Tíminn - 06.09.1961, Blaðsíða 2

Tíminn - 06.09.1961, Blaðsíða 2
T í MIN N, miSvikudaginn 6. september 1961. (Framhald af 1. síðu.) Ræktim í landinu hefur aukizt ( um 13% á þessum tima og véla- kostur um 16,6%. Áburðarnotkun hcfur minnkað um 1000 lestir, en j áburðarkostnaður samt hækkað um 34,3%. Innflutningur á fóður- vörum hefur minnkað um 8,5%. I Árið 1957 fékkst 1,71 kg. af ull af hverri kind í landinu, 1958 1,64 kg. og 1959 1,62 kg. Styrkir til búnaðarframkvæmda hafa minnkað um 10,1%. Þessu næst vék Sverrir máli sínu að tíu ára áætluninni um. búnaðarþróun 1950—1960. Hann kvað hana hafa staðizt að miklu leyti, og væri nú unnið að nýrri tiu ára áætlun. Hefur norskur hag- fræðingur aðstoðað stjórn Stéttar- sambandsins við að semja hana, og boðaði Sverrir, að uppkast yrði lagt fyrir eina af nefndum aðalfundar- ins. |?essu næst ræddi hann fólks- íæðina í sveitum landsins. Hann gat þess, hve miklu fleira væri þar af rosknu fólki en ungu, er á legg væri komið. Víða vildu öldruð hjón láta af búskap eftir langan vinnudag og fá jarðirnar í hendur niðjum sínum. En unga fólkið leitaði í kaupstaðina, og bændur, j sem vart gætu lengur búið, gætu ekki komið jörðum sínum í verð. Alvarlegasti þröskuldur væri kann-1 ske, að í landinu væri engin stofn- un, er hefði það verkefni að lána fé ungu fólki, sem hyggðist hefja j búskap. Áður fyrr hefði sá iðnaður, er rekinn var, farið fram á sveita-1 heimilunum. Nú hefði sá iðnaður, sem tengdur er landbúnaðinum, flutzt í bæina, og hefðu íbúar margra bæja helztu atvinnu sína af vinnslu búnaðarafurða. í lok ræðu sinnar vék hann að þeim möguleikum, sem fólgnir eru í fiskirækt, og að síðustu bar hann fram þá hugmynd, að stjórn Stétt- arsambandsins beitti sér fyrir því, að flutt yrðu fræðsluerindi um búnað og sýndar fræðslukvikmynd- ir um slíkt efni í skólum landsins til kynningar. Þegar Sverrir hafði lokið ræðu sinni var útbýtt skýrslu fram- leiðsluráðs og Grænmetisverzlun- arinnar og reikningum Stéttarsam- bandsins og bændahallarinnar. Sæmundur Friðriksson gerði grein fyrir reikningunum og ræddi um bændahöllina og kostnað við hana. Eftir matarhlé hófust umræður. Ásgeir Bjarnason í Ásgarði tók fyrstur til máls og bar fram fyrir- spurn um áætlanir þeir, sem uppi væru um bændahöllina og bygg- ingu hennar. Hann vék einnig að framleiðsluaukningunni á sviði landbúnaðarins og kvað þar jafn- framt hafa orðið skuldaaukningu. Sigurður Líndal á Lækjamóti sagði, að íramleiðslan hefði aukizt, en bændur hefðu ekki bætt hag sinn. Þeir væru verr stæðir efna- lega en áður vegna mikils kostn- aðar við vélakaup, og þrátt fyrir vélarnar, ynnu þeir öðrum lengri vinnudag. Helgi Símonarson á Þverá spurð- ist fyrir um það, hvort fram- leiðsluaukningin á liðnum hefði frekar komið á litlu búin eða hin stóru. Hann sagði, að það væri ískyggilegt, ef hin yngri kynslóð gerðist fráhverf búskap. En svo færi, ef ekki þætti eftirsóknarvert að lifa í sveitum landsins og eitt- hvað upp úr því að hafa. Arnór Sigurjónsson skýrði frá; því, að framleiðsluaukningin hefði! aðallega komið á stór bú og miðl i ungsbú. Hann sagði, að bændumj hefði aldrei fækkað jafnört og nú,j og einkum væru það smábændurn; ir, sem hyrfu frá jörðum sínum. í Hann vék að verðlagsmálunum og j gat ferðar sinnar til Noregs ogj stakk upp á því, að tekið yrðu upp