Tíminn - 06.09.1961, Blaðsíða 13
TÍ MIN N, miðvikudagmn 6. september 1961.
13
Fréttabréf úr
Hegranesþmgi
Framhald af 9. síðu.
til starfa á víðari vettvangi. Og
innan nokkurra ára var fjármað-
urinn frá Hvanneyri orðinn for-
sætisráðherra. Ekki kom annað
til álita meðal skagfirzkra Fram-
sóknarmanna en Steingrímur yrði
'þingmaður þeirra, meðan hann
var fáanlegur til þess starfs. En
þar kom að því, að' hann taldi eðh
legt, að yngri menn færu fyrir
fylkingum og dró sig í hlé fr:
þingmennsku.
Gleðistund me5 góðu fólki
Sunnudaginn 20. ágúst sl. héldu
Skagfirðingar þeim hjónum sam-
sæti að Sauðárkróki. Ekki til að
kveðja þau, heldur í því skyni að
eiga með þeim ánægjustund. Hóf-
ið sat hátt á annað hundrað
manns, og vantaði þó fjölmarga,
er ákveðið höfðu þátttöku. Senni-
legt er, að ýmsum hafi orðið á
aft hugsa eitthvað svipað bóndan-
um, sem sagði á sunnudagsmorgni:
„Helvíti er, að það skuli vera
þurrkur." Var það hressilega
mælt í óþurrkatíð.
Guttormur Óskarsson á Sauðár-
króki stjórnaði samsætinu, en
Eyþór Stefánsson, tónskáld á
Sauðárkróki þjóðkórnum. Aðal-
ræðuna flutti Gísli Magnússon í
Eyhildarholti, en auk hans tóku
til máls þeir: Jóhann Salberg Guð
mundss., sýslumaður, Björn Egils-
son á Sveinsstöðum, Ólafur Sig-
urðsson á Hellulandi, Vigfús
Helgason, Hólum, Jón Sigurð'sson,
Reynistað, Jón Jónsson, Hofi, Her
mann Jónsson, Yzta-Mói, Bjarni
Halldórsson, Uppsölum, Jón Jó-
hannsson, Sauðárkróki, Hjörleifur
Sturlaugsson, Kimbastöðum, Friðr
ik Hallgrímsson, Sunnuhvoli, Val-
garð Blöndal, Sauðárkróki, Magn-
ús H. Gíslason Frostastöðum, Gutt
ormur Óskarsson, Sauðárkróki, og
loks Steingrímur Steinþórsson.
Hér verðá ekki ræður raktar,
en gjarnan má geta þess, að Jón
Jóhannsson hafði orð fyrir göml-
um nemendum Steingríms og
gerði það með mikilli prýði, Þeim
hjónum var fært að gjöf fagurt
málverk úr Skagafirði, gert af
Sigurði Sigurðssyni, listmálara,
sömuleiðis gestabók, bundin í loð
skinn og vönduð mjög, og loks
nokkur peningaupphæð. Voru
gjafir þessar og hófið allt óljúg-
fróður vottur þess hugarþels. sem
Skagfirðingar bera til þeirra Stein
gríms og frú Theodóru.
Allt fór hóf þetta fram með
miklum ágætum og var þeim til
óblandinnar ánægju, sem í því
tóku þátt.
Fjölsótt héraðshátíS
Skagfirzkir Framsóknarmenn
héldu sína sumarhátíð í félags-
heimilinu BifrÖst á Sauðárkróki um
„17. helgina“ Var hún mjög fjöl-
sótt. Það eru nú meira en 20 ár
síðan þessi háttur var upp tekinn
af Framsóknarmönnum hér. Lengst
af hafa samkomurnar verið í
Varmahlíð. Þótt húsakynni væru
þar ónóg bætti Skagfirðingabúð
það lipp. Fyrir no’.krum árum var
opinbert samkomuhald fellt niður
f Varmahlíð af tillitssemi við gesti
veitingahússins. Má segja, að sú
ráðtöfun hafi verið eðlileg, en
bagaleg engu að síður. Myndar-
legt félagsheimili í Varmahlíð er
fyrir löngu orðin brýn nauðsyn
1 og ekki virðist bið með þá bygg-
ingu til batnaðar, frekar en hjá
sjálfstæðisbóndanum, sem hætti
við að kaupa dráttarvélina á tím-^
um vinstri stjórnarinnar, af þ
að hann trúði því í sínu sakleysi, |
að kæmist íhaldið í stjóru, yrði
hagkvæmara að gera dráttarvéla-
kaup. Og bóndinn beið. Og íhaldið
komst í stjórn. En við skulum
ekki hafa hátt um „hagnaðinn"
af bið'inni.
