Tíminn - 06.09.1961, Blaðsíða 6

Tíminn - 06.09.1961, Blaðsíða 6
6 TÍMINN, miðvikudaginn G. september 1961. Fimmtugur í dag: Kristmn Kristvarðsson Kristinn Kristvarðsson verzlun- arstjóri er.fimmtugur í dag. Hann er fæddur 6. sept. 1911, að Hrafna björgum í Hörðudal, Dalasýslu. Foreldrar hans voru hjónin Vil-j helmfna Ragnheiður Gestsdóttir frá Tungu í Hörðudal og Kristvarð ur kennari Þorvarðsson frá Leik-' skálum í Haukadal. Sambúð þessara ágætu hjóna varð sorglega stutt, aðeins 8 ár, en þá tók „Hvíti dauðinn“ hinaj ungu og glæsilegu.konu frá manni' og 2 ungum börnum þeirra,! Kristni, þá fjögurra ára og Krist-I ínu tæpra tveggja. Elzta barnið,! sem var telpa, höfð'u þau misst1 úr barnaveiki. Þegar hér var komið, brá Krist- varður búi, seldi bústofn sinn og kom börnunum fyrir hjá ættingj- um þeirra hjónanna. Sjálfur stund aði hann ýmiskonar landbúnaðar- störf á sumrum, jarðvinnslu og heyskap, en fékkst við barna- og unglingakennslu á vetrum og vann þannig fyrir uppeldi barnanna og studdi þau síðár til framhalds- náms. Ekki er hér stund né staður til að ræða líf og störf Kristvarðs kennara frá Leikskálum og væri það þó freistandi, slíkur fyrirmynd armaður og uppalandi sem hann var. Ljúfmennska, háttvísi og skyldurækni voru förunautar hans alla ævi ,enda var hann eftirsótt- ur, hvort heldur var til kennslu- starfa eða annarar vinnu, af öllum er til hans þekktu. Eftir hið sviplega fráfall konu sinnar kom hann, eins og fyrr seg ir, börnum sínum í fóstur. Krist- inn fór að Hóli í Hörðudal, til hjónanna Guðnýjar Gestsdóttur móðursystur sinnar og manns hennar, Jóns Teitssonar, er lengi bjuggu þar. Ólst Kristinn upp hjá þessum sæmdarhjónum, sem voru honum eins og góðir foreldrar. Var hann þar til 12 ára aldurs. Um þessar mundir taldist Krist varður til heimilis í Stafholti og var á sumrin verkstjóri hjá sr. Gísla Einarssyni, eða þann tírna, sem hann þurfti ekki að sinna kennslustörfum. Þangað tók hann Kristinn til sín 12 ára og kom honum þar til náms næsta vetur, hjá sr. Gísla, og til undirbúnings undir fermingu. Hér hefi ég nú í sem fæstum orðum rakið forsögu vinar míns, Kristins Kristvarðssonar ,allt þar til haiin hyggst hleypa heimdrag- anum og sækir um skólavist í Flensborg og fetar þannig í fót- spor föður síns, ^sem þangað hafði einnig sótt sína menntun, meðan Flensborgarskólinn annaðist kenn aramenntun landsmanna. í Flensborg lágu leiðir okkar Krist ins fyrst saman og þar myndaðist með okkur góður kunningsskapur, sem hvorki mölur né rið fær grandað. Við' vorum í þann tíð fákænir og fremur óframfærnir sveitapiltar í fyrsta sinn að þreifa fyrir okkur í hinum stóra og marg brotna heimi. Við urðum því bekkj arbræður og herbergisfélagar í heimavist skólans og þoldum þar saman súrt og sætt. Af þessum afmælissjónarhóli Kristins finnst mér gaman að skyggnast um og rifja upp minn- ingar löngu liðinna atburða, því vissulega skeði þá margt bæð'i skrítið og skemmtilegt engu síður en nú, t.d. minnist ég eins kvölds er við Kristinn fórum fótgangandi til Reykjavíkur. Þegar þangað kom, vorum við orðnir bæði svang-. ir og þyrstir og gengum því inn á Hótel ísland og báðum þjóninn um skyr og rjóma, hvað við og fengum. En ekki er mér grun- laust, að þjóninum hafi fundizt við svona hálf sveitamannslegir, þar sem við sátum og hámuðum í okkur hnossgætið. Nei, fleiri slík æskuafrek okkar Kristins verða ekki