Tíminn - 06.09.1961, Blaðsíða 14

Tíminn - 06.09.1961, Blaðsíða 14
14 T f MIN N, mi'ðvikudaginn 6. september 1961. ' Eg lýsti því sem meS mér býr, lengra fer ég ekki, Eg get beð ið. Þú sérð þig einhvern tíma um hönd. Þá er opin leið. Það er ekkert hlið svo harðlæst, að það opnist ,ekki um síðir. Eg bíð þeirrar stundar og bið þess, að hún komi sem fyrst. Þú ert óþolandi, sagði Hall fríður. — Það er ekki hægt að vera í senn falleg og verkleg stúlka eins og þú og eiga enga aðdáendur. Sumir byrgja hug og læðast að í laumi, en aðr- ir eru opinskáir eins og ég. Eg veit, að þú verður konan mín, og þá getur farið svo, að við sjáum bæði eftir þeim tíma, sem tapast. — Ætlarðu að eyða hvíldar tímanum í þetta þarflausa raus, sem vitnar um flökt ung gæðisháttar, og sómir illa rosknum bónda eins og þér, margra barna föður og bráð- um afa? — Bráð'um afi. Þetta er fal lega sagt og þó ekki fimm- tugur enn. Beztu þakkir fyrir kaffið. Það var ágætt. Svo legg ég mig og hugsa um af- ann og ungu konuna hans, meðan ég er að sofna. — Með hlýj u brosi reis hann úr sæti og gekk til herbergis síns. Við fráfærurnar kom smal inn. Var það drengur sunnan af Akranesi. Hann var látinn sofa hjá vinnumanninum. Honum leiddist hjásetan fyrst í stað, en Hallfríður var hon um svo góð og nærfærin, að úr rættist um leiðindin. Svo hófst slátturinn. Daginn, sem borið var út, kom Hallfríður með orf og ljá og gekk í slægj una. Hún hafði sjálf lagt á Ijáinn. Jóakim taldi sig meira en meðal sláttumann, en bústýrunni skilaði svo vel áfram, að hann varð að hafa sig ,allan við, til að jafnast á við hana, og dró það ekki úr aðdáun hans. En Hallfríður hafði ekki langan tíma af- lögu frá bústörfunum, en þá tíma notaði hún vel. Er gesti bar að garði, fór| Jóakim með þeim og sýndi þeim afköst bústýrunnar, og! krítaði þá liðugt um tímann,! sem hún hafði verið að losa’ þennan blettinn eða hinn. Það varð því brátt almæli í sveitinni, að bústýran á Mó- um væri afburða dugnaðar- forkur. Hamhleypa til allra verka. Sumarið leið, gott sumar og notadrjúgt. Þá er það einn dag í byrjun septembermán- aðar, að Jóakim spurði Hall- fríði, hvort hún vildi ekki ríða með sér í kaupstaðinn og lyfta sér upp. Hún vissi, að i hann átti ágæta hesta, og sjálf hafði hún gaman af hest j um. Hún tók því boðinu, enda hafði hann ekki um alllangt1 skeið minnzt neitt á hjúskap inn. Og þó hafði hún heyrt hann segja það við gesti, að vísu hlæjandi með gamanyröa blæ: Bústýra mín í ár, eigin- konan að ári. Síðari hluta dags söðlaði fríði. Hún er bezta stúlka, bráðdugleg og hugulsöm hús- móðir. Og blessaður Páll litli. Hann er í góðra manna höndum, meðan hiin sér hér um heimilið, sagði vinnumað urinn. — Eg segi ekki nema það sem satt er. Pabbi er að verða óþekkjanlegur maður, síðan hún kom. Hættur að klæm- ást og tala illa um kvenfólk ið. — Og er svo mikil eftirsjá * !!