Síðan Varmahlíð var lokað,
hafa Framsóknarmenn haldið sín
ar sumarhátíðir á Sauðárkróki. Að
þessu sinni fluttu 'þeir ræður á
samkomunni, Gísli Magnússon í
Eyhildarholti, sem setti hana og
stjórnaði, og alþingismennirnir
Skúli Guðmundsson og Ólafur Jó-
hannesson. Hinn einkar vinsæli
og ágæti Smárakvartett á Akur-
i eyri söng við undirleik Jakobs
: Tryggvasonar og Ævar Kvaran
leikari fór með skemmtiþætti. Að
lokum var dansað.
Trompið reyndist „hundur"
Skömmu áður höfðu Sjálfstæðis
menn haldið sína héraðshátíð á
Sauðárkróki. Hugðu þeir sig slá
út hátrompi, þar sem var Gunnar
viðreisnarráðherra Thoroddsen.
En trompig reyndist áhrifaminna
en ætlað var. Þóttu bekkir þunn-
skipaðir. Varð einum frómum
Sjálfstæðismanni að orði að há-
tíðahaldi afstöðnu: „Ekki veit ég,
hvernig farig hefði, ef við hefðum
ekki haft han-n Guðmund". En
Guðmundur þessi, sem að dómi
Sjálfstæðismannsins, (og eflaust
réttilega), bjargaði því, sem bjarg
að varð, er Guðmundur Jónsson,
óperusöngvari, sem söng þarna
ásamt öð'ru góðu fólki.
Samgöngubæfur
Jónas Snæbjörnsson, brúarsmið
ur, hefur verið að verki hér í
Skagafirði í sumar með brúar-
gerðarflokki sínum. Byrjuðu þeir
félagar á því að byggja brú á Kotá
i Norðurárdal. Var á því ærin
þörf .Þegar skriðuhlaupin miklu
urðu í Norðurárdalnum fyrir
nokkrum árum og brúin sópaðist
af Valagilsánni, skemmdist Kotár-
brúin nokkuð, en slapp þó tiltölu
lega vel við þær hamfarir. En
brúin er mjó og uppi undir gil-
kjaftinum. Auk þess er að henni
allkröpp beygja að vestanverðu
og því mjög vandekið yfir hana
stórum bílum. Nauðsyn á nýrri
brú var því orðin brýn. Nýja brú-
in stendur nokkuð neðár þeirri
gömlu. Hún er 38 metra löng og
4.5 metrar á breidd. Borin er hún
uppi af 8 sex til sjö metra háum
steinsúlum, en öll brúin er úr
steinsteypu. Brúin er myndarlegt
mannvirki og traustbyggt, enda j
veitir ekki af. Þó að Kotá sé að i
jafnaði meinleysisleg, er hún fljót
að skipta skapi og það svo að um
munar. Má óhikað fullyrða, að
þessi nýja samgöngubót sé óbland
ið fagnaðarefni öllum þeim mikla
fjölda, sem ferðast landleiðina
milli Reykjavíkur og Akureyrar.
Væntanlega vérður brúin opnuð
til umferðar í september n.k.
