Tíminn - 24.07.1962, Blaðsíða 1

Tíminn - 24.07.1962, Blaðsíða 1
SIGLUFJÖRÐUR Á KAFI í SÍLD Munið aS filkynna vanskil á blaðinu í síma 12323 fyrir kl. 6. 166. tbl. — Þriðjudagur 24. júlí 1962 — 166. tbl SJÁ 4. SÍÐU Afgreiðsla, auglýs- ingar og gjaldkeri Tímans er í Bankastræfi 7 |!i:::i;:i!;p:!!i jj: ■t :E hiiR:'"""’• , 'n'' UWA '-h 1 *••■• Fréttamenn Tímans flugu til Siglufjarðar í gær. Þar hefur fólk ekki upplifað aðra eins daga a. m. k. síðastliðin fimmtán ár. Konurnar hér á mynd- inni höfðu staðið meir en sólarhring við söltun, þegar Ijósmyndara Tímans bar að í gær. Þá voru allar verksmiðjuþrær fullar af síld, Siglufjörður sem sagt á kafi í síld, eins og í þá gömlu góðu daga, þegar hann var mestur allra síldarbæja. — Ljósm. Tíminn RE. FLEST SILDARSKIPIN KOMU SÖKKHLADIN TIL HAFNAR! Um helgina hefur ver- ið slík síldveiðí fyrir norð an, að á Siglufirði hefur aldrei borizt annað eins magn að landi á þremur sólarhringum. Þessar ánægjulegu fréttir koma í beinu framhaldi af því, er síldin fyrir austan fór að vaða inn á firðina og skip in þar mokfylltu jafnvel þrisvar á dag fyrir helg- ina. • Síðan skipin fyrir norðan1 lentu í aflahrotunni, hefur allt verið í fullum gangi á flesbum , síldarstöðum Norðanlands, svo i mikið, að Rauðka stanzaði lönd- í un á mánudaginn og sömuleiðis j yngri ríkisverksmiðjan. Alls stað ar bræða verksmiðjur dag og 1 nótt og saltað er á öllum stöðv-! um, sumum jafnt nótt sem dag. • Skipin héldu í gær áfram að moka upp síldinni bæði fyrir norðan og austan. Flest skipin voru komin á vestursvæðið, allt vestur á Skagagrunn, en þar voru skipin flest. • Þau voru yfirleitt nokkuö djúpt, en þar var síldin jafnari og stærri og með minni átu. Mik ið af síldinni var ágæt söltunar síld. Hún færist eitthvað nær landi, en ólíklegt er þó talið, að hún gangi inn í firði, eins og hún gerði fyrir austan. • Um kl. 20 i gærkvöldi voru I skipin farin að tilkynna komu ! sína til hafnanna fyrir Norður- : landi, og var þá vitað um 6 skip, I sem fengið hö'fðu yfir 1000 mál á Sporðagrunni. Síldin af Sporða grunni var ágætis söltunarsíld, sama mátti segja um þá síld, sem veiddist út af Sléttu, cn þar var síldin svo ósakplega feit, að hún þoldi lítinn sem engan flutning, Framh. á bls. 3 ■atraj BEZTA VEIÐ! í 15 ÁR Mjög góð síldveiði var síð- ustu vibu og er þetta bezta aflavika um 15 ára skeið. Veiði veður var ágætt alla vikuna. Sfldin veiddist aðallega úti fyr ir Austfjörðum, en seinni hluta vikunnar var töluverð veiði út- af Sléttu og við Kolbeinsey og var það góð söltunarsfld Vikuaflinh var 361.501 má! og tunnur (í fyrra 220.057). — Heildaraflinn í vikulokin var 851.563 mál og tunnur (í fyrra 706.487). Aflinn hefur verið hagnýtt- ur svo sem hér segir: I sal( 144.538 uppsaltaðar tunnur (í fyrra 318.387); i bræðslu 687.122 mál (í fyrra 464.641 mál); : frystingu 19.903 upp- inældar tunnur (í fyrra 13.479) — Vitaa er um 221 skip, sem hafa fengið einhvern afla (í fyrra ?18) og af þeim höfðu 216 aflað 1000 mál og tunnur eða meira (í fyrra 202). — Þessi skip voru nieð yfir 10.000 mál og tunnur: Eldborg 11.541; Guðmundur Þórðarson 10.308; Helga 10.135; Helgi Helgason 1?'.244; Höfrungur II. 11.304; Ólafur Magnússon 10.290 og | Víðir II. 12.800. J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.