Tíminn - 06.09.1961, Blaðsíða 1
202. tbl. — 45. árgangur.
Miðvikudagsgreinin
bls. 8 og 9.
Migvikudagur 6. september 1961.
Kristín Halldórsdóttir, kona Björns Hauks Magnússonar, skipstjóra á !
Sleipni, KE-26, með Hauk son þeirra hjóna. !
Þá fór mér veru-l
lega að létta
Blaðamaður og Ijósmynd-
ari Tímans heimsóttu í gær
dag frú Kristínu Halldórs-
dóttur, konu Björns Hauks
Magnússonar, skipstjóra á
Sleipni, að Kaplaskjólsvegi
51. Þau hjón eru nýflutt inn
í nýja íbúð á 4. hæð í fjöl-
býlishúsi, og frúin sagði, að
þau væru varla búin að
koma sér fyrir ennþá. Þau
hjón eiga einn son barna,
Hauk, tveggja ára snáða.
Frú Kristín tók mjög vel á
móti blaðamanninum og ljós-
myndaranum, og var hin kát-
asta, enda hafð'i hún þá nýlega
fregnað, að skipsmenn af
Sleipni væru komnir heilu og
höldnu um borð í bandaríska
skipið.
— Hvenær fréttir þú um
óhappið, Kristín?
— Það var ekki fyrr en í
morgun, rúmlega 10, að Árni
Böðvarsson, útgerðarmaður
bátsins, hringdi og sagði mér,
að báturinn hefði beðið um að- 0
stoð. n
— Þú hefur auðvitað orðið Q
svolítið smeyk. ^
— Já, ég var það, en faðir
Björns,Magnús Runólfsson hafn
sögumaður, hafði strax sam-
band við mig og fylgdist með
því, sem var að gerast, í gegn-
um Slysavarnafélagið, og hann
sagð'i, að ég skyldi bara vera
róleg, þetta væri ekkert alvar
legt, — myndi verða allt í
lagi. Það róaði mig mikið, því
að hann er. gamali og reyndur
sjómaður og skipstjóri. Svo
þegar ég frétti, að þeir væru
allir komnir í gúmmíbjörgun-
arbátinn og herskipið á leið-
inni til þeirra, fór mér að létta
verulega.
— Hvag hefur Björn verið
lengi skipstjóri á Sleipni?
— Það er ekki nema rúmur
mánuður síðan hann tók við
bátnum. Þetta er fyrsta ferð
bátsins til Englands. Þeir voru (/
í vöruflutningum hér á strönd
inni áður. Það er réttur hálfur
mánuð'ur síðan þeir fóru frá
Hafnarfirði áleiðis til Eng-
lands. (Framhald á 2. síðu.)
Vélbáturinn Sleipn-
ir sekkur á rúmsjó
Áhöfnmni, 6 mönnum, bjargað af gúmmí-
bát eftir hálfan fimmta tíma
fiSHIi!
í gærmorgun snemma kom
leki að vélbátnum Sleipni, KE
—26, er hann var sfaddur á
hafinu milli Færeyja og ís-
lands, rúmar 200 sjómílur suð-
ur af Dyrhólaey. Báturinn var
á leið frá Aberdeen í Skot-
landi til Islands.
Klukkan 8 í morgun heyrðu
loftskeytastöðvar á Austurlandi
og í Vestmannaeyjum neyðarkall
frá bátnum. Sagði skipstjórinn
mikinn leka kominn að bátnum
og vélin hefði stöðvazt. Skozk flug
vél var á flugi skammt frá og
hafði samband við skipið. Næstu
skip við' Sleipni voru þá banda-
ríska gæzluskipið Ketchmer og
strandferðaskipið Hekla, sem var
á heimleið frá Norðurlöndum.
Héldu bæði skipin þegar á vett-
vang og einnig brezki tundurdufla
slæðarinn Broadsword, sem var
í um það bil 200 sjómílna fjar-
lægð frá Sleipni. Flugvél frá varn
arliðinu á Keflavíkurflugvelli hélt
af stað til leitar að bátnum og um
klukkan 11 í morgun var hún kom
in á slysstaðinn.
Klukkan rúmlega 11 voru 5
skipsmenn af Sleipni komnir um
borð í gúmmíbjörgunarbát. —
Skipstjórinn á bátnum, Björn
Haukur Magnússon, var enn við
talstöðina um borð í hinum sökkv
andi bát og hafði samband við
flugstjórann á bandarísku flugvél-
inni. Var þá talið, að Sleipnir
myndi sökkva þá og þegar. Þar
var þá norðanátt, 6 vindstig.
