Tíminn - 24.07.1962, Blaðsíða 3

Tíminn - 24.07.1962, Blaðsíða 3
Tugir manna fórust í járnbrautarslysi í gær NTB-Dijon, 23. júlí. MikiS járnbrautarslys varð í dag náiægt Dijon í Austur*Frakklandi, er hraðlestin milli Parísar og Marseille rann af spor> inu og niður í djúpt gil. Slysið varð skömmu eftir aö lestin kom út úr löngum jarðgöngum og var aö renna út á brúna yfir Ouehe-á, um 12 km Bretar á göngu Framhald ai 16. síðu. göngu hér í Reykjavík í gær, upplýsti Landhelgisgæzlan, að ckkcrt herskip væri hér við land nema Palliser, sem var hér í Reykjavík á föstu- dag. Frekari eftirgrennslan leiddi svo i ijós, að það hafði vcrið á ferð við Hofs- ós á fyrrgreindum tíma og látið einn liðsforingja og níu óbreytta sjóliða í land. Þessir tíu menn áttu síðan að þreyta tuttugu og fjög- urra tíma göngu i æfinga- skyni, en Palliser að taka þá um obrð að henni lok- inni. Þessar æfingar fara fram með leyfi íslcnzkra stjórnar valda. Landganga þessi vakti sem sagt nokkra undrun á Hofsósi, þar sem enginn vissi hcnnar væri von, þar sem cnginn hafði verið lát- inn vita á staðnum. Frægasta landganga enskra manna á Höfðaströnd vcrð- ur eftir sem áður sú, sem cndaði við Mannskaðahól á 15. öld. frá Dijon. Fréttir um dána og særða voru mjög á reiki og bar hjálparsveit- um og opinberum aðilum ekki saman, en seint í gærkveldi var opinber- lega tilkynnt, aö 47 hefðu fundizt iátnir og 46 slas- aöir, en búizt var við, aö þessar tölur ættu eftir aö hækka, þar sem björgun- arstörf stóöu enn yflr í gærkveldi. Sex öftustu vagnar lestarinnar, runnu af sporinu, en sjöundi vagn inn féli út af brúnni, sem er um 50 metra há. Kaupstaöarferð sfyttist Fr-nihald al 16 síðu var bundið að flytja efni til bygg- ingarinnar, er. það er alls um 240 lestir. Þó var ákveðið að lokum að flytja efnið landleiðis frá Höfn í Hornafirði vestur að Jökulsá og freista þess að koma brúarefninu j þaðan yfir Jökulsá, er hún stæði uppi að vetrarlagi. Mestan veg og vanda af flutningunum hefur Haf-1 steinn Jónsson, verkstjóri á Höfn i i Hornafirði haft og svo birgða- vörður áhaldahússins í eRykjavík, I Kristján Guðmundsson. Mælingar og teikningar af brú ’ þessari hafa verkfræðingarnir Sig- fús Örn Sigfússon og Björn Ólafs-I son gert undir yfirumsjón Arna | Pálssonar yfirverkfræðings. Jónas Gislason hefur verið verkstjóri við brúarsmíðina. en Þorsteinn Jó- j hannsson á Svínafelli var verk- stjóri við vegagerðina að og frá1 brúnm Áætlað er að biúin kosti um 3 milljónir króna. Tveir af starfsmönnum lestar- innaT hlupu til næsta bæjar og báðu um hjálp. Umfangsmikil björgun Slysið varð klukkan hálftólf í morgun eftir íslenzkum tíma. Með snarræði tókst að stöðva tvaér hraðlestir, sem voru á leið eftir sömu járnbrautarlínu, rétt áður en þær voru komnar að slys staðnum. Brunalið, fjölmennt lögreglulið, björgunarsveit járnbrautarinnar og fjöldi annarra björgunar- manna komu fljótlega á vettvang og hófu björgunarstörf. Allir tiltækir sjúkrabílar í ná- grenninu voru sendir á slysstað- inn, og umferð á þjóðveginum Akiö sjáíf nýjum bíl Almenna bifreiðaleigan h.f. Hriilgbrauf 106 — Simi 1513 ICeflavík AKIf) SJÁLF NÝJUM íSÍL ALM. ISIFREIHALFJGAN Kte^ar?!ig 40 Sf Ml 13776 Síld á SiglufirSi Framhald af 5. síðu. þeir fara að vekja upp menn til þess að útvega ís og annað. Kaup endurnir keppast um beztu síld- ina, jafnvel svo lengi, að síidin er ekki lengur söltunarhæf, þeg- ar niðurstaða er fengin. Einn útgerðarmaðurinn flýtti sér norður, þegar aflahrotan byrj- aði þar, til þess að greiða fyrir löndun báta sinna. Skipstjórarnir hans voru orðnir hálfvitlausir af taugaæsingi, og það endaði með því, að útgerðarmaðurinn flúði staðinn í fyrrakvöld, til þess að forða sér frá