Tíminn - 06.09.1961, Blaðsíða 3

Tíminn - 06.09.1961, Blaðsíða 3
T í MIN N, miðvikudaginn 6. september 1961. 3 Sprengja á sprengju ofan NTB—Washington og London 5. sept. Bandaríkjamenn tilkynntu síðdegis í dag, að Ráðstjórnar- ríkin hefðu í morgun sprengt þriðju kjarnorkusprengju sína síðan þau ákváðu að taka slík- ar tilraunir upp aftur. í gær- kvöldi var tilkynnt í Washing- ton, að Rússar hefðu sprengt aðra sprengjuna, og voru menn þá ekki lengur í vafa um, að hér væri um að ræða röð af sprengingum. Þessi sprengja var, eins og báS ar hinar fyrri, af meðalstyrkleika, og allar hafa þessar sprengjur verið sprengdar á svipuðum slóð- um, í nánd við Semiplatinsk, aust arlega í Asíu-ráðstjórnarríkinu Kasachstan, í gufuhvolfinu. Rétt áður en fregnin barst um þessa síðustu sprengingu, hafði | formælandi brezka utanríkisráðu-1 neytisins látið hafa það eftir sér, ! að tilboð Bandaríkjamanna og I Breta til Rússa um bann við i sprengingum í gufuhvolfinu þegar ; í stað, stæði óhaggað, þrátt fyrir aðra sprenginguna, þar sem sú sprengja hefði sprungið aðeins fáum klukkustundum eftir að Krustjoff barst orðsending Mac- millans og Kennedys. | Kennedy forseti ræddi í dag við fremstu ráðgjafa sína í kjarnorku málum og McNamara landvama- ráðherra, rétt eftir að hann var, kominn aftur til Hvíta hússins frá sveitasetri sínu i Massachusetts; 1 þar sem hann var um helgina. í London boðaði Macmillan til rikis stjórnarfundar i morgun. i að gerðar hafi verið tilraunir með kjarnojdspsprengjur síðustu dag- ana. Tillaga sú, sem MacmUlan og Kennedy hafa sent Krustjoff hef- ur ekki verið nefnd á opinberum vettvangi í Ráðstjórnarríkjunum fyrr en i dag siðdegis, er Moskvu útvarpið flutti pistil pólitísks „kommentators", sem sagði, að Bretar og Bandaríkjamenn hefðu á þríveldaráðstefnunni í Genf lagt fram kaldhæðnislega málamynda-^ tillögu til samþykktar um stöðvun kjarnorkuvopnatilrauna í guíu- hvolfinu, en í rauninni væri þetta aðeins meðal til að geta haldið áfram að gera tilraunir neðanjarð ar og í geimnum. Öryggisráðið fær málið Bretland og Bandaríkin munu að líkindum fara fram á, að endur upptaka sovétsprenginganna verði tekin til umræðu í Öryggisráði S.þ., ef Ráðstjórnin vísar síðustu tillögunni á bug, og er þetta haft eftir allgóðri heimild í Lo-ndon. Taka menn nú slíkan möguleika til athugunar, þar sem langt þykir þar til allsherjarþingið getúr tekið málið til meðferðar. Dagskrá þingsins, sem kemur saman eftir hálfan mánuð, er mjög ásett. Skógarþrestir í Flóanum Vorsabæ í Flóa, 5. september. Skógarþrestir eru nýlega tekn ir að vappa liér lieima við bæ, og þykja það nokkur tíðindi, því að cnginn skógur er í grennd og þrasta hefur lítið orðið vart áður á þessum slóð- um. Þó þykir það enn nýstár- legra, að eki verður betur séð, en sömu þrestirnir verpi oft á sumri og ungi þó alltaf út. Virðast þeir hafa gert sér tvö eða fleiri hreiður og verpa í þau til skiptis, þrisvar í fyrra og fjórum sinnum í sumar. Þrestir þessir eru mjög aðsóps- miklir og líð'a