Tíminn - 24.07.1962, Blaðsíða 7

Tíminn - 24.07.1962, Blaðsíða 7
]p • <$■ Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKIOIRINN Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Auglýs- ingastjóri: Sigurjón Davíðsson Ritstjórnarskrifstofur i Eddu- húsinu; gfgreiðsla, auglýsingar og aðrar skrifstofur 1 Banka- stræti 7 Símar: 18300—18305 Auglýsin'gasími: 19523 Af- greiðsiusími 12323 — Áskriftargjald kr 55 á mánuði innan- lands. í lausasöiu kr. 3 eintakið. — Prentsmiðjan Edda h.f. — ^aífeir Lianmann ritar um al^íélamál:' Gegn íhaldsstefnu og kommúnisma Blöð andstöðuflokkanna bregðast nokkuð ólíkt við, þegar Framsóknarmenn beina þeirri áskorun til kjósenda að framlengja ekki þingmeirihluta núverandi stjórnar- fJokka í næstu kosningum. Stjórnarblöðin segja, að Framsóknarmenn vilji láta stjórnarflokkana missa meirihlutann til að geta myndað stjórn með kommúnistum á eftir. Stjórnarblöðin vita þó vel, að á þessu tvennu er vitanlega reginmunur, þótt ekki sé litið á þetta frá öðru sjónarmiði en því, að til þess að starfhæfur þingmeirihluti stjórnarflokkanna glatist, þurfa þeir ekki að missa nema 2 þingsæti, en til þess að sam- stjórn Framsóknarmanna og kommúnista sé fræðilega möguleg þurfa stjórnarflokkarnir að missa minnst fimm þingsæti. Þótt stjórnarflokkarnir tapi í næstu kosn- ingum, er ólíklegt að tap þeirra verði svo mikið. Hins vegar er engin fjarstæða að álykta, að þeir geti misst 2—3 þingsæti. Þjóðviljinn segir hins vegar, að Framsóknarmenn óski eftir að stjórnarflokkarnir missi þingmeirihluta til þess að geta komizt í stjórnarsæng með þeim á eftir og hjálpað þeim til að fylgja fram íhaldsstefnunni. Óþarft er að vei’R að svara þessum ósamhljóða ásök- unum og getgátum íhaldsblaðanna og kommúnistablað- anna. Þær skýra hins vegar vel afstöðu Framsóknarflokks- ins. Framsóknarflokkurinn verður jafnt fyrir hörðum árásum íhaldsmanna og kommúnista vegna þess, að hann er jafnlangt frá því að gerast þjóðfylkingarflokkur ti! stuðnings íhaldsstefnu og kommúnisma. Hann er bæði andvígur íhaldi og kommúnisma, enda lítur hann ekki á þetta tvennt sem raunverulegar andstæður, heldur sem systkin. Framsóknarflokkurinn biður ekki um, að stjórnar- flokkarnir verði sviptir þingmeirihlutanum til þess að koma hér á stjórn, sem annaðhvort verður undir merkj- um íhaldsstefnu eða kommúnisma, heldur til þess að hér komist á stjórn, er lúti hvorugri þessara stefna. Nú drottnar hér íhaldsstefna, en stjórnarflokkarnir þurfa ekki að missa, nema tvö þingsæti, til þess að henni verði steypt úr sessi. Það er tilgangslaust að ætla að telja þjóð- inni trú um, að hér myndi spretta upp stjórnleysi, eða kommúnismi ef stjórnarflokkarnir misstu þessi þingsæti. í þau 44 ár, sem eru liðin síðan ísland hlaut sjálfstæði. hefur þijóðin komizt vel af í 40 ár, án samstjórnar íhalds og krata og allan þann tíma verið stjórnað ótvírætt bet- ur en nú. Það eitt myndi gerast, ef þingmeirihluti stjórnarflokk- anna tapaðist, að áhrif \íhaldsins yrðu minni. jarðvegur- inn fyrir kommúnisma lakari, framfarirnar yrðu mehi og tekjuskiptingunni yrði komið í réttara horf. Góð tíðindi Það eru vissulega góð tíðindi, að síldveiði norðan lands og austan er nú meiri en nokkru sinni fyrr. Hins vegar er það meira en broslegt. þegár stjórna'' blöðin eru að^færa ávinning