taugaáfalli. ' Skipulagsleysið er einkennandi fyrir síldaráthafnasvæðið á Siglu- fifði. Söltunarstöðvarnar, eru yfir 22, hver ofan i annarri, og verk- smiðjurnar eru greinilega reistar eftir hendinni á einni nóttu. Þann ig ber Siglufjörður að vissu leyti svip gullgrafarabæjar, og stund- um finnst manni, að vélarnar hljóti að bræða úr sér á hverju augnabliki, þær séu ekki nógu sterkar fyrir þessa stanzlausu toppkeyrslu. En ef eitthvað bilar, þá eru snarir viðgerðarmenn fljót- ir að kippa í liðinn. íbnðarliúsið Jaðar í Dalvík ásamt útihúsum til sölu. Tilboðum sé skilað fyrir 15 ágúst til Sveins Jó- hannessonar, Karlsrauðatorgi 16, Dalvík er gefur nánari upplýsingax*. HAFNSÖGUMADUR Starf hafnsögumanns í Hornafirði er laust til um- sóknar frá 15. september 1962 Umsóknir, ásamt launakröfum og upplýsingum um fyrri störf, sendist undirrituðum fyrir 31. ágúst n.k. Sveitarstjóri Hafnarhrepps Sigurður Pálsson milli Parísar og Dijon var stöðv- uð til þess að koma í veg fyrir tafir sjúkrabíla. Öll sjúkrarúm á héraðssjúkrahúsinu í Dijon fyllt- ust af slösuðu fólki á skammri 'Stundu, en þeim, sem minna voru meiddir, var komið fyrir á sjúkra húsum í nágrannahéruðum. 27MANNS FARAST I FLUGSLYSI NTB-Honululu, 23. júlí Kanadísk Turbo-Prop farþega- flugvél af gerðinni Britannía, hrap aði scint á sunnudagskvöldið til jarðar, skannnt frá flugvellinum í Honululu og að minnsta kosti 27 af 40 farþegum létu lífið. Slysið varð klukkan kortér yfir níu eftir íslenzkum tíma, um 40 mínútum eftir að flugvélin hafði lagt af stað til Sidney í Ástralíu. Sjónarvottar skýra svo frá, að flugvélin hafi snúið við, og er hún var rétt í þann mund að lenda, mun hún hafa rekizt á skurðgröfu, eða annað jarðvinnslutæki við flugbrautina. Sprenging hvað við, og flugvélin steyptist brennandi til jarðar um 150 metra frá flug- braut, sem ætluð er herflugvélum. Hjálparsveitir komu fljótt á vett- vang og fluttu látna og slasaða á sjúkrahús í Honululu. 200 komin vestur Ag endingu fórum við upp í gamla bústað Bjarna Þorsteins- . sonar, þar sem síldarleitin er til húsa. Þar hittum við Lúðvíg Vil- hjálmsson, fyrrverandi togaraskip stjóra, við senditækin. Við setj- umst niður og hlustum á. Jón Finnsson er að kasta á Skaga- grunni. Köstin eru mjög stór. — Flestir bátarnir eru á Skagagrunni j eða út af því, en færri nú orðið j við Kolbeinsey. Þangað er miklu ' lengra. Stóra síldin er utar, en sú smærri innar og með meiri rauðátu. — Það eru yfir 200 skip ! komin á vestursvæðið, segir j Lúðvíg. Við förum út á hól, eftir hálfs annars tíma dvöl. Sveinn tekur vélina á loft, hnitar nokkra hringi yfir Siglufirði, og síðan er flogið vestur. Þótt bátarnir séu margir, er mikið bil á milli þeirra úr lofti séð. Sumir stíma en aðrir að veið í um. Gengur varla inn Sigurður, á Hrafni Sveinbjarn- arsyni hafði verið spurður að því, hvort hann héldi, að fyrir norðan I mundi gerast hið sama og fyrir. austan, síldin gengi inn firðina 1 — Það efast ég um, sagði hann, — það er öðruvísi botngróðnr hérna, — og síldarleitin efast um það líka. j.kr. I Laosdeðan úr sögunni NTB-Genf, 23. júlí ! í morgun l.auk 14-ríkja ráðstefn- unni i Genf um Laos, sem alls hef-j ur starfað 1 14 mánuði, með því! aðutanríkisráðherrar þátttökuríkj- ■ anna rituðu undir endanlegt sam-j komulag um hlutleysi hins fyrr-j verandi indókínverska konungs-: dæmis, Laos, og tekur nú þingræð j isstjórn við ''öldum í landinu, und j ir forystu Souvanna Phouma, j prins og foringja hlutlausra í Laos. j Lifðu af veturinn Fyrra laugardag fór Sæmund ur Úlfarsson bóndi að Heylæk í Fljótshlíð að smala fé inn á Fljótshlíðarafr.