Tíminn - 06.09.1961, Blaðsíða 9
T f MI N N, miðvikudaginn 6. september xdGl,
9
MAGNÚS GÍSLASON Á FROSTASTÖÐUM RITAR
UT
VoriS 1928. Framan við
Borgareyjuna koma fjölmenn-
ir flokkar ríðandi fólks. Flesíir
fara af baki við Suðurkvíslina,
og heimamenn í Eyhildarholti
eiga í miklu annríki við að
ferja ferðamennina yfir.
Nokkrir feggja í að ríða kvísl-
ina og reka lausu hestana.
Þegar yfir er komið, er enn
stigið á bak og haldið út
Hegranes. Hvað stendur til?
Hvorki meira né minna en
þingmálafundur. Skal hann
haldinn á hinum forna þing-
stað, Litla-Garði í Hegranesi.
Þingmálafundir voru að vísu
ekki neitt sjaldgæf fyrirbrigði hjá
þessari pólitísku þjóð. Þeir voru
haldnir um allt land á hverju
vori og jafnvel meira og minna
á öllum árstímum. Og þessa fundi
sóttu flestir, sem með nokkru
móti gátu- komið því við. Ýmsir
fundirnir, þar sem nafnfrægir
stjórnmálagarpar leiddu saman
hesta sína, urðu mönnum minnis-
stæðir og munntamir löngu eftir
að þeir voru liðnir hjá. Þetta voru
dýrlegar hátíð'ir.
Rreyttir íímar
Nú eru breytti tímar og ekki
til góðs að þessu leyti. Fundir
eru fáir og smáir og oftast fram
úr hófi sviplitlir hjá því, sem
áður var, segja þeir, sem muna
hina gömlu, góðu tíma. í staðinn
eru komnir flokksfundir og út-
varpsumræður, sem eru áhrifa-
litlar miðað við það, sem fund-
irnir voru. Menn víluðu ekki fyrir
sér að fara ríðándi fleiri tugi
kílómetra, oft yfir viðsjárverð
vatnsföll og annað torleiði til þess
að komast á þingmálafundi. En
mér er til efs, að nú leggi margir
það á sig að fara smá bæjarleið
til þess að hlusta á útvarpsum-
ræður, þó að tækið þeirra sé bi.l-
að. Jafnvel framboðsfundirnir eru
að falla niður. Útvarpig á einnig
að koma í þeirra stað. Allt skal
flatt út í svipvana vélmennsku.
Kannske vilja einhverjir kalla
þetta framfarir. Eg geri það ekki.
Nýr stjómmálaforingi
En við vorum að fara út á
Litla-Garð. Eg fékk nefnilega að
fara með, smápjakkur, langt innan
við fermingu. Og á Litla-Garði
var slíkt fjölmenni saman komið,
að rúmaðist hvergi -nema í hús-
leysi. Mikið vinkiltjald var reist
fyrir norðri og austri. En þakið
var heiður himinninn. Það vildi
Kotárbrúin nýja. Tjöld og skúrar brúargerðarmanna til hægri.
til, að veðrið var gott. Sterkjusól-
skin. Ofurlítil hafgola upp úr há-
deginu, sem leið út með kvöldinu,
eins og háttur er hafgolunnar
Þá voru þrír stjóimmálaflokkar
á íslandi, (og hefðu aldrei áttmð
verða fleiri). Allir áttu þeir þarna
sína talsmenn og enga smákarla
Þarna var umdeildasti maður á
íslandi, Jónas Jónsson, þáverandi
dómsmálaráðherra, Bernharð Stef
ánsson, Brynleifur Tobíasson,
Steingrímur Steinþórsson, Harald
ur Guðmundsson, Erlingur Frið-
jónsson, Einar Olgeirsson, Magnús
Guðmundson, Ólafur Thors, Val-
týr Stefánsson, auk innanhéraðs-
manna, sem tóku þátt í umræðun-
um. Ýmsir þessara manna töluðu
oftar en einu sinni, enda var fun'd
urinn langur. Hann mun hafa
byrjað kl. 2—3 og lauk ekki fyrr
en um miðnætti. En ég býst ekki
við að neinum hafi leiðzt.
