Tíminn - 06.09.1961, Blaðsíða 12

Tíminn - 06.09.1961, Blaðsíða 12
12 T í MIN N, miðvikudaginn 6. september 1961. l&O lilTSTJORI HALLUR SIMONARSON Hvolsvöllur sigraði Skarphéðinsmótinu — Vann Selfoss í úrsiitaleik 5—2 Mlðiutríó pressuliSsins sýndi mjög góðan leik gegn landsllðinu á sunnudaginn — og þessir þrír leikmenn skor- uðu öll mörk liðsfns fimm að tölu. Tveir þeirra eru valdir í Englandsförina, en hinn þriðji fann ekki náð fyrir augum nefndarinnar, og mun það koma mörgum spánskt fyrir sjónirl Á myndinni eru frá vinstri: Björn Heiga- son, Steingrfmur Björnsson og Jakob Jakobsson. (Ljósmynd: TÍMINN, GE.) ------------------------------------------------------------------------------------------------4------------- Aðeins finini leikmenn pressu- liðsins valdir í Landsliðsnefnd valdi í gær' þá sextán leikmenn, sem taka eiga þátt í Englandsför knatt- spyrnusambandsins. Liðið mun leika þrjá leiki í förinni, i hinn fyrsti verður landsleikur við áhugamannalið Englands hinn 16. september, en síðan verða tveir aukaleikir. Lands- lið íslands verður endanlega valið eftir úrslitaleikinn í ís- landsmótinu n. k. sunnudag, en þar mætast Akurnesingar og KR-ingar. Landslið'sncfnd valdi þessa inenn í förina: Markverði: Helga Daníelsson, Akranesi, og Heimi Guðjónsson, KR. Bakverði: HreiS ar Ársælsson, KR, Árna Njáls- son, Val og Jón Stefánsson, Ak- ureyri. Framverði: GarSar Árna- son, KR, HörS Felixson, KR, Svein Teitsson, Akranesi og Helga Jónsson, KR. Framlierja: Ingvar Elísson, Akranesi, Gunn- ar Felixson, KR, Þórólf Beck, KR, Ellert Schram, KR, Jakob Jakobsson, Akureyri, Steingrím Björnsson, Akureyri, og Þórð Jónsson, Akranesi. — en allir leikmenn landslitisnefndar, aí ein- um undanskildum. — Landslitiiti í knatt- spyrnu veríiur endanlega valií eftir úrslita leikinn í Islandsmótinu á sunnudag laus. Og það er heldur ckki í Teitsson er valinn, þrált fyrir að fyrsta skipti, sem slíkt kemur Sveinn átti mesta sök á óförum fyrir. Það er alltaf einblínt á . ■ ■ ------- sömu leikmcnnina ár eftir ár, þrátt fyrir það, a'ð þeir sumir hverjir hafi sungið sitt síðasta vers, sem mest stafar af því, að áhugi þeirra við æfingar er ekki hinn sami og áður fyrr. Á sunnudaginn fór fram á Selfossi úrslitaleikurinn í Skarphéðinsmótinu í knatt- spyrnu. Léku þar til úrslita öðru sinni lið ungmennafé- lagsins Baldurs á Hvolsvelli og A-lið Selfyssinga. Fyrri leik þessara liða lauk með jafn- tefli 2—2, en nú sigruðu Hvolsvellingar með 5—2. Strekkingsgola var og rigning, þegar leikurinn fór fram, en samt var talsverður fjöldi áhorfenda. Hvolsvellingar náðu nokkuð góð- um tökum á leiknum þegar í upp- landsliðsins á sunnudaginn, og hef ur ekki verið svipur hjá sjón í leikjum sínum síðari hluta sum- ars — sem meðal annars stafar af því, að hann hefur átt við meiðsli að stríða, sem mjög hafa háð honum, og Sveinn því langt frá því að vera sami leikmaður sem undanfarin ár. En það er óþarfi að' halda þessari upptalningu áfram, og ástæðulaust að særa einstaka leikmenn, því að þeir völdu ekki sjálfa sig í Englandsförina. En val nefndarinnar er engan veg- inn viðunandi, þótt því verði ekki breytt úr þessu. Landsliðs- nefndin hefur rekið sig illilega á í sumar — en ekkert lært af því, og hjakkar enn í sama far- inu. — hsím. hafi og í hálfleik var staðan 3—0 þeim í vil. í siðari hálfleik var leikurinn jafnari og þá skoraði hvort lið tvö mörk. Á Selfossi er malarvöllur, frekar mjór og stutt- ur og gerir það léikmönnum nokkuð erfitt fyrir Dómari í leikn- um var Magnús Pétursson úr Reykjavík. Mikill áhugi Samkvæmt upplýsingum, sem blaðið fékk hjá Baldri Óskarssyni á Hvolsvelli er mikill áhugi þar fyrir knattspyrnu. Á,<jætur gTas- völlur er í þorpinu og er hann full stærð og ágætur til leiks, nokkuð harður og sléttur. Og það hefur verið mikil lyfti- stöng fyrir hina áhugasömu knattspyrnumenn á Hvolsvelli, að tveir kunnir knattspyrnumenn úr Reykjavík, Þórhallur Einars- son, Fram, sem lék í fyrsta ís- lenzka landsliðinu í knattspyrnu 1946, og Guðmundur Samúelsson, Víkingi, sein lék m. a. í Reykja- víkurúrvali, hafa verið búsettir á Hvolsvelli, og leikið með og þjálfað leikmenn þar. Þeir tóku báðir þátt í úrslitaleiknum á sunnudaginn við góðan orðstír. í Skarphéðinsmótinu