sögð hér, þó af nógu sé að taka. En til gamans má hér bæta við,' að enda þótt við aldrei formlega gengjum í fóstbræðra- lag, t.d. með því að skríða undir jarðarmen að fornum sið, þá hef- ur æskuvinátta okkar, bundin öll- um þessum minningum frá vor- dögum lífsins, haldist vel fram á þennan dag og jafnvel styrkst með árum og aldri. Kristinn var tvo vetur í Flens- borg, en vann á sumrin í vega- vinnu með föður sínum. Eftir það réðist hann til verzlunarstarfa að útibúi Kaupfélags Borgfirðinga í Reykjavík. Vann hann þar mörg ár við mikinn og góðan orðstí. Á þessum árum dvaldi ég oft í Reykjavík, ýmist við nám eða vinnu og var þá tíður gestur hjá Kristni, sem allt vildi fyrir mig gera. Aðstað'a okkar til lífsins var þá mjög ólík, sem vænta mátti, þar sem hann var í vel launaðri atvinnu, eftir því sem þá gerðist, en ég hálfgerður vergangsmaður, eins og títt var í þá daga um efna lausa námspilta utan af landL — Kristinn hafði þá eignast vönduð húsgögn í rúmgott og þægilegt her bergi, sem hann leigði í Mið- strætinu hjá Þorsteini J. Sigurðs- syni kaupmanni og hans ágætu konu, og var hann þá einnig í fæði hjá þeim hjónum. Þarna heimsótti ég Kristinn oft og var þá tíðum með námsbók undir hendinni eða önnur skólaverkefni, því Kristinn, sem vissi að ég var þá í húsnæðis hraki, hafði boðið mér afnot af t herbergi sínu og léð mér lykil að ' því. Var ég honum mjög þakklát- : ur og naut þess að sitja þar og læra í dúnmjúkum hægindunum. Nokkru síð'ar rættist úr þessu fyrir mér og ég komst í gott her- bergi nálægt skólanum og þurfti þá ekki lengur að níðast á góð- semi míns gamla vinar, sem ég þó vissi, að ekki var eftir talið. En Kristinn hefur oftar skotið skjóls- húsi yfir fólk á förnum vegi, bæði í beinni og óbeinni merkingu þess orðs, það vita þeir, sem til hans þekkja. Eftir að ég lauk námi og gerðist kennari í Keflavík, strjál- uðust samverustundir okkar eðli- lega nokkuð, enda höfðum við þá fljótlega báðir fyrir heimilum að sjá, sem ætíð hlýtur að hafa í för með sér breytingar á háttum manna og lífsvenjum. Um þessar mundir gerðust sögulegir atburðir hér á landi, sem annars staðar í veröldinni. Síðari heimsstyrjöld- in, með öllum sínum ógnum og skelfingum, hafði brotizt út og ís- land var hernumið af Bretum. — Kristinn var þá að hætta störf- um hjá Kaupfélagi Borgfirðinga og vann nú um skeið í setuliðs- vinnu, eins og svo margir aðrir. Þetta var þó aðeins um stundar-j sakir og aftur tók hann til við verzlunarstörfin, og nú sem lager maður hjá verzluninni Liverpool. Þessu starfi gegndi Kristinn, þar til hann gerðist verzlunarstjóri hjá verzluninni „Skúlaskeið", sem þá var ný stofnsett og verzlaði með nýlenduvörur. Þessari verzlun hefur hann stjórnað síðan með - hinni mestu prýði meira en heilan áratug. Er þessi verzlun hans til fyrirmyndar, hvað útlit og um- ; gengni áhrærir og fyrir lipra og i örugga afgreiðslu. ; Kvæntur er Kristinn Mwgdalenu i Meyvantsdóttur,li;<áðlh?ai8li og á- ' gætri konu, sem hefur staðið við hlið manns síns og stutt hann í erilsömu starfi hans og búið hon- um fagurt og vistlegt heimili að Langagerði 18, en þar vitnar allt, bæði utan húss og innan, um góða1 skipulagsgáfu, listhneigð og smekk ! vísi. Þau hjónin eiga þrjú myndar i leg og vel gefin börn, uppkominn son, Vilhalm Ragnar, sem enn er heima hjá foreldrum sínum og 2 elskulegar dætur, Gunnhildi Kristínu og Helgu