Steingrímur Steinþórsson va
nýfluttur í Hóla. Hann mun hafa
flutt þarna sína fyrstu pólitísku
ræðu í Skagafirði. Hann ræddi u-
það, hvers vegna hann væri Fram
sóknarmaður. Hinn ungi skóla-
stjóri hreif fundarmenn mjög með
glæsimennsku sinni og glöggum
og skörulegum málflutningi. Og
frá þessum degi má segja, að hann
hafi verið óumdeilanlegur foringi
Framsóknarmanna í Skagafirði.
ekki aðeins meðan hann dvaldi í
héraðinu, heldur alla þá stund,
þar til hanrn lét af þingmennsku
Þau hjón bjuggu á Hólum næstu
ár við mikla rausn, virðingu og
vinsældir. Þar var árið um kring
margt manna i heimili og naumast
leið svo nokkur dagur, að ekki
kæmu þar fleiri eða færri aðkomu
men-n. Sumir áttu brýn erindi, aðr
ir komu til þess eins, að eiga með
þeim hjónum samvistir stund úr
degi. Öllum var tekið sem alúðar-
vinum, enda gat ekki hjá því far
ið, að allir hlutu að tengjast þeim
hjónum vináttubndum, sem af
þeim höfðu einhver kynni. Stein-
grímur var afbragðs skólastjóri
og yfirburða kennari. Og frú Theo
THHÓDÓRA SIGURÐARDÓTTIR
dóra stjórnaði að sínu leyti þessu
fjölmennasta heimili héraðsins
með mjúklátum skörungsskap og
móðurlegri hlýju.
En því miður varð dvöl þeirra
hjóna í Skagafirði skemmri en
skyldi. Steingrímur var kallaður
■ Framhald a 13 siðui
mikils fjölda aðkomufólks,
suma árstima. 1920 áttu þar
um 100 manns búsetu,, 1930:
150, 1932: 126, en úr því fór
fólkinu ört fækkandi, útgerð
in hætti, húsin voru rifin
og flutt í burt, og bryggjurn
ar fóru sömu leið. Þessi um
svifasaga gerðis á Sunds-
bakkanum. en heima á bú-
inu var lengur þraukað, unz
þar fór á sömu leið. Þar
stendur enn kirkjan og Við-
eyjarstofa og minna á það.
sem einu sinni var^
Hlutur Viðeyjar í sögu
landsins er slíkur, að ekki
er vammlaust að lengur drag
ist að hefjast handa um end
urreisn staðarins, og bjarga
um leið þeim sögulegu miir
um, sem enn er ekki of seint
að forða frá algiörri eyði-
leggingu. — Ef gera á ráð
fyrir, að Viðey verði aftur
hafin til fornrar reisnar, —
þó í stil nýs tíma — er fyrsta
skilyrði að leyst verði það
vandamálið, sem mestu skipt
ir, en það er sambandið við
„meginlandið". — Öll starfs
ræksla þar, hverrar tegund
ar sem væri, hlýtur að byggj
ast að miklu leyti á dagleg-
um samskiptum við Reykja
vík. En slíkt getur ekki orð
ið, nema tengslin við land
verði auðveld og örugg.
Þótt sjóleiðin milli Við-
eyjar og lands sé ekki löng,
og hafi öidum saman veri-ð
fjölfarin, er ekki lengur
hægt að benda á hana sem
viðhlítandi úrlausn. Breytt-
ir búskaparhættir og nýjar
lífsvenjur orsaka það, að
við getum ekki haft svipað
an hátt á samskiptunum
hvorir við aðra og forfeður
vorir. Og um þaö þýðir ekki
að fást. Eins og nú er kom
ið hlýtur einangrun eyjar-
innar að verða varanleg,
nema hægt sé að leysa þann
vanda sem einangrun skap-
ar. En þar virðist ekki nema
um eina lausn að ræða, en
það er að tengja eyjuna við
land þar sem stytzt er. — Og
þetta er hægt að gera! Brú
yfir sundið milli Gufuness
og Viðeyjar er það sem koma
skal — og kemur einhvern
tíma. Þetta mun mörgum
HrHmnair 0 in