Tíminn - 06.09.1961, Blaðsíða 5

Tíminn - 06.09.1961, Blaðsíða 5
TÍMI N N, mlgvikudaginn 6. scptember 1961. 5 Utgetandl: FRAMSÖKNARFLOKKURINN. Framkvæmdastjóri: Tómas Amason Rit stjórar Þórarmn Þórarmsson (áb.i, Andrés Kristjánsson Jón Heigason FuIltrúJ rit- stjðrnar: Tómas Karlsson Auglýsmga- stjóri: EgiU Bjarnason - Skrifstofur i Edduhúsmu — Slmar 18300- 18305 Augiýsmgaslmi 19523 Afgreiðsluslmi: 12323 — Prentsmiðjan Edda hX m. .m -M! Kári skrifar: Úr borg og byggð Fyrirlestur Brofors Erik Brofors, aðalbankastjóri norska rikisbankans, hefur dvalið hér undanfarna daga sem gestur Seðlabank- ans. í fyrradag flutti hann fyrirlestur í Háskólanum um erlent fjármagn í Noregi. Fyrirlestur þessi var á margan hátt hinn athyglisverðasti. Brofors skýrði frá því, að Norðmenn hafi aflað sér er- lends fjármagns með ýmsum hætti, aðallega þó með lán- tökum. Talsverðs erlends fjármagns hefur einnig verið aflað með því að veita erlendum fyrirtækjum leyfi til at- vinnureksturs í Noregi. Norðmenn gerðu sér fljótt grein fyrir því, að ekki væri heppilegt að láta erlenda aðila fá frjálsar hendur til fjárfestingar í Noregi. Samkvæmt lögunum frá 1917 geta erlendir aðilar ekki átt eða virkjað fossa í Noregi, nema þeir fái til þess sérstakt leyfi og það má aðeins veita undir sérstökum kringumstæðum. Erlendir aðilar geta og því aðeins fengið leyfi til námuvinnslu, að „það brjóti Skki í bága við almenna velferð“. Eriendir ríkisborgarar og félög, ef erlendir aðilar eiga meira en 20% af hluta- fénu, geta ekki átt fasteignir í Noregi, nema þeir fái til þess sérstakt leyfi. Allmargir aðilar hafa á þeim 44 árum síðan þessi lög voru sett, fengið sérléyfi til atvinnurekstrar í Noregi og hefur það stutt nokkuð að uppbyggingu landsins. Norðmenn hafa þó haldið á þessum málum með mikilli varúð eins og sést á því, að í þjónustu fyrírtækja, sem eru að meira en hálfu eign útlendinga, störfuðu árið 1958 um ] 4.600 verkamenn eða rétt 5% þess verkafólks, sem vann við iðnað og námuvinnslu í Noregi.Framleiðsluverðmæti þessara fyrirtækja nam 7.6% af framleiðsluverðmæti iðn- aðar- og námufyrirtækja í Noregi. Þessar tölur sýna, að Norðmenn hafa haldið þannig á þessum málum, að erlendir einkaaðilar hafa ekki náð neinum ítökum til þess að geta gert sig pólitískt gildandi í Noregi, eins og þeir hafa gert víða annars staðar, þar sem hömlur hafa verið minni. Það er tvímælalaust mjög athyglisvert, hve farsællega Norðmenn hafa framkvæmt sérleyfislöggjöfina varðandi hið erlenda fjármagn. Vegna þess hafa þeir sloppið við þá annmarka, sem víða annars staðar hafa fylgt erlendu einkafjármagni. í lok ræðu sinnar vék Brofors að því, að nýtt og stórt vandamál myndi. skapazt í þessum efnum, ef Noregur yrði fullgildur aðili að Efnahagsbandalagi Evrópu (sex- veldabandalaginu). Samkvæmt sáttmála bandalagsins eiga allir fjármagnsflutningar að vera frjálsir milli banda- lagsríkjanna með tíð og tíma. Þetta myndi þýða, að t. d. Frakkar og Þjóðverjar gætu stofnsett fyrirtæki í Noregi, án þess að þurfa til þess nokkurt leyfi, eða gætu keypt upp norsk fyrirtæki