Tíminn - 26.08.1961, Síða 14

Tíminn - 26.08.1961, Síða 14
14 T f M I N N, laugardaginn 2S. ágóst 1961. til voru þeir, sem grétu á sLilnaðarstundinni, af því að þeir litu svo á, að það ætti við og væri síðasta skyldu- kvöðin á heimilinu. Þennan dag tvístraðist Sjávarbakkaheimilið. Fyrst komu sendimenn hreppstjór- ans. Þeir voru tveir. Annar .var yngsti sonur Ásmundar, maður á fertugsaldri, Björn að nafni. Var hann ógiftur, og hafði alltaf átt heima hjá foreldrum sínum. Hinn mað- urinn var roskið hjú, sem lengi hafði verið vinnumaður á Sjónarhóli. Systkinin þrjú, Ásdís, Ás- mundur og Jóhann bjuggust nú að heiman. Allir vissu, að Sjónarhóll var góður sama- staður. Hafði margt ungmenn ið mannazt þar vel. Engu að síður var systkinunum harm- ur i huga, er þau bjuggust brott. Öll komu þau upp í nýja bæinn að kveðja Hall- fríði. Hún gaf þeim öllum lít inn grip að skilnaði. Ásdísi spjaldofið styttuband, Ás- mundi mórauða fingravettl- inga og Jóhanni litaða sauð- skinnsskó, brydda eltiskinni með rósailleppum. Kveðjur' þeirra allra voru hinar ástúð legustu. Hallfríður fór út á hólinn og horfði á eftir syst- kinunum, er þau riðu út tröð ina og tóku stefnuna yfir háls inn. Björn var á undan; Ás- mundur næstur, þá Ásdís,- en Jóhann síðastur. Riðu þau greitt og létu vinnumanninn eiga slg, en hann rak lestina, fimm reiðingshesta klyfjaða farangri. Var það meira-_en dót systkinanna, því að Ás- mundur hreppstjóri átti mest' allt innbúið á Sjávarbakka. | Allt það, sem Ásrún gat ekki haft eða kærði sig um. Næst var komið eftir Sveinj birni. Hann var þriðji elztur’ þeirra systkina. Hann var allur með hugann við sjóinn, og kveið því mjög að flytja á bæ, sem var langt frammi í dal. Hann þekkti vel fólkið, og það var gott. Þár hafði hann verið smali nokkur sumur. En sjórinn, sem hann^ unni svo mjög, sást þar ekki, ■ nema gengið væri á fjöll. Og úr langri fjarlægð. Er hann kom að kveðja Hallfríði. gaf hún honum ■ fallega brjósthlif, eins og þá voru í tízku. Þá var Stína sótt. Hallfríður gaf henni að skilnaði prjónaklukku, hina rlaulegustu flík. Og loks var Hallur sóttur. | Þá var og kominn Sigurður,* 1 faðir Hallfríðar, að sækja' hana. Halli gaf hún nýprjón- aðan ullartrefil með hekluð- um kögurborða. Sigurður var með fjóra hesta undir reiðingi. Ásrún var á hlaðinu, þegar hann kom, og spurði hvað til stæði, að koma með svona marga reiðingshesta. — Eg er að sækja dóttur mína og farangur hennar, sagði Sigríður. — Eg geri ekki ráð fyrir, — Óskar ánafnað'i okkur hjónunum af innbúi Hall- fríðar, sem hún gat ekki flutt með sér vestur. Og til þess að allt væri á hreinu, sendi hann mér listann. Eg skal fara ná- kvæmlega eftir honum nú. — Eg er ekki lögfróð- en bágt á ég með að trúa því, að listinn nægi þér eins og á stendur. Og ég leita réttar míns. Nú gaf Óskar sig í málið. Áttu þau mæðginin orðaskipti 1 * III BJARNl UR FIRÐI: ÁST 1 í MEINUM 41 að hún sé með þann farang- ur, að ekki nægi tveir hestar. — Þá rek ég hestana lausa, sagði Sigurðu.r. i — Þú hlýtur að vita það, að Hallfríður á ekki allt, sem hún hefur undir höndum. Og það, sem hún ekki á, líð ég ekki að flutt sé brott. — Auðvitað tek ég það