Þegar lokið var smíði Kotár-
brúar, hélt Jónas með menn sína
heim í Hjaltadal. Þar byggðu þeir
brýr á tvær smáár, Nautabúsá og
Skúfstaðaá. Og nú hafa þeir snúið
för sinni fram í Austurdal til brú
arbyggingar á Jökulsá, framan við
Merkigil. Þar með hillir undir það
að hið nafnfræga býli, Merkigil,
komist loks í akvegasamband. '
Edrakleg heyskapartíð
Heyskapartíð hefur verið hálf
ömurleg í Skagafirði í sumar og
hefur þó heldur versnandi eftir
því, sem á hefur liðið. Hér frammi
í héraðinu hafa hey þó ekki hrak
izt til tnikilla muna, en naumast
hefur nokkur tugga náðst með
góðri verkun. Menn hafa neyðzt
til þess að þvæla töðunni saman
hálfþurri, og er því hætt við að
víða verði hitagjarnt í heygeymsl
um. En þó að ástandig sé að þessu
leyti ekki gott í innsveitum, er
það þó hálfu hraklegra i útsveit-
um. Mun vart of mælt, að þar sé
neyðarútlit. Víða gætti þar og
verulega kals í túnum, svo að sam-
an fer, að heyfengur er lítill og
lélegur. Háarspretta mun víðast
hvar heldur rýr, sem stafar bæði
af því að sláttur hófst almennt
venju fremur seint og töður lágu
á túnum og torvelduðu því háar-
vöxt.
Skagfirzkir bændur eru yfir-
leitt fremur illa undir það búnir
að mæta óþurrkasumrum. Óvíða
er fyrir hendi aðstaða til votheys-
verkunar, svo að verulegu nemi,
og súgþurrkun er sjaldgæf. Skag-
firðingar eru almennt bjartsýnis-
menn. Þeir vita, ag veðrátta er
hér oftast þurrviðrasöm. Þess
vegna stóðu torfbæir hér lengur
en víðast hvar annars staðar á
landinu. Margir töldu torfbæina
merki þess, að Skagfirðingar væru
j litlir framkvæmdamenn. Sú til-
i gáta var byggð á ókunnugleika.
i Torfbæirnir entust bara betur í
Skagafirði en annars staðar. Af
sömu rót er runnin sú tilhneiging
I skagfirzkra bænda ag leggja hey-
skapinn í vald veðráttunni. Hún
bregzt þeim sjaldan, það er rétt.
En hún á það þó til — eins og t.
d. í sumai. Þegar öllu er á botn-
inn hvolft, er það ekki svo afleitt
heilræði, að búast við hinu illa,
því að þag góða skaði ekki. Eg
held, að við Skagfirðingar ættum
að hugleiða þag betur, — ekki
sízt í sambandi við heyskapinn, —
en við höfum gert. Við þurfum
engu að fórna af okkar bjartsýni
fyrir því. -mhg-
Skuttogari
fraivnaio °.t 8 sfðu'
GRÖNLAND veiðir mest við Græn-
land. Þýzku togararnir veiða aðal-
lega karfa cg ufsa, sem er verð-
mestur fiskur þar, af algengum
fisktegundum Þótt GRÖNLAND
geti gengið allt að 15 sjómílur má
gera ráð fyrir, að 10 dagar fari í
siglingu til og frá miðunum. ef
ekki meira
Þegar við gengum í land úr hin-
um stóra skuttogara, fundum við
greinilega, að við höfðum séð eitt-
hvað niftt og markvert. Störf tog-
arasjórriannsins hafa til þessa ver-
ið lífshættuleg umfram önnur sjó-
mannastörí, og íslenzka togaraút-
gerðin hefur, þrátt fyrir erfið-
leika útge»-ðarinnar. reynzt einn
mikSl^te|astir atvinnuvegur, sem
hér er stundaður. Skuttogari kost-
ar 5.000 000 DM. sem er mikið fé,
en við finnum, að ef íslenzk tog-
araútgerð á sér framtíð, þá verð-
um við að eignast skuttogara. fyrst
og fremst. J. G.