étti. Fann hann þar á meðal gemsa, sem geng- ið hafði úti I vetur. Voru kind- urnar I ótrúlega góðu ásig- komulagi. Ærin er frá Guðjóni á Uxahrygg á Rangárvöllum, og mun hafa ver- ið rekin inn á Rangárvallaafrétt i, fyrravor, ?n síðan runnið yfir á Grænaf jal) og gengið þar úti i vet- j ur. Kindurnar voru í öllu reifi og mjög vel útiítandi. að sögn Sæ- mundar. Veturinn var mjög kaldur og snjóasamur til fjalla og þykir því furðu sæta, að kindurnar skyldu. Síldarskipin sökkhlaöin Framhald, ai 1. síðu og var ekki hægt að salta nema cfstu lögin úr skipunum. í gærmorgun var vitað um 92 skip, sem fengið höfðu 80.000 mál og tunnur, þar af höfðu 18 skip með 10.500 mál og tn. til- kynnt síldarleltinni á Seyðisfirði um afla sinn. Sildarbræðslan á Skagaströnd hefur nú tekið til starfa. Þar hef ur verið tekið á móti 24 þúsund málum, en enn þá eru óbrædd 10 þúsund mál. Alls taka þrær verk smiðjunnar á móti 28 þúsund málum. Stöðug löndun var á Siglufirði í gær, og um kl. 18,30 biðu enn þá 10 skip löndunar. Þar var salt að í 7938 tunnur í gær, og saltað á öllum söltunarstöðvum. í gær komu 9 skip til Dalvík- ur með samtals 5880 mál og tunn ur, þar hefur nú verið saltað í 6290 tunnur. Söltun hefur gengið vel á Húsavík fram til þessa. Þar var saltað í 1500 tunnur á sunnudag- inn, en i gær var alls búið að salta í rúmlega 7800 tunnur. Ver ið hefur að stækka síldarbræðsl- una á Húsavík. Þar eru nú allar þrær fullar, og verður ekki hægt að halda áfram söltun fyrr en bræðslan er kominn í gang, en gert var ráð fyrir að hún verði reynd í dag. í gærkvöldi voru bátarnir farn ir að kalla til síldarleitarinnar á Raufarhöfn og tilkynna komu sína til lands. Síldar hafði orðið vart á geysi stóru svæði og búizt við | miklum afla þegar líða tæki á , nóttina. Óhemju mikið hefur ver ið unnið á Raufarhöfn undan- farna daga, og mun þar hafa ver ið saltað í um 4000 tunnur í gær, og var heildarsöltunin komin í um 60 þúsund. Er það meira magn en heildarsöltunin á öllu síðasta sumri. Síldin er( yfirleitt svo feit, að ekki er hægt að salta nema efstu lögin í hverju skipi, því síldin er yfirleitt orðin nokk uð kramin þegar neðar dregur. Menn eru að verða búnir að losa höfnina á Vopnafirði. Nóg er um síld út af Austfjörðum, og skipstjórum, sem komið hafa til Vopnafjarðar virðist bera saman um það, að þeir hafi aldrei séð jafnmikla síld og verið hefur þar undanfarna sólarhringa. Unnið hefur verið stanzlaust undanfar- in dægur, og virðist ekkert lát vera á. Saltað var úr nokkrum bátum á Seyðisfirði í gær. Þangað voru komnir togararnir Freyr, Geir og Pétur Halldórsson og biðu eftir að taka síld til flutnings til hafna fyrir norðan. Verið var að lesta í síldarflutningaskipið Unu, en gekk fremur hægt, þar eð lítil síld barst að. Ekki er sildarbræðsl an enn komin í gang. í gær var sólarhrings löndunar- bið á Neskaupstað, þar hafði ver- ið tekið á móti 5000 málum í bræðslu síðasta sólarhringinn. Þar segja menn, að aldrei hafi verið jafn mikið af síld jafn nálægt landi og í þessari siðustu síldar- j hrotu. Ekki er venja að síld veið- ist á þessu svæði fyrr en í ágúst, j þegar síldin fer að ganga af mið- unum fyrir norðan land, svo að menn búast við að síldin eigi eftir að vaða fyrir Austufjörðum aftur í sumar. ekki vera verr á sig komnar, en Sæmundur sagði, að þær hlytu að hafa komizt i gott einhvers stað- ar í þessari sömu ferð urðu menn varu við tófugreni, og var það tinnið. í greninu voru 4 yðlingar og eitt fullorðið dýr. Nokkuð mik- ið hefur verið um tófu I Fljóts- hlið undanfarin tvö ár, og kemur hún í heimahaga og gengur heim- undir bæi á veturna. Einnfg urðu menn varir við riúpu með unga. en það hefur ekki sézt að kalla nokkur undanfarin ár. T í M LN N, þriðjudagurinn 24. júlí 1962. — 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.