Elísabet, sem eru á bernskuskeiði. Fyrir 13 ár- um urðu þau fyrir þeirri þungu sorg, að missa tveggja ára efnis dreng af slysförum. Hann hét Gunnar. Að lokum. þetta. Ég þykist vita, að Kristinn verði mér ekkert þakk látur, þegar hann les þessar lín- ur, því maðurinn er hlédrægur og ósýnt um allt, sem hann teldi að höfðaði nærri hóli um sig. Ég veit líka, að hjónin af sömu ástæðum, dvelja nú í dag fjarri sínu yndis- lega heimili, í von um að geta á þann hátt flúið örlög afmælisdags ins, og vera má að þeim takizt það. — En það er engin miskun hjá Magnúsi, eins og þar stendur, og þó ég skilji þessar tiltektir og virði þa^j mikils, þá get ég samt ómögulega neitað mér um þann munað, að senda þessum aldavini mínum og góða dreng afmælisósk ir okkar hjónanna, þar sem hann Framhalr = ni -íðu Guörún Jónsdóttir húsfreyja á Bókhlöíustíg 6A Minningarorð Útför hennar er gerð í dag, miðvikudaginn 6. sept. frá Foss- vogskirkju. Hún andaðist aðfara- nótt 27. fyrra mánaðar í sjúkra- húsi St. Jósefssystra í Landakoti, eftir meira en misseris legu þar og miklar þrautir síðustu þrjá mánuðina. Guðrú'n Sigríður, en svo hét hún fullu nafni, var fædd í Reykja vík, í Stöðlakoti 4. marz 1886, en þar er nú Bókhlöðustgur 6, og var heimili hennar þar alla ævina, nema nokkur ár er hún var á Bfldudal og ísafirði. Foreldrar hennar voru bæði fædd hér í Reykjavík, en þau voru Jón Runólfsson og Geirlaug Björnsdóttir. Var Jón fæddur 14.10 1853, sonur Runólfs í Ara- bæ Jónssonar í Sölvhól Snorrason ar hins ríka í Engey. Kona Run- ólfs í Arabæ, amma Guðrúnar var Rósa Bjamadóttir, og er talin að hafa verið Reykvíkingur. Geirlaug móðir Guðrúnar er fædd í Litla- Holti við Reykjavík 6.5 1854. Var faðir hennar Björn, sonur Bjama bónda Sigmundssonar í Káranesi í Kjós, en móðir Geirlaugar. var Guðrún, dóttir Jóns Oddssonar er bóndi var í Fuglavík og víðar í Hvalsnessókn á Reykjanesi, og konu hans Gróu Brynjólfsdóttur, en þau Jón Oddsson og Gróa voru bæði flutt um eða fyrir 1820 aust an úr Flóa í Árnessýslu. , Guðrún er alin upp með foreldr- um sínum í Stöðlakoti, en lærði fatasaum á saumastofu Thomsens- verzlunar og var í þjónustu þeirra Thomsens-hjóna, frú Ágústu, dótt- ur Hallgríms biskups og 0. Thom- (Framhald á 10. síðu). Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð viS andláí og jarðarför Sigjóns Einarssonar, Bjarnanesl. Guðlaug Guðmundsdóttir Snorri Sigjónsson, Þorsteinn Sigjónsson Jóna Sigjónsdóttir Ingibjörg Sigjónsdóttir, Ólafur Runólfsson. ÞAKKARÁVÖRP Kærar þakkir færi ég öllu samstarfsfólki mínu og öðrum vinum og kunningjum, sem heiðruðu mig á fæðingardegi mínum 23. ágúst síðast liðinn. Einar Ásmundsson. Öllum þeim ættingjum og vinum mínum, sem sýndu mér vinarhug á sjötugs afmæli mínu 8. ágúst s. 1. sendi ég hjartans þakkir og beztu kveðjur. Friðbjörn Þorsteinsson, Vík, Fáskrúðsfirði. Mínar innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýndu mér margháttaða vináttu með heimsóknum og gjöfum á sjötugs afmæli mínu 22. ágúst og sérstak- lega þakka ég börnum mínum, tengdabörnum og barnabörnum. Guð blessi ykkur öll.l Sigurjón Þórðarscn, Lambalæk. •V "v • -X. • FLESTUM KEMUR VEL HÆKKUN LAUNA MEÐ HAGKVÆMUM VÖRUKAUPUM GETIÐ ÞÉR SJÁLF HÆKKAÐ LAUN YÐAR PANTIÐ EFTIR VÖRULISTANUM HAGKAUP PÓSTVERZLUNIN HAGKAUP PÓSTSENDIR VÖRURNAR BEINT HEIM TIL YÐAR TAFARLAUST

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.