Tíminn - 24.07.1962, Blaðsíða 14

Tíminn - 24.07.1962, Blaðsíða 14
ið enn eftir að gerast þjónn minn, verðið þér að útvega yður föt fyr- ir peningana, sem ég hef þegar látið yður fá. Svo gekk hún fram hjá honum og hélt áfram upp stigann og heyrði á eftir sér lágværan orða- flaum á spænsku. Hún vissi ekki gerla, hvað hún átti að finna handa honum að gera, ef hann þá stakk ekki af með seðilinn, jafn- skjótt og hún sneri við honum haki. Meðan hún beið þess, að lít- il hörundsdökk þjónustustúlka opnaði herbergisdyr hennar, hug- leiddi hún, hvort hún hefðj borg að honum nóg til að hann væri fús til að vera lífvörður hennar, ef nauðsyn krefði. Sannleikurinn var sá, að nú þegar hún var kom- in hingað og var mörg þúsund mflur burt frá heimili sínu, skelfd ist hún það, sem framundan var, og hún vonaði, að maðurinn, sem átti að hjálpa henni, skytj fljót- lega upp kollinum. Hann var að minnsta kosti enskur landi henn- ar á þessum ókunna, undariega stað. Mario hneigði sig og dró sig í hlé, eftir að hafa borið töskurnar hennar inn í herbergið. Hann lok- aði dyrunum hljóðlega á eftir sér, svo birti yfir svjp hans og lágur hjartanlegur hlátur heyrðist um ganginn. 3. KAFLI. Herbergið var hátt til lofts og glerdyr út á litlar svalir, sem fag- urt útsýni'var frá út á hvíta sand- strönd, bláan himin og enn þá blárri sjó. Pálmatré náði ejnmitt upp að handriiðinu á svölunum, og beint fyrir neðan var garður- inn, vanhirtur að vísu, en einmitt þess vegna svo undrafagur. Hún tók ofan hattinn og þurrkaði svit- ann af enni sér. Það var rafmagnsvifta í her- berginu og hún setti hana á straum. Svo athugaði hún, hvað var að baki dyranna i hinum enda herbergisins og það reyndist vera baðherbergi og hún hrukkaði enn- ið, þegar hún leit inn. Það virt- ist a?5 vísu vera þrifalegt, en bað- kerið var gamalt og komnar skell- ur víða. — Hefur sennilega komið með Kólumbusi, muldraði hún. Hún gckk um í herbergi sinu og skoðaði það í krók og kring, rakst meðal annars á pappírsblað á veggnum, sem virtist snjáð og gamalt, en hún vonaði, að tímarn- ir, sem gefnir voru þar á mál- tíðum, giltu enn. Hún var svöng og myndi einmitt geta farið í bað og skipt um föt, áður en matur yrði framreiddur. Þegar hún nokkru síðar opnaði dyrnar, munaði minnstu, að hún félli um Mario, sem sat með kross lagða fætur í ganginum, beint fyrir framan herbergisdyr hennar. Hún leit gremjulega á hann. — Skyldustörf yðar fela ekki í sér að sitja fyrir utan herbergið mitt, hrópaði hún reiðilega. — Eg þarf ekki heldur fylgd niður í borðsalinn, bætti hún við, þegar hann kom á eftir henni niður stigann eins og tryggur hundur. — Ef ég fer. út á eftir, skal ég senda eftir yður. — Siesta er hollt bæði fyrir líkama og sál í eftirmiðdagshitan um, tautaði hann og virtist alls ekki móðgaður, þótt hún hefði tal að kuldalega til hans. — Það eru fáir, sem fara út á götuna þá. Hann ættj að vita það, hugsaði Elenor, og það var satt, að hit- inn var orðinn býsna mjkill. Hún kjnkaði kolli sem þökk fyrir ábendinguna og hann hneigði sig kurteislega. — Eg skal fara, fyrst senorita vill, að ég fari núna. Hann hneigði sig aftur og hvarf í átt til dyra. Borðsalurinn endurspeglaði vissan