tóku þátt sex,. knattspyrnulið. Frá Selfossi voni tvö lið, einnig tvö frá Hvera- gerði, og eitt frá Hvolsvelli, en einnig keppti lið úr Þykkvabæn- um sem gestur í mótinu. Skarphéð- insmótið í knattspyrnu er háð ár- lega — á hverju hausti — og þykir hin bezla skemmtun fyrir austan. í sama farinu Þegar nöfn leikmanna eru at- huguð, kemur í ljós, að landsliðs- nefnd hefur valið alla þá 'leik- menn, _ að einum undanskíldum, Kára Árnasyni frá Akureyri, sem nefndin valdi í lið sitt, senj tók þátt í pressuleiknum á sunnudag- inn, en hins vegar eru aðeins fimm leikmenn pressuliðsins, sem hafði yfirburði í leiknum, valdir í Englandsförina, Greinilegt er því, að landsliðs nefndin hefur á engan hátt lagt frammistöðu leikmanna í pressu leiknum til grundvallar vali sínu — og hann því sem slíkur gagns Hvað er verðlaunað? Áreiðanlegt er, að knattspyrnu- áhugamenn munu mjög ræða þetta val nefndarinnar. Tökum til dæmis Bjarna Felixson, KR. Að áliti mjög margra áhorfenda á pressuleiknum var hann talinn bezti varnarleibmaðurinn á vellin- um, og í flestum ef ekki öllum leikjum meistaraflokks KR í sum ar hefur hann verið bezti varnar- leikmaðurinn. Og hver eru verð- laun hans? — Þau, að hann fær að sitja heima, þegar allir aðrir félagar hans í KR-vörninni eru valdir til fararinnar. Er þetta réttlæti? Innherjar pressuliðsins báru mjög af kollegum sínum í lands- liðinu á sunnudaginn, en árangur er sá sami Báðir lands'.'ðsinnherj- arnir eru valdir, og annar inn- herji pressuliðsins, Jakob Jakobs- son, enda engin leið að ganga framhjá honum, þar sem hann var að flestra áliti bezti maðurinn á vellinum í leiknum. Og margir voru á þeirri skoðun, að hinum innherja pressuliðsins. Birni Hol0asyni frá ísafirði, bæri skil- yrðislaust sæti í landsliðinu. En hann er ekki einu sinni valinn í s xtán manna hópinn. Og þannig mætti halda lengi áfram að telja. Ormar Skeggjason, Val, fær að sitja heima, en Sveinn Námskeiö í körfuknattleik með bandarískum þjálfara næstu daga Körfuknattleikssamband fs- lands boðaði blaðamenn á sinn fund í gær í tilefni þess, að sambandið hefur nú fengið bandarískan þjálfara í körfu- knattleik, Clarence Hodges Wyatt, og mun hann dvelja hér næstu vikurnar við kennslu. Wyatt er kominn hingað til lands og kennir nú á námskeiði hjá íþróttakenn- araskóla íslands fyrir íþrótta- kennara. Upplýsingaþjónusta Bandaríkj- anna hér á landi vann að undir- búningi þess, að þjálfari í körfu- . knattleik kæmi hingað vegna til- mæla frá stjórn KKÍ. Waern dæmdur frá keppni Stokkhólmur 5/9. NTB. — Sænski stórhlauparinn Dan Waern var í dag dæmdur frá keppni af Alþjóðafrjálsíþróttasam- bandinu. þar sem það hafði ekki fengið nægar upplýsingar frá sænska frjálsiþróttasambandinu um tekjur hlauparans í iþrótta- keppni undanfarin ár. Mjög vai skriíað um atburðinn í sænsk blöð í dag og verja þau flest hlauparann, en ráðast á frjálsíþróttasambandið. Sænska frjálsíþróttasambandið mun halda sérstakan fund um málið n. k. mánudag, cn vegna ákvörðunar al- þjóðasambandsins hefur það dreg- ið til baka þátttökutilkynmngu Waerns í landskeppni. sem fram á að fara mill: Finnlands og Sví- þjóðar un næstu helgi. Aðrir hlauparar voru valdir i stað Waerns í keppnina. Körfuknattleikssambandið mun efna til tveggja námskeiða í þess- um mánuði þar sem Wyatt mun verða leiðbeinandi. Er hér um að ræða dómaranámskeið og þjálfara- námskeið. Dómaranámskeiðið verður sem hér segir: Laugardag 9. sept. kl. 2—4 og 5—7. Sunnudag 10. sept. kl. 10—12 og 2—4. Laugardag 16. sept. kl. 2—4 og 5—7 og sunnudag 17. sept kl 10—12 og 2—4. Framangreinda daga verður far- ið yfir reglurnar með hinum nýju breytingum, sem samþykktar voru í Róm 1960 og gengu í gildi nú i sumar. Er hér uin að ræða allmik!- ar breytingar, sem allir körfuknatt- leiksmenn verða að kynna sér Námskeið fyrir áhugaþjálfara os aðra sem vilja hefst svo mánudag inn 11. september og verður til. föstudags 22. sept. f fyrri tímun um mun þjálfarinn fara yfir ýms tæknileg atriði. Námskeiðið verð- ur væntanlega í Gagnfræðaskóla Austurbæjar. en tvisvar í viku verða kvöldtímar í íþróttahúsi KR. ; Síðast í september mun þjálfarinn ■ væntanlega fara til Akureyrar og I kenna þar i vikutíma.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.