enga aðra fugla í námunda við híbýli sín, svo að ósennilegt þykir, að um að- komufugla geti verið að ræða. í. J. Sovétfólk fáfrótt um sprengingarnar Sovézkar og kínverskar frétta- stofur hafá enn ekjci sagt frá því, USA hefja á ný tilraunir De Gaulle segist vilja beita vopnum í Berlín heldur en láta undan, |>ótt það kynni að leiða ti! styrjaldar NTB—Washington, 5. sept. Kennedy Bandaríkjaforseti kunngerði seint í kvöld í Hvíta húsinu, að hann hefði gefið skipun um, að Bandaríkin tækju upp aftur tilraunir með kjarnorkuvopn í vísindavinnu- stofum og neðanjarðar. Af þess háttar tilraunum leðiir ekki hættulega geislun. Blaðafulitrúi forsetans skýrði svo frá, að tilraunasprengingar myndu verða gerðar þegar í sept- embermánuði, en ekki vildi hann tiltaka stað, stund eða aðstæður nánar. í yfirlýsingunni frá Hvíta I húsinu var sagt, að þes-si ákvöið- un væri tekin, eftir að Ráðstjórn- in ákvað að taka aftur upp til- raunasprengingar í Ráðstjórnar- ríkjunum. Ákvörðunina leiðir af 1 skyldum stjórnarinnar gagnvait bandarísku þjóðinni og gagnvart öryggi hins frjálsa heims, sagði í tilkynningunni. Salinger blaðafulltrúi sagði fréttamönnum, að Kennedy hefði j endanlega tekið þessa ákvörðun eftir að fréttist um þriðju spreng- j ingu Rússa yfir Asíu fyiT um dag- I inn. Þegar sú tilkynning lá fyrir, taldi forsetinn ljóst, að Ráðstjórn- in hirti ekkert um að hlífa mann- kyninu við geislavirkri úrkomu, sagði Salinger. Öll óbundnu rík- in viðurkenna stjórn Ben Khedda NTB—París, 5. sept. De Gaulle Frakklandsforseti sagði í dag, að það væri mjög áríðandi að hinn vestræni heimur stæði fastur fyrir, ef Ráðstjórnarríkin gengju til einhliða aðgerða í Berlín. Þessj o^jjLmæljtf, de Gaulle á blaðamapnafutj^i,., .hinum fyrsta sem hanh héfur hálíiið í átta vik-1 ur, er haldinn var í samkvæmis-1 sal Elysé-hallar forsetans í París. Yfir 700 franskir og erlendir fréttamenn voru viðstaddir. De Gaulle forseti sat á palli, en næst- ir honum fyrir neðan hann sat ríkisstjórnin, þar á meðal Debré forsætisráðherra. . De Gaulle sagði enn fremur, að j viðvaranir Frakka við því að knýja : fram samninga um Berlín, hvað sem þeir kostuðu, virtust nú vera' nokkuð virtar af Bandaríkjunum j og Bretlandi. Kreppa sú, sem Ráð stjórninni hefði þóknazt að skapa í Berlín, sagði forsetinn að bæri svo ankannalegan og tilgerðarleg- an svip, að maður hlyti að álíta, að annaðhvort lægi þar til grund-. vallar skefjalaus metnaður eða til raun til að fara í felur með mikla örðugleika inn á. við. ; Þrátt fyiir að Rússum hefði orðið ágengt með þessum látum! NTB—Belgrad, 5. sept. Ráðstefnu leiðtoga óbanda- lagsbundinna ríkja lýkur í kvöld í Belgrad, og sátu þeir á lokuðum fundi við að ganga frá lokatilkynningu fundarins, Á fundinum í morgun lýstu Júgóslavía, Ghana og Kambód- ía yfir því, að þau viður- kenndu uppreisnarstjórn FLN hreyfingarinnar undir forsæti Ben Khedda, sem hina löglegu ríkisstjórn Alsír, og voru þau síðustu ríkin á ráðstefnunni til að taka þessa ákvörðun. \ Var þessu