virðuleik og byggingarlistin var eins og víðast annars staðar með spönsku sniði, og við glugga og fyrir ofan dyr voru fallegir út- skurðir j tré. Elenor fannst helzt sem hún hefði verið flutt aftur til fortíðar, meðan hún sat og beið þess, að matur væri fram borinn. Glæsilegar, skrautklædd- —■ i m "'■-r.'MSBBaa—u ar konur höfðu svifjð með þokka um þessa sali, ksnnske höfðu þæj með ótta horft á s.ióræningjaskip nálgast eða sigla fram hjá. Svo rumskaði hún og reyndi að hugsa um nútíðjna.- Hún varð þess vör, sér til undrunar, að hér voru aðr- ir gestir. Englendingarnir tveir, sem verið höfðu henni samferða á bátnum, brostu og kinkuðu til hennar kolli og við eitt borðið sat annar maður einsamall. Auk þess var þarna ungt par, bersýnjlega enskt og Elenor taldi víst, að þetta væru nýgift hjón á brúðkaupsferð. Við borð úti við gluggann sat feitlagin kona með eftirlíkingu af demöntum í eyrum og um háls. Maður nokkur kom inn. Elenor ákvað samstundis, að þetta væri enskur uppgjafa liðsforingi. Hann gat varla annað verið, allt yfir- bragðið, yfirvaraskeggið, sýndi það Ijóslega. En John Graham myndi ekki komá s.vona Englcnd- ingslega fram, ekki eftir það, sem hún hafði um hann heyrt. Ef frá voru taldar nokkrar kollakinkanir, var engjnn, sem veittj henni teljandi eftirtekt, og þegar hún hafði snætt, gekk hún upp á herbergi sitt aftur. Hún fór úr kjólnum og lagðjst út af á rúmið til að skrifa bréf heim um að hún vferi komin alia leið heilu og höidnu og útskýra fyrir móðurinni, að áætlun hennar hefði breytzt. Hún hafði fengið boð um að heimsækja eyjuna og sá sannarlega ekki eftir því, skrif- aði hún. Tvcim tímum seinna opn aði hún augun og rétti úr sér eft- ir að hafa sofið vel. Siesta var sannariega holl fyrir sál og líkama, hugsaðj hún. Hitj.nn hafði lækkað nokkuð, og hún var hress og velupplögð. Hún varð undrandi yffr því að 9 finna syfjaðan þjón, sitjandi á ganginum fyrir utan herbergið hennar. Mario reis hálfvandræða- legur á fætur og brosti, eins og hann óttaðist, að hún setti ofan í við hann. Áður en hún komst til að segja nokkuð, brosti hann og benti á skyrtuna og stuttbyxurn- ar sínar. — Eg gerði eins og þér sögð- uð, senorita, og nú er ég snyrti- lega klæddur, meira að segja á fótunum. Elenor leit á hann og sá, að hann hafði orðið sér úti um ódýra sandala og nýja skyrtan var ólíkt skárri en sú gamla. — Er nokkuð, sem ég get gert fyrir yður? spurði hann ákafur. — Bara vísað mér á pósthúsið, sagði hún. Og svo gengu þau út úr gisti- húsiftu. út í sólskinið og niður eft- ir götunni. Mario leit hrokafullur í kringum sig, eins og hann myndi skora hvern þann á hólm, sem diríðist að nálgast senorituna hans. En Elenor mætti aðeins bros andi og glaðlegum andlitum, og hinjr innfæddu voru mjög vina- legir. Af og til nam hún staðar til að skoða í glugga. Þá nam Mario einnig staðar og stóð þolin- móður og beið, þar til hún var reiðubúin að halda áfram. Það var margt, sem vakti áhuga henn ar. Einu sinni heyrði hún vand- ræðalega ræskingu að baki sér. Það var Mario, sem beið eftir tækjfæri' til að taka til máls. — Já? 