með því að kaupa hlutabréf 1 þeim. Þá myndi millifærsla á sparifé einnig geta orðið frjáls og gæti það haft þær afleiðingar, að norskt sparifé yrðu flutt úr landi. Sérstakt vandamál væri það og fyrir Noreg,'ef útlendir aðilar fengju ótakmarkaðan rétt til þátttöku í út- gerð og fiskiðnaði í Noregi. Þessar upplýsingar Brofors sýna, að Islendingar eiga mikið vandamál fyrir höndum, þar sem er afstaða þeirra til Efnahagsbandalagsins — og raunar miklu meiri vanda en Norðmenn að sama skapi og þeir eru færri og fátæk- ari. Það skiptir því miklu máli, að okkur takist að halda vel á samningum við Efnahagsbandaldgið. er þar að kem- ur. íslendingum er nauðsynlegt að hafa áfram traust menningar- og viðskiptaleg tengsli við Vestur-Evrópu. en það má þó ekki vera á þeim grundvelli, að sjálfstæði þjóðarinnar sé hætta búin. Móti straumnum. Mikil löngun er hjá mörgum aö komast í fjölbýlið. Þó eru þarna á undantekningar. Flestir kannast við Pétur í Málaranum og Rögnu í Flóru, sem hættu við sínar blóm legu verzlanir í beztu verzlunar- götum Reykjavíkur og fóru austur í sveit og rækta þar og byggja jörðina. Stöðvarbílstjóra þekki ég, sem átti bíl og íbúð í Reykjavík, en fór frá því fyrir nokkrum árum með konu sína og 4 ung börn upp í Borgarfjörð og gerðist þar dugn aðarbóndi. Annan ungan bílstjóra þekki ég 'líka, sem nýlega fór úr fastri atvinnu í Reykjavík og fór: norður á Langanes með ungri1 Reykjavíkurkonu sinni og gerðist1 þar sjómaður og rekur þar eigin atvinnu við fiskveiðar. Það er svona stöku maður, sem brýzt rnóti straumnum — og sigrar. Eiturnautnir. Mikið er talað um drykkjuskap unglinga, en minna um reykingar þeirra. Þó er efamál, hvort er verra. Reyndar stafar enn þá meiri bráðahætta af áfengisneyzl- unni. En ekki er reykingunum mælandi bót. Heilsuspilling, óþrifn aður og mikil fjármunaeyðsla. En af hverju eru unglingar að gerast þrælar þessara eiturlyfja? Ætli það sé ekki oftast af því að þeir sjá eldra fólkið hafa þetta fyrir( ! sér. Þegar „heldri menn“ ganga ; svo langt að vera með sígarettu I eða reykjarpípu í munninum, þeg I ar þeir láta mynda sig og láta síð- an prenta slíkar myndir í blöðum 1 og bókum, þá er máske von, að ú’igliaggöií.-fe^ði að eiturnotkun ié fmragíéufTsóknarverð. I „Hvað höfðingjárnir hafast að, hinir ætla 'sér leyfist það“. Óverðskuldaður gróði. ( Eftir að fréttist að Seðlabank- inn hafði keypt lóðarblett í Reykja vík af einstaklingum fyrir um tíu milljónir króna, urðu dálitlar um- ræður manna á milii, hve þetta væri átakanlegt dæmi um þá reg in vitleysu og ranglæti,‘að verð- hækkun, sem yrði á landi fyrir að- gerðir almannafjár, rynni í vasa einstaklinga, sem lítið eða ekkert hefðu lagt fram til þess að landið hækkaði í verði. Sýnist þarna í þessu dæmi og mörgum öðrum réttlátara að mestur hluti verð- hækk’unarinnar rynni til bæjarfé- lagsins, sem hefur lagt göturnar um hverfin, leiðslur og annað það, sem hefur aukið verðrríæti lóðar- I innar. Það minnsta er, að þeir, j sem skapa verðmætin, fái dálítinn hluta af þeim, en ekki þeir allt, sem nær því ekkert hafa gert til