og eftir mínútu lá knötturinn aft ur í marki Akurnesinga. Þeir náðu knettinum strax og hann var gefinn langt fram. Innherjinn McFazedan var fljótari en vam arleikmennirnir, komst inn fyrir og renndi knettinum framhjá Helga. Og litlu munaði að enn færi 1 illa eftir úthlaup Helga mark- i varðar, því á 17. mín. varð Helgi ! Hannesson enn að spyrna knett- I inum frá á marklínu Akraness- marksins. MISNOTUB VÍTASPYRNA En spennan hélzt í leiknum. Á 19. mín. var Helga Björgvinssyni hrint í vitateig Skotanna, og Hann es Sigurðsson dæmdi vítaspyrnu, sem var fullstrangur dómur. Þórð ur Jónsson tók spyrnuna mjög illa, knötturinu sveif um metra fyrir ofan markið og langt aftur fyrir. Það vantaði ekki kraftinn, en nákvæmnin var ekki fyrir hendi. (Framh. á 13. síðu). Betra liðið tapaði í úrslita- leik Evrópubikí"'keppninnar Úrslitaleikurinn í Evrópu- bikarkeppninni fór fram í Bern á miðvikudaginn milli spánska jiðsins Barcelona og portúgalska liðsins Benefica og urðu úrslit þau, að portú- galarnir sigruðu með 3—2 í skemmtilegum leik, þar sem Barcelona hafði talsverða yfir- burði. sem ekki tókst að nýta til sigurs. Greinilegt var, að betra liðið tapaði. Ungverski skallasérfræðingurinn Kocsis skoraði fyrsta markið fyrir Barcelona eftir 20 mín. Fyrir þann tíma hafði Barcelona haft algera yfirburði og bjuggust hinir sviss- nesku áhorfendur við, að gert væri út um leikinn fyrir Spánverjana. | En skyndilega varð breyting á. Á 30. mín skoraði miðherji Berie- fica, Agus, eftir mistök á spönsku vörninni. Tveimur mín. síðar var knettinum spyrnt í átt að marki Barcelona og kom hann í stöng- ina, féll niður, þar sem honum var þegar spyrnt í burtu. En svissneski dómarinn benti á miðjuna og dæmdi mark. | Síðari hálfleikur verður talinn sá óvenjulegasti í sögu ( bikar- keppninnar. Eftir 8 mín. stoð 3—1 fyrir Benefica og var það Coluna, sem skoraði með góðu skoti. En síðan tóku leikmenn Barce- lona við og sóttu það, sem eftir var leiksins. Kocsis skallaði knött- inn og átti spyrnu í þverslána, og Kubala átti skot í aðra markslána og síðan hina, og þegar 3 min. voru til leiksloka komst Kocsis inn fýr- ir, en markmaðurinn varði í horn sem urðu að þremur, og síöustu mínúturnar fóru því nær eingör.gu fram í vítateig Benefica. Á 27 min. hafði Ungverjanum Czibor tckizt að skora annað mark Barcelona, með frábæru skoti, en fleiri vildu mörkin ekki verða, og virtist ói: úT leg heppni fylgja Portúgölunum.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.