Gúmmíbátinn hafð irekið ca. 12
mílur, þegar Rán og varnarliðsflug
vélin fundu hann nokkurn veginn
samtímis.
Sleipnir var 72 lestir, smíðaður
í Noregi 1926. Útgerðarmaður báts
ins var Árni Böðvarsson í Reykja
vík. Skýrði hann Tímanum svo
frá, að báturinn hefði lagt af stað
Björn Haukur Magnússon
skipst jóri
frá Aberdeen á laugardag og hefði
hann ekki vænzt hans til landsins
fyrr en á fimmtudag. Ferðin hefði
greinilega gengið mjög vel fram
að því, er báturinn tók að' Ieka,
enda ný vél í honum.
Báturinn var áður gerður út
(Framhald á 2. síðu.)
Verðlagsmálin rædd á
Stéttarsambandsfundi
Bændur telja kosti sínum mjög þrengt
Bifröst í gær.
ASalfundur Stéttarsambands
bænda hófst í Bifröst í Borg-
arfirði í gær, og mun honum
Ijúka í dag. Jchannes Davíðs-
son í Hjarðardal komst fyrstur
fulltrúa á fundarstað á laug-
ardagskvöldið, og allan mánu-
daginn voru fundarmenn að
tínast að, þótt þorri þeirra
kæmi með áætlunarbíl úr
Reykjavík klukkan átta á
mánudagskvöldið. Flestir fund
armenn þekktust frá fornu
fari, og urðu fagnaðarfundir,
er þeir hittust. Þegar kvöld-
verður hafði verið snæddur á
mánudagskvöldið, sátu gamlir
kunningjar fram e.tir kvöld-
inu í setustofunni eða ræddust
við á göngum frammi, leituðu
frétta úr fjarlægum héruðum
og sögðu sjálfir tíðindi. En
þegar almælt tíðindi höfðu
verið sögð, barst talið að öðr-
um efnum og þá oftast afurða-
verðinu, enda áttu verðlags-
málin að verða eitt helzta um-
ræðuefni fundarins.
Sverrir Gíslason í Hvammi, for-
maður Stéttarsambandsins, setti
fundinn klukkan tíu á þriðjudags-
morgun. Tilnefndi hann Jón Sig-
urðs-son á Reynistað fundarstjóra,
en hann kvaddi Sigurð Snorrason
á Gilsbakka til fundarstjórnar sér
til aðstoðar og fól Guðmundi Inga
Kristjánssyni á Kirkjubóli og Ein-
jari Halldórssyni á Setbergi ritara-
störf. Minntist hann síðan látinna
forystumanna í bændastétt, Garð-
ars Halldórssonar alþingismanns á
Rifkelsstöðum og Hafsteins Pét-
urssonar, bónda á Gunnsteinsstöð-
um. í kjörbréfanefnd voru kosnir
Þrándur Indriðason á Fjalli, Guð-
mundur Ingi Kristjánsson og Ólaf-
ur Bjarnason í Brautarholti.
47 fulltrúar úr öllum sýslum
sitja fundmn, en auk þeirra eru á
fundinum vúmlega tuttugu gestir.
Kveðja barst frá Kristjáni Bene-
diktssyni í Einholti, sem ekki gat
komið til fundar.
Þegar kjörbréf fulltrúanna
höfðu verið staðfest, flutti Sverrir
Gíslason skýrslu sambandsstjórn-
ar. Talaði hann í þrjá stundar-
fjórðunga og kom víða við. Fjall-
aði hann meðal annars um verð-
Jagsmálin, skýrði frá umræðum í
sex-mannanefndinni og tillögura
beggja aðila, sem ber mikið á milli
í mörgum liðum. Fullvissaði hann
fulltrúa um, að ágreiningsmálin
yrðu rædd til þrautar og reynt að
ná samkomulagi, enda væri einnig
vilji til þess meðal fulltrúa neyt-
enda.
Sverrir ræddi þróun búnaðar-
SVERRIR GISLASOM
mála á undanfömum árum. Hann
skýrði frá því, að á árunum 1958—
1960 hefði bústofnsaukning orðið
sem hér segir:
Kýr 7,5%, geldneyti 4,1%, kálf-
ar 9,6%, ær 4%, hrútar og sauðir
jafnmargir og áður, gemlingar
35,5%.
Afurðaaukning hefði aftur á
móti orðið á sama árabili: Mjólk
5,1%; kjöt af nautgripum 6,7%,
dilkakjöt 4%, geldfjárkjöt 3,6%
kjöt af ám og hrútum 17,6%.
Heimaslátrun hefur dregizt saman
um 43,3% og hrossakjöt um 16,7%.
(Framhald á 2. síðu.)