eitt, sem Hallfríður á. Heldurðu að ég sé að koma hingað ráns- ferð? — Nei, Sigurður. Það held ég ekki. Eg veit, að þú ert vandaðri maður en bvo. En þessi farangur, sem þarna stendur við nýja bæinn, er að miklu leyti frá mínu heim- ini, smíðaður hér eða keypt- ur fyrir peninga búsins. — Það vill svo vel til, sagði Sigurður, — að ég hef lista frá Óskari heitnum Gunnars- syni, yfir muni þá, sem Hall- fríður á hér. — Hvenær fékkstu þann lista? Hefur Óskar skrifað hann sjálfur. — Já, Óskar hefur skrifað hann. Og hann sendi mér hann með Hallfríði, er hún heimsótti okkur foreldra sína, rétt áður en hann lagðist banaleguna. — Eg á bágt með að trúa þessu. Hver var tilgangur- inn? . um stund. En það, sem þeim! fór á milli, verður ekki fært i letur. Óskar fylgdi Sigurði heimj að nýja bænum og hjálpaði honum að búa upp á hestana, og gætti þess vandlega, að ekkert væri skilið eftir í bæn- um, sem mátti flytja. Komst farangurinn á hestana. Hallfríður hafði gert nýja bæinn hreinan, enjDrátt fyfir það, þvoði hún gólfið að skíln aði og sópaði hvert skot og kima. Að endingu tyllti hún sér á rúmstokkinn og sat þar þög ul og alvarleg nokkra stund eða þar til faðir hennar lét hana vita, að allt væri tilbú- ið. Þá reis hún hægt úr sæti og gekk frá hverri hurð og læsti og fékk Óskari útidyra- ’-kilinn. Systkinin voru öli úti við. Hún gr/ því kvatt, hau þar.! óskari rétti hún silfurnál, sem hún hafði fyrir einu ári keypt af umferðasala, er fór um sveitina, og seldi ýmsa fá- séða og eftirsótta skartgripi.j Hafði nál þessi verið alldýrj og þótti fögur. Átti Óskar hana alla ævi. Lýð gaf hún1 lítinn skeiðarhnif, sem einn-J ig var keyptur af umferðar-1 salanum, og Sæunni litlu' snotra perlufesti. Svo hljóp hún heim í bæ- inn til að kveðja Ásrúnu. Ásrún lá undir sæng í rúmi sinu. Hún hafði lagzt fyrir, eftir að síðasta barnið kvaddi hana. Hún var mjög þrútin í andliti og grátbólgin. Hallfríði brá, er hún sá út- lit húsfreyjunnar. — Eg er komin til aö kveðja big, sagði hún. — Já, þú ert komin til að kveðja. Hætt við Ameríku. Býst kannske við meiri vinn ingum hér. Farðu vel. Og Ás- rún rétti fram höndina. — Vertu sæl, Ásrún, sagði Hallfríður. Líði þér vel. Svo gekk hún hnarreist út úr herberginu. Hún vissi að sönnu, að hún hafði brotið af sér við þesSá konu. En henn ivar ekki unnt að beygja sig fyrir Ásrúnu. Kuldi henn- ar var svo áberandi og eins nístandi háðið, sem lá í rómn um. Því varð aðeins mætt með fullum búnaði. Sem betur fór var ekkertj af börnum Óskars viðstatt j kveðju þeirra. Sama mann-' inn, föður barnanna hér, höfðu báðar elskað. Þess vegna var skilnaðarstundin slík. Þegar Hallfríður reið upp götuslóðann, sem lá að háls- brúninni, varð henni hugsað til dagsins, er hún flutti að Sjávarbakka. Veðrið var furðu líkt. En nú var það ekki Óskar j — heldur faðir hennar — sem fór fyrir lestinni. Faðir hennar teymdi nú ekki einn hest. heldur fjóra í halarófu, og alla klyfjaða. Hún hafðij meiri heimanbúnað nú enj þá. Og í minjasjóð hennar hafði safnast mikil og dýr- keypt feynsla. Það veganesti myndi lýsa upp framtiðina og móta hana alla. Og hún bað guð þess í hljóði, að hann fvrirgæfi sér mistökin og