tekið með dynjandi lófaklappi. Kongó er þá að vísu ó- talið, en Adoula forsætisráðherra tók til máls og kvað stjórn sína taka málið til athugunar. Á ráð- stefnunni hefur hann kynnt sig sem arftaka huasiónaieiðtoeans Lumumba, en aðstoðarforsætisráð- herrann Gizenga hefur kynnt sig sem gæzlumann stefnu hins látna leiðtoga og boðanda boðskapar hans. Sendimenn austur og sendimenn vestur i Búizt er við að lokatilkynning fundarins verði um 4000 orð að ^lengd. Einnig var gert ráð fyrir, að fulltrúar ráðstefnunnar mynduj afhenda sendiráðherrum Ráð- ] stjórnarríkjanna og Bandaríkjanna ■ í Belgrad bréf frá henni til Kenn- edys og Krústjoffs. Sennilega út- nefnir ráðstefnan fulltrúa, sem ferðast síðan til Moskvu og Wash- ington til viðræðna við ríkisleið-! togana þar til þess að hvetja þá til fundarins um brýnustu átakamálin í heiminum. Eftir öllum sólar- merkjum að dæma fer Nehru til Moskvu, einnig líklega Nkrumah frá Ghana. Nehru á bar ODinhert. heimboð, og fer þegar í kvöld að ráðstefnunni lokinni. Á sama hátt er talið, að Sukarno Indónesiuforseti og Modibo Keita, forseti Malí, fari til Washington. Kunnugt er, að Sukarno hefur leitað eftir áheyrn hjá Bandaríkja- forseta eftir hér um bii vikutíma. | I 1 Verður annar slíkur fundur? j j Leiðtogar óbandalagsbundnu j ríkjanna munu að öllum líkindum hittast aftur innan skamms í New f York, er allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna kemur saman, og þar gefst þeim kostur að kynnast. hver. áhrif fundahald þeirra , og sam- þykktir hafa á valdablokkirnar tvær. Ekkert hefur annars verið ákveðið um annan fund þessara , leiðtoga, og gefst tóm til að at- huga það mál á nýjan leik í sam- banda við allsherjarþingið, en sagt er, að Dorticos Kúbuforseti hafi gefið í skyn, að auðvelt muni að koma slíkum fundi í kring í Hav- ana. að vissu leyti hefði aðferðin mikla annmarka. Leiðtogum Ráð- stjórnarinnar væri nú að verða betur og betur ijóst, hvernig í pottinn væri búið, og jafnframt stæðu þeir reðubúnir með vopn að kæfa þjóðerniskennd Þjóð-j verja, ef hún brytist út í opin-1 berri andstöðu við stjórnarfarið. j De Gaulle sagði ennf remur, að j Frakkar vildu standa með öðrum þjóðum að sérhverri ráðstöfun, sem væri liður í raunhæfri kjarn- orkuafvopnun. Þessi ummæli komu fram í sambandi við svar við spurningum blaðamanna um, hvað honum þætti um það, að Rússar hefðu hafið sprengjutil- raunir að nýju. Ekki láta undan Ef Ráðstjórnarríkin reyndu með valdbeitingu að veikja aðstöðu vesturveldanna í Berlín, yrðu vest- urveldin að halda sínu, þótt beita þyrfti til þess valdi. Einnig mætti ekki skirrast Við að beita vopna- valdi ef með þyrfti til þess að halda opnum samgönguæðunum til borgarinnar. De Gaulle játaði, að þetta kynni að leiða til styrj- aldar. „En það er þá vegna þess, að Rússar hafa ráðgert það svo“, sagði hann. Hann játaði, að erfitt kynni þá að verða að halda Berlín, en þá væri ekki um annað að ræða en snúa sér gegn Rússum annars staðar. Taldi hann í slíkri stöðu rétt að ráðast