| BJARNl UR FlRÐl: lill HALl LFRÍÐl TD J i\ 8 Jóakim reiðhest sinn og hest^ þann, sem Hallfríði var ætl- aður í ferðinni, og bjóst til ferðar. — Hvert ert þú að fara, { pabbi? spurði dóttir hans, er stóð á hlaðinu. — Ekki leggið, þið af stað í kaupstaðinn í kvöld? — Eg ætla að láta athuga1 járninguna, sagði Jóakim.j vatt sér á bak og reið úr' hlaði. — Athuga hvað? sagði vinnumaðurinn, sem kom að í þessu með hrífu í hönd. Hann átti að fanga útheyið fyrir nóttina. — Járninguna, sagði dótt- irin. — Þá ber eitthvað nýrra við. Eg veit ekki betur en við höfum hjálpað til að járna hér á Móum. Hann hefur til þessa notazt við mig. Eg hef haldið fæti á óstýrilátari hest um en þessum, og auk þess vorum við að laga undir þeim fyrir nokkrum dögum, sagði vinnumaðurinn gamli og dró djúpt andann. ' — Hún setur allt á annan endann, þessi bústýra okkar, sagði dóttirin og hélt á eftir vinnumanninum á þurrkvöll inn. — Pabbi er alveg vitlaus eftir henni. — Talaðu ekki illa um Hall í því? spurði vinnumaðurinn. — Nei, en pabbi er að breyt ast, og það er ekki allt til batnaðar. Hún á sök á því. Hann er vitlaus eftir henni, en hún kvelur hann og drottn ar yfir honum. Það gerir hún. — Ef hún ætti eftir að verða konan hans, þá kviði ég ekki dögunum hér á Mó- um. En því miður virðist hún annars hugar. ■' V X<J XJlí V X±J — Eg held hún v^ri, ,,f)aþr sæmd af honum. í pabba aug um skyldi ég ekki ganga eftir henni með r/.-asið í skónum, heldur lofa henni að sigla sinn sjó. Eg er reið henni fyr ir pabba hönd. — Jæja, barnið gott. Finnst þér ekki munur á allri um- hirðu nú en áður var? Jafn- vel meðan mamma þín lifði og var hún þó talin góður vf'rÞmaður og hirðusöm mann eskja. — Nefndu ekki mömmu í samanburði við hana. Eg þoli það ekki, sagði dóttirin. Þau voru byrjuð á flekkn- um. Nú var þögn um stund. — Hefurðu heyrt það, að hún hafi átt elskhuga? spurði Sigurbjörn gamli. — Ojá, hún komst upp á milli hjóna, svo fallegt sem það er. — Þá hefur hún verið ung, sagði Sigurbjörn. — Stelpa á aldur við mig, eða lítið eitt eldri, sagði dótt irin. — Ekki er það fallegt. En ég á bágt með að trúa því,i að hún hafi átt upptökin. | — Þær eru ekki allar betri, sem brosa fallega. Hvernig var það með hana Laugu? — Við skulum sleppa því, telpa mín. — Hertu þig í flekknum. Það fer að falla á. VIII Daginn eftir var indælis veður. Fyrri hluta dagsins var suðvestan hlývindi með smáskúrum, en birti til og hægði, er á daginn leið. Þetta var afbragðs ferða-, veður. Það var talinn vera tíu! tíma lestargangur í kaupstað! inn frá Móum. En Jóakim j fór ekki með lest að þessu! sinni. Hann vildi hafa svo létta yfirferð, að komið yrði heim um kvöldið eða fyrri hluta nætur. Og standa þó vel við í kaupstaðnum. Snemma morguns voru reið hestarnir tilbúnir á hlaðinu. — Þú ætlar þó ekki með j Gránu gömlu, pabbi? spurði Jórunn, dóttir bóndans, þeg ar hún kom fram á hlað'ið og i sá gráa hryssu beizlaða, en' þó berbakaða hjá reiðhest- unum, sem voru tveir beztu hestar bóndans. það gott. — Þá vék hún sér að Páli litla. — Þú manst, hvað við höfum samið um. Vertu blessaður, og hún kyssti drenginn. En þá átti hann eftir að hvísla einhverju að henni, og sagði svo upp- hátt. — Eg vil það heldur en hitt. — Eg minnist þess, sagöi Hallfríður og kysti hann enn, og vatt sér svo í söðul- inn. Þau riðu greitt, en þó ekki ýkja hratt til að byrja með. Bóndi hélt fallega við fjör- gamminn og lét hann fara á kostum, en