þess að auka þau, en aðeins „eiga“ þau — oft af tilviljun. Heyþurrkun. Víða á landi hér hafa verið óþurrkar í sumar, sem valdið hafa heyskaparmönnum miklu tjóni á heyjum. Oft þegar sagt er frá þessu fylgja fregnir af N. N. í sömu sveit, að hann hafi náð í garð heyjum sínum óskemmdum, mest- um eða öllum, af því að hann hefði látið þau í vothey. notað súg þurrkun eða hvort tveggja. Það sýnist, að vert væri fyrir bændur, sem hafa hvoruga þessara heyverk unaraðferða að gefa því alvarlega gaum, hvort vogandi sé fyrir þá framvegis að treysta eingöngu á nógan þei;ri til þess að þurrka hey sin. mennirnir. Flestir þessara rnanna skiptu sér Lítið af þessu naggi og unnu sín störf í bænum jafnt fyrir ónotin. Og sumir þessir menn gerð ust brautryðjendur í ýmiss konar menningu í höfuðstaðnum. Aðeins skal hér minnzt á tvo þeirra, er gerðust skógræktarmenn á bæjar- jörðum, annar í Fossvogi, hinn í Laugardalnum. Nú er bærinn bú- inn að eignast hinn fagra trjágarð þess síðarnefnda með um 30 trjá- tegundum og hæstu trén orðin á 9 metra há. Nú er starf „utanbæjarmanns- ins“ til prýðis og ánægju fyrir bæj arbúa og sennilega renna nú marg ir þeirra þakkarhuga til brautryðj andans. — En skammirnar eru þagnaðar, sem ekki gátu drepið gróðurþrá vormannsins fyrir 30 árum. Kvikmyndir. Stundum hefur einnig verið minnzt á annan óheppilegan gróða — kvikmyndagróðann. Það er flestra álit, að auðvelt sé að reka kvikmyndahús, fáist þau rekin á heppilegum stöðum. Og þau geta verið skemmtileg og fræðandi. En reynslan er, að ýmsar ruslmyndir eru bezt sóttar og því oftast gróða vænlegastar. En er nú nokkurt vit í að vera að leyfa einstökum mönnum að stórraka saman auði á því, sem drjúgan þátt á í að af- mennta almenning og æsa upp glæpahneigð í börnum og ungling um? Auðvitað á að reka kvikmynda- I. til skemmtunar og menningar auka, en það á að kappkosta að vanda það, sem sýnt er. Hvað vill stjórnarliðið? Ekki linnir ásökunum í aðal málgagni ríkisstjórnarinnar á sam vinnumenn fyrir að hafa komið sáttum á í stóru vinnudeilunni sl. vor. Og virðist i þeim herbúðum, að sé öru_0 trú á því að hægt sé að berja inn í almenning, að 5% þau, sem samið var upp á fram yf-, ir það, sem ríkisstjórnarliðið bauð, hafi valdið nýjustu gengis- lækkuninni. Miikl er trúin á heimskuna' hjá þessu blaði, enda hefur því oft orðið að þeirri trú sinni. En það sést aldrei, hvað hefði átt að gera. Komið var að síldarvertið og ekki var neitt lát á deilunni, nema ný öfl kæmu til verks. Vildi ríkisstjórnin ekkert gera og að landið væri án þess hálfa milljarðs króna, sem aflað- ist á síldarvertíðinni? Komi engin skýring á , þessu, þá hlýtur þeim stöðugt að fjölga, sem álíta, að hrein vesaldarstjórn sé nú við völd á íslandi og verjendur henn- ar amlóðar. Snuðtútta. Það hefur verið nefnd snuð- tútta, að sparifjáreigendum eru greidir hærii vextir af sparifé sínu, en um leið lækkað verðgildi krónanna imklu meira en nemur prósentum þeim, er vextirnir hækba. Hvað er þetta annað en blekking til sparifjáreigenda? Er það ekki sama eðlis og þegar börn um er rétt snuðtútta, sem