„Hótel“ á Esju
(Framhaid aí 4. síðu).
nokkuð að sækja, sem tilbreyting
væri að. í því sambandi má benda
á, að það hlyti að vera tilkomu
mikið að dvelja í hlýjum og traust-!
um húsakynnum á suðurbrún
Esju, þegar norðanveðrin geisa og
þokubólstrarnir þyrlast niður hlíð-
arnar eins og fossaföll frá ein-
hverjum risaupptökum, sem eiga
sér engin eða óþekkt takmörk. —
Og þá er ekki minna um vert að
vera þar uppi við sólarris eða um
sólarlag í góðu veðri og heiðríkju
og geta notið hins óviðjafnanlega
víðsýnis, sem þá er þar. I
Annars má það merkilegt heita,
að ekkert skuli hafa verið gert til
að auðvelda mönnum að komast:
upp á Esju og geta notið einhverra |
þæginda á því ferðalagi. Að vísu
hefur Ferðafélag íslands, — sú
virðingarverða stofnun — efnt til
Esjuferða öðru hvoru, en þátttaka
í þeim ferðum verið stopul og oft
minni en búast mátti við. Þetta er
þó engin þrekraun, ef rétt leið e.r ;
valin, og auðveld öðrum en fjalla-
mönnum og göngugörpum, sem
þykir Esjuíerð varla í frásögur
færandi. í raun og veru er það at-
hyglisvert, hve fáir Reykvíkingar
hafa lagt það á sig að ganga á
þetta fallega fjall, sem þeir hafa
alltaf fyrir augum og getur boðið
upp á fleira en augnayndi tilsýnd-
arinnar. — Ef reist yrði fjallahótel
þar uppi, myndi þetta fljótlega
breytast og Esjuferðir verða fastur
liður í frídagalífi fólksins og góður
skemmtiauk’ mörgum manni. bæði
ír.nbornum og útlendum.
Ýmisiegi fieira mætti bera fram
máli þessu ti) styrktar. En tilætl-
unin var aðeins að koma þessari
hugmynd ? íramfæri — og það er
hér með gert. G. Þ. I
Prentsmiðjan Edda h-f.
vill ráða handlaginn mann til ýmissa starfa.
Staða kaupféiagsstjóra
hjá Kaupfélagi Vestur-Húnvetninga á Hvamms-
tanga er laus frá næstu áramótum. Umsóknir um
stöðuna óskast sendar stjórn kaupfélagsins fyrir
27. sept.
Dansk-íslenzka félagið
Kvöldvaka verður haldin í Tjarnarcafé miðviku-
daginn 6. þ. m. kl. 20.30. Til skemmtunar verður:
1. Professor dr. med. Einar Meulengracht:
Þættir úr sögu dansk-íslenzka félagsins.
2. Kaffihlé.
3. Knud W. Jensen, forstjóri: Listasafnið Lou-
isiana (með skuggamyndum).
Aðgangur ókeypis fyrir alla, sem áhuga hafa á
þessum efnum, meðan húsrúm leyfir.
Stjórnin.
UNG STÚLKA
sem hefur áhuga á að læra meðferð á tækjum til
notkunar við sjónskóla (Seschule) getur fengið
slíka kennslu í þýzkalandi og nokkurn námsstyrk.
Námið tekur um tvö ár og kunnátta í þýzku er
nauðsynleg. Æskilegt væri, að umsækjandi hafi
hjúkrunarmenntun, eða/og stúdentsmenntun.
Þær, sem hefðu áhuga á þessu eru beðnar að snúa
sér til Gísla Sigurbjörnssonar forstjóra, sem gefur
allar nánari upplýsingar.
Elli- og hjúkrunarheimilið Grund.
Konur athugið
Sú breyting verður á, að skoðun barnshafandi
kvenna verður framvegis hvérn fimmtudag kl.
1—3 síðd.
FÆÐINGARHEIMILIÐ
KÓPAVOGI
Hlíðarvegi 6.
Brota járn og málma
KauDD hæsta verði
ArtnDJörn lonsson
Sölvhólsgötn 2 — Slmt U36U
Stúlka óskast
í sveit, til jóla.
Upplýsingar í síma 32700
í dag.
V«v»v