það fyrirkomulag í verðlags' málum, sem gilti þar. í Noregii væru fulltrúar neytenda og bænda j ekki saman í nefnd, heldur semdu þessir aðilar hvor í sínu lagi við ( ríkisstjórnina um þau mál. Hann ^ skaut fram þeirri hugmynd, aðj bjóða fulltrúum neytenda að láta norska verðið gilda hér. Þórólfur Guðjónsson i Fagradal sagði, að verðlagsgrundvöllur væri j rangur, því að hann væri miðaður' við kreppuárin. Búskap ætti að reka eins og fyrirtæki, og þar væri { ekki hægt að miða við verka- mannalaun fyrir ákveðinn fjölda klukkustunda á dag Erlendur Árnason á Skíðsbakka stakk upp á því. að stofnaður yrði sjóður til aðstoðar við fólk. sem er að hefja búskap. > Friðrik Sigurjónsson í Ytri- Hlíð kvað hugmynd Arnórs eftir- tektarverða. Hann sagði, að sárt væri að horfa á eftir unga fólk- inu burt. Guðmundur Ingi Kristjánsson sagði, að aldréi “1“ sög'ú fslands hefði verið jgf-n, erfitf að hefja búskap sem nu. Harin lét í ljós þá skoðun, að framtíðarfyrirkomu lagið ætti að vera félagsbú, sem nokkrar fjölskyldur störfuðu að í sameiningu. Ingvar Guðjónsson í Dölum vildi, að fundir Stéttarsambands- ins yrði lengri en þeir hafa verið, því að málin yrðu ekki rædd á tveimur' dögum. Hann taldi af- stöðu neytenda skiljanlega, en von lítið, að samkomulag við fulltrúa .þeirranæðist. Ilann vildi skipta um verðlagsgrundvöll og sagði, að íslenzka þjóðin væri öll, ef sveit- irnar eyddust. Gunnar Guðbjartsson á Hjarðar felli talaði síðastur, áður en hlé var gert á umræðunum. Kvað hann verðlagsgrundvöllinn ra-ng- látan. Eftir kaffihlé tóku til máls: Sigurður Jónsson á Lóni, Sveinn Tryggvason, er svaraði fyrirspurn um um framleiðslumál, Páll Diðriksson á Búrfelli, sem spurði um afstöðu Stéttarsambandsins til efnahagsbandalags Evrópu, Grímur Jónsson í Ærlækjarseli, Steinþór Þórðarson á Hala, Ólaf- ur Bjarnason í Brautarholti, Hannibal Valdimarsson, forseti ASÍ, sem flutti kveðjur frá því, Steingrímur Steinþórsson búnaðar málastjóri, Sverrir Gíslason, Lárus Sigurðsson á Tindum, Einar Ólafs son í Lækjarhvammi, Guðjón Hall grímsson, Þórólfur Guðjónsson, Helgi Simonarson og Arnór Sigur' jónsson J Sæmundur Friðriksson svaraði t einnig fyrirspurnum um efnahags | bandalagið og lýsti fundi sínum og Sveins Tryggvasonar með menntamálaráðherra. Kvað hann rangar þær fréttir, sem birzt hafa í sumum blöðum, að þeir hefðu i mælt með þátttöku íslands í banda I laginu ,og kvað það verkefni aðal j fundari.ns að gera ályktanir um | það efni. Síðla kvölds var kosið í nefndir og stóð fundur fram á nótt. J.K. I Þessar myndir tók Lárus Þor- steinsson, skipherra á lendhelgis- flugvélinni Rán, af skipbrotsmönn- um af Sleipni i gær. Tveggiadálka myndin sýnir bátinn á reki, skömmu áSur en bandaríska hersklpið komst til hans, en þriggjadálka myndin sýnir hvar gúmmíbáturinn liggur við hlið skipsins, en einn skipbrots- manna er að klöngrast upp i það. — Lárus sagðl, að einstakt mætti telja, hve fljótt báturinn fannst, og þakkaði hann það fyrst og fremst því, hve rétt staðarákvörðun skip- brotsmanna hefðl verlð, þar sem Sleipnir sökk, í öðru lagi taldi hann það mikla heppni, að bjart var af degi. því að erfiðleikar hefðu orðið ennþá meiri á að finna gúmmíbát- inn hefði hann fengið að reka heila nótt, áður en leit hefði getað hafizt. Þegar Rán og Constellationflugvélin bandaríska