þjóðarbúsins vegna síldveið anna á reikning „viðreisnarinnar"! Það er hins vegar ekki nóg að þjóðarheimilið afli vel ef aflanum er ekki rétt skipt rnilli einstaklinga og homm ekki varið til framfara og uppbyggingar. Auknum bjóðar tekjum fylgir bæði að framsýni og réttlætis sé gætt. iamfélag þjóðanna við Atlants- íafið byggist á gömlum rótum Breyttar aðstædur gera eflingu þess enn nauðsynlegri en áður ÞÓTT félag þjóSanna um- hverfis Atlantshafið, sem Kennedy forseti talaði um í ræðu sinni á þjóðhátíðardag- inn, sé uppástunga um fram- tíðarskipan, þá standa rætur hugmyndarinnar í upphafleg- um og viðvarandi tengslum gamla heimsins og þess nýja. Evrópa og Ameríku hafa, allt síðan á dögum finnend- anna og landkönnuðanna, fyrir nálega fimm öldum, verið eitt stórt samfélag, sem Atlantshaf ið hefur aðskilið, og þó tengt saman um leið. Innan þessa víð feðma samfélags hefur að vísu rikt mikil keppni um völd og auð og löng og hatröm stríð verið háð. En samfélagið sjálft hefur haldið áfram að vera til. Sann- ast þetta bezt á því, að Ame- ríkumenn, einkum þó Norður- Ameríkumenn, liafa ávallt nauð ugir viljugir dregizt inn í átök- in, þegar hin stóru stríð hafa verið háð um fullnaðaryfirráð- in í Evrópu. R-ÍKI, sem er eðlilegur með- limur Atlantshafssamfélagsins, vegna sögu sinnar og hnatt- stöðu, getur með engu móti ein angrað sig frá átökunum um hagsmuni samfélagsins sjálfs. Það liéfur tíðast verið á huldu, hvað væru hin raunveru legu ten.gsl þjóðanna beggja vegna Atlantshafsins. Þessa stundina ríkir þar sannarlega ekki pólitísk eining. En þetta er líka samsafn fullvalda, þjóð- lcgra ríkja. Það er því almennt álitið minnst rangt að nefna þetta At lantshafssamfélagið. Nafnið bendir til mannlegra tengsla, án þess að fela í sér tilgreind lagaleg og skipulagsleg form, sem eru heldur ekki fyrir hendi. Á döfinni hafa verið ákveðn- ár umleitanir í þá átt, að stofna til skipulagsforms á grundvelli Atlantshafssamfélagsins, allt síðan í síðari heimsstyrjö'd- SÚ GREIN þessarar viðleitni sem mestu góðu lofar, cv\i markaðssamtök Evrópu og Ev- rópubandalagið, sem gert ,er Kennedy ráð fyrir að reisa á grunni þeirra. Þegar Bretar eru gengnic í bandalagið, ef til vill ásamt ýmsum fleiri Evrópuþjóðum, verður það kjarni þeirrar Ev- rópu, sem Bandaríkin eiga að ganga í félag við. Tvær leiðir liggja að mark- ÖNNUR leiðin er sú, að gera ráð fyrir, — og alveg ranglega að mínu viti, — að hægt sé að sníða bandalagi Evrópuríkj- anna og samtökunum yfir At- lantshafið stakk eftir stjórn- lagasambandi fylkjanna í Norð ur-Ameríku. Þá yrði að kalla saman sam- kundu, til þess að semja stjórn arskrá fyrir samfélag Atlants- hafsríkjanna. Ég trúi ekki að þetta gæti gengið. Fylkin í Norður-Ameríku höfðu verið meðlimir í sam- bandi, sem laut valdi ensku konunganna. Meðal Atlants- hafsríkjanna eru engin slík tengsl fyrir hendi. Áminnstri samkundu gæti aðeins lyktað með tvennu móti. Annaðhvort kæmi hún sér saman um innihaldslaust orða- gjálfur, eða leystist upp vegna ósamkomulags. Samtökin hefðu þá lent í því, sem nefnt er skipulags- villa, þ.e. að ætla sér að vera of ákveðinn og nákvæmur of snemma. HIN leiðin að markinu er sú, að ákveða, að um samtök skuli vera að ræða, án þess að setja þeim nokkra skipulags skrá í upphafi. Taka síðan jafn óðum