á rússnesk skip hvar sem væri á heimshöf- unum. Rússum hlyti að vera fylli- lega ljóst, hvað af því hlytist að grípa til vopna. En kommúnistum hlyit að þykja betr-a að ráða ríkj- um, þar sem ekki væru allir dánir af völdum styrjaldar. Þess vegna taldi de Gaulle, að Rússar myndu eki ganga of langt í ágengni sinni við vesturveldin, ef þau væru nógu föst fyrir. Ef vestur- veldin sýndu hins vegar minnsta undanlát, myndu engar skefjar á ágengni Ráðstjórnarinnar. I Vesturlönd geta á engan hátt betur þjónað málefni frið- arins en standa fast í Berlín, sagði hann. Þýðir þetta, að herbúðir aust- urs og vesturs hljóti upi allan ald- ur að standa andvígar? „Ekki álítur Frakkland það. Siík afstaða væri of heimskuleg og of dýr. Ef ekki á að koma til kjarn- oi'kustyrjaidar, verðum við að vinna að því, að tryggja friðinn. Ef Ráðstjórnin fengist til að hætta að láta hótunum og ógnun- um rigna og féllist á að slaka á spennunni, myndi það verða mögulegt fyrir vesturveldin þrjú að ræða öll alþjóðavandamál við Ráðstjórnarríkin, sórstaklega Þýzkalandsmálið. Ef þetta verður, getur heimur- inn gengið út frá, að Frakkland muni vinna að heppilegum mála- lokum í hverjum vanda. Frakk- land hefur haldið djúpri og hrein- skilinni vináttu sinni við þær þjóðir, sem lifa í Ráðstjórnarsam- veldinu. Frakkland telur, að nú- tima siðmenning muni ekki lifa af nema þjóðirnar vinni saman og sýni hver annarri skilning", sagði de Gaulle. „Við getum spurt ok'kur hvers vegna Sovétrikin séu með þessar hótanir og hvers vegna Ráðstjórn- in haldi, að V.-Þýzkaland sé ógn- un við RáSstjórnarríkin." Hann talid hugsanlegt að skýra þetta með skefjalausri framagirnd, eða að hinar heiftarlegu ásakanir Ráð- stjórnarinnar væru til þess að beina athyglinni frá innri vand- ræðum, og taldi de Gaulle síðari skýringuna sennilegri. EinræðiS veldur vandræðum De Gaulle sagði, að hið ómann- úðlega einræði í Sovétrík'junum og leppríkjum þeirra leiddi nú af sér meiri ókyrrð en áður, bæði meðal hárra og lágra. Þjóðernistil- finning leppríkjanna væri skert vegna yfirgangs ‘ Rússa. „Það mætti segja mór, að þarna væri skýringin á Berlínardeilunni“, sagði forsetinn. „Því að ef til vill hafa Rússar haldið að vesturveid- in létu undan síga fyrir ógnunun- um með þeirri afleiðingu, að NATO hefði orðið veikara og her- búðir komúnista því getað sýnzt öflugastar allra. En þetta er röng túlkun. Að vísu hafa kommúnistar afar öflug vopn. En ef til kjarn- orkustríðs kemur, mun samt varla standa steinn yfir steini í Sovét- ríkjunum fremur en annars stað- ar. Hvað gott hafa kommúnista- leiðtogarnir af því að ráða fyrir dáinni þjóð. A3 vísu myndi verða erfitt fyrir vestun'eldin að svara of- beldi með ofbeldi í Berlín sjálfri, vegna þess, að lierstöðv- ar þeirra væru alllangt þaðan í burtu. En vesturveldin gætu vel svarað úti á hinu víða liafi, þar sem rúsnesk skip væru langt frá herstöðvum sínum. Slík höggvaskipti myndu ekki enda hagstæð Ráðstjóminni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.