'sagði hún. — Ef senorita óskar að kaupa eitthvað, skartgripi, gimsteina og það eru mjög fallegir skartgripir hér, mjnjagripi eða hvað sem þér óskið,xþá veit ég, Mario, hvar þér getið fengið það svo ódýrt. — Ekki núna, en seinna ætla ég að kaupa hitt og annað, sem Fyrri hluti: UndanhaU, eítír Arthur Bryant. HeimiUir eru STRIÐSDAGBÆKUR ALANBROOKE 114 að ræða um margvisleg minni hátt ar atriði, þar á meðal ráð til að ná flugvélamóðurskipum út úr ís. Ein af hinum snjöllu hugmyndum Dickie Mountbattens. Síðari hluta dags kom land í augsýn og við nálguðumst smátt og smátt Halifax. Úr brúnni, þar voru auk mín, forsætisráðherrann, frú Churchill, Mary, Pound, Úort- al og Mountbatten, sáum við höfn ina ágætlega og hafnsögumann- inn, sem framkvæmdi það vanda- sama og erfiða starf að koma hinni stóru Queen Mary til hafnar. Okkur var fengin til afnota mjög þægileg járnbrautarlest með dásamlegustu klefum . . . 10. ágúst. Quebec. Eg vaknaði eftir mjög þægilega nótt í um- hVerfi, sem minnti mig helzt á Skotland. Mjög falleg fljót og vötn sem ég hefði haft gaman af að fiska f. Ferðin var mjög skemmti leg og óg hafði mikla ánægju af henni. Rétt áður en við fórum yfir St. Lawrenee-fljótið, stanzaði lestin og Mackenzie King tók á móti forsætisráðherranum og fjöi skyldu og ók þeim áfram í bif- reið sinni . . . Við héldum áfram með lestinni og komum til járnbrautarstöðvar- innar í Quebec um klukkan 5,30 e. h. Þaðan var farið með okkur til Chateau Frantenace-gistihúss- ins . . . Við höfum fengið allt gistihúsið til umráða meðan á ráð stefnunni stendur. Ameríkumenn- irnir koma ekki fyrr en á föstudag inn, sem er afleitt og táknar nokk urrá daga töf fyrir okkur. 11. ágúst. Quebec. Við byrjuðum daginn með sameinuðum herfor- ingjaráðsfundi klukkan 10,30 f. h. til þess að ræða um baksvið hins væntanlega fundar okkar og reyna að álykta af því, hvað legið gæti að baki allrar þeirrar andstöðu, sem við höfðum mætt að undan- förnu. Að því er ég fæ bezt séð, þá er King frumkvöðull flestra 14 þessara erfiðleika og andvígur nær öllum hernaðaraðgerðum í Evrópu. Auk þess er Marshall enn móðgaður vegna þess, að við skyldum hafna áformum hans um innrás í Frakkland yfir sundið á síðastliðnu ári, . . . Eftir hádegisverð sátum við fund með kanadíska herfor- ingjaráðinu til þess að útskýra fyrir þeim höfuðatriðin í stefnu- skrá okkar. Ausandi rigning og hvassviðri i mestallan dag. Winston fór til Hyde Park, til þess að dvfelja hjá Roosevelt í nokkra daga. 12. ágúst. Quebec. Við Pound, Portal, Riddell-Webster, Mount- batten og ég tókum okkur frí frá störfum í dag, lögðum af stað klukkan 9 f. h. Ókum fjörutíu mílur í norður, gengum því næst í þrjá stundarfjórðunga eftir skóg artroðningi, unz við komum að stöðuvatni. Þar tókum við vélbát og fórum yfir vatnjð, að litlum fiskikofa, sem franskur Kanada- maður átti. Landið var dásamlegt, furutré þöktu hæðirnar, sem lágu hallandi niður að vatninu, bimir lifðu í skóginum og bjórar bjuggu við efra vatnið, sem við fiskuðum í. Veiðin var hins vegar léleg, að- eins litlir silungar og þeir ekki margir, en það skipti ekki máli eða dró úr ánægju okkar. Séð var fyr- ir öllu, stöngum, línum, flugum og ágætum hádegisverði . . V . Vötnin held ég að hafi verið köll- uð St. Vincent og St. Guillaume. Á leiðinnj