sem féiagar á hinum raunverulegu vandamálum At- lantshafssamfélagsins. Auðvitað er rétt að byrja á því, að fást við ákveðin vanda mál eins og tollamálin, gjald- eyrismálin og gullforðavandann, en forðast að láta leiðast út í tilraunir til að leysa óviðráðan- legar þrautir hugsjónalegs eðl- is. Sú fræðilega þraut, sem er einna mest æsandi, er stofnun jafnræðis-félagsskapar í kjarn- orkumálum milli Evrópu og Ameríku. Ef til vill rennur sú stund upp, að Evrópa verði nægilega einhuga og nægilega vel búin að vopnum til þess, að liægt sé að leggja fram uppástungu að slikum félagsskap. Vandinn fyrir okkur Banda- ríkjamenn í dag er ekki sá, að við viljum ekki jafnræðisfé- lagsskap. Við óskum einmitt eftir honum. En vandinn er sá, að enn hefur enginn haft hug- mynd um, hvernig ætti að skipu leggja slíkan kjarnorku-félags- skap. EG ER þeirrar skoðunar, að Bandalag Evrópuríkjanna og Atlantshafssamfélagið geti orð ið til og muni verða til, jafn- vel þó að lausn kjarnorkumál- anna verði látin sitja á hakan- um um sinn. Meginatriði kjarnorkumál- anna — nægileg geta gagnvart Sovétríkjunum — er vel á vegi statt í bili. Meðan svo er háttað liggur ekki sérstaklega á með stofnun kjarnorkufélagsskapar innan Atlantshafssamfélagsins. Til- raunir í þá átt mega ekki hindra Evrópumenn og Banda- ríkjamenn í því að framkvæma þá merkilegu hluti, sem fyrir liggja og þeim er svo ákaflega mikilvægt að gera. ■J Árið 1962, fimmtudaginn 12. júlí var að .tilhlutan B.S.S.Þ. haldinn almennur fundur að Laugum um Efnahagsbandalag Evrópu. Formað ur sambandsins, Hermóður Guð- mundsson, setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna og sérstak- lega dr. Ragnar Frisch og konu hans og Arrór Sigurjónsson, en prófessorinn var á fundinn kominn til að flytja fyrirlestur og Arnór til að túlka mál hans. Þá nefndi formaður Teit Björnsson til að stjórna fundi og Inga Tryggvason fundarritara Tók þá Teitur við fundarstjórn, og gaf Arnóri Sigur- iónssyni orðið Gerði hann ýtarlega grein fyrir tildrögum þess, að próf Fiisch var hingað kominn og kynnt’ hann með nokkrum orðum 'vrir fundarmönnum Flutti bá dr. Frisc’i erindi sitt ;>g Arnór eridur.-agði Rakt' mðu maður ýtarlega þær ástæðir, sem Þingeyingar andvígir aðild að EBE hann taldi, að mæltu gegn því, að smáþjóíjSir ains og íslendingar og Norðmenn gerðust aðilar að Efna- hagsbandaiagi Evrópu. Þökkuðu tundarmenn fyrirlest- urinn með lófataki. Var nú orðið sefið frjálst Komu frarn margar fyrirspurnir sem prófessorinn svar aðt jafnóðum Friðjón Guímunds son flutli ræðu og/ lýsti stg and vigan þátttöku Islands > Fi-tfjhags oandalagi Evrópu Hermóður Guð mundsson mælti fvrir svohlióðand: i'llögu frá oiórn BSSÞ' „Almennur fundur haldinn að Laugum 13 júli 1962, að tilhlut- an B.S.S.Þ lýstr sig algjörlega andvígan aðild íslands að Efna- hagsbandlagi Evrópu vegna smæð- a' þjóðarinnar vanþróaðra at- vinnuhátta 'itt nýttra auðlinda og sérstæðrar menningar, sem stefri yrði í voða með hömlulitlum irtrj- fiutningi erlends fjármagns og erkafólks Krefst fundurinn be.-s. að þjóði'.i’i' verði gefnar ?e,n gleggstar upplýsingar um alla." þær viðræður íslenzkra stjórn^r valda, sem tanð hafn og fram Framhald á 15. síðu T I M I N N, þriðjudagurinn 24. júlí 1962. — 7

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.