iéti gott spretta upp úr jarð- vegi hinnar dýru reynslu.! Og hið fegursta, sem hún átti! í ást og kærleika, yrði æv-| arandi eign, síung og fögur,' unz hún fyndi ástvini sina á la’idi ódauðleikans. Þegar hún kom á háisinn, birti snögglega. Henni var, litið við. Sjórinn blikaði eins| og þegar hún flutti að Sjávar, bakka. Hún starði hugfang-l in á blikið. En móðan lagðist vfir aftur. Dumbungurinn var hinn sami og áður En hugur Hallfríðar fylltist friði og gleði, gleði. sem hún hafði ekki fundið um lengri tíma. Henni fannst sem guð segði við sig: „Allt er eins og það var, áður en þú komst að Sjávarbakka: fegurðin, góð- vildin og sakleysið. Ekkert er misst. Eg er með þér, og ég skal blessa þig og varðveita. Vertu glöð í eisku þinni og trú.“ Hallfr 3ur fórnaði höndum. Lofgjörð og þakklæti fyllti sál hennar. Með því hugar- fari þokaðist hún í áttina heim á prestssetrið, þar sem heimili hennar stóð hin næstu ár. Laugardagur 26. ágúst: 8,00 Morgunútvarp. 12,OÓ Hádegisútvarp. 12.55 Óskalög sjúklinga (Bryndis Sig urjónsdóttir). 14.30 f umferðinni (Gestur Þor- grímsson). 14.40 Laugardagslögin. 16.30 Veðurfregnir. 18.30 Tómstundaþáttur barna og unglinga (Jón Pálsson). 18.55 Tilkynningar. 19.20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir. 20,00 Tónleikar: Þættir úr óperunni „Porgy og Bess“ eftir George Gershwin. — Bandarískir lista menn flytja. 20,25 Leikrit: „Ferðin mikia" eftir Elmer Rice. Þýðandi: Sveinn Skorri Höskuldsson magister. Leikstjóri: Gunnar Eyjólfsson. Leikendur: Helga Valtýsdóttir, Erlingur Gíslason, Valur Gísla son, Bryndís Pétu-rsdóttir, Jón Aðils, Bessi Bjarnason og Helgi Skúlason. 21.40 Tónleikar: Hollywood Bowl-sin- fóníuhijómsveitin leikur verk eftir Tjaikovski og Ponchielli. 22,00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Danslög. 24,00 Dagskrárlok. Öldulengdir: Miðbylgjur: 217 m (1440 Kr/ scc.). FM-útvarp á metrabylgjum: 96 Mr. (Rás 30). Laugardagur 26. ágúst. 20.00 Einkennislag afmælis- útvarpsins. Samgöngumál Reykjavíkur, götur — flugmál. (Sveinn Ásgeirsson). 20.20 Reykjavíkurkvæði Tómasar borgarskálds. 20.40 Búðarþátturinn úr Pilti og stúlku (Leikstjóri Ævar Kvaran). 21.10 Kvöldvaka unga fólksins í umsjá Hauks Haukssonar (Sv Gests o fl. — útvarp- að af svjði). 22.00 Dagskrárauki: Hljómsveit Svavars Gests (af sviði). Danslög. RIRÍRUR VÍÐFFÖRL! Úlfurinn og Fálkinn 29 — Ég skal segja þér, að kóngur inn af Bústaðaléni er ekkert blá- vatn, sagði Haugur illilega. — Eitt orð af mínum vörum, Bersi jarl, og hann mun ekki styðja þig. — Ógnanir þínar koma of seint, sagði Bryndís ofursætt, — ég skal segja prinsinum, að þú sért njósnari, og að ég hafi rétt í þessu komizt á snoðir um samsærið. — Og hvað um varúlfinn? Eða haukinn, eins og þú kallar hann venjulega? Hvað gerist, ef sú vera fær hug- mynd um veru Ervins hér? Þá gætu skeð hinir hræðilegustu hlut ir. Bryndís hnykkti til höfðinu. — Hinar barnalegu ógnanir ykkar skelfa mig ekki, hrópaði hún fok- ill svo stirðnuðu þau öll, þegar skerandi öskur skar þögn myrkurs- ins úti fyrir. — Þetta var úlfur, hvíslaði Bersi hás. — Það þýðir dauðann, — dauðann.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.