heim fórum við fram hjá íkorna, sem var óvenjulega gæfur og mjög fallegur. Loks fór skunkur yfir veginn fyrir fram- an okkur. Við flýttum okkur út til að sjá hann betur en þá var hann horfinn inn í skógarþykknið , Þegar við komum aftur til gistihússins, var klukkan næstum 10 e. h. og við höfðum haft sem næst tólf klukkustunda hvíld frá störfum. Þennan dag sáum við í fyrsta skipti merki um þverrandi líkams styrk Dudley Pounds. Á leiðinni út hafði hann misst jafnvægið og næstum dottið niður í lítið gil og það var rétt með naumjndum að Dickie Mountbatten hafði náð til að verja hann falli. Á leiðinni til baka áttum við í erfiðleikum með að koma honum til bifreið- arinnar. Hann viriist alveg ör- magna“. ' Samkvæmt þeirra eigin vitnis- burði, fóru afnerísku fulltrúarnir til Quebec staðráðnir í því að beita öllum hugsanlegum ráðum til að fá sínar tillögur samþykkt- ar“. Við það bættist svo vaxandi styrkleiki lands þeirra og aukin vöid á höfunum. Enda þótt Bretland hefði enn miklu fjöimennara herlið í Evr- ópu og á Miðjarðarhafssvæðinu, þá var aðstaða Ameríkumanna miklu sterkari, heldur en hún hafði verið í ársbyrjun Stríðs- framleiðsla þeirra var nú gífur- leg. í júní höfðu skipabyggingar þeirra náð hámarki sínu. Á Kyrra hafi var það herskipa- og kaup- skipafloti þeirra, sem öllu réð, og þrekvirki Pattons á Sikiley hafði haft jafn styrkjandi áhrif og sigrar Montgomerys á Breta veturinn áður. Patton talaði nú um sjöunda herinn sem vopnfær- ustu og sigurvænlegustu herdeild í heimi“. „Við verðum að fara til þess- arar ráðstefnu með sigurvissu", sagði Marshall við starfsfélaga sína. Enda þótt hann og King stefndu sinn að hvoru takmarki — annar til að tryggja það að árás- in yfir sundið yrði framkvæmd eins fljótt og þv; yrði komið við, hinn til að auka herlið Banda- manna á Kyrrahafssvæðinu. fyrir hina væntanlegu sókn gegn Japön um — þá' voru þeir þó báðir jafn andvígir þeirri hernaðarlegu stefnu, að auka herlið á Miðjarð- arhafssvæðinu gegn Þjóðverjum, sem þar voru nú víðast á undan-1 haldi Fáum dögum áður en í brezku fulltrúarnir sigidu ti) Ameríku, hafði King haldið ráð- stefnu með Kyrrahafs-aðmírálum sínum í Sap Francisco til þess að gera út um ýmis atriði viðvíkj- andi árásinni á Gilbertseyjarnar í nóvember og þá hafði MarShall ekki haft neitt við tillögur hans að athuga. Því að enda þótt þær gerðu ekki ráð fyrir Þýzkalandi sem fyrsta viðfangsefnj, þá kröfð ust þær ekki mikils hernaðarlegs liðsafla. Til þess að hernema kór- aleyjar úthafsins þurfti ekki fyrst og fremst svo fjölmennt herlið, heldur æft og Valið. En ef mörg- um flugvélamóðurskipum yrði safnað saman til slíkra hernaðar- aðgerða, yrði afleiðingin sú, að Bretar gætu hvergi framkvæmt innrás f Evrópu nema yfir sund- ið. Tii þessa hafði meginorsök þess að amerísku hernaðarhug- myndjrnar höfðu ekki náð fullum sigri verið sú, hve forsetinn var fús til að faliast á tillögur Chur- ; chills — eða svo var það í auguut hinna sérlegu ráðgjafa hans. Os' ekki var hann fyrr kominn til Quchec með liðsforingjum sínum en vsmli Treistarjnn lagði þei.'v . T í M I N N, þriðjudagurinn 21. jííli 1903. — i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.