þau una sér svo við í svipinn í þeirri trú, að þau séu að fá næringu úr mjólkurglasinu sínu? Pappírs- mssta blað landsins reynir að snúa út úr þessu og telja fólki trú um, að valdhafarnir séu að hlynna að saprifjáreigendum, þegar verið er að taka verðgildið úr sparifénu, en að láta þá hafa nokkru fleiri smákrónur í staðinn, sem aðeins eru lítið brot af verðgildi því, sem náð var frá sparifjáreigendum með lækkun krónunnar. Kjördæmamálið. Benedikt Gröndal hrósar happi yfir úrslitum kjördæmamálsins í [ ,,stefnugrein“ sinni í Alþýðublað- inu s. 1. sunnudag. Heldur hann fram þar, að þjóðin sé ánægð með úrslitin, m. a. hina 60 þingmenn, af því að hætt sé að deila um mál- ið. Þegar fæðist vanskapað barn, er það sorgaratburður, en úr því það varð svona, dugir lítið að vera að fárast yfir því. Sjálfur náði Gröndal í þingsætið með því að lána sig andstæðingunum — og sennilega er honum það fyrir mestu. Hann hafði áður komizt inn á Borgfirðinga og samvinnu- menn, en reynzt svo þar, að eng- ar vonir voru fyrir hann að halda þar þingsætinu, nema til nýrra ráða væri tekið. Og kjördæmamál ið var flotholtið. En flestir hugs- andi menn sjá æ betur og betur, að það var vandræða úrræði. Og það vita margir, að í Vesturlands kjördæmi fer þeim fjölgandi, sem eru lítið ánægðir með íhaldsþrenn inguna þar: Gröndal, Jón Árna- son og Sigurð Ágústsson. Reykjavíkurafmælið. Það hefur verið mikil vinna, margs konar fyrirhöfn og stór fjár eyðsla af 175 ára afmæli Reykja- víkur. Er mikið efamál, að öll sú " mikla fyrirhöfn hafi verið gerð af hagsýni. En margt var fróðlegt að sjá á sýningunum og ræður ýmsra o. fl. allgott. En sá, sem þetta ritar, var að hugsa, þegar hann var að líta á sýninguna, að betra hefði verið að verja svona 1—2 milljónum króna af kostnað- inum við þetta brambolt allt til þ; að reisa t. d. skála uppi að Árbæ og setja þar í ýmislegt gam alt og fróðlegt viðvíkjandi Reykja v. í tilefni þessa afmælis. Einnig að fá Árna Óla eða annan fróðan rnann til þess að skrifa stóra og fróðlega bók í tilefni afmælisins, úr því var verið að halda upp á 175 ára afmæli. Þetta hefði svo orðið í nútíð og framtíð til mikils fróðleiks þeim, er vildu kynna sér bókina í næði. Sennilega orðið notadrýgra en allt hátíðaskvaldrið, sem meira er stundar fyrirbrigði, sem fljótt gleymist eða rennur út i ndinn. Fyrr og nú. Fyrir um 30 árum síðan mátti oft sjá í pappírsmesta blaði lands- ins minnzt kuldalega á „utanbæj- armenn", sem ekki ættú að vera að skipía sér af málefnum Reykja- I víkur! Þetta voru Fram.<:ótn!>’'-1 Orðsending til vinar vors Helga Hjörvar Ég er mjög ánægður með þá tillögu, að deilan um bæjarstæði Reykjavíkur 1752 verði lögð í gerð. Litlir karlar eins og við gerum varla út um málið í langhund- um í blöðum. Með forlátsbeiðni fvrir mig og vinnukonuna vegna tímaleysis míns og ónógs undirbúnings skýringa við bæjarlíkanið 1786 en hennar vegna, að hún skyldi láta það út úr sér við nokkurn mann, að hún vissi um bæjar- stæðið. Þinn einlægur LÁRUS SIGURBJÖRNSSON.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.