reið þó jafnan samsíða bústýrunni. Hann gerði ýmist að tala af fjöri, lýsti búendunum, landkost- um, fjöllum. ám og lækjum, sem urðu á leiðinni eða blöstu við í hlíðinni á móti, eða þuldi átthagafræðina og raulaði lagstúf eða bærði var irnar, án þess að heyrðist. Og oft leið þá bros yfir andlitið. Brosið, sem fór því svo vel. Er þau nálguðust einn bæ- inn, sem stóð í hálfgerðri kvos , undir fjallshlíðinni, mælti Jóakim: — Þessi bær heitir Dæld. Hér þarf ég að skreppa heim og skila af mér þeirri gráu. Þú heldur áfram. Eg dvel hér ekki og næ þér innan skamms. — Jú, svaraði Jóakim. — Grána gamla er seig. Það er alltaf vissara að hafa vara hest.og skemmtilegra líka. Maður er hvort sem er í nokk prs konar útreið, sagði Jóa- kim. — Þá held ég, að flestir hestar hér séu betur til þess fallnir en Grána gamla, sagðí Jórunn. — Hún springur af mæði. Því ferðu ekki heldur með folann, sem þú hefur i tamnirigu? — Hann er ekkert hests- efni, er jálkur og verður það alla tíð. Grána gamla kann þó sporið, og einu sinni var hún fyrsta flokks reiðhest- ur. Og snilli á hún enn í fór- um sínum og seiglu, sem end ist á langri leið. Meira var ekki um það rætt. Hallfríður kom í þessu ferð- búin. — Þú gleymir ekki eld inum, Jórunn mín, og gerir góðan mat, sagði hún við ungu stúlkuna. — Smalinn ætlar að hjálpa þér við mjalt irnar. Vertu blessuð og hafðu j Miðvikudagur 6. september: ! 8,00 Morgunútvarp. j 12,00 Hádegisútvarp. , 12,55 „ViS /innuna": Tónleikar. , 15,00 Miðdegisútvarp. j 18,30 Tónleikar: Óperettulög. 18,55 Tilkynningar. 19.20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir. 20,00 ‘Tónleikar: Fiðlukonsert nr. 8 í a-moll op. 47 eftir Ludwig Spohr (Rudolf Köckert og Sinfóníuhljómsveit útvarpsins í Miinchen leika; Fritz Leh- mann stjórnar). 20.20 Frásöguþáttur: Farið í fjárrétt ir; fyrri hluti (Þormóður Sveinsson á Akureyri). 20,50 Einsöngur: Richard Tauber syngur. 21,15 Tækni og vísindi; VII. þáttur: Klukkur (Páll Theódórsson eðlisfræðingur). 21,35 fslenzk tónlist: Tónverk eftir Kristin Ingvarsson og Árna Björnsson. 22,00 Fréttir og veðurfregnir. 22,10 Kvöldsagan: „Smyglarinn" eft ir Arthur Omre; IV. (Ingólfur Kristjánsson rithöfundur). 22.30 í léttum tón: Larry Adler leik ur á munnhörpu og Franco Molinari á harmoniku. 23,00 Dagskrárlok. EIRIKUR VÍÐFFÖRLI Úlfurinn og Fálkinn 38 Bryndís stökk á fætur og ætlaði að flýja, en skelfingin virtist hafa lamað fætur hennar. Ervin, sem vissi ekki, hvað var að gerast, reyndi aftur að rísa upp, en án ár- angurs. Úlfarnir voru ekki nema hálfvaxnir hvolpar, og þeir fylgd- ust með hverri hans hreyfingu. Þess vegna sá Bryndís sér leik á borði að komast burt. Enn þá einu sinni heyrðist þetta lang- dregna væl innan úr skóginum, og nú sá hún undarlega veru næstum því slaga fram milli trjánna. Það sló lokahöggið, hún var viss um, að þetta væri varúlfurinn, og hún tók til fótanna. Aðeins einn úlfur elti hana, en sneri fljótlega við. Ervin hafði nú lánazt að koma fyr ir sig fótunum, og horfði nú á þessa kynjaveru falla til jarðar, meðan úlfarnir vældu og flokkuð- ust um hana. N

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.