Tíminn - 06.09.1961, Blaðsíða 16

Tíminn - 06.09.1961, Blaðsíða 16
Miðvikudaginn 6. september 1961. 202. blað. Skánbúi skýtur máli til Danakonungs Bror Jepson í Vík, 72 ára gamall álaveiðimaður á Skáni, hefur snúið sér til Friðriks Danakonungs og beðið um vernd, ef saenskir dómstólar meðhöndla hann og f jölskyldu hans á óviðurkvæmilegan hátt. Svo er mál með vexti, að Bror Jepson heíur verið kærður fyrlr ólöglegar áiaveiðar. Hann styðst aftur á móti við ákvæði í friðar- samningum, sem gerðir voru í Hróarskeldu árið 1658, þar sem segir, að þau ákvæði um fiskveið- ar við ströndina, er giltu þá í Danmörku, skyldu einnig gilda á Skáni. í nýjum lögum, sem sænska þingið sainþykkti 1950, er á hinn bóginn ákveðið, að föst veiðitæki megi aðeins ná þrjú hundruð metra frá landi eða tvö hundruð metra frá stað, þar sem er þriggja metra dýpi. — Þessi lög eru ólög, segir Bror Jepson. Enginn löggjafi getur koll- varpað ævafornum hefðbundnum rótti, sem styðst við milliríkja- samninga. Danakonungur eftirlét einstaklingum fiskveiðiréttinn við ströndina allt út að þriggja mílna' mörkum,. og sænski konungurinn lofaði því við friðarsamningana 1658 að hafa þennan rétt í heiðri. Þess vegna segist Jepson nú snúa 1 sér til Danakonungs, ef Svíar ætli að rjúfa friðarsamningana. Hann verði að hlutast til um það, að gerðir fonæra hans verði ekki ómerktar. Það er skömm fyrir Stokkhólms- búa, segir Jepson ennfremur, ef við, fiskimenn á Skáni, verðum nú eftir þrjú hundruð ára sænska stjórn, að leita réttar okkar hand- an Eyrarsunds. Og í trausti þess, að þetta vopn bíti heldur hann áfram að veiða ál allt út að þriggja mílna mörk- um, á milli þess, sem hann dvelst í Lundi og Kristjánsstað við að afla sér sögulegra heimilda um friðarsamningana og fiskveiðirétt- indin. ÞaS var rigning, þegar dömurnar fóru út a3 spásséra, svo aÖ þær höfðu regnhlífarnar með. Ljósm. Tíminn, GE. Axel Larsen fordæmir kjarnorkusprengingar Varpað ljósi yf- ir leyndardóma Hvcrnig komast gúmhringar utan um fiska? Aksel Larsen, forystu- maður sósíalistiska þjóð- flokksins og áður foringi kommúnista i Danmörku, hef- jur á flokksstjórnarfundi lýst ! megnri óbeit sinni á kjarn- ,orkusprengjutilraunum Rússa. I — Ákvörðun sovétstjórnarinnar er alvarlegasti boðskapurinn, sem i heiminum hefur verið fluttur í ' mörg ár, sagði Aksel Larsen, og hinar orðmörgu og margslungnu röksemdafærslur, sem sovétstjórn- in lét fylgja þessari ákvörðun sinni, sannfæra menn ekki um, að 'þaö hafi verið rétt, forsvaranlegt 'eða óumflýjanlegt að skjóta þess- 1 um gorkúluskýjum upp í gufu- I hvolfið á ný. Sovétstjórnin býst sjálf við, að ný stórstyrjöld hlyti að leiða til I helsprengjustríðs. Af því hlytist j sennilega, að mannkynið yrði 'þurrkað út, og að minnsta kosti myndi menning heimsins líða und- j ir lok í þeim leik. | Aksel Larsen kvaðst vona, að I vesturveldin taki ekki þátt í þessu | ikapphlaupi, og hann skoraði á dönsku stjórnina að koma skoðun- um sínum í þessu efni á framfæri jvið Englendinga, Bandaríkjamenn og Frakka. Bæði hér við land og annars staðar ber það við, að fiskar með gúmbönd utan um sig veiðast. Þetta mál hefur verið sérstaklega rannsakað í Skot- landi. Rannsóknarstofa hinnar skozku fiskideildar hefur síð- astliðin tíu ár fengið til athug- unar 41 fisk, sem þannig hef- ur verið leikinn, tólf makríla, tólf lýsur, sex ýsur, sex stein- bíta, þrjá kola, einn þorsk og einn silung. Fyrirbæri af þessu tagi þekkjast víða í löndum, meðal annars í Bandaríkjunum og Kanada, og hef- ur verið almennt talið, að þetta væri af mannavöldum, svo grimmi- legt sem það er. Nú er þó talinn leika vafi á, að svo sé, nema þá örsjaldan. Þessi gúmbönd eða hringar eru af ýmsum gerðum, en mest ber þó á gúmhringum af alls konar niður- suðudósum eða smeygum, sem not- aðir eru utan um böggla og pakka. Það er skoðun þeirra, sem þetta i hafa rannsakað, áð langoftast, syndi fiskarnir inn í þessa hringi, þar sem þeir eru á reki í sjónum. Ef þeii; samsvara stærð fisksins nokkurn veginn, losni þeir'ekki við þá aftur, og þegar fiskurinn stækk- j ar, herðist gúmmíið utan um hann og skerst inn í holdið, stundum svo djúpt, að roð grær utan yfir. Það styður þessa skoðun, að mest brögð eru að þessu fyrirbæri undan ströndum, þar sem þéttbýli er, og það er talið stafa af því, að þar berst mest af alls konar sora í sjóinn. Sú er að minnsta kosti reynslan, bæði í Skotlandi og Bandaríkjunum, að fjöldi fiska með gúmhringa Nitan um sig, (Framhald á 2. síðu.) Hallbjörg komin Hallbjörg Bjarnadóttir er ný- komin hingað til lands, og mun j halda söngskemmtun í Austurbæj , arbíó klukkan hálf-tólf í kvöld Hún hefur dvalizt í Bandaríkjun- um undanfarin tvö ár og skemmt þar og í Kanada, og á leiðinni hingað kom hún við í Kaupmanna- höfn og kom fram í Tívolí. Óvíst er, hve lengi hún dvelst hér, en þegar líður á vetur, mun hún fara til Bandaríkjanna og halda sjálfstæðar sýningar í þekktu leikhúsi í New York. Hér er Elin litla að byrja skóla námið. Hún situr við borðið hjá yfírkennaranum í Melaskóla, Helgu Þorgilsdóttur. Nú er að sýna, hvað maður getur. (Ljós- mynd: TÍMINN — GE.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.