fundu gúmíbátinn, hafði hann rekið um 12 mílur, — mlðað við að staðarákvörðunin hafi verið rétt — og rak enn um 10 mílur, áður en herskipið kom á veftvang. Happdrætti Framsóknarfi. Nú eru aðeins 17 dagar þar til dregið verður í fyrsta skipti í happdrætti Framsóknarflokksins. Þeir, sem fengið hafa miða til sölu. eru beðnir að hafa samband við skrifstofuna í Fram- sóknarhúsinu, sími 12942. — Miðarnir gilda áfram án endur- nýjunar. Flokksstarfið úti á landi Héraðsmót Framsóknarmanna í Anstur-Skaftafellssýslu Næstkomandi laugardag kl. 8,30 s.d. hefst að Mánagarði héraðsmót Framsóknarmanna í A-Skaftafellssýslu. Ræður flytja alþingismennirnir Eysteinn Jónsson og Páll Þorsteinsson. Árni Jónsson, óperusöngvari, syngur með undirleik Skúla Halldórssonar, tónskálds, og Ómar Ragnarsson fer með gaman vísur. Góð hljómsveit leikur fyrir dansi. Kjördæmisþing Framsóknarmanna i V esturlandsk jördæmi Framsóknarmenn í Vesturlandskjördæmi halda 2. kjör- dæmisþing sitt að Bifröst í Borgarfirði laugardaginn 9. sept. n. k. kl. 2 e. h. Aðalfundur Stéttarsam- band bænda í Bifröst Þá fór mér a$ létta (Framhald af 1. síðu.) — Ég er alltaf hálf hrædd um manninn minn, þegar hann er á þessum litlu bátum. Hann hefur áður verið stýrimaður á mjög stórum flutningaskipum hjá erlendum skipafélögum, amerískum og dönskum, og svo hefur hann verið stýrimaður hjá landhelgisgæzlunni, en ég er hálf smeyk, þegar hann er úti á þessum litlu bátum. Svo fáum við að taka mynd af frúnni og Eauk litla. Hauk- ur er aðeins tveggja ára og varð banginn, þegar ljósmynd arinn tók að munda öll sín tól og mæla fyrir framan hann — en árangurinn varð ekki svo slæmur eins og þið’ sjáið.__ Ljós yfir leyndardóma i Framh al 16 síðu i stendur í nokkurn veginn réttu hlutfalli við magn þess skolps og úrgangs, sem veitt er í fljót eða til sjávar i nágrenni við þær slóðir, sem fiskurinn er á. Það kemur og heim við þessa kenningu, að þeir fiskar, sem ganga á grunn, verða mikið oftar fyrir þessu en úthafsfiskar, að því er virðist Vélbáturinn Sleipnir (Framhald at l síðu. i frá Austfjarðahöfnum og sigldi m. a. öll stríðsárin til Bretlands með fisk. Sleipnir var nýgerður upp í slippnum í Reykjavík. Skipverjar á bátnum voru 6. Visir fór rangt með nöfn þeirra í gær, taldi upp nöfn manna af allt öðru skipi. Skipstjórinn á Sleipni var eins og fyrr segir Björr. Haukur Magnússon, 28 ára, Kaplaskjólsvegi 51, Reykjavík. — Slýrima'our var Magnús Þorleifs- son, Ásbraut 1 í Kópavogi; 1. vél- stjóri Björgvin Guðmundsson, Framnesvegi 30; 2. vélstjóri Stein grímur Nikulásson, Vesturg. 26; og hásetar Snorri Nikulásson, Hverfisgötu 83 og Bragi Kristjáns son, Mýrargötu 14, allir úr Reykja vík. Um klukkan 3,30 í gærdag bár- ust fregnir ai því, að skipbrots- mennimir væru allir komnir um' borg í bandaríska skipið Ketschm- er og myndi skipið flytja þá um borð í Heklu. Klukkan 7,15 voru skipbrotsmenn ekki enn komnir um borð í Heglu. — Hekla er væntanleg til Reykjavíkur í dag. SÍÐUSTU FRÉTTIR: Samkvæmt viðtali við loftskeyta stöðina í Vestmannaeyjum seint í gærkvöldi, munu skipin hafa mætzt rétt um 8 leytið í gær- kvöldi, og fóru þá skipbrotsmenn yfir í Heklu. Hins vegar var loft- skeytasambandið ekki talið nógu gott til